Um hamingjuna, frelsið og mikla sál

Ég met þrennt jafnvel meira en lífið sjálft. Ég veit samt að mitt eigið líf er forsenda þess að hægt sé að öðlast þessi verðmæti, en ég veit líka að þetta eru ekki verðmæti sem maður eignast einn með sjálfum sér, heldur er þetta það sem maður gefur af sér út fyrir líf og dauða, takist manni að gera þau að veruleika.

Þetta eru hamingjan, frelsið og mikil sál, og þá ekki að hafa slíkt eins og við höfum rafmagnsbíl, hús og pott í garðinum, heldur eru þetta eiginleikar sem við höfum til að gera heiminn sífellt betri, ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur einnig samfélagið, jafnvel heiminn.

Veltum aðeins fyrir okkur hvað þessi hugtök þýða. 

Fólk sér hamingjuna með ólíkum hætti, en hamingjuna sé ég núna í morgunsárið sem uppfyllingu á því að manneskja finni djúpa merkingu í lífi sínu, að henni takist að ljúka verðugu verkefni áður en lífinu lýkur, einhverju sem mun skila af sér betri heimi. Hún þarf að koma því áleiðis með einhverjum hætti, veita næstu kynslóð keflið; því verðug verkefni halda sífellt áfram með hverri kynslóð sem verður til og breytist því einnig stöðugt.

Frelsið snýst um að geta verið maður sjálfur innan um fólk sem getur verið það sjálft, að maður geti kannað hvað það þýðir að vera manneskja og síðan beitt sér í samfélaginu, bæði í orði og verki, í samræmi við þessar uppgötvanir. Við getum verið frjáls bæði til að framkvæma og frá því að framkvæma, en þarna þarf stöðugt að gæta jafnvægis. Frelsi fyrir alla er æskilegt, en ekki má gleyma að frelsi fylgir sú ábyrgð að skerða ekki frelsi annarra sem hafa sama rétt á frelsinu. Í lýðræðissamfélagi skiptist frelsið jafnt milli manna, í einræði eða auðræði hafa sumir meira frelsi en aðrir.

Mikil sál er manneskja sem gerir sífellt sitt besta til að gera það sem er rétt og leita sér þekkingar á hvað er gott. Mikil sál getur búið til sinn eigin áttavita sem snýst um hvað er rétt að gera á hverri stundu. Þannig getum við til dæmis séð að hugrekki er eitthvað sem er gott, og ef við æfum okkur í að vera hugrökk, með því að gera hugrakka hluti, þá forðumst við í leiðinni lestina sem tengjast hugrekkinu, en þeir eru heigulsháttur og fljótfærni. Heigullinn frestar sífellt því sem þarf að gera, en hinn fljótfæri gerir hlutina of hratt. Hinn hugrakki framkvæmir þegar hann veit hvað er rétt að gera og á réttri stundu. Alls ekki einfalt að stilla þannig eigin sál, og í raun ævilangt ferðalag, en undirrituðum finnst þetta verðuga ferðalag afar spennandi og áhugavert.

Lífið sjálft er óendanlega dýrmætt, en það er eitthvað sem kemur og fer, hin verðmætin sem ég nefni geta gert lífið þess virði að lifa því, og bætt líf fólks út fyrir takmarkanir okkar eigin lífs.

 


Um nýjar upplýsingar og heildarmyndina

Við fæðumst inn í þennan heim með afar litlar upplýsingar. En það litla sem við höfum notum við til að tjá okkur og nærast, sem verður svo til þess að við vonandi vöxum og döfnum. Eftir því sem við lærum meira um heiminn, þá er sífellt eitthvað sem kemur...

Um fegurð og ferðalög

Fyrir tveimur vikum flaug ég til Noregs að sækja rafmagnsbíl sem ég hafði keypt þar. Það rigndi nánast látlaust allan tímann, en ég fékk tækifæri til að hitta um skamma stund ættingja mína í Asker sem geymt höfðu bílinn fyrir mig í tvo mánuði eftir að ég...

Um sófisma og gagnrýna hugsun

"Besta leiðin til að vera heiðvirður í þessum heimi er með því að vera sá sem við þykjumst vera." - Tilvitnun oft tengd á netinu við Sókrates og Platón, en finnst hvergi í verkum þeirra. Gagnrýnin hugsun snýst um að leita af einlægni eftir því sem er...

Um lýðræðið og val á leiðtogum

Á Íslandi veljum við okkur leiðtoga á fjögurra ára fresti, leiðtoga sem setja okkur lög og reglur sem við verðum að fylgja, annars er valdinu að mæta. Þess vegna er mikilvægt að við veljum skynsamar manneskjur í þetta verkefni, einhverja sem hafa djúpan...

Um að sýna ábyrgð og leikfléttur

Um daginn sagði formaður sjálfstæðisflokksins af sér embætti fjármálaráðherra eftir þriðju opinberu skýrsluna sem staðfesti að hann gerði ekki skyldu sína í starfi. Við afsögnina virtist hann nota rökvillu sem kallast ‘strámaðurinn’, en með...

Um það sem við höfum og það sem við höfum ekki

Sum okkar þráum sífellt meira og sum okkar viljum aðeins það sem við þegar höfum. Að þrá sífellt meira má tengja við græðgi og samkeppni, en að vilja það sem við höfum má tengja við sátt og þakklæti. Að þrá sífellt meira er tengt við efnisleg gæði en að...

Um fyrirmyndina þig

Stundum finnst okkur við sjálf vera miðja alheimsins, að augu allra beinist að okkur, að hegðun okkar, hverju við segjum, ákvörðunum okkar; að einhver sé alltaf að dæma okkur. Það er að hluta til statt, en að mestu ósatt. Það er frekar ólíklegt að...

Um siðferði og markmiðasetningu

Gamalt orðtæki sem hægt er að rekja aftur til 11. aldar í aðeins annarri mynd segir að vegurinn til heljar sé lagður í góðum tilgangi. Þessi hugmynd er rakin til abbotans heilags Bernarðs frá Clairvaux. Stundum lendum við í aðstæðum þar sem við þurfum að...

Um gagnrýni og traust

Það er mikilvægt að treysta þeirri manneskju sem gefur þér lof að skammir, og þetta samband vex ef þú getur leitað til hennar og spurt hvað það var sérstaklega sem henni fannst lofsvert eða hvað var svona illa gert. Gefi manneskjan ekki færi á slíkum...

Um lygar og veruleikann

Hver kannast ekki við að fólk sjái veruleikann á afar ólíkan hátt, og jafnvel að einn atburður sé túlkaður með harðri dómgreind sem á sér engar stoðir í veruleikanum? Síðan þegar sönnunargögn eru skoðuð kemur í ljós að það var eitthvað annað sem réð för...

Um hið góða og illa

Við getum verið dugleg að fordæma hluti og manneskjur sem hafa ekkert með okkur að gera. Einhver er með lélegan fatasmekk, einhver tekur fáránlegar ákvarðanir, einhver annar fíkill, annar glæpamaður, hinn lygari, og annað verra. Við getum í huga okkar...

Um fangelsi hugans

Vandamálið með þrjósku er að hún lokar úti nýjar hugmyndir og upplýsingar, sem virkar þannig eins og manneskja sem hefur lent í fangelsi og þarf að dúsa þar, en þrjósan er ennþá meiri harmleikur, því það er manneskjan sjálf sem dæmir sig í fangelsi,...

Um þrjósku og stöðnun

Hver þekkir ekki þrjósku týpuna, einhvern sem hefur tekið ákvörðun og stendur síðan við hana sama hvað, nema kannski þegar það hentar honum ekki prívat og persónulega? Ég vil halda því fram að á meðan þrjóska getur gefið okkur ákveðinn skýrleika, því hún...

Um manneskjur og hluti

Þegar við flokkum manneskjur, þá erum við að merkja þær eins og hluti. Þegar við merkjum fólk eftir litarhætti, trúarbrögðum, þjóðfélagsstöðu, eða hverju sem er; þá erum við ekki að koma fram við viðkomandi eins og manneskju, heldur eins og viðkomandi sé...

Um tilvist okkar

Um daginn ræddum við konan mín um tilgang lífsins, og henni var einhvern veginn þannig að orði: “Ég neita að trúa því að við séum bara til, til þess eins að búa til börn og koma þeim á fót.” Mér finnst afar vænt um þessa pælingu hennar, því...

Um alheiminn

Alheimurinn er allt það sem er til og allt það sem er til er áþreifanlegt með einhverjum hætti, það er hægt að mæla með snertingu, bragði, lykt, sjón eða heyrn. Við manneskjurnar reynum að átta okkur á þessum hlutum og tengja þá saman með rökhugsun...

Um þrjóska leiðtoga

Ég hef búið víða um heim og séð margt. En alltaf kem ég aftur heim til Íslands, enda er þar fólkið sem ég elska, tungumálið sem gerir mér fært að hugsa skýrt og skapandi, og dúndrandi lífskraftur bæði í náttúrunni og menningunni. Ísland er mín orkustöð,...

Um skilning á hugtökum

Ef við veltum því aðeins fyrir okkur, þá er magnað hvernig hugurinn virkar. Við lærum öll þessi hugtök sem geta átt við raunverulega hluti sem eru til, raunverulega hluti sem eru ekki til, og skáldskap sem gæti verið til og skáldskap sem ekki er til....

Um fyrirmyndir og guði

Frá barnæsku gerum við okkur alls konar hugmyndir, eins og hvernig manneskja væri sem væri algóð, fullkomin, vingjarnleg, skemmtileg, elskuleg, falleg og þar fram eftir götunum. Það er eins og allir þessir kostir blandist saman í eina veru sem við síðan...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband