Um heimspekilegar spurningar

Fólk er ólíkt. 

Sumir eru sáttir við að heimurinn sé nákvæmlega það sem hann virðist vera og aðrir vilja skyggnast dýpra. Þeir sem vilja skyggnast dýpra gera sér grein fyrir að ekki er allt sem sýnist. Sumir þeirra reyna að útskýra heiminn út frá eigin sjónarhorni og finna endanleg svör við þeim spurningum sem fyrir þeim vakir. 

Aðrir sjá hversu margbreytilegur heimurinn er og hversu vandasamt getur verið að skilja hann, og sjá að endanlegar útskýringar eru meira draumsýn og óskhyggja heldur en svör sem eru sannleikanum samkvæm, og ákveða frekar en að svara öllum heimsins spurningum að semja spurningar um hluti sem hjálpar okkur að skilja aðeins betur hversu lítið við vitum.

Þessi viðleitni til að spyrja stöðugt spurninga hefur áhrif á þann sem spyr spurningarinnar, og einnig á þá sem reyna af fúlustu alvöru að svara henni. En þau áhrif sem það hefur haft á mig að spyrja slíkra spurninga, og gera mitt besta til að sífellt spyrja betur og um hluti sem hafa raunveruleg gildi í mínu eigin daglega lífi, hafa verið nokkuð sem ég tel afar æskilegt og gott.


Um nám og fordóma

Það er margt sem við vitum ekki. Eitt af því fyrsta sem við lærum þegar við skoðum eitthvað nýtt, er hversu lítið við í raun vitum um það og skiljum. Ef við losum okkur ekki við fordóma okkar þegar við hefjum nýtt nám, þá munu þessir fordómar lita allt...

Um hamingjuleitina

Engum af þeim sem þekkir mig vel er það launungarmál hversu hrifinn ég er af stóískri heimspeki. Mér finnst nálgun hennar á lífið og tilveruna afar skynsamleg, sérstaklega eftir að ég hef sjálfur gengið í gegnum ýmislegt í þessu lífi sem hefði getað...

Um ótta, kvíða, öfund, illgirni og græðgi

Öll upplifum við einhvern tíma í okkar eigin huga ótta, kvíða, öfund, illgirni og græðgi. Við gætum talið þessar tilfinningar óæskilegar, sérstaklega sem lífsreglur, enda sjáum við að afleiðingar þeirra geta verið afar slæmar bæði fyrir okkur sjálf í...

Um hugrekki

Við vitum hvað hugrekki er þegar við sjáum það, og ekki nóg með að við vitum það, við dáumst að því, hvort sem við sjáum hugrakka manneskju að verki eða lesum um hugrakka hetju í sögu. Hugrekki er ein af dyggðunum, eitt af því góða sem við getum ræktað í...

Um hamingjuna, frelsið og mikla sál

Ég met þrennt jafnvel meira en lífið sjálft. Ég veit samt að mitt eigið líf er forsenda þess að hægt sé að öðlast þessi verðmæti, en ég veit líka að þetta eru ekki verðmæti sem maður eignast einn með sjálfum sér, heldur er þetta það sem maður gefur af...

Um nýjar upplýsingar og heildarmyndina

Við fæðumst inn í þennan heim með afar litlar upplýsingar. En það litla sem við höfum notum við til að tjá okkur og nærast, sem verður svo til þess að við vonandi vöxum og döfnum. Eftir því sem við lærum meira um heiminn, þá er sífellt eitthvað sem kemur...

Um fegurð og ferðalög

Fyrir tveimur vikum flaug ég til Noregs að sækja rafmagnsbíl sem ég hafði keypt þar. Það rigndi nánast látlaust allan tímann, en ég fékk tækifæri til að hitta um skamma stund ættingja mína í Asker sem geymt höfðu bílinn fyrir mig í tvo mánuði eftir að ég...

Um sófisma og gagnrýna hugsun

"Besta leiðin til að vera heiðvirður í þessum heimi er með því að vera sá sem við þykjumst vera." - Tilvitnun oft tengd á netinu við Sókrates og Platón, en finnst hvergi í verkum þeirra. Gagnrýnin hugsun snýst um að leita af einlægni eftir því sem er...

Um lýðræðið og val á leiðtogum

Á Íslandi veljum við okkur leiðtoga á fjögurra ára fresti, leiðtoga sem setja okkur lög og reglur sem við verðum að fylgja, annars er valdinu að mæta. Þess vegna er mikilvægt að við veljum skynsamar manneskjur í þetta verkefni, einhverja sem hafa djúpan...

Um að sýna ábyrgð og leikfléttur

Um daginn sagði formaður sjálfstæðisflokksins af sér embætti fjármálaráðherra eftir þriðju opinberu skýrsluna sem staðfesti að hann gerði ekki skyldu sína í starfi. Við afsögnina virtist hann nota rökvillu sem kallast ‘strámaðurinn’, en með...

Um það sem við höfum og það sem við höfum ekki

Sum okkar þráum sífellt meira og sum okkar viljum aðeins það sem við þegar höfum. Að þrá sífellt meira má tengja við græðgi og samkeppni, en að vilja það sem við höfum má tengja við sátt og þakklæti. Að þrá sífellt meira er tengt við efnisleg gæði en að...

Um fyrirmyndina þig

Stundum finnst okkur við sjálf vera miðja alheimsins, að augu allra beinist að okkur, að hegðun okkar, hverju við segjum, ákvörðunum okkar; að einhver sé alltaf að dæma okkur. Það er að hluta til statt, en að mestu ósatt. Það er frekar ólíklegt að...

Um siðferði og markmiðasetningu

Gamalt orðtæki sem hægt er að rekja aftur til 11. aldar í aðeins annarri mynd segir að vegurinn til heljar sé lagður í góðum tilgangi. Þessi hugmynd er rakin til abbotans heilags Bernarðs frá Clairvaux. Stundum lendum við í aðstæðum þar sem við þurfum að...

Um gagnrýni og traust

Það er mikilvægt að treysta þeirri manneskju sem gefur þér lof að skammir, og þetta samband vex ef þú getur leitað til hennar og spurt hvað það var sérstaklega sem henni fannst lofsvert eða hvað var svona illa gert. Gefi manneskjan ekki færi á slíkum...

Um lygar og veruleikann

Hver kannast ekki við að fólk sjái veruleikann á afar ólíkan hátt, og jafnvel að einn atburður sé túlkaður með harðri dómgreind sem á sér engar stoðir í veruleikanum? Síðan þegar sönnunargögn eru skoðuð kemur í ljós að það var eitthvað annað sem réð för...

Um hið góða og illa

Við getum verið dugleg að fordæma hluti og manneskjur sem hafa ekkert með okkur að gera. Einhver er með lélegan fatasmekk, einhver tekur fáránlegar ákvarðanir, einhver annar fíkill, annar glæpamaður, hinn lygari, og annað verra. Við getum í huga okkar...

Um fangelsi hugans

Vandamálið með þrjósku er að hún lokar úti nýjar hugmyndir og upplýsingar, sem virkar þannig eins og manneskja sem hefur lent í fangelsi og þarf að dúsa þar, en þrjósan er ennþá meiri harmleikur, því það er manneskjan sjálf sem dæmir sig í fangelsi,...

Um þrjósku og stöðnun

Hver þekkir ekki þrjósku týpuna, einhvern sem hefur tekið ákvörðun og stendur síðan við hana sama hvað, nema kannski þegar það hentar honum ekki prívat og persónulega? Ég vil halda því fram að á meðan þrjóska getur gefið okkur ákveðinn skýrleika, því hún...

Um manneskjur og hluti

Þegar við flokkum manneskjur, þá erum við að merkja þær eins og hluti. Þegar við merkjum fólk eftir litarhætti, trúarbrögðum, þjóðfélagsstöðu, eða hverju sem er; þá erum við ekki að koma fram við viðkomandi eins og manneskju, heldur eins og viðkomandi sé...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband