Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

9. Óskarsverðlaunin: The Great Ziegfeld (1936) ***

Ég ætla að horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðum frá upphafi. The Great Ziegfeld frá 1936 er sú níunda í röðinni.

GreatZiegfeld12

Florenz Ziegfeld Jr. (William Powell) framleiddi fjölmargar skrautlegar Broadway sýningar sem kallaðar voru The Ziegfeld Follies og var ný sýning frumsýnd á hverju ári frá 1907 til 1931 þegar Ziegfeld tapaði aleigu sinni þegar hlutabréfamarkaðurinn hrundi.

GreatZiegfeld06

Kvikmyndin hefst þegar Ziegfeld er að byrja feril sinn með sýningu á sterkasta manni heims. Hans helsta keppinauti, Jack Billings (Frank Morgan) gengur betur við að fjármagna eigin sýningar. Ziegfeld er einstaklega laginn við að tapa öllum sínum eigum á verkefni sem honum finnst spennandi. Hann er nefnilega einstaklega gjafmildur og lifir fyrir að gefa af sér, hvort sem um listrænar sýningar eða fallegi hluti er að ræða. Hins vegar er hann mikill daðrari og stundar það að stela stúlkum frá vini sínum og keppinaut Jack Billings.

GreatZiegfeld15

Ein af stúlkunum sem hann stelur frá vini sínum er hin franska söngstjarna Anna Held (Luise Rainer). Ziegfeld lofar henni gulli og grænum skógum komi hún með honum til Bandaríkjanna. Hann stendur við öll loforðin, þau verða ástfangin og giftast. Hjónaband þeirra líður fyrir of mikla næmi Anna Held og lýkur á dapurlegan hátt, þegar hún fær þá flugu í höfuðið að Ziegfeld haldi framhjá henni.

GreatZiegfeld18

Það er engin spurning að myndin er stórvel leikin, og þá sérstaklega af Luise Rainer í hlutverki hinnar ofurnæmu Anna Held. Í leikaraliðinu glittir í fræg andlit, og eru tvö þeirra sérstaklega eftirminnileg fyrir þá sem hafa gaman af The Wizard of Oz. Frank Morgan sem leikur Jack Billings lék galdrakarlinn sjálfan, og Ray Bolger, sem leikur sjálfan sig er best þekktur sem fuglahræðan úr sömu kvikmynd.

GreatZiegfeld13

Helsti gallinn við myndina er nákvæmlega það sem gerði hana stórfenglega á sínum tíma: dans og söngvaatriðin. Það er gífurlega mikið lagt í þau og eitt atriðið sérlega glæsilegt, þar sem gífurlega stór hringlaga stigi með hundruðum syngjandi og dansandi leikara er sýndur í einni töku frá neðsta þrepi upp í það efsta, og frá því efsta niður í það neðsta. Þetta atriði hefur verið gífurlegt þrekvirki. Eini gallinn við þetta atriði og önnur svipuð er að þau hafa nákvæmlega ekkert gildi fyrir frásögnina; þau eru þarna eins og heimildarmyndir á víð og dreif um þetta annars ágæta drama.

GreatZiegfeld14

Vegna þessa verður The Great Ziegfeld töluvert langdregin, en þó hafa þessi langdregnu atriði ákveðið gildi. Þar sér maður frumlega hugsun Ziegfelds, sérstakan klæðaburð fegurðardísa á sýningum, frábæra samstillingu dansandi og syngjandi listamanna; og þann gífurlega metnað sem Ziegfeld lagði í fegurðina sem hann sá í kvenfólki og hann vildi leyfa sem flestum að njóta.

GreatZiegfeld20

 

Óskarsverðlaun The Great Ziegfeld árið 1937:

 

Sigur: 

Besta kvikmynd 

Besta leikkona í aðalhlutverki: Luise Rainer

Besta leikstjórn dansatriða: Seymour Felix

 

Tilnefningar:

Besti leikstjóri: Robert Z. Leonard

Besta handrit: William Anthony McGuire

Besta listræna stjórnunin: Cedric Gibbons, Eddie Imazu, Edwin B. Willis

Besta myndskeyting: William S. Gray

 

Aðrar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta mynd ársins:

Wings (1928) **** 

The Broadway Melody (1929) *1/2

All Quiet on the Western Front (1930) ****

Cimarron (1931) ***1/2

Grand Hotel (1932) ***

Cavalcade (1933) ***

It Happened One Night (1934) ****

Mutiny on the Bounty (1935) ****

 

Smelltu hér til að lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir.

Nýtt á DVD: Deja Vu (2006) ***

DejaVu04

Hryðjuverk hefur verið framið í New Orleans. Skip var sprengt í loft upp, fórnarlömb yfir 500 talsins. ATF (Bureau of Alcohol, Tobacco and Firearms) fulltrúinn Doug Carlin (Denzel Washington) kemur að rannsókn málsins. Hann er valinn í rannsóknarhóp sem hefur það hlutverki að hafa uppi á hryðjuverkamönnunum, enda fljótur að finna mikilvægar upplýsingar.

Þessi hópur hefur fundið upp svolítið sérstakt tæki, sem gerir rannsóknarmönnum fært að skoða atburði sem gerðust fyrir fjórum og hálfum degi, frá fjölmörgum sjónarhornum. Þarna flýgur trúverðugleiki út um gluggann og maður áttar sig á að nú er maður ekki lengur að horfa á einfalda spennumynd, heldur á vísindaskáldskap. Það er í góðu lagi.

DejaVu09

Þegar Doug uppgötvar að hann getur haft áhrif á atburði sem gerðust fjórum dögum áður, fer fjör að færast í leikinn. Hann og hópurinn hefur fylgst með lífi Claire Kuchever (Paula Patton) en lík hennar skolaði upp á strönd eftir sprenginguna. Hann hefur ástæðu til að trúa því að hún hafi ekki dáið í sprengingunni og telur að hún geti leitt þá að hryðjuverkamanninum. Það gengur eftir, og tekst þeim að handsama Carroll Oerstadt (Jim Caviezel), sem gefur Doug nógu margar vísbendingar til að setja saman djarfa áætlun.

Eftir að hafa fylgst með Claire í rúman sólarhring fer Doug að bera tilfinningar til hennar, og reynir að bjarga henni með því að senda sjálfum sér skilaboð fjóra daga aftur í tímann. Þegar áætlunin gengur ekki alveg upp, ákveður hann að láta senda sig með tímavélinni fjóra daga aftur í tímann.

DejaVu17

Deja Vu er gott ævintýri, en hún fellur í margar gryfjur tímaflakksþversagna, en losar sig samt út úr þeim með því að benda á deja vu, þetta undarlega og þversagnarkennda fyrirbæri sem fólk upplifir þegar því finnst það upplifa eitthvað aftur á nákvæmlega sama hátt og það gerði áður.

Ég hef sjálfur upplifað deja vu, og var gífurlega undrandi yfir þessari upplifun. Ég trúði því að Deja Vu tengdist tímaflakki á þann hátt að maður gæti hugsanlega skynjað eitthvað inn í framtíðina þegar maður er í ákveðnu draumaástandi. Síðar las ég að viðteknar útskýringar á fyrirbærinu væru að tilfinning fyrir minni og upplifun gæti stundum víxlast; að þetta væri einhvers konar skammhlaup í huganum. Þó að sennilega sé það nær s
annleikanum, þykir mér mín gamla kenning miklu skemtilegri.

DejaVu15

Deja Vu er vel leikin, sérstaklega af Denzel Washington og Jim Caviezel, en alltof lítið hefur sést af þeim síðarnefnda undanfarið, eða síðan hann lék Jesús í The Passion of Christ. Paula Patton skilar sínu hlutverki vel, en Val Kilmer er algjörlega flatur í hlutverki FBI mannsins Andrew Pryzwarra.

Leikstjórn Tony Scott hefur lítið breyst. Hann er þekktur fyrir MTV stílinn, stuttar klippingar og óvenjuleg sjónarhorn, en hann hefur góð tök á þessum stíl. Handritið er ágætt, fyrir utan það að erfitt er að taka atburðina trúanlega innan ramma sögunnar.

DejaVu08

Deja Vu minnir svolítið á Frequency (2000), enn betri tímaflakksmynd með Dennis Quaid og Jim Caviezel í aðahlutverkum.

Ég mæli með Deja Vu, enda fín skemmtun, en held þó að þessir hæfileikaríku kvikmyndagerðarmenn hefðu getað gert betur.


Fimm rithöfundar í uppáhaldi hjá mér, II. hluti

Ég ákvað að skrifa stuttan úrdrátt um þá rithöfunda og ritverk sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Ég er ekki jafnmikill lestrarhestur og ég er kvikmyndagúrka, en ákvað að henda frá mér nokkrum línum um þessa áhrifavalda í mínu lífi.

William Shakespeare (1564-1616, enskur)

shakespeare

Það getur verið gaman að lesa leikrit Shakespeare, sérstaklega myndríkar lýsingar sem þar má finna, en mér finnst þó þægilegra að kynnast honum í gegnum kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir verkum hans, sem eru fjölmörg, heldur en með hráum lestri. Einnig mæli ég með sjónvarpsútgáfum BBC á verkum Shakespeare.  Hér eru nokkrar af mínum uppáhalds sögum Shakespeare.

four

Gerð var ágæt kvikmynd (ekki frábær) um ástina í lífi Shakespeare árið 1998, Shakespeare in Love.

Hamlet

Af verkum Shakespeares hefur Hamlet hrifið mig mest. Það er eitthvað sem mér finnst spennandi við tilvistarkreppu danska prinsins, sem er svo tvístígandi í því hvort að hann eigi að hefna morðsins á föður sínum, eða láta sig einfaldlega hafa það og kyngja veruleikanum eins og hann er. Þessi vafi sem umlykur Hamlet er það sem gerir hann að frábærri ljóslifandi persónu, og ég get svo sannarlega skilið hversu erfitt það getur verið að taka mikilvægar ákvarðanir, sérstaklega þegar þú veist að það mun hafa áhrif á alla þína nánustu og þína eigin farsæld.

Til eru þeir sem segja að best sé að taka ákvarðanir og standa við þær sama hvað á dynur. Aðrir telja að mikilvægt sé að geta skapað sér ákveðna fjarlægð við slíkar ákvarðanir og fresta þeim. Ég hef fylgt báðum stefnunum, en í sannleika sagt get ég ekki enn í dag greint á milli hvort skynsamlegra sé sem almenn regla í lífi einstaklings.

hamlet8

Ég mæli með kvikmyndaútgáfu Sir Lawrence Olivier á Hamlet frá árinu 1948.

Rómeó og Júlía

Hver þekkir ekki söguna um Rómeó og Júlíu? Júlía var aðeins 13 ára gömul og Rómeó sem var litlu eldri kvæntist henni. Þessi ástarsaga sýnir ástina sem æðsta gildi alls. Fyrir Rómeó og Júlíu var ástin mikilvægari en lífið sjálft. 

Einhverju sinni las ég spurningu í prófi þar sem spurt var hvert þemað væri í Rómeó og Júlíu. Ég tel það einmitt vera mikilvægi ástarinnar, að ekkert getur sigrað sanna ást, ekki einu sinni dauðinn. Þessi valmöguleiki var ekki á þessu prófi. Því fór ég og spurði kennarann hvert þemað væri. Hann sagði að Rómeó og Júlía fjölluðu um heimskuleg afglöp tveggja unglinga og hversu illa fór fyrir þeim vegna þess að þau hlustuðu ekki á foreldra sína.

Ég gapti og reyndi að þræta fyrir, og vorkenndi nemendum hans ógurlega. En hann sagðist kenna söguna svona og þannig ættu nemendur að skilja söguna, eftir hans höfði. Þegar ég gekk í burtu óskaði ég þess að hann þyrfti ekki að upplifa sjálfur þann harmleik sem hann áttaði sig greinilega engan veginn á að hann var að bjóða heim til sín.

20051201212937_romeo+juliet(take2)

Uppáhalds kvikmyndaútgáfa mín af Rómeó og Júlíu var gerð árið 1996, leikstýrð af Baz Luhrmann, og með Leonardo DiCaprio í hlutverki Rómeós og Claire Danes í hlutverki Júlíu. 

Macbeth 

Sagan fjallar um pólitísk svik og pretti, launmorð og nornir. Macbeth er skoskur heiðursmaður sem myrðir konung og kemur sér sjálfum fyrir í hásætinu. Á meðan reynir sonur þess sem hann myrti að sanna á hann morðið. 

ShakespeareInTranslation6

Ég fattaði ekki Macbeth fyrr en ég sá útgáfu Akira Kurosawa á þessu leikriti með kvikmyndinni Throne of Blood (1957).

 

Othello

Othello fjallar um Mára í Feneyjum, sem er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni; en þrjótnum Iago tekst að læða inn í huga hans efasemdum um tryggð eiginkonu hans, þannig að Othello verður sálsjúkur fyrir vikið.

Til er mjög góð kvikmynd um Othello frá 1995 með Laurence Fishburne í titilhlutverkinu.  

Einnig má minnast á kvikmyndirnar Henry V (1989) eftir Kenneth Brannagh og Richard III 1995 með Ian McKellen í aðalhlutverki, en þær eru báðar fyrirtaks kvikmyndir gerðar eftir samnefndum verkum Shakespeare.

 


Ættu Íslendingar þá ekki að láta banna Pathfinder?

photo_02_hires 

Vissulega eru sögulegar staðreyndir brenglaðar í 300, en ætlunin með þeirri kvikmynd er einfaldlega alls ekki að lýsa sögulegum staðreyndum. Þetta væri svipað og ef Íslendingar reyndu að fá Pathfinder, mynd sem verið er að frumsýna í þessari viku í Bandaríkjunum, bannaða á þeirri forsendu að íslenskan sem töluð er í myndinni gefi ranga mynd af íslensku og að víkingarnir sem fram koma eru ekki nákvæm lýsing á íslenskum víkingum. Tounge

photo_04_hires

Víkingarnir eru risavaxnir villimenn sem drepa allt sem hreyfist. Þeir tala alla íslensku bara í nefnifalli. Dæmi: "Þú vera vondur villimaður ég drepur þú upphrópunarmerki."

Gagnrýni mín á 300: 300 (2007) ****


mbl.is Sendiráð Írans í Ósló vill banna sýningar á „300"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmyndir: Taxi Driver (1976) ***1/2

TaxiDriverPoster2

Travis á við áráttuvandamál að stríða. Hann reynir að leysa það með vinnunni, með því að láta daga og nætur líða á meðan hann keyrir leigubílinn. Stundum eftir vinnu skellir hann sér í bíó, og horfir þá eingöngu á klámmyndir. Hann gerir sér ekki grein fyrir því hvernig hann er orðinn samdauna soranum á götunni.

TaxiDriver13

Taxi Driver fjallar um leigubílstjórann Travis Bickle (Robert DeNiro), en hann þjáist af svefnleysi og virðist hafa orðið fyrir einhverjum geðtruflunum í Víetnam stríðinu. Hann gerir ekkert annað en að keyra um borgina, og vinnur eins lengi og hann hefur orku til. Hann keyrir um öll hverfi New York borgar og verður vitni að öllu því ljótasta sem gerist á götum borgarinnar.

TaxiDriver04

Dag nokkurn gengur gyðjan Betsy (Cybill Shepherd) framhjá honum og inn á kosningaskrifstofu þar sem hún starfar að undirbúningi forsetaframboðs Charles Palantines öldungardeildarþingmanns (Leonard Harris). Við hlið hennar starfar Tom (Albert Brooks) sem hefur meira en lítinn áhuga á henni. Þegar Betsy bendir Tom á að leigubílstjóri fyrir utan skrifstofuna sé að horfa á hana, gengur hann út og ætlar að ná tali af kauða, en Travis gefur þá í botn og keyrir í burtu.

TaxiDriver10

Travis herðir sig síðar upp, gengur inn á kosningaskrifstofuna og býður Betsy með sér á kaffistofu. Hún þyggur boðið og verður strax hrifin af honum. Hún samþykkir síðan að fara með honum í bíó næsta kvöld. En þegar Travis fer með hana á klámmynd, móðgast hún sárlega og kemur sér í burtu.

TaxiDriver17

Öldungardeildarþingmaðurinn Palantine fær far í leigubíl Travis og verður á að spyrja hann hvað það er sem að honum finnst að mætti betur fara í landinu. Travis segist í fyrstu ekki hafa neitt vit á stjórnmálum og ekkert hafa velt málinu fyrir sér, en þegar þingmaðurinn krefur hann svara, segir Travis frá því hvað honum finnst óþolandi hvað allt er skítugt í New York, að það þyrfti að hreinsa til af götunum, losna við allan þennan óþverra.

TaxiDriver11

Eftir þetta hefur Travis eignast nýtt áhugamál. Hann ætlar að taka virkan þátt í að hreinsa til á götunum. Hann áttar sig á hvar hann ætlar að byrja þegar unglingsstúlkan og vændiskonan Iris (Jodie Foster) er dregin út úr bíl hans af hórmangara. Travis verður sér úti um skotvop, kemur sér í gott líkamlegt form og setur markið hátt - að hreinsa götur New York.

TaxiDriver23

Taxi Driver fjallar í raun um einmanaleika og firringu, og hversu ömurlegt og mannskemmandi það getur verið að hrærast í návist ósóma og glæpa.

TaxiDriver26

Robert DeNiro sýnir slíka snilldartakta að ég trúi því ekki ennþá að hann skuli ekki hafa fengið Óskarinn. Einnig er leikstjórn Martin Scorsese með því besta sem maður hefur séð. Ég vil alls ekki gera lítið úr Rocky, sem vann Óskarsverðlaunin þetta árið, en Taxi Driver er mun betri mynd, þrátt fyrir að Rocky sé glæsileg á eigin forsendum.

TaxiDriver38

Það er ekki spurning, ég mæli eindregið með Taxi Driver. Hún er samt ekki fyrir alla. Ofbeldið í einstaka atriðum er algjörlega ófegrað og hryllilegt að horfa upp á það, sem þýðir að þessi annars feykigóða mynd er ekki fyrir alla.

Óskarsverðlaunatilnefningar:

  • Besti leikari í aðalhlutverki: Robert DeNiro
  • Besta leikkona í aukahlutverki: Jodie Foster
  • Besta tónlist: Berndard Hermann
  • Besta kvikmynd
TaxiDriver40

Taxi Driver vann engin Óskarsverðlaun, en Robert DeNiro leikur það magnaða persónu og það vel að óskiljanlegt er hvernig einhver annar gat stolið þessum verðlaunum frá honum, en Peter Finch fékk verðlaunin árið 1977 fyrir hlutverk sitt í Network, en Rocky fékk Óskarinn sem besta kvikmyndin.

Leikstjóri:
Martin Scorsese

Handritshöfundur:
Paul Schrader

Helstu leikarar:
Robert DeNiro
Cybill Shepherd
Peter Boyle
Jodie Foster
Harvey Keitel
Albert Brooks


8. Óskarsverðlaunin: Mutiny on the Bounty (1935) ****

MutinyOnTheBounty1935_Poste

Ég ætla að horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðum frá upphafi. Mutiny on the Bounty frá 1935 er sú áttunda í röðinni. 

MutinyOnTheBounty1935_05

Mutiny on the Bounty fjallar um áhöfnina á seglskipinu Bounty sem siglir af stað undir flaggi bresku krúnunnar árið 1787. Leiðin liggur til Tahiti og á að taka tvö ár. Markmið ferðarinnar var að sjá til framleiðslu á brauðaldin sem nota skyldi til ódýrrar fæðu fyrir þræla á Vestur-Indíu.

MutinyOnTheBounty1935_02

Margir úr áhöfninni hafa verið teknir nauðugir með í ferðina af krám í nafni konungs. Fletcher Christian (Clark Gable), fyrsti stýrimaður, hvetur þessa ólánsömu menn áfram til dáða. Aftur á móti er skipstjórinn, William Blight (Charles Laughton), grimm mannvera sem með sjarma á við órangútan nýtur einskis meira en að sjá mennina kúgaða undan eigin valdi.

MutinyOnTheBounty1935_04

Blight leggur Christian línurnar snemma í ferðinni, vill ekki að hann hugsi sjálfstætt, heldur sjái einfaldlega um framkvæmd fyrirskipana hans, sama hversu ómannúðlegar þær geta verið. Christian ofbýður valdníðsla skipstjórans gegn áhöfninni og segir sína skoðun, en fyrir vikið leggur Blight hann í einelti og reynir að fá hann til að brjóta af sér, til að geta refsað honum og hugsanlega drepið.

MutinyOnTheBounty1935_10

Blight skipstjóri refsar með hýðingu skipverjum sem sýna óhlýðni eða hegðun sem hann sættir sig ekki við. Einn skipverjinn deyr áður en hann hefur fengið öll þau svipuhögg sem Blight skipaði, en þrátt fyrir dauðann er haldið áfram að hýða hann með svipunni, þar til réttum fjölda svipuhöggva hefur verið náð. Blight krefst þess. Þannig heldur skipstjórinn áfram, fer illa með mennina, drepur suma með refsingum, gefur óbreyttri áhöfn myglaðan mat en nýtur sjálfur góðra rétta.

MutinyOnTheBounty1935_16

Á Tahiti kynnast skipverjar hinu góða lífi. Fletcher Christian verður ástfanginn af eyjarstúlku. Með ástinni sér hann hlutina í nýju ljósi.

MutinyOnTheBounty1935_24

Á heimleiðinni kemur að því að Fletcher Christian springur á limminu, en ekki vegna haturs gagnvart skipstjóranum, sem felur níðingsverk sín bakvið vanhugsuð sjólög, heldur vegna mannúðar gagnvart öðrum skipverjum. Christian gerir uppreisn ásamt áhöfninni og sendir þá sem standa með skipstjóranum á haf út með árabát, en með nægan mat og drykk til að geta lifað ferðina af. Blight heitir því að hefna sín á Christian og uppreisnarmönnunum og sjá þá hengda í hæsta gálga, lifi hann þessa ferð af.

MutinyOnTheBounty1935_21

Miðskipsmaðurinn Roger Byarn (Franchot Tone) stendur á milli steins og sleggju. Hann stendur gegn uppreisninni, enda breskur heiðursmaður, en er besti vinur Fletcher Christians. Christian hafði bjargað lífi Bryan þegar Blight refsaði honum með því að senda hann upp í hæsta mastur í miklum stormi. Í uppreisninni er hann rotaður af mönnum Christians, þannig að hann verður strandaglópur með uppreisnarmönnunum gegn eigin vilja.

MutinyOnTheBounty1935_53

Á endanum kemst hann aftur til Englands, en er þá saksóttur sem uppreisnarmaður. Hann heldur tilfinningaþrungna ræðu fyrir herréttinum, sem á þátt í að breyta sögu breskra sjólaga til hins betra, þar sem lögð er meiri áherslu á frelsi en þvingun. 

MutinyOnTheBounty1935_45

Mutiny on the Bounty er stórmynd eins og stórmyndir eiga að vera. Handritið er vel skrifað og leikararnir lifa sig inn í hlutverkin. Leikstjórinn hefur einnig góð tök á viðfangsefninu, og myndin skilur mikið eftir sig. Clark Gable og Charles Laughton eru frábærir í aðalhlutverkunum, sem og Franchot Tone í hlutverki Byarn.

MutinyOnTheBounty1935_18

Þrátt fyrir skilaboð myndarinnar um það hversu öflugur breski flotinn er, skilur hún áhorfandann eftir djúpt snortinn, þakklátan fyrir að svona gott bíó sé til og fullan vonar um að framtíðin beri góðar kvikmyndir í skauti sér.

(Áhugaverðan lestur um þátttöku ungs Íslendings gegn breska sjóhernum í þorskastríðinu má finna hjá bloggvini mínum, ritsnillingnum Jóni Steinari Ragnarssyni: Þegar Ég Fór í Stríð Fyrir Ísland, þar sem hann lýsir þátttöku sinni í þorskastríðinu).

 

Óskarsverðlaun The Mutiny on the Bounty árið 1936:

Sigur: 

Besta kvikmynd 

Tilnefningar:

Besta tónlist: Nat W. Finston, Herbert Stothart

Besta klipping: Margareth Booth

Besta handrit: Jules Furthman, Talbot Jennings, Carey Wilson

Besti leikari í aðalhlutverki: Clark Gable

Besti leikari í aðalhlutverki: Charles Laughton

Besti leikari í aðalhlutverki: Franchot Tone

Besti leikstjóri: Frank Lloyd

 

Aðrar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta mynd ársins:

Wings (1928) **** 

The Broadway Melody (1929) *1/2

All Quiet on the Western Front (1930) ****

Cimarron (1931) ***1/2

Grand Hotel (1932) ***

Cavalcade (1933) ***

It Happened One Night (1934) ****

 

Smelltu hér til að lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir.

Hvernig YouTube myndböndum er stungið í bloggfærslu

Ég hef verið beðinn um að útskýra fyrir nokkrum notendum á moggablogginu hvernig maður fer að því að setja YouTube myndbönd inn á bloggið. Ég ákvað að búa til sýningu sem gerir þetta ljóst í eitt skipti fyrir öll. Ekki grunaði mig hvað það tæki ógurlega mikinn tíma að búa til svona einfalda sýningu. Vonandi geta bloggfélagar mínir nýtt sér þetta og haft gaman af.

Smelltu hérna til að opna Flash sýningu um hvernig YouTube myndbönd eru sett inn á bloggfærslur á blog.is (um 5 MB).

Einnig er hægt að hægrismella á þennan tengil og vista Flash sýninguna á harða diskinum og keyra þaðan.

Það sem þarf:

Aðgang að blog.is

Aðgang að YouTube.com

Vera með Internet Explorer

Kunna á copy/paste skipanirnar

 

Hérna fyrir neðan er myndbandið sem ég sótti á YouTube, Hey Jude.

 


Fimm rithöfundar í uppáhaldi hjá mér - I. þáttur

Ég ákvað að skrifa stuttan úrdrátt um þá rithöfunda og ritverk sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Ég er ekki jafnmikill lestrarhestur og ég er kvikmyndagúrka, en ákvað að henda frá mér nokkrum línum um þessa áhrifavalda í mínu lífi.

Hómer (8. eða 7. öld fyrir Krist, grískur)

Hómer, hvort sem hann var einstaklingur eða hópur manna sem safnaði saman munnmælasögum á ljóðaformi, þá eru fáar bókmenntir sem jafnast á við skemmtanagildið sem hægt er að fá út úr Hómerskviðunum, Ilionskviðu og Odysseifskviðu.

photo_17_hires

Ilionskviða fjallar um stríðið á milli Grikkja og Trójubúa sem í sögubókum er kallað Trójustríðið. Reyndar var efast um tilvist Tróju allt fram á 20. öldina, en þá fundust einmitt leifar þessarar fornu borgar. Aðalhetjurnar eru öflugir hermenn í báðum herjum. Annars vegar eru það þeir Akkíles og Agamemnon í liði Grikkjanna, og hins vegar er  Hector mesta hetja Trójumanna, en bróðir hans, París, hefur rænt drottningunni Helenu fögru frá eiginmanni hennar, spartneska konunginum Menelási, sem er bróðir Agamemnons. Reyndar er hægt að deila um það hvort að Helenu hafi verið rænt eða hún farið viljug með París.

Til að endurheimta Helenu fögru, leggur grískur her í mikla siglingu til Tróju undir forystu Agamemnons. Meðal Grikkjanna eru hálfguðinn Akkíles og Odysseifur, sem sagt er meira frá í Odysseifskviðu. Bardaginn við Tróju inniheldur margar mikilfenglegar lýsingar af manndrápum, sem lýst er á ljóðrænan hátt, rétt eins og tókst að gera með kvikmyndinni 300 sem sýnd er enn í kvikmyndahúsum.

photo_47_hires

Á sama tíma og manneskjurnar herja á jörðu niðri er sagt frá guðunum sem fylgjast spenntir með og hafa gaman af ofbeldinu á jörðu niðri. Sumir guðanna halda með Grikkjum, en aðrir með Trójumönnum, og hjálpa þeir stundum þeim sem eru í uppáhaldi. Frá sjónarhorni hermannanna er stríðið mikill harmleikur, en aðeins gamanleikur frá sjónarhorni guðanna.

Sagt er frá herkænsku Odysseifs þegar hann finnur upp Trójuhestinn, sem notaður er til að smygla nokkrum hermönnum inn fyrir borgarvirki Tróju.

Þema sögunnar er reiði. Allir virðast vera reiðir og pirraðir út í einhvern annan. Agamemnon er brjálaður út í Trójumenn fyrir að vanvirða bróður hans og Spartverja fyrir ránið á Helenu fögru. Þessi reiði hans bitnar á þeim sem síst skyldi, því að í heift sinni tekur hann konu Akkílesar og sefur hjá henni. Við það verður Akkíles að sjálfsögðu brjálaður út í Agamemnon, og er nánast vonlaust að fá hann til að taka þátt í bardaganum, fyrr en góður vinur hans er drepinn af óvininum. Þá fyrst beinir hann heift sinni að Trójumönnum. Þeir Hektor og Akkíles er lýst sem ofurmönnum, þeir drepa yfirleitt marga í einu og fara létt með auma andstæðinga sína. Það er ekki fyrr en þeir mætast að óvíst verður um hvort stendur uppi.

Nokkrar tilvitnanir úr þýðingu Sveinbjörns Egilssonar á Ilionskviðu:

Bókin byrjar á þessari málsgrein: “Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi, eftir það að þeir höfðu eitt sinn deilt og skilið ósáttir, herkonungurinn Atreifsson og hinn ágæti Akkilles. Svo varð fyrirætlan Seifs framgeng.”

Eða með öðrum orðum: “Þessi saga fjallar um reiði Akkílesar, sem drap og kvaldi marga hermenn á vígvelli, og það eftir ósætti Agamemnons og Akkílesar. Þetta er örlagasaga þeirra.”

Málsgrein úr bardaganum: “Turnarnir og vígin voru hvervetna drifin mannablóði, hvorratveggju, Trójumanna og Akkea, þó gátu Trójumenn ekki snúið Akkeum á flótta. Þeir voru hvorirtveggju, sem ráðvönd spunakona, er heldur á metinu og ullinni, og jafnar svo niður, að jafnþungt verður á hvorri skálinni, svo hún fái lítilfjörleg vinnulaun handa börnum sínum: svo hélzt bardaginn og orustan jöfn milli þeirra, áður en Seifur veitti Hektori Príamssyni vegsmuninn, þá hann hljóp fyrstu upp á garð Akkea. Hann kallaði hátt til Trójumanna, svo þeir heyrðu allir: “Rísið upp, þér hestfimu Trójumenn, brjótið garð Argverja, og skjótið loganda eldi í skip þeirra!”

Hér er eftirminnilegt bardagaatriði, þar sem Akkílesi er lýst: “Hinn seifborni kappi lét þar eftir spjót sitt, og lagði það í einn porsviðarrunn, stökk síðan, líkur óvætti, út í fljótið, með eintómt sverðið, og hafði ill verk í hyggju. Hann hjó á báða bóga; risu þá upp hræðileg andvörp, er mennirnir voru slegnir með sverðinu, en vatnið varð rautt af blóðinu. Svo sem aðrir fiskar flýja hræddir undan ákafastórum vagnhval, og fylla upp allar víkur í vogskornum fjarðarbotni, því vagnan étur drjúgum hvern fisk, er hún nær: svo flýðu Trjójumenn undir vatnsbakkana í straumum hins óttalega fljóts. En er Akkilles var þreyttur orðinn í handleggjunum að drepa, veiddi hann upp úr fljótinu tólf unga sveina, í vígsbætur fyrir Patróklus Menöytsson, og dró þá á land; voru þeir þá rænulausir af hræðslu, sem hindarkálfar. Hann batt hendur þeirra á bak aftur með vel sniðnum ólum, er þeir sjálfir höfðu á sér við hina riðnu brynstakka sína, fékk þá svo félögum sínum, að flytja þá til enna holu skipa, en hljóp sjálfur fram að fljótinu aftur, því hann langaði enn til að höggva niður mennina.”

Ilíonskviða er stórskemmtilegt bókmenntaverk. Reynt var að kvikmynda hana með kvikmyndinni Troy (2004) þar sem Brad Pitt lék Akkíles en Eric Bana lék Hector. Því miður var myndin ekki jafngóð og bókin. Aftur á móti var kvikmyndin 300 gerð árið 2006, og náði hún mjög vel andrúmsloftinu sem hægt er að finna með lestri á Ilíonskviðu.

Odysseifskviða fjallar aftur á móti um heimför Ódysseifs eftir Trjóustríðið. Þetta ferðalag tók hann um tuttugu ár! Heima býður hans eiginkonan Penelópa, trú honum fram á síðustu stundu, og sonur hans Telemakkus. En fjöldi manna biðla stöðugt til Penelópu, þar sem þeir halda að Ódysseifur hafi farist á heimleiðinni, en þeir girnast bæði hana og ríkidæmið, en Ódysseifur var konungur yfir Íþöku.

Ulysses-sirens-Draper-L

Á heimleiðinni lendir Ódysseifur í miklum þolraunum, og við þær þroskast hann úr villtum stríðsmanni í mann sem lesandinn þekkir af dýpt sem tilfinningaveru. Á leiðinni heim berst Ódysseifur við eineygða risa, sírenur sem tældu menn til dauða, Skyllu - skrýmsli með sex höfuð, hann þurfti að takast á við mögulega uppreisn á skipi sínu, fara til heljar, og margt fleira, - áður en hann lendir í lokauppgjörinu þar sem hann þarf að berjast við hlið sonar síns gegn öllum ofstopafullu biðlunum sem girnast eiginkonu hans.

ulysses

Odysseifskviða er æsispennandi skáldsaga, og mun léttari aflestrar en Ilíonskviða. Ævintýri Ódysseifs eru spennandi og grípa ímyndunaraflið heljartökum, og sleppa ekki lesandanum fyrr en eftir blóðugan lokabardaga.


Íþróttakvikmyndir Sanchos: Murderball (2005) - Að sníða stakk eftir vexti

Murderball er íþrótt, meira að segja ólympíuíþrótt. Reglur eru einfaldar, fimm leikmenn í hvoru liði, leikmaður verður að gefa bolta á liðsfélaga innan 10 sek. Öðrum kosti fær hitt liðið boltann, leikmaður með vald á bolta yfir marklínu andstæðinga = 1 stig. Það sem gerir þessa íþrótt athygliverða eru leikmennirnir, en þeir eru allir fatlaðir og bundnir við hjólastóla. Fötlun einstaklinganna er mismikil og spilar stóra rullu í herkænsku og uppstillingu liða. Mark Zupan er í flokki "3", þ.e. hann hefur engan mátt í fótum og takmarkað grip í höndum, flestir leikmenn eru í flokki "2" sem er mitt á milli Zupan og Joe Soares sem er "1" en Joe þessi missti alla útlimi vegna blóðeitrunar í æsku. Reglur leiksins leifa einungis leikmenn með samanlagðan fötlunarstuðul upp á 10 inni á velli á hverjum tíma.

photo_03_hires

Bandaríkin hafa verið ósigruð í hjólastólaruðning (Murderball sem heiti íþróttarinnar þykir ekki við hæfi í opinberum keppnum) á öllum stórmótum fram að HM 2003 sem fram fór í Svíþjóð. Joe Bishop er skærasta stjarna hjólastólaruðnings frá upphafi og sá sem leitt hefur lið USA til sigurs í öllum stórmótum fram að HM 2003. Aldurinn hefur færst yfir Joe og komið að því að hann er ekki valinn  í lið USA, hann söðlar þess vegna heldur betur um og tekur að sér þjálfun Kanada. Kanada vinnur USA í úrslitaleik og sigurganga Þeirra síðarnefndu þar með rofin. Eins og Bandaríkjamönnum sæmir er síðan "showdown" a la allar Bandarískar myndir sem framleiddar hafa verið. Bandaríkin vs. Kanada á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Ekki verður spillt fyrir lesendum með því að upplýsa útkomu þess hildarleiks en útkoman kemur á óvart, meira að segja skemmtilega á óvart að mínu mati.

Þokki heimildarmyndarinnar býr í viðfangsefnum hennar. Myndin segir frá úrvalsliði USA og þjálfara Kanadamann í hjólastólaruðning en ekki þarf að gægjast langt undir yfirborðið til að komast að raunverulegu viðfangsefni myndarinnar. Hvernig bregðast einstaklingar við áföllum og áhrif breyttra aðstæðna á persónugerð einstaklingsins.

Eftirlætis atriði Sancho:

1. Einn liðsmanna USA lýsir fyrir liðsfélögum sínum þeirra reiði og móðgun sem hann fann fyrir þegar frænka hans spurði hvort ekki væri gaman að vera að fara á ólympíuleika þroskaheftra (Special Olympics). Hvílík fáviska, Special Olypics eru haldnir á hverju ári og allir fá verðlaun og allir eru vinir, ‘heysanna hósanna´. Ólympíuleikar fatlaðra (Paralympics) eru haldnir fjórða hvert ár í beinu framhaldi "alvöru" Ólympíuleikanna.

2. Allar senur þar sem Joe Soares kemur við sögu. Æðruleysi og dugnaður eru hans dygðir. Maður með hálfan líkama en hugarfar eins og Joe er meiri maður en ég og flestir ef ekki allir sem ég umgengst dag frá degi.

3. Fyrrum bekkjarfélagi Mark Zupan lýsir því að Zupan hafi verið bora á afturenda (e. asshole) áður en hann lenti í hjólastól og hann væri bora eftir að hann lenti í hjólastól.

Murderball er heimildarmynd par excellance, brynvarðir hjólastólar eru viðbótarflúr á mynd sem allir ættu að sjá einu sinni en enginn ætti að sjá tvisvar.

Sanco smellir í sig 8 tacos.

Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmynd árið 2005 en varð að lúta í lægra haldi fyrir mörgæsunum síkátu og svaðilför (geisp!!!) þeirra um ísbreiður suðurheimskautsins.

Hreinsaði upp öll möguleg verðlaun á Sundance Film Festival árið 2005.

 

Leikstjórn:

Henry Rubin

Dana Shapiro

 

Fram koma m.a.:

Joe Bishop

Mark Zupan

Keith Cavill

Shristopher Igoe

Joe Soares

 

8/10 IMDB

98% á tomatometer RottenTomatoes

 


Traustir leikarar í ofurhetjumyndum

Ljóst er að ævintýramyndir um ofurhetjur fara vaxandi í Hollywood. Nú er hver A-leikarinn á eftir öðrum farinn að taka að sér aðalhlutverk í þessum myndum. Þetta þýðir vonandi að þessar myndir verði teknar alvarlega og að takist að dýpka þær á hliðstæðan hátt og gerst hefur á síðum teiknimyndaskáldsagna.

Ofurhetjur06

Edward Norton í The Incredible Hulk, eða Hulk 2. Edward Norton hefur tvisvar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Í fyrra skiptið fyrir sakborninn sem Richard Gere þarf að verja í Primal Fear (1996) og í seinna skiptið fyrir stórleik sinn í American History X (1998) sem fordómafullur nýnasisti sem er knúinn til að horfast í auga við eigin fordóma. Hann hefur stöðugt gert áhugaverða hluti síðan. Spennandi verður að fylgjast með honum berjast við að hamla græna risann í hlutverki Bruce Banner. Frábært val á leikara í áhugavert hlutverk.

Ofurhetjur01

Eric Bana lék aðalhlutverkið í Hulk, sem leikstýrð var af Ang Lee. Mér þótti sú mynd frekar léleg, græni risinn virkaði frekar væminn og barátta hans við föður sinn fór út í tóma steypu.

Nicolas Cage í Ghost Rider. Mér fannst Ghost Rider vel heppnuð, og þakka því að mestu leik Nicolas Cage, sem var góð þungamiðja í sögu sem var tómt rugl. Rétt eins og Harrison Ford í Star Wars, tókst mér að ná jarðsambandi í gegnum hann. Cage hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, í fyrra skiptið vann hann fyrir leik sinn sem alkóhólisti með sjálfseyðingarhvöt á háu stigi í Leaving Las Vegas (1995). Í seinna skiptið lék hann tvíburabræður í Adaptation (2002), en þá vann hann ekki Óskarinn.


Christian Bale í The Dark Knight hefur aldrei verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, en ég er viss um að það komi að því. Hann hefur leikið eftirminnileg hlutverk, og þá sérstaklega í American Psycho (2000) og The Machinist (2004) en hann er aðferðaleikari (method actor) sem lifir sig inn í þau hlutverk sem hann leikur, rétt eins og Robert DeNiro var frægur fyrir á sínum tíma, áður en hann fór að slaka á.

Ofurhetjur04

Robert Downey Jr. í Iron Man er eitt mesta vandræðabarn Hollywood, en jafnframt einn fremsti leikarasnillingur sem birst hefur. Hann hefur stöðugt verið í vandræðum vegna dóps og alkóhólisma, og hefur ástand hans stundum haft slök áhrif á dómgreind hans í hlutverkavali. Hann hefur lent í fangelsi og meðferðarheimilum vegna þessa vanda, en virðist vera að hífa sig aftur á fyrri stall. Það er vel við hæfi að hann leiki Iron Man, en Tony Stark, milljarðamæringurinn í vélbúningnum er einmitt glaumgosi sem á við áfengisvanda að glíma (a.m.k. í teiknimyndasögunum). Einnig er hann með gangráð til að halda hjartanu gangandi sem þýðir að hann er algjörlega hjálparvana án búningsins. Robert Downey Jr. hefur einu sinni verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, og þá fyrir stórkostlegan leik í Chaplin (1992) en þar breyttist hann einfaldlega í Charlie Chaplin. Einnig tók hann lagið Smile fyrir og flutti það stórvel. 

Ofurhetjur07

Þú getur séð flutning Robert Downey Jr. á Smile úr myndinni Chaplin með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan. 


mbl.is Edward Norton leikur Hulk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband