20 bestu bíólögin: 5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990

Jæja, nú er listinn kominn í topp 5 og farið að sjá fyrir endann á þessu. Bara þungavigtarlög eftir. 

Ghost er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Ég man enn hvað fólk var hneykslað árið 1990 þegar hún var tilnefndi til Óskarsverðlauna sem besta myndin, heiður sem mér fannst hún eiga fyllilega skilið. 

Sam og Molly eru nýflutt í íbúð saman og ástfangin upp yfir haus. Hann er verðbréfasali en hún listamaður. Sam er myrtur, en í stað þess að fara til himna eða helvítis verður hann draugur sem er staðfastur í að vernda Molly gegn morðingjanum sem myrti hann sjálfan. Þegar hann kemst að því að morðinginn var ekki einn að verki og dýpri ástæða en einfalt rán býr að baki, leitar Sam sér aðstoðar hjá miðli og gerir allt sem í sínu valdi stendur til að fá nægilega krafta til að vernda sína ástkæru.

Atriðið með Unchained Melody hefur oft verið kallað erótískt og stundum jafnvel klámfengið, en mér finnst þetta einfaldlega með betri ástarjátningum kvikmyndasögunnar.

Frábær mynd! 

5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990

6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994

7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987

8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961

9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965 

10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

Góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

DITTÓ ...

Ég er algjörlega sammála þér, 

dramaticBorat pause

.... NOT   

Ghost fær ekki góða einkunn hjá Sancho en lagið er fínt.

Topp 5, þungavigtin, Sancho með lag sem eflaust mundi skila sér alla leiða á toppinn hjá mörgum, úbersvalt ...

http://youtube.com/watch?v=V7tuUG6dLv4

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband