20 bestu bíólögin: 4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999

Woody hefur verið stolið af illum leikfangasafnara sem ætlar að selja hann í einkasafn til Tokyo, en það kemur í ljós að Woody er verðmætur gripur fyrir slíka safnara. Woody leitar eftir flóttaleiðum, enda vill hann fara aftur til eiganda síns, Andy, og vina sinna; þeirra Buzz Lightyear, kartöflukallsins, risaeðlu úr plasti, gormahunds og fleiri. Hins vegar er kúrekadúkka sem hann hittir í prísundinni á annari skoðun, hún hefur upplifað höfnun sem hún tjáir í þessu lagi, og hefur engan áhuga á að vera með börnum sem gera ekkert annað en að vaxa úr grasi og hverfa. Spurningin er hvort að ódauðleikinn á safninu sé meira virði en augnablik af ást.

When She Loved Me er óður til barnæskunnar og þess harða veruleika að öll hættum við að vera börn. Þetta er stórgott atriði sem stendur uppúr í minningunni um fjöldann allan af góðum lögum.

 

4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999

5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990

6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994

7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987

8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961

9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965 

10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

Góða skemmtun! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáir spenntari en Sancho með topp-3 hjá de breiðholt.

4 sæti er eina instrumental lag/þema sem ratar á lista.

http://youtube.com/watch?v=f7KkFcyOklg

Maður væri ekki múvíböff ef Star Wars hefðu ekki sinn fulltrúa.

kv. Sancho

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Dem er þetta flott hjá Þér Hrannar, takk takk.

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 03:29

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta félagar. 

Sancho: Þetta hérna væri algjör snilld ef ekki væri fyrir röddina á kallinum: 

http://www.youtube.com/watch?v=rhAK2AmZk6w

En þetta bætir það algjörlega upp: 

http://www.youtube.com/watch?v=vqbNR55ylCY

Hrannar Baldursson, 31.5.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband