Ný styrjöld hafin sem enginn tekur eftir?

google-vs-microsoft

Þetta er tilraun til að leggja heiminn í rúst. Að gera eitthvað sambærilegt í raunheimum væri samstundið úthrópað sem hryðjuverk, en sjálfsagt réttlætt af snjöllum pólitíkusum og spunameisturum sem réttlætanleg aðgerð í styrjöld. Það vill kannski gleymast að almannaheill allrar veraldar liggur undir, en góðar upplýsingar eru lykilþáttur í að byggja upp raunverulega þekkingu í baráttu við fordóma. Án þeirra verður heimsmynd okkar skakkari og í samræmi við hugmyndir þeirra fáu sem vilja ráða yfir heiminum með þeim völdum sem þeir trúa að fjármunir gefi þeim.

Styrjöldin um upplýsingar er hafin. Barist er um mannlega þekkingu. Annar aðilinn vill ná völdum yfir mannlegri hegðun, hinn aðilinn vill græða á henni eins og hún er.

Stóra spurningin er: Eiga upplýsingar að vera frjálsar, ókeypis og óháðar?

Microsoft er í viðræðum við fjölmiðlafyrirtæki Ruperts Murdoch, News Corp., um að fjarlægja fréttir af fréttavefjum News af vef Google. Myndi Microsoft greiða News fyrir það samkvæmt heimildum fjölmiðla í gær og í dag. Eru viðræðurnar á byrjunarstigi en upphafsmaður þeirra er Murdoch, samkvæmt Washington Post. Er þetta enn einn liðurinn í stríði leitarvéla um aðgang að vefsíðum og býr til þrýsting á Google að greiða fyrir efni á vefsvæði sínu, samkvæmt frétt Financial Times í dag.

Google hefur gjörbreytt upplýsingaheiminum og hefur jafnvel verið bætt inn í enskar orðabækur sem sögnin "to google", sem þýðir að nota google.com til að leita upplýsinga á vefnum. Þetta er öflugt tæki fyrir venjulegt fólk. Þú getur fundið hvaða upplýsingar sem er kunnirðu að nota leitarvélina rétt. 

Google hefur tekjur af auglýsingum sem tengjast leitarvélinni. Fyrirtæki greiða google fyrir að koma fréttum til fólks sem leitar ákveðinna hugtaka. Þetta svínvirkar og hefur gert Google að heimsveldi í heimi upplýsingatækninnar.

Svo virðist þó að velgengni Google hafi vakið upp öfund hjá einhverjum sem skilgreina eigin tilvist út frá hlutfallslegum völdum í heiminum. Rupert Murdoch stjórnar nánast heimi fjölmiðla, eins og útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum. Hann hefur ekki náð stjórn á internetinu, og finnst það sjálfsagt frekar pirrandi. 

Google er að vissu leyti öryggistæki fyrir venjulegt fólk, þar sem aðgangur þess að áreiðanlegum upplýsingum, þeim að kostnaðarlausu, getur verið afar fróðlegur og gagnlegur. Þetta er raunverulegt gildi. Þetta veit Murdoch, sem hefur í áratugi fengið að matreiða upplýsingar ofan í almenning, og náð jafnvel að stjórna hvernig það lifir, hvað það kaupir, hvað því finnst merkilegt. 

Mér finnst ekki ólíklegt að Murdoch reyni að fá flest fjölmiðlafyrirtæki heims í lið með sér, þar sem aukin og strangari áhersla verður lögð á höfundarétt, þannig að ef vefsíða birtir til dæmis frétt án þess að greiða fyrir heimildirnar, verður hægt að sækja hana til saka og rukka um peninginn. Þetta þýðir að fyrirtæki eins og Google, sem lítur á fréttir og aðrar upplýsingar sem ókeypis efni þegar það hefur komið einu sinni birst gjaldfrítt á Internetinu, gætu verið kærð fyrir gífurlega fjármuni fyrir það eitt að auka upplýsingaflæðið.

Ef þetta ráðabrugg Murdoch og Microsoft gengur upp, þýðir það breytingu á hvernig við lítum á frelsi upplýsinga. Frelsi upplýsinga verður ekki lengur gjaldfrí, og þeir sem reyna að miðla upplýsingum án þess að borga fyrir þær gætu fengið á sig ákæru.

Viljum við að upplýsingaheimurinn verði takmarkaður til þess eins að auðmenn stjórni hvernig múgurinn kaupir neysluvörur?

-Ekki ég.

Er líklegt að þessi brella gangi upp hjá innrásarvíkingunum?

-Já.


mbl.is Ræða um að útiloka Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag,

Styrjöldin um upplýsingar er löngu hafin og hefur Rupert Murdoch verið aðal leiðtogi styrjaldarinnar í áratugi.  Sjá eftirfaranid efni frá John Pilger er þetta mein varðar:

John Pilger - Breaking the Mirror (The Murdoch Effect)

http://video.google.com/videoplay?docid=-5005752483917353600&hl=en

Kv.

Atlinn

Atli (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 08:47

2 identicon

Chris_He Ja hérna.

Ómar Pétursson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 17:50

3 Smámynd: SeeingRed

Startpage er leitarsíða sem geymir ekki upplýsingar heldur eyðir þeim strax, valkostur fyrir þá sem kæra sig ekki um að upplýsingum um netnotkun þeirra sé nálganleg. http://startpage.com/

SeeingRed, 14.12.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband