Bloggað frá Bandaríkjunum # 2 - Langur akstur, ungir snillingar og ný wikisíða

Ég ók frá Minneapolis til Holdrege bæjar í Nebraska með því að elta GPS leiðbeiningar í 10 klukkustundir. Þessi græja virkaði undravel, hún spáði fyrir um klukkan hvað ég yrði kominn á staðinn. Skekkjumörkin voru innan fimm mínútna, sem er gott miðað við 945 km. leið.

Minneapolis_Holdrege

Kennsla byrjaði kl. 8:30 á mánudagsmorgni. Fagið er rökfræði og heimspeki. Nemendurnir eru  allir afburðarnámsmenn sem sóttu sérstaklega um að komast á sumarnámskeiðið. Rúmlega 500 ungmenni sóttu um, en um 125 komust inn. Um 100 nemendur sóttu um rökfræðinámskeiðið hjá mér, en aðeins 14 komust að.

Logicsmall

Þessir ungu snillingar hafa rætt áhugaverð málefni, en svo virðist sem að meginþemað í ár snúist um verund og tilvist. Í dag komu þau fram með þá kenningu að verund tilheyri veruleikanum sem tímahugtak (time), en að tilvistin tilheyri veruleikanum sem svæðishugtak (space). 

Við skráum eitthvað af spurningum og svörum inn á wiki-vefsvæði sem ég bjó til fyrir hópinn: http:livefreeblog.com/logic og lítur út fyrir að vefsíðan verði nokkuð öflug miðað við að gerð hennar hófst síðasta mánudag.

Á mánudagskvöldið var haldin ljóðakeppni (poetry slam) þar sem ljóðskáld lesa frumsamin ljóð og fá einkunn frá dómurum fyrir. Þetta form var fundið upp þegar fólki fór að leiðast hversu mikið innan í sér mörg snilldarskáld voru við upplestur. Þar á eftir var haldin spurningakeppni, þar sem allar spurningarnar fjölluðu um fólkið sem tekur þátt í námskeiðinu þetta árið. Á þriðjudagskvöldið var svo farið í keilu, þar sem undirritaður náði 128 stigum, sem ég er bara nokkuð sáttur við. Í kvöld verður keppt í blaki og verð ég í kennaraliðinu, en nemendurnir eru ansi öflugir, og unnu kennarana í fyrra. 

Ég hef til allrar hamingju ekki haft neinn tíma til að horfa á sjónvarp, og hef ekki mikinn tíma til að blogga, enda fer ég út að borða eftir hálftíma.

Bestu kveðjur til bloggvina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hrannar, frábær blogg frá þér meiri ferðasögur takk fyrir, en vertu ekkert að tala um veðrið þarna hjá þér þar sem það er 8.stiga hiti hér á fróni (14-06-07 kl.12:00) demmmm, er ekki allt gott að frétta þarna úti í USA?

 Hafðu það sem allrabest og hlakka til að sjá þig þegar þú kemur brúnn og sælegur heim á FRÓNNNNN ið :).

Haraldur Bjarnason (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Blessaður Halli,

Fyrst þú minnist á að ég eigi ekki að minnast á veðrið er eins gott að ég geri það. Á leiðinni frá Minnesota lenti ég nefnilega í hagléli á miðri leið. 

Í gær var eitt mesta úrhelli sem ég hef lent í, og það flæddi yfir nokkra vegi. Nokkrir nemendur lentu í því að þurfa að skilja bíla sína eftir þar sem þeir stoppuðu oní polli á miðjum vegi. Það rignir ennþá, þannig að Íslendingar þurfa ekkert að öfunda mig núna. Aðalatriðið er reyndar að fá sem mest út úr nemendunum - veðrið er algjört aukaatriði. Bara gott að það sé ekki of heitt. 

Hrannar Baldursson, 14.6.2007 kl. 12:21

3 identicon

Sæll, flott að heyra allt gangi vel (fyrir utan veður), getur sagt nemendu þínum að þeir séu heppnir að hafa þig sem kennara og þú sért að missa af party-aldarinar, :) vonast til að heyra í þér msn sem fyrst.

 Þinn vinur "party-hardy Halli" :) nei þetta getur misskilist :9heheheh.

Haraldur Bjarnason (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 17:51

4 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta eru svakalegar ritgerðir hjá þér herna Don. Missti samt alveg af því hvað þú ert að bralla þarna, annað en stendur hér. Þetta er virkilega áhugavert og held að allir hafi gott af þessu, krakkarnir og don og hinir kennarar lika!! En góða skemmtun segi ég bara.

arnar valgeirsson, 14.6.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband