Er þetta grín?

strangelove-thumb-510x328-39094

Formúlan er þannig: ef þú átt sand af seðlum, þá er eðlilegt að þú bætir í bunkann með hvítflibbaglæpum. Því meira sem safnast í sarpinn, því erfiðara verður að sýna fram á að þetta sé eitthvað óeðlilegt. Svo borgarðu bara nógu mörgum og klókum lögfræðingum til að verja þig. Það er lítið mál, því þeir þurfa ekkert að vera neinir snillingar, bara klókari og fleiri en andstæðingarnir.

solaris-thumb-510x246-39106

Ekki stela nema þú getir borgað lögfræðingum til að verja þig. Annars færðu heldur betur að finna fyrir því. Í steinninn einhverja mánuði fyrir að stela brauðhleif. 

Og mundu að stærsti glæpur sem hægt er að fremja á Íslandi felst í að taka sér bankalán. Þar skrifarðu undir refsingu sem er verri en lífstíðarfangelsi. Fyrir að fremja morð siturðu inni í átta ár, en fyrir að taka bankalán siturðu úti í kuldanum næstu 40 ár.

bladerunner-thumb-510x227-39115

 

Myndir: Chicago Sun Times: Jim Emerson's Scanner Blog


mbl.is Ekkert athugavert við fjárfestingarstefnu Sjóðs 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Skemmtilegar og raunsannar pælingar.

Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2011 kl. 23:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

flottur að vanda

Ásdís Sigurðardóttir, 13.9.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband