Af hverju eigum við ekki að viðurkenna skuldir óreiðumanna sem okkar skuldir?

teen-boy-holding-condom

Davíð er fjölskyldufaðir þjóðarinnar.

Hann gerði þau mistök að telja unglingum treystandi fyrir að stjórna sér sjálfir, og áttaði sig ekki á því að slíkt frelsi leiddi beint til óreiðu. Meirihluti hins vestræna heims sem trúði á frjálshyggjuna eins og gullkálf trúði að þetta væri rétta leiðin. Davíð og fylgilið hans trúði því. Þjóðin trúði því. Efasemdamenn voru reknir út í horn og kallaðir kommúnistar eða annað verra.

Þegar unglingarnir brutu fyrst af sér, ætlaði pabbinn að stoppa þá með því að vara þá við og skamma þá. Hann átti ekki von á að unglingarnir svöruðu fyrir sig. En þeir gerðu það. Þeir öskruðu látlaust á hann með fjölmiðlum landsins. Unglingarnir öskruðu svo hátt og stilltu tónlistina í botn, alveg upp í 11, að enginn tók lengur eftir rósemisrödd hins skynsama og leiðinlega en jafnframt orðheppna föður. 

Unglingarnir uxu úr grasi en hættu ekki ólátunum. Þau urðu háværari. Pabbinn gerði sitt besta til að stoppa lætin, en unglingunum tókst að kæfa uppreisn gamla mannsins í fæðingu. Smám saman fjarlægðist pabbinn fjölskyldu sína, dró sig í hlé, og var læstur uppi í háum turni, þar sem hann sá ekki lengur hvað var að gerast í fjölskyldunni, heldur aðeins með yfirborðskenndri yfirsýn; úr fjarlægð.

Öll fjölskyldan snerist gegn pabba gamla og rak hann úr turninum. Hún vildi helst losna við hann úr landi, enda héldu unglingarnir áfram að mála hann sem skrattann á alla flatskjái landsins. Fjölskyldan vill losna við manninn af því að hann hleypti unglingunum út á lífið og þeir voru ekki tilbúnir. Því miður eru skoðanir fjölskyldunnar litaðar af þessum sömu unglingum. Þeim var treyst, en þeim var ekki treystandi.

Þessir unglingar sem hafa talað illa um pabbann og stolið gífurlegu fjármagni frá fjölskyldunni fara létt með að beina athyglinni frá sjálfum sér og að pabbanum, sérstaklega þegar hann mótmælir því hávært að skuldir þeirra verði borgaðar af fjölskyldunni og þeim börnum sem eru fædd og munu fæðast á næstu árum eða áratugum. Unglingarnir vilja að fjölskyldan bjargi þeim. Pabbinn vill að þeir bjargi sér sjálfir og láti fjölskylduna í friði. 

"Það var hann sem gerði þetta mögulegt," segja unglingarnir, eins og það hafi verið slæmt í sjálfu sér. Albert Einstein áttaði sig á hvernig hægt var að nýta kjarnorku. Ekki var það honum að kenna að sumir notuðu hana til góðs og aðrir til ills, ekki frekar en Davíð sem nýtti frjálshyggjuna til að byggja stórveldi, sem því miður hrundi vegna þess að sumir notuðu hyggju frelsisins til ills. Ekki er það bifvélaframleiðendum að kenna að unglingar drepa sig í ofsaakstri. Ekki er það byssusmiðum að kenna að saklaust fólk er skotið í klíkustríðum úti á götu. Eða hvað?

Það er margt sem hægt er að gagnrýna Davíð fyrir, en Hrunið er ekki eitt af því. Hann var sá sem gaf fólki merki um að eitthvað væri að. Hann lét ekki bara ríkisstjórnina vita. Hann lét fjölskyldu sína vita, þjóðina. Hann lét mig vita.

Fyrir það er ég honum þakklátur.

Og ég er ekki Sjálfstæðismaður, nokkuð sem ég er oft sakaður um þegar ég ver Davíð á forsendum sem ég tel málefnalegar. Þeir sem gagnrýna Davíð fyrir það eitt að vera sá einstaklingur sem hann er, skammist ykkar! Þeir sem gagnrýna verk Davíðs og skoðanir hans, gott hjá ykkur!

 

Ég vil taka það sérstaklega fram að ég hef ekkert á móti unglingum sem slíkum, þeir passa einfaldlega vel inn í myndlíkinguna, þar sem að þeir eru börn sem krefjast smám saman þess frelsis sem fullorðnir njóta. Íslendingar hafa haft tilhneigingu til að samþykkja þetta frelsi nokkuð fljótt og án þess að hafa miklar áhyggjur af mögulegum afleiðingum. Íslenskum unglingum er oft treyst. Það er gott. Sumum er hins vegar ekki treystandi og það eru þeir sem eyðileggja fyrir öllum hinum. Það er nákvæmlega það sem útrásarvíkingarnir gerðu, sem reyndar væru betur nefndir fjármálarónar.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeins

Við hvað?

Hér er ég um mig frá mér til mín, ekki bað ég um þetta!

Nema kannski áður en ég fæddist.

Kolbeins, 4.7.2009 kl. 18:14

2 identicon

Sæll.  Stórgóð samlíking og sönn.  Það verður fróðlegt að sjá hvort að einhver Ísþræls samninga áhangandinn reyni að fjalla um það sem Davíð hefur að segja efnislega, eða hvort þeir eru ekki fastir í sama gamala farinu að hrauna yfir persónuna Davíð og hans fyrrum gerðir.  Kv.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 18:18

3 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Ég er alveg sammála þér, ég er ekki og hef aldrei verið Sjálfstæðismaður en Davíð er búin að vera að vara við ofþenslu bankanna lengi.  Auðvitað var einkavæðingin frekar mikið klúður sem hann og Halldór Ásgrímsson bera mikla ábyrgð - þeir voru með plan um að selja bankana fyrir 11. September 2001 og hættu ekki við að selja þrátt fyrir heimskreppu sem olli því að engir erlendir bankar komu að málunum eins og upphaflega hafði staðið til.

Hér er til dæmis umsögn frá Davíð Oddsyni frá því í Mars. 2006:
“Útlánaþenslan undanfarin tvö ár er áhyggjuefni, bæði fyrir fjármálalegan stöðugleika og verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útlán lánakerfisins í heild jukust um 16% að raungildi á síðasta ári.” Því miður virtust þessi varnaðarorð hafa minni en engin áhrif, því til viðbótar 16% raunútlánaaukningu hér innanlands á árinu 2004 bættist við 25% raunútlánaaukning á árinu 2005. Þessu verður að breyta," að sögn Davíðs Oddssonar.

Og í sömu frétt:
"Á tækni- og tölvuöld upplifum við stundum að það eru aðvörunarbjöllurnar sjálfar sem eru bilaðar og ekki þarf annað að gera en laga þær. Það má vera að það eigi við um einhverjar þeirra sem hringt hafa að undanförnu. En við skulum samt taka þær allar alvarlega og bæta úr hverju og einu því sem réttilega er fundið að, jafnvel því sem smávægilegast þykir."

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2006/03/31/ekkert_lat_a_utlanaaukningu_bankanna_segir_sedlaban/

Róbert Viðar Bjarnason, 4.7.2009 kl. 18:24

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað með stærstu eignarhaldsamsteypuna [1500 milljarða skuld í dag við innlend og erlend
útibú?] , Glitnir ehf, Hverfisgötu 1 [verskmiðju skammtíma lausna], einróma hjörð Samfó? 

Júlíus Björnsson, 4.7.2009 kl. 19:04

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ertu búin að drekka mikið í dag DON ?

Ómar Ingi, 4.7.2009 kl. 19:49

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er bara það að hlutverk DO var ekki bara að vara við. Seðlabankinn er aðal hagstjórnartæki hvers lands sem á að nota vaxtastefnu sína til þess að stýra útlánum og innlánum, bremsa þenslu osfrv. Gerði DO skyldu sína sem seðlabankastjóri á þessum árum?

Hann segir: "En við skulum samt taka þær allar alvarlega [viðvörunarbjöllurnar] og bæta úr hverju og einu því sem réttilega er fundið að, jafnvel því sem smávægilegast þykir."

Hverjir eru þessir "við" sem hann er að tala um og hvað gerðu þeir til þess að "bæta úr"?

Þegar maður segir "við", er maður þá ekki sjálfur í hópnum?

Ég hefði satt að segja viljað að DO hefði gert meira á sínum tíma, en blaðrað minna um það núna hvað hann hafi sagt sniðugt við hitt og þetta tilefnið á undanförnum árum.

Jón Bragi Sigurðsson, 4.7.2009 kl. 19:59

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

[reiðufé] Fjármagni var tapað af Íslandi og þensla og launaskrið lítið sem ekkert á þessu tímabili.  Stórkostlegt verðbréfafals [vanmat á virði langtímaskuldabréfa].

Lánalenging húsbréfa og minni veðkröfur jók peningamagni í umferð á móti því sem hvarf.

 DO er að benda að Viðskiptaráherra, Bankamálráðherra, Fjármálaeftirlit hunsuðu að framfylgja eftirlliti með að eðlileg bankastarfsemi væri stunduð hér á landi og settu ekki reglur til að hefta óeðlið.

EU reglur um þetta eru skýrar. Sökudólgurinn er:

1. Stjórnendur: óeðlileg bankastarfsemi.

150 ára fangelsi USA.

2. Eftirlit sett til höfuðs stjórnendum: virkaði hér eins og bandamenn.

3. Viðkomandi ráðneyti, breyta skyndilega rekstrarforsendum, hér virðist möguleiki að aðgerðarleysi á setningu reglugerða til að tryggja eðlilega starfsemi  kannski af því áð ráðherra voru að hugsa um annað: styrki og gjafir veislur.

Ef allir þessir aðilar eru saklausir er hugsanlegt að fara fram á við ríkisjóð það er seðlabanka að leggi til fjármagn til að komi í veg fyrir skaða  eða bæta tjón. 

Þess vegna kom það sökudólgunum vel að ráðast á Seðlabankann til að bjarga eigin skinni. Jafnvel þó þið eruð ekki þjóðin þyrfti kannski að blæða.  

3000 milljarða fjármagnsstuldur [gjaldeyrir]: ekki eitur bréf] kostar kannski 3 til 30 milljarða mútu kostnað. 10 milljónir á 300 til 3000 manns eða 100 milljónir á 30 til 300 manns.

Það er ódýrt. General Mótors er um 280.000 manna fyrirtæki út um allan heim. Ísland um 173.000.  

Inní þetta blandast svo Íslensk EU:ES umræða ágirndarfyllra einstaklinga sem auðveldalega fyllast ranghugmyndum um hæfi. Jarðvegurinn var alveg frábær.

Krimmarnir gufaðir upp eins og gjaldeyririnn.

Bretar setja ekki hryðjuverkalalög  að vanhugsuðu máli frekar en að semja eignarupptöku samning sem gerir Ísland að þeirra Leppríki innan EU við hlið Möltu.

Þeir vita um veikleika Íslensku elítunnar.

Júlíus Björnsson, 4.7.2009 kl. 22:57

8 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

P.s.

General Motors er gjaldþrota...

Jón Bragi Sigurðsson, 4.7.2009 kl. 23:05

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kolbeins: skil ekki spurninguna

Guðmundur: að sjálfsögðu ræða menn ICESAVE málið efnislega, en bara frá ólíkum sjónarhornum. Frá sjónarmiði hagfræði og fjárhagslegs jafnvægis verður að samþykkja ICESAVE, en frá sjónarmiði lögfræði og réttlætis verður að hafna ICESAVE. Þetta er ekki mikið flóknara en það.

Róbert: Rétt er að Davíð var sá eini sem varaði við þessu - allir aðrir reyndu að þagga í honum. Hann á ákveðna virðingu skilið fyrir að reyna.

Skúli: Ég er ekki með alkalíkingu, þó að hún hafi verið freistandi. Heldur er meðvirknin meira tengd glæpsamlegri starfsemi frekar en hinum síblekkjandi alkóhólisma eða dópisma. Mig grunar að þú misreiknir Davíð. Ég held einmitt að hann hafi það ríka siðferðiskennd að það hafi komið honum í vandræði. Ég útiloka ekki þann möguleika að ég hafi rangt fyrir mér, enda þekki ég Davíð ekki persónulega, þó að ég þykist þekkja son hans ágætlega, sem er afbragðs einstaklingur, þrátt fyrir að hafa fengið dómarastöðu á mjög vafasaman hátt.

Júlíus: Ég skil ekki. Vinsamlegast útskírðu.

Ómar: Ég var svolítið mikið úti í sólinni hérna í Noregi. 30 gráður og steik. Kannski með sólsting. Hver veit?

Jón Bragi: Hlutverk Seðlabankans var ekki bara að vara við, það er rétt. Fjármálaeftirlitið átti að fara eftir þessum ábendingum og taka þær alvarlega. Það virðist ekki hafa verið gert. Ef DO gerði þjóðinni kunngjört hvað var í gangi átti fjármálaeftirlitið vissulega að fylgja því eftir með rannsókn. Var það gert? Hver getur ásakað manninn fyrir að láta alla vita frekar en fáa? Davíð er í þeirri stöðu að hann þarf að réttlæta sinn málstað vegna þess að fólk er viljandi að misskilja hann, stöðugt. Ég geng ekki svo langt að segja hann vera Sókrates eða Jesús okkar tíma, en held að líkingin sé samt alls ekki fjarri lagi.

Júlíus: áhugaverðar pælingar. Ég hef einmitt heyrt samsæriskenningar um að 'útrásarónunum' hafi verið hælt svo mikið erlendis einmitt til þess að steypa íslensku þjóðinni í skuldastöðu til að vara önnur smáríki við að rugga ekki valdabát stóru þjóðanna með hagfræðigrúski. Þetta finnst mér áhugaverð kenning. Okkar helstu hetjur voru gerðar að landráðamönnum til að gera Ísland að dæmi um misheppnaða tilraun til stórræða þjóðar sem hefur ekkert með stórræði að gera.

Hrannar Baldursson, 4.7.2009 kl. 23:06

10 identicon

virkilega vel orðað...

nuna kemur mín

Davið hefur alltaf verið kóngur og alltaf barist fyrir þjóðinni..Hugsiði ykkur að þjóðin skyldi vera að rífakjaft og mótmæla Davíð oddsson sem alltaf stóð fyrir þvi að við myndum ekki borga skuldir auðmanna.. En núna er hann öruglega gull i ykkar augum og þið viljið hann aftur i stólinn...held þeir mótmælendur og aðrir sem voru að skíta Davíð ut ættu að skammast sýnn og biðja hann afsökunar 1 en Ríkistórnin sem nú stenur er kjörsamlega bækluð svikarar lygarar og kjörsamlega VANHÆF!!en þetta vildu sumir Islendingar..held fólk ætti aðeins að líta i sinn eigin barm og hugsa...grasið er ekki grænna hinumegin

fuck you!!!! VIÐ BORGUM EKKI KRóNU!!!!!!!! takið útrásar vikingana og setjið ykkar hryðjuverka lög á þá EKKI saklausa Þjóð

jonhjalpar (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 23:19

11 Smámynd: AK-72

Ef Davíð er fjölskyldufaðir þjóðarinnar, þá er ég misnotað barn af hans völdum.

AK-72, 5.7.2009 kl. 00:40

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Til þess að lána þurfa banka að eiga kass [real money] . Ef þú átt milljón í Banka þa getur bankinn lánað án þess að fá refsivexti frá Seðlabanka. T.d. 20 milljónir.

Hógvær einstaklingur segir ég vil fá 5 millur lánaðar á bestu kjörum. Hm segir Bankastjórinn þú átt milljón hérna inni. Okey. 

5 millur fara í annan Banka  og þú ert kominn með  þú færð 25 millur.

Kass shoppur skila kannski 10 millum á dag. Ef þér tekst að fylla bankann upp með lélegum skuldabréfum veð í eign sem þú keyptir á 1000 millur af samstarfs aðila sem keypti hana 100 millur.

Þá er bankinn í slæmum málum vantar kass þá byrjar þú að segja bankanum fyrir verkum, fáðu lán hjá Seðlabanka fáðu lán hjá erlendum bönkum. Færðu Kassið mitt inn leynireikning. 10% getur sett inn þinn. 

Svo getur skuldari ef Bankastjóri er bláeygur tekið hann í ...
Þetta er hagfræði göturnar. Svo ert þú kannski líka bankastjóri efir 6 ár. 
Allt er hægt fyrir pening.

Bestu kass sjoppurnar eru lávöru búðir. Barir, .....

Þetta var nánast útlokað fyrir einkavæðingu. Nördarnir 30 ára úr Háskóla fá ekki svona kennslu opinberlega. En eru fljótir að læra hana eftir að hafa verið fokkaðir einu sinni.

150 milljarðar ári eru 3000 milljarðar á 20 árum.

12,5 milljarðar á mánuði 

3000 kass shoppur skila kannski  4 millum á mánuði.

Ef verið er gera þetta á mörgum stöðum í heiminum verður lausfjárkreppa og þá má prenta meiri peninga en þá kemur verðbólga.

Þetta er plottið og mér sýnist allt sem hefur verið að gerast hér í samræmi.

Ég virðist engin skilja mig. Svo ég breytti um málsnið. Þetta er mjög auðvelt í framkvæmd þar sem nördar og illa menntaðir einstaklinga eru í meirhluta á markaði.  

Svo er sumir svo sniðugir að byrja strax á því að gefa í líknastofnanir upp á framtíðina þegar hrunið kemur. Spila á almenning gamli góði Jólasveinninn. Fjölskyldufaðirinn. Styrkveitandi lista og vísinda. Skjallari stjórnmálakvenna.

Í upphafi skyldi endinn skoða. Gervi-fræðingar lafa allan tíman í erfiðu fögunum og skríða svo út með réttindi eru verri en nördarnir því þeir trúa öllu. 

Júlíus Björnsson, 5.7.2009 kl. 01:02

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er ein mótsögn í þessu máli öllu saman sem þarf að fá svör við:

1) Davíð segir: "Við borgum ekki reikninga óreiðumanna".

2) Davíð gerir: Skrifar undir viljayfirlýsingu íslenskra ráðamanna til að borga reikninga óreiðumanna".

Þetta er afar þversagnarkennt.

Það er eins og pabbinn hafi sagt við unglinginn: "Þú mátt ekki drekka, alls ekki kaupa áfengi, en taktu samt þennan pela með þér. Hann er ekki með hreinum vodka, hann er blandaður út í kók. Þú skalt líka halda þig frá kynlífi, en til öryggis skaltu taka nokkra svona," segir hann og réttir unglingnum pakka af smokkum.

Hrannar Baldursson, 5.7.2009 kl. 07:48

14 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Þetta er nú óttaleg vitleysa, með fullri virðingu. DO og Einstein? Ég tel að tengsl orsakar og afleiðingar séu nú beinni en það, ef að þjóðmálastofnun er lögð niður, gagnrýni barinn niður, mál flækt með smjörklípum, regluverk fjarlægt og tennur dregnar úr eftirlitsstofnunum, stunduð ófagleg vinnubrögð twist og bast og hagsmunir annarra setir ofar en þjóðarinnar, ÞÁ eiga slæmir hlutir eftir að gerast, sérstaklega ef að menn telja sig/eru í ríkisábyrgð. Það þarf að ekki að þýða að DO hafi alltaf rangt fyrir sér, hans tími er bara liðinn og þeirrar stefnu/vinnubragða sem að hann stóð fyrir. Svo mörg voru þau orð.

Pétur Henry Petersen, 5.7.2009 kl. 09:30

15 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

DO segir frá því hvað hann gerði ,Hann varaði við en svo gerðist ekkert meira ,Hann segir svo ekki frá því hvernig hann ásamt Halldóri Ásgrímssyni seldu bankana, Það var gagnrýnt, þá á gjafverði til einhverja útvalda sem hlutu náð fyrir DO og Halldóri ,

Þessir sömu menn settur ekki það regluverk sem þurfti til að halda aftur af bönkunum því frjálshyggjan var við völd ,DO lagði niður þjóðhagsstofnun af því að hún gagnrýndi hans störf, forsaga er ekkert glæsileg heldur mörg mistök voru gerð frá því að Frjálshyggjan fékk að leika sér að vild ,og þá var DO i aðalhlutverki svo komu aðrir sem og gerðu mistök ,Það þýðir svo ekkert að koma upp og segja ég varaði ykkur við aftur og aftur. Ég spyr hefur DO verið boðaður á fund sannleiksnefndarinnar sem var sett á stofn til að rannsaka hrun bankana eða er hér eitt sjónarspilið til að blekkja þjóðina .

Ég segi enn og aftur að það voru Íslendingar sem stjórnuðu ferðinni með Icesave það voru íslenskar eftirlitstofnannir sem brugðust ,það voru íslenskir stjórnendur sem tóku ákvarðanir um að bjóða upp á icesave ,það voru íslenskir stjórnendur sem tóku út af icesave reikn og gerðu veit ekki hvað við. Þessum mönnum ber að refsa fyrir stórkostlegt gáleysi vitandi vits að bankakerfið íslenska stóð á brauðfótum.

Það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 5.7.2009 kl. 09:41

16 identicon

Hér er talað um Davíð eins og fórnarlamb. Kannski er Íslenska syndrómið að koma og nú förum við að vorkenna honum. Davíð varaði við ??? Davíð stjórnaði. Davíð kom þessu kerfi á. Davíð setti lögin. Davíð einkavinavæddi bankana. Ekki segja að Davíð hafi varað við. Hann varaði við einum banka og einum fjölmiðli af því að hann gagnrýndi hann. Bankinn sem hann varaði við var í eigu ,,óvina,, hans. Nú kemur Davíð fram eins og hann hafi verið valdalaus með öllu og séð allt fyrir og þá er fólk strax tilbúið að vorkenna honum. Ekki ég. Í mínum huga ber Davíð stærsta sök í hruninu og þannig mun ég líka hugsa þó það líði vika eða tvær. Davíð var valdamesti maður landsins þegar þessir hlutir gerðust. Gleymum því ekki.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:39

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vandamálið er að almenningur gerir ráð fyrir að samningu sé allt svo hreint og fellt. Mátturinn hins eina. Kóngur fellur og ráðgjafarnir[Baklandið í felum] halda áfram. Algengast sjónarspil sögunnar: Friðþægingin.

Stundum er menn að tefja tíma augljóslega í málum umræðunnar. Þá ganga hálfkveðnar vísur og dylgjur á víxl. Endanlega niðurstaða fæst svo með Dómi í Réttarríkinu.  

Samsæriskenningar hætta að vera kenningar þegar hægt er að sanna þær kallast þá samsæri: samvinna um að valda sári eða láta blæða.

Ríkistjórnin hefur þegar viðurkennt glæpsamlega gjaldeyrisflutninga það að kenningar um um samsæri eru úr sögunni eru úr sögunni, einu hefði aldrei tekist þetta upp á eigin spýtur.  Eve Joly og þrír saksóknarar.

Ég var bara útskýra þau vinnubrögð sem ég hef orðið vitni að og reynt sjálfur. 

Þetta er spurning um að skilja hismið frá kjarnanum. Höggva skóginn. Líta framhjá moldviðri  spillingaraflanna. Hugsa sjálfstætt.

Menn leita stundum að gleraugum á nefi sínu. Sumt er of augljóst eða einfalt til þess að því sé trúað.

Júlíus Björnsson, 5.7.2009 kl. 20:54

18 Smámynd: Sævar Einarsson

Viljayfirlýsing getur ekki skuldbundið íslensku þjóðina, þetta áttu að vita. Eina sem getur skuldbundið þjóðina er með samþykki Alþingis og staðfesting forseta íslands.

Kannski að þú hafir efni á því að borga skuldir annarra, ekki hef ég efni á því og það á við meirihluta þjóðarinnar.

Sævar Einarsson, 6.7.2009 kl. 13:33

19 identicon

Hvar liggur hundurinn grafinn?

1. Seðlabankinn hlýtur að eiga að geta gripið meira og betur inn í þegar ofþennslan er orðin svo mikil að þjóðarhagur er í hættu=(Ekki bara að vara við) Eða hvað?

2.Þáverandi viðskiptaráðherra sagði að Fjármálaeftirlitið væri sjálfstæð stofnun sem hann gæti ekki skipt sér mikið af. (Á Fjármálaeftirlitið að hafa eitthvert aðhald?)

3.Er það ekki fjármálaeftirlitið sem átti að halda utan um "rammann"?

4.Að ríkið ætli ekki að borga skuldir óreiðumanna? =(Víxillinn fellur og skrifaði ekki ríkið upp á)?

Gæti ég opnað banka nema allar inneignir þar væru ríkistryggðar í bak og fyrir?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 23:17

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er ekki hægt að opna Banka síðan 1994 með ríkisábyrgð í EU. 

Það var engin ofþennsla á Íslandi vegna þess að gengið styrktist: krónusala Seðlabanka.

Umsvif eða vöxtur bankanna voru 90% utan Íslands. Marel og Össur  mun vera með 25% umsvif á Íslandi.

Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 23:37

21 identicon

En höfuðstöðvar bankanna voru á Íslandi, og allar banka-inneignirnar væntanlega ríkistryggðar af íslenska ríkinu, og eigendur bankana voru íslenskir ríkisborgarar.

Þannig að má ekki segja að það hafi verið ofþensla hjá bönkunum þar sem þeir lutu íslenskri forsjá?

(Auðvitað hefði Fjármálaeftirlit viðkomandi landa ekki á átt að leyfa þessa starfsemi í sínu landi nema að vel ath.máli)

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband