Af hverju íslenskir stjórnmálamenn skilja ekki orðið "subrogate"

Copy%20of%20wpe38539 

Þór Saari hefur gagnrýnt Svavar Gestsson fyrir að kunna ekki tæknilega lagaensku nógu vel til að takast á við alvarlegt mál eins og ICESAVE samninginn. Á móti hefur Þór Saari verið gagnrýndur fyrir að kannast ekki við orðið 'subrogate'.

Ég held að það sé ósköp eðlilegt fyrir fólk, hvort sem um sérfræðinga eða aðra er að ræða, að skilja ekki eitt og eitt hugtak, og þá er ekkert eðlilegra en að rannsaka hvað slíkt hugtak þýðir. Miðað við stöðu umræðunnar, velti ég stundum fyrir mér hvort að slíkur þrýstingur sé á íslenskum stjórnmála- og embættismönnum að þeir þurfi að kunna öll hugtök upp á hár á augnablikinu þegar þeir eru spurðir út í einhver atriði. Það lítur nefnilega frekar illa út þegar viðkomandi getur ekki svarað einhverju strax.

En ætti Svavar að þekkja öll hugtök sem notuð eru í ICESAVE samningnum upp á hár? Að sjálfsögðu. Hann er að mæla með að samningnum sé tekið, því er honum skylt að þekkja hann frá a-ö. Þar með er gagnrýni Þór Saari réttmæt. (Hins vegar skil ég ekki hvernig Þór getur sett upp skilyrði á milli ICESAVE samningsins og ESB. Það krefst nánari útskýringa). 

Ég hef minni áhyggjur af því hvort að stjórnmálamenn skilji orðið 'subrogate' eða ekki, en meiri áhyggjur af því hvort að þeir kannist við merkingu hugtaksins.

"Subrogate" á við um þegar tryggingarfé hefur verið greitt, til dæmis af tryggingarfélagi, vegna skaða sem hinn tryggði hefur orðið fyrir. Fái hinn tryggði hins vegar skaðann bættan frá fleiri aðilum en einungis tryggingarfélaginu, þá getur tryggingarfélagið haft 'subrogate' klausu í samningnum sem segir að ef viðkomandi fái bætur umfram skaðann annars staðar frá, þá eigi tryggingarfélagið rétt á að fá þann hluta af peningnum til baka sem viðkomandi hefur þá ekki þurft á að halda til að bæta sér metinn skaða.

Annað og verra mál er hins vegar þegar stjórnmálamenn virðast ekki kannast við önnur höfuðhugtök eins og 'ábyrgð', eða skilja það kannski og fara ekki eftir því; og því eiga undirhugtök ábyrgðar kannski erfitt uppdráttar þegar enn er deilt um höfuðhugtakið.

"Subrogate" er einfaldlega skilyrtur stuðningur, svo framarlega sem viðkomandi fær ekki stuðning frá öðrum.

Hér er ágætis útskýring á hugtakinu eins og það er notað í bandarísku lagaumhverfi: 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábær færsla!

Og besta útskýring sem ég hef séð um þetta orð. Betri enn í orðabókum allavega!

Vissi reyndar ekki um þetta enska orð fyrr enn Þór Saari tók upp þetta mál. Enn því var haldið fram að lagaenskan væri eitthvað fornmál. Eins og að hafa keypt slysatryggingu á Hávamáli á Íslandi ef ég hef fengi meininguna rétta.

Það breytir ekki hvað er rétt eða rangt í Icesave samningnum. Enn bara til að "kaupa tíma", þá væri eðlilegast að fara dómstólaleiðina í þessu máli. Það gæti þýtt að engin þyrfti að hugsa um gjalddaga á þessu Icesavemáli fyrr enn eftir 7 til 10 ár. Ég skil ekki þennan hraða á þessu mikilvæga máli.

Takk enn og aftur fyrir snilldarlega útskýringu á 'subrogate'.   

Óskar Arnórsson, 15.7.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er ekkert annað. Takk fyrir þetta Óskar.

Hrannar Baldursson, 15.7.2009 kl. 15:35

3 Smámynd: Ómar Ingi

íslenskir stjórnmálamenn geta ekki einu sinni borið fram orðið 'subrogate'. 

Hvað þá svona snillingar eins og Svavar Gests sem er eitt mesta grín sem ísland hefur alið af sér en grínið er á okkar kostnað.

Ómar Ingi, 15.7.2009 kl. 23:57

4 identicon

Jeg vidurkenni ad jeg hef ekki lesid Icesave samninginn.  En, thad kemur mer alls ekki a ovart ad folk eigi erfitt med ad skilja hugtoek a bord vid "subrogate".  Jeg er sjalfur starfandi loegfraedingur i Kanada, sem hefur sama grundvallar lagakerfi og England, en jeg gaeti ekki gefid almenna og skyra skilgreiningu a thessu hugtaki.  Thad er haegt ad gefa almenna og frekar lodna skilgreiningu, en oftast hefur hugtakid nakvaemari taeknilega merkingu sem raedst af samhengi eda jafnvel af skilgreiningu sem er gefin er i texta loeggjafar eda samnings.  Ef ordid "subrogate" er notad i Icesave samningnum an skyringar eda skilgreiningar, tha er haett vid ad menn tulki thad a mismunandi vegu, og ekki oliklegt ad deilur verdi um thad i framtidinni ef einhvern tima reynir a thad.  Jeg hef grun um ad su skyring sem gefin er i thessu myndbandi eigi ekki vel vid merkingu ordsins eins og thad er notad i Icesave samningnum.

Robert Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband