Er það lýðræði þegar allir kostir eru slæmir?

Kreppan sýnir klærnar. Í gær las ég blogg um mann sem réð ekki við að borga vörubíl sinn og unnið fyrir lifibrauði sínu, og var jarðaður fyrir skömmu í kyrrþey. Í lok síðustu viku fóru hugrökk hjón í viðtal til að lýsa hvernig ástatt var fyrir þeim í kjölfar hrunsins. Því miður fengust kerfisbundin svör frá þeim stofnunum sem ábyrgð bera á ástandi þessara einstaklinga, og þetta fólk stimplað sem óreiðufólk, þrátt fyrir að meginástæða hörmunga þeirra hafi verið Hrunið. Nú þarf enn hugrakkara fólk til að ganga fyrir skjöldu og segja sínar sögur, þó að það verði talað niður til þeirra og reynt að sverta orðspor þeirra á kerfisbundinn hátt.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur algjörlega brugðist. Stjórn sem komst til valda vegna óánægju fólks sem annars vegar var sprottin úr þeirri gífurlegu spillingu sem fest hafði rætur í stjórnsýslunni, og hins vegar vegna aðgerðarleysis. Sama sagan virðist vera að endurtaka sig. Þegar ríkisstjórn lofar að allar upplýsingar verði gefnar upp um mikilvæg mál og leynir þeim síðan, er verið að ljúga, nema það séu náttúrulega gróusögur að gagnsæi hafi einhvern tíma verið yfirlýst markmið Samfylkingar og VG. Ef ekki er verið að standa við eigin fullyrðingar, er það náttúrulega ekkert annað en ein af mörgum birtingarmyndum spillingar.

Fyrirtæki eru byrjuð að segja upp starfsfólki í kjölfar hækkandi skatta, sem þýðir fleira atvinnulaust fólk sem ríkisstjórnin þarf að finna úrræði fyrir. Á sama tíma er ríkisstjórnin algjörlega lömuð á Alþingi, þrætir um matartíma (það er reyndar sjálfsagður réttur sérhvers starfsmanns að fá matartíma, enda er fólk ekki vélar), og á meðan hvíla stjórnarliðar sig fjarverandi frá fundi. Það er eins og þetta fólk skilji ekki, geti ekki troðið inn í gegnum sín þröngu eyru að það er fólk í þjóðfélaginu sem hrópar af lífs og sálarkröftum á hjálp. Börn eru í hættu. Fá hugsanlega ekki næringu. Foreldrar orðnir þunglyndir. Hvað verður um börnin falli foreldrar fyrir eigin hendi?

Þeir sem eru á Alþingi mættu vinsamlegast skola af sér sælubrosið sem fylgir því að vera við völd, og horfa til fólksins sem er virkilega illa statt, og sleppa því vinsamlegast að bera íslenska alþýðu saman við afrískar aðstæður, og fullyrða að hlutfallið hjá Íslendingum sé miklu betra. Slíkt er merkingarlaust gaul, sem ber að víta harðlega. Einnig er engan veginn við hæfi að bera ástandið í dag saman við aðrar hörmungar Íslandssögunnar, þegar fólk neyddist til að flýja land sitt í umvörpum, og voga sér að fullyrða að það sé minna af slíku í dag og því sé ástandið bara nokkuð eðlilegt.

Það er algjörlega ólíðandi að fólk sem starfar við stjórnmál sé atvinnufólk í greininni sem vinnur fyrst og fremst út frá líkönum og tölfræði, en ekki út frá eigin samvisku, samúð með náunganum og ávallt með almannaheill sem viðmið.

Það er gífurleg stjórnarkreppa á Íslandi. Stjórnvöld orðin álíka óvinsæl og Hrunstjórnin og því hugsanlega stutt í að hún falli þannig að hrægammarnir úr hinum flokkunum geti tekið völdin, hlakkandi yfir óförum andstæðinga sinna, án þess að gera sér grein fyrir að í sökkvandi skipi er enginn andstæðingur annars.

Þegar sagt var frá Óslóartrénu í gær, vék hugur minn ekki frá örlögum síðasta Óslóartrés. Ég þori ekki að spá fyrir um hvað verður um hið nýja tré, sem opnað var með ljóði frá Gerði Kristný, en hún hélt mótmælaræðu 4. desember í fyrra. Ákveðin írónía í þessu.

Lýðræði er hinn síendurtekni grunur um að meira en helmingur fólksins hafi yfirleitt rétt fyrir sér. (E.B. White)

Ég hef frekar einfalda sýn á íslenska stjórnmálaflokka. Vinsamlegast leiðréttið eða bætið við fari ég með rangt mál:

Sjálfstæðisflokkur:

  • Ber ábyrgð á Hruninu (vegna hagsmunatengsla) - (einkavæddi bankakerfið á skaðlegan hátt)
  • Hefur ekki beðið afsökunar (hroki)
  • Opinber fulltrúi auðmanna (Björgólfsveldið: auðræði, þar sem aðeins þeir ríku eru þjóðin)
  • Styður leynimakk (stuðningur við Íraksstríðið, upplýsingar um stöðu banka)

Samfylkingin:

  • Ber ábyrgð á Hruninu (vegna vanrækslu og vanþekkingar)
  • Hefur ekki beðið afsökunar (hroki)
  • Óopinber fulltrúi auðmanna (Baugsveldið, Hagar og 1988: auðræði, þar sem aðeins þeir ríku eru þjóðin, en þykist vera fulltrúi fjöldans, blekking sem þjóðin hefur ekki enn séð í gegnum, og sjálfsagt ekki heldur flestir meðlimir flokksins sem þar eru í hugsjónarham.) 
  • Styður leynimakk (en segist vilja allt upp á borðinu, nema sumt)

Vinstri grænir:

  • Bera ekki ábyrgð á Hruninu (enda var þeim aldrei treyst af þjóðinni til að fara með stjórn, fyrr en efnahagskerfið hrundi, og þá virðist fólk hafa talið að fyrst einir höfðu rangt fyrir sér hljóta hinir að hafa rétt fyrir sér. Ekki gleyma að á getraunaseðlinum eru þrír möguleikar: 1X2)
  • Hafa krafist afsökunarbeiðni (styrkir pólitíska stöðu þeirra)
  • Opinber andstæðingur auðmanna, einkavæðingar og kapítalisma, svo langt sem það nær
  • Styður leynimakk í leyni, en er opinberlega algjörlega á móti því

Framsóknarflokkur:

Flokkur sem þykist algjörlega endurnýjaður, en þegar forystan segir já eða nei, fylgja skilyrði sem á endanum þýðir að já þýðir nei og nei þýðir já.

Borgarahreyfingin:

Það var sjálfsblekkingin sem ég féll fyrir. Það voru eftir allt ekki bara 1X2 á seðlinum, heldur líka þrettán raðir. Hvað maður getur verið vitlaus.

Að skila auðu:

Túlkað sem ógildur seðill. Slíkt atkvæði ætti hins vegar að vera beiðni um aðra kosti heldur en endalaust slæma kosti.

 

Lýðræði snýst um að gefa þegnum þjóðar val. Þegar góðir valkostir eru ekki til staðar, er þá um raunverulegt val að ræða?


Valda samviskulausir stjórnmálamenn óbætanlegum skaða?

"Undan öflugasta drifkrafti okkar, harðstjóranum í okkur, víkur ekki aðeins rökhugsun okkar, heldur einnig samviskan." (Friedrich Nietzsche) Það er aðeins eitt viðmið sem ég krefst skilyrðislaust af sérhverri manneskju, og sérstaklega af þeim manneskjum...

So?

Hann er nýorðinn 16 ára. Gífurlegt náttúrutalent. Hann var tiltölulega óþekktur fyrir mótið þrátt fyrir að vera stigahærri en allir íslensku stórmeistararnir, en nú beinist athygli heimsins að honum. Hann tekur þátt í heimsmeistaramóti FIDE og hefur...

Af hverju ég vil ekki mótmælafundi, heldur verndarfundi

Hugmyndin er einföld. Ef brotið er á einstaklingum eða fjölskyldum þarf þjóðin að mynda skjaldborg fyrir þetta fólk. Ríkisstjórnin er ekki þjóðin. Heimilin þurfa úrræði, ekki mótmælafundi eða verkföll, enda erum við hvort eð er flest í sama liði, og...

Fjöldagjaldþrot íslenskra heimila í sjónmáli?

Þú verður að hlusta á þetta . Þetta er viðtal sem Heimir Karlsson átti við íslensk hjón sem gátu ekki staðið í skilum á verðtryggðu húsnæðisláni, ekki vegna húsnæðislánsins, heldur vegna lögfræðikostnaðar og annnars innri kostnaðar í bankanum. Nú standa...

Af hverju iPod Touch er langbesta græja sem ég hef átt

Ég hef átt fullt af tölvum um ævina, Sinclair ZX Spectrum 48K, Commodor 64, Amiga 2000, og svo nokkrar PC og Mac, fullt af símum, lófatölvum, MP3 spilurum, GPS tækjum og myndavélum. Ég hef gaman af græjum. Í dag á ég iPod Touch. Þetta er fyrsta tölvan...

Erum við þrælar?

Eini sinni þótti mér heimur okkar frekar einfaldur. Það var áður en ég fór að hugsa um hann af alvöru. Síðar meir þótti mér spennandi að velta fyrir mér hvað það væri í heiminum sem ógnaði mest frelsi manneskjunnar til að vera það sem hún er. Frá því ég...

Hvernig dóm fær auðmaðurinn og teiknimyndafígúran Skröggur frá Roger Ebert?

Komin er út íslensk þýðing á kvikmyndadómi Roger Ebert um Disney myndina " A Christmas Carol " sem gerð er eftir klassískri sögu Charles Dickens, og fær hún afar góða dóma. Rökstuðningurinn er það góður að nú langar mig líka að sjá hana. Smelltu hérna...

Ný styrjöld hafin sem enginn tekur eftir?

Þetta er tilraun til að leggja heiminn í rúst. Að gera eitthvað sambærilegt í raunheimum væri samstundið úthrópað sem hryðjuverk, en sjálfsagt réttlætt af snjöllum pólitíkusum og spunameisturum sem réttlætanleg aðgerð í styrjöld. Það vill kannski...

Loksins: orsakir efnahagshrunsins uppgötvaðar

Þetta er kannski svolítið klikkuð hugmynd. En jafnframt svolítið mergjuð. Ég efast um að hún sé sönn. En hún gæti verið það. Ef hún væri sönn veit ég ekki hvernig við gætum vitað það. Gleymum öllum útrásarvíkingum, kúlulánum, pólitískri spillingu,...

Hvernig tekið var við mér þegar ég kom á bandaríska heilsugæslustöð með kóngulóarbit

Heldurðu að ég hafi verið rukkaður um mikla fjármuni? Þurfti ég að kaupa rándýr lyf? Var handleggurinn skorinn af við olnboga? Var læknirinn þurrt og tilfinningalaust vélmenni? Var þetta eitt af því versta sem ég hef upplifað á ævinni? Alls ekki. Ég var...

Loks hjólað í fjármagnseigendur?

Við Hrunið (Guð blessi Ísland) var fjármagnseigendum lofað að innistæður þeirra í bönkum væru tryggðar 100%. Ekki nóg með það, þeir sem áttu pening á verðtryggðum reikningum nutu um 20% vaxta af innistæðum sínum vegna stýrivaxtabreytinga. Á móti kom að...

Útskýrir þetta atlögu félagsmálaráðuneytisins gegn heimilum og almennum þegnum landsins?

Egill Helgason skrifar um fyrrverandi framkvæmdarstjóra úr Landsbankanum sem gerir kröfur á gamla Landsbankann upp á 229 milljónir króna. Þessi sami maður er helsti ráðgjafi félagsmálaráðherra! Félagsmálaráðuneytið hefur komið fólki sem fylgist vel með...

Stafir íslenskrar tungu

Áði ég óður í óvissu túr týndur, þögull, æfur, ör Önug æra þín ýkt úr móð Íslands þoku, vé

Bannað að senda pening heim eða illa skrifuð frétt?

Súrrealískt! Getur það verið að fólki sé bannað að senda peninga til Íslands af reikningum erlendis? Þetta þýðir sjálfsagt að þeir sem fluttir eru úr landi geta ekki greitt skuldir sínar á Íslandi lengur. Ef þetta er satt og rétt, er þetta skýr...

2012 (2009) ****

2012 er frábær kvikmynd. Hún er Independence Day (1996) með góðu atriðunum en það er enginn tölvuvírus sem bjargar deginum gegn illum geimverum, Titanic (1997) án asnalegs illmennis og syndaflóðið úr Genesis með Nóa í aukahlutverki. Það eru vissulega...

Páll Andrason Íslandsmeistari!

Í dag varð Páll Snædal Andrason Íslandsmeistari 15 ára og yngri í skák. Hann hafði samband við mig á MSN, himinlifandi eftir 2-0 sigur í úrslistaeinvígi gegn hinum ágæta skákmanni Erni Leó Jóhannssyni sem er sonur hins öfluga skákmanns og vinar míns...

Er Greiðslujöfnun eitthvað annað en lán sem tekið er til að borga lán?

Mér líður hálf illa yfir þessu. Úrræði ríkisstjórnarinnar er hræðilegt. Þetta er svona 2006 lausn. Þá var hægt að taka lán til að borga ekki bara lán, heldur heilu fyrirtækin, svo að þau gætu keypt enn önnur fyrirtæki og þannig koll af kolli. Það var...

Hver er maðurinn?

Í dag fletti ég gegnum tímarit sem kom í póstkassann minn hérna í Noregi. Í tímaritinu er mynd af Íslendingi, sem er þekktur fyrir góðan húmor, félagslyndi og hefur sjálfsagt verið gagnrýndur meira en nokkur annar Íslendingur fyrir innsláttavillur. Hver...

Hvað er í bíó, núna?

Það er fullt af skemmtilegum myndum í bíó, og nokkrar sem komið hafa mjög á óvart og slegið í gegn. Sérstaka athygli vekur Woody Harrelson sem uppvakningabani og hræódýr draugamynd sem virðist hræða líftóruna úr flestum þeim sem voga sér að sjá hana....

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband