Die Hard 4.0 (2007) ***1/2

John McClane (Bruce Willis) hefur ekki lent í lífsháska í 12 ár. Hjónaband hans hefur flosnað upp, en hann gerir sitt allrabesta til að halda sambandi við dóttur sína og vera henni góður faðir. Hann er jafngóður faðir og lögga; brýtur allar reglurnar, er duglegur að koma sér í vonlausar aðstæður, en virðist alltaf finna einhverja leið á endanum. 

Kvöld nokkurt er McClane að fylgjast með og skipta sér af ástarmálum dóttur sinnar í New Jersey þegar yfirmaður hans hefur samband við hann og óskar eftir að hann handtaki tölvuhakkara og fari með hann til alríkislögreglunnar í Washington. Hann veit ekki að fjöldi hakkara hefur verið myrtur þennan sama sólarhring og að tölvuárás er í bígerð á helstu upplýsingakerfi Bandaríkjanna.


McClane er ekki fyrr búinn að finna hakkarann Matt Farrell (Justin Long) en kúlurnar byrja að fljúga, sprengjur að springa og líkamar að falla ofan á bíla. McClane sér að það er eitthvað meira á bakvið þennan hakkara en venjuleg handtaka, og leggur líf sitt í hættu til að verja líf hans og drepa nokkra vonda gaura í leiðinni.

Áhugaversta illmennið er Mai Lihn (Maggie Q) sem minnir svolítið á Hans Gruber úr fyrstu myndinni,  sérstaklega í síðasta atriði hennar, en aðalbófinn Thomas Gabriel (Timothy Olyphant) finnst mér standa sig frekar aumlega; eða lúmskt vel, því manni var farið að líka svolítið skemmtilega illa við hann í lokin.

Það sem kom mér mest á óvart er hversu smekklega Die Hard 4.0 er gerð (eða Live Free or Die Hard eins og hún heitir í Bandaríkjunum). Handritið er afar vel skrifað miðað við spennumynd og gaman að sjá Bruce Willis aftur í formi. Þetta er besta framhaldsmynd sumarsins til þessa. Þegar Brúsarinn byrjar að tala við sjálfan sig um leið og hann setur markið á að drepa ljótu kallanna, þá nær hann takti sem enginn annar leikari getur náð. 

Reyndar eru nokkur atriði hálf hallærisleg og virka einfaldlega ekki innan söguheims myndarinnar; eins og þegar illmenni sem er búið að skjóta fullt af saklausu fólki og kemur aftan að McClane, og ákveður þá að koma alltof nálægt honum, nógu nálægt til að McClane nái að grípa hann - afar heimskulegt. Og síðan finnst mér eltingarleikur trukks og sendibíls ekki ganga alveg upp - þar er hlutunum hagrætt aðeins og mikið til að hlutirnir gangi upp fyrir McClane. Það er reyndar ákveðinn húmor í því atriði sem vegur upp á móti heimskunni, og sérstaklega í einvígi McClanes á trukki og herþotu. Engin spurning hvor hefur betur á endanum. 

Annars er myndin filmuð með dempuðum litum og myndatakan frekar hrá. Mér fannst það passa ágætlega við söguna. Die Hard 4.0 hefur verið gagnrýnd helst fyrir að vera allt öðru vísi en hinar Die Hard myndirnar (eins og það sé slæmt), sem einkenndust af innilokunarkennd á lokuðum svæðum; en í þessari mynd fer McClane frá New Jersey til West Virgina og Washington; og mér finnst reyndar takast ágætlega að búa til innilokunarkennd, sem einkennist að því að tölvukerfi, og þar af leiðandi símar og ýmis nútímaþægindi hætta að virka.

Ég skemmti mér vel með John McClane og þætti gaman ef fimmta myndin væri gerð. Á meðan Bruce Willis heldur jafngóðu formi og hann er í núna, þá er um að gera að raða niður eins mörgum Die Hard myndum og mögulegt er. Að lokum:

Yippee Ki Yay Mo... - John 6:27


Undirbúningur hafinn: Heimsmeistaramót í Tékklandi 2007

 Besta leiðin til að gera drauma þína að veruleika er að vakna. Paul Valery   Þá er maður búinn að ná sér af flugþreytunni eftir Ameríkuflugið.  Á morgun byrja ég að þjálfa fimm ungmenni sérstaklega fyrir heimsmeistarakeppni barnaskólasveita í skák sem...

Bloggað frá Bandaríkjunum # 6 - siðferði, verðlag og skattar

í gær átti ég afmæli. Eins og oftast síðustu 14 árin dvaldi ég einn á hóteli þennan merkisdag í mínu lífi, í limbói milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég notaði daginn til að kíkja í kringum mig. Keyrði út um allt og komst að því að næstum hver einasti...

Bloggað frá Bandaríkjunum # 5 - Live Free & Blog og uppgjör á námskeiði

Nú er tveimur vikum af ströngu námskeiði lokið, þar sem ég sat með 14 nemendum í 10 daga frá kl. 8:30-16:30 og áttum saman heimspekilegar samræður, auk minni verkefna, eins og að setja upp wikisíðu. Á kvöldin var síðan margt sér til gaman gert með...

Sá einmitt 'Stranger Than Fiction' í leikstjórn Marc Forster í dag!

Ég sá einmitt Stranger Than Fiction í dag með nemendum mínum. Hún er stórskemmtilega skrifuð, og vel leikstýrt af Marc Forster. Hann hugsar meira um karakter en hasar, sem ég held að geti gert Bond enn betri. Ég mæli eindregið með þessari mynd, sem er...

Bloggað frá Bandaríkjunum # 4: Lélegt netsamband, F4-Silver Surfer og Knocked Up

Því miður hafði ég mjög takmarkað netsamband um helgina og virka daga er ég svo upptekinn að ég kemst ekki í bloggið. Reyndar hef ég verið duglegur við að læðast inn á óvarin netport, en þau eru ekkert sérstaklega áreiðanleg, og sambandið á það til að...

Bloggað frá Bandaríkjunum # 3: Þegar 'ekkert' blómstrar

Í gær, þegar heimspekihópurinn byrjaði að ræða um ekkert, var eins og þau hefðu óljósa hugmynd um hvað ekkert væri; þar sem að í fyrri samræðum hafði komið fram að sumir trúi því að þegar þeir deyi, taki ekkert við. Þannig að þau vildu komast að því hvað...

Bloggað frá Bandaríkjunum # 2 - Langur akstur, ungir snillingar og ný wikisíða

Ég ók frá Minneapolis til Holdrege bæjar í Nebraska með því að elta GPS leiðbeiningar í 10 klukkustundir. Þessi græja virkaði undravel, hún spáði fyrir um klukkan hvað ég yrði kominn á staðinn. Skekkjumörkin voru innan fimm mínútna, sem er gott miðað við...

Bloggað frá Bandaríkjunum # 1 - Flugið, fjölmiðlafárið kringum Paris Hilton, bíópælingar og fyrirmyndir.

Flugið Í gær var flogið til Minneapolis.  Ég þurfti að taka rútu frá BSÍ kl. 14:00 til að ná vélinni. Ég er að ná mér eftir væga matareitrun, en mætti í vinnuna og vann til hádegis. Þá átti ég enn eftir að pakka í ferðatösku. Kom heim og fann mér til...

Eitt besta lag allra tíma: El Problema

Það væri nú gaman ef einhver af mínum söngelsku bloggvinum tæki þetta lag upp á arma sína og flytti það með textaþýðingunni sem ég læt fylgja, sem ég henti saman nú í kvöld og væri sjálfsagt hægt að bæta með yfirlestri og gáfulegum pælingum.   Ég heyrði...

Alhæfingar, hið eilífa og ein orsök fordóma

Allar alhæfingar eru ósannar, líka þessi. (Mark Twain)  Þegar ég tala um að staðhæfing sé sönn, meina ég alltaf og við allar aðstæður. Alhæfingar eru staðhæfingar sem fullyrða að ákveðinn flokkur tilheyri eða tilheyri ekki stærri flokki. Þegar sönnum...

Um forsjárhyggju: Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni.

  Vegurinn til heljar er lagður af góðri forsjá Samuel Johnson, (1709-1784) Forsjárhyggja er þegar valdhafi ákveður að setja reglur eða lög til að hafa vit fyrir fólki; og er hugtakið þá sérstaklega notað þegar gagnrýnendum þykir valdhafar vera að skipta...

Um öfund: "Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það sem náungi þinn á."

Eða: Þú skalt ekki girnast einbýlishús annarra Íslendinga. Þú skalt ekki girnast konur sem eru í sambandi með öðrum, ekki i-podinn eða DVD græjurnar, né jeppa hans eða tjaldvagn, né nokkuð það sem gaurinn á." Ég hætti að ástunda kirkju eftir að ég...

20 bestu bíólögin: 1. sæti, Always look on the Bright Side of Life - Life of Brian, 1979

Brian fæddist í Betlehem á sama kvöldi og Jesús Kristur fæddist, bara hinu megin við hæðina. Hann lendir oft í því að fólk telur hann vera frelsarann sjálfan, enda fæddist hann undir Betlehemstjörninni og er jafnaldri Jesús. Hann gengur í gegnum mikla...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband