Illska?

Er það illska...

...þegar fólk réttlætir verðtryggingu neytendalána, en slík lán breyttust í okurlán við hrun?

...þegar bankarnir græða gífurlega mikið á sama tíma fjölskyldur að tapa gríðarlega miklu, og það að erfiðar greiðslur heimila fari beint í bankana sem síðan nota þá í arðgreiðslur fyrir fólk sem þarf ekki á peningnum að halda?

...þegar ríkisstjórnin gagnrýnir að eðlilegt sé að þegnar eignist heimili?

...þegar ríkisstjórnin beitir sér fyrir inngöngu í ESB eins og það sé allsherjarlausn allra vandamála á Íslandi. Ég hef ekkert á móti ESB, en finnst andstyggilegt hvernig henni er beitt sem einhverri HALELÚJA lausn og FRELSUN til eilífðar og AMEN í augum Samfylkingar?

...þegar raddir einstaklinga virðast horfnar í klið þingkerfisins, sem kaffærir styrk hverrar einustu manneksju og gerir þær að hjólum í kerfisvélinni?

...þegar ráðist er að forseta Íslands með skipulegum hætti fyrir að tjá skoðanir sínar?

...þegar skoðanakannanir eru rangtúlkaðar?

...þegar ráðherrar komast upp með að hlusta ekki á einn eða neinn og gera það sem þeim sýnist?


Mér sýnist illskan mikil á Íslandi. Hún virðist eiga rætur sínar að rekja til valda- og peningagræðgi, umhyggjuleysi, skilngingsleysi og fáfræði.

Fyrir hrun var þessi illska elskuð. Við hrun opinberaðist hún þjóðinni. Nú spilar hún fyrir opnum tjöldum og vekur andstyggð hjá sumum, en áframhaldandi aðdáun hjá öðrum.

Helsti styrkleikur illskunnar felst í því hversu erfitt er að trúa á tilvist hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Illskan er mikil það er satt og við blæðum

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2011 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband