Og það var fyrir hundrað árum...

DRAUMUR

Í nótt í döprum draumi
jeg dvaldi, er ljósið hnje:
Í garðinum mínum greri
grænlaufgað rósatrje.

En reiturinn bjarti breyttist
í blómsnauðan kirkjugarð,
döggsæla draumlilju beðið
að djúpri gröf þar varð.

Af trjenu blærinn tíndi
tárhrein og mjallhvít blóm,
og laufin ljósgræn hrundu
með lágum, blíðum hljóm.

Jeg safnaði öllum saman
í silfurblikandi ker;
til foldar, fyr en varði,
það fjell úr hendi mjer.

Úr brotunum dreyrgar daggir
mjer dreyfðust um barm og kinn.
- Hvað þýðir hinn dapri draumur?
Ertu dáinn, ástvinur minn? -

 

- Steingrímur Thorsteinsson, Óðinn, 1911


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband