Hvaða skellur ætli sé verstur?

Egill Helgason skrifaði pistil í gær, Tap erlendra kröfuhafa, sem innihélt hugsun mjög á skjön við gildismat mitt:

Það er áætlað að erlendir kröfuhafar hafi tapað 4-5 þúsund milljörðum króna á íslensku bönkunum. Það eru þeir sem eru að fá stærsta skellinn vegna hrunsins – og það er allt í lagi að sýna smá skilning vegna þess.

Ég er ekki sammála þessari skoðun og finnst þessi samanburður frekar móðgandi fyrir fólkið sem á varla fyrir helstu nauðsynjum vegna þess að það er enn að borga stökkbreytt lán, hefur misst fyrri tekjustofn, þarf að takast á við miklar hækkanir eða þarf jafnvel að óska eftir mat frá hjálparstofnunum. 

Þess vegna spyr ég:

Hvaða skellur ætli sé verstur?

A tapar 20 milljónum en á bara 10 milljónir og hefur misst vinnuna að auki.
B tapar 20 milljónum og á 10 milljónir að auki
C tapar 200 milljónum og á 800 milljónir að auki

Ég segi A.


Tengill á tilmæli Hagsmunasamtaka heimilanna til lántaka vegna dóma Hæstaréttar

Sé glæpurinn nógu stór mun enginn trúa að hann hafi verið framinn. Seðlabanki Íslands, Fjármálaeftirlitið og Ríkisstjórn Íslands, stofnanir sem brugðust almenningi algjörlega fyrir efnahagshrunið, endurtaka leikinn og bregðast almenningi algjörlega aftur...

Sveltur fólk á Íslandi í dag?

Mig langar aðeins að skoða eigin viðhorf til þess hvernig íslenskur almenningur stendur gagnvart þarfapíramída Maslows, en hugmyndin er sú að nauðsynlegt sé að uppfylla allar þessar þarfir til að manneskja geti öðlast hamingju. Þetta eru fyrst og fremst...

Vitum við og skiljum hvað er í gangi?

Rétt eftir Hrun skildu fáir hvað var í gangi og ríkjandi ríkisstjórn kennt um ófarir heimila. Komið hefur í ljós að sú ríkisstjórn var aðeins hluti af vandanum, rétt eins og ríkjandi ríkisstjórn, strengjabrúður í höndum þeirra sem fara með raunveruleg...

Hvað ættu fjármögnunarfyrirtækin að gera?

Nú þegar í ljós kemur að fjármögnunarfyrirtækin hafa farið af hörku gegn viðskiptavinum sínum, lántakendum sem kallaðir hafa verið því harðneskjulega nafni "skuldarar", út frá forsendum sem reynst hafa ólöglegar og haft gífurlegar neikvæðar afleiðingar á...

Stórsigur fyrir heimili og almannaheill

Ég vil óska bróður mínum til hamingju með sigurinn í dag. Það er ekki smátt afrek að sigra í svo stóru máli gegn fjármögnunarfyrirtæki eins og Lýsingu, og berjast sem heiðvirður lögfræðingur fyrir almenning í landi þar sem lagatæknar virðast ráða för...

Verður skaði lánþega endurgreiddur?

Vil minna á þessa yfirlýsingu af heimasíðu Lýsingar: Öllum viðskiptavinum tryggð jöfn staða þrátt fyrir óvissu sem dómar Héraðsdóms Reykjavíkur hafa skapað Lýsing hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. febrúar 2010 vegna bílasamnings í...

Hvaðan kemur þetta óþolandi suð á HM?

Í fyrstu hélt ég að þetta væru býflugur og að hljóðnemarnir væru bleikir eða í öðrum blómalitum, en síðan ákvað ég að rannsaka málið, enda þoli ég illa ósvaraðar spurningar. Í ljós kemur að þetta er mannlegt fyrirbæri, lúðrar sem heita Vuvuzela. Það var...

Hugrakkasti hobbitinn samkvæmt Mr. Spock er...

Rakst á þetta skondna myndband á flakki mínu um netheima.

Er fólk virkilega svona sofandi yfir framtíðinni?

Ríkisstjórnin er búin að taka lán út á nýjasta loforðið um að borga ICESAVE þvert á vilja þjóðarinnar, og hafa þar af leiðandi komið Íslandi í raunverulega skuldbindingu til að borga til baka. Undir þessa viljayfirlýsingu skrifuðu forsætisráðherra,...

Kick-Ass (2010) ****

"Kick-Ass" kemur á óvart. Sagan er vel skrifuð. Persónurnar góðar. Handritið smellið. Tæknibrellur hitta beint í mark. Og hún er betri en "Iron Man 2" og "Robin Hood". Miklu betri. Besta sumarmynd ársins til þessa. Dave Lizewski (Aaron Johnson) er nörd...

Hverjir eru kostir verðtryggingar?

Verðtryggingin, eins og hún er á Íslandi í dag, vísutölubundin þegar kemur að lánum, en ótengd launum, gerir hina ríku ríkari, jafnvel auðuga, og hina fátæku fátækari, jafnvel öreiga. Aukinn lífskjaramunur hlýtur að vera af hinu góða, og þess vegna er...

Hversu viðeigandi er þessi ræða frá 1944 fyrir Íslendinga 66 árum síðar?

11. janúar 1944 flutti Franklin D. Roosevelt magnaða ræðu. Mig langar að þýða hluta úr henni sem á við um Ísland í dag. - - - "Þetta ríki var í upphafi og óx til núverandi styrks verndað af ákveðnum ófrávíkjanlegum pólitískum réttindum - meðal þeirra...

Furður veraldar: jörðin gleypir byggingu í Gvatemalaborg

Þetta er ekki plat. Fréttir um þetta hafa ekki birst víða. Ég hef aðeins séð þær í Daily Mail og Gizmodo, og ætlaði í fyrstu ekki að trúa þessu. Hélt fyrst að þetta væru þrívíddarteikningar. Svo er þó ekki. Slíkur atburður gerðist í Gvatemalaborg í...

Capitalism: A Love Story (2009) ***1/2

Í "Capitalism: A Love Story" sannar Michael Moore í eitt skipti fyrir öll að kapítalismi er meinsemd á bandarísku samfélagi, þar sem hinir ríku verða vellauðugir og hinir fátæku heimilislausir, og aðeins örfáar hræður standa á milli þeirra, og þessum...

Hvernig ber að túlka niðurstöður í Reykjavík?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur níu líf. Þó að þeir tapi tveimur borgarfulltrúum, þá tekst þeim að halda lykilstöðu í borginni með fimm fulltrúum, þar á meðal Gísla Marteini, sem hefur með þessum árangri sjálfsagt fengið leyfi til að fara aftur til útlanda í...

Tekst vel smurðum áróðursvélum að brytja niður fylgi Besta flokksins á síðustu metrunum?

Mikill titringur sem Jóni Gnarr og hans kátu mönnum hefur tekist að koma í gang. Það merkilegasta við þetta allt saman er hvað vinsældir hans bæði pirra og gleðja. Það er hugsanlega enn kaldara á toppnum í stjórnmálum heldur en í listaheiminum. Það er...

Sjoppuprófið

Þegar ég veit ekki hvern ég á að kjósa, reyni ég stundum að setja upp auðskiljanleg dæmi sem segja allt sem segja þarf um frambjóðendur. Spurningin í þessu prófi er hvort flokkunum sé treystandi til að gera það sem þeir eru beðnir að gera. Ég ímynda mér...

Hvað eru draumar?

Í fyrrinótt dreymdi mig að ég væri á gangi yfir brú með fulla appelsínugula poka og vinur minn gekk á eftir mér. Sjónarhornið var reyndar eins og frá mávi sem væri á flugi yfir, en undir brúnni baulaði kraftmikið fljót. Ég heyrði hróp og sneri mér við og...

Er Jón Gnarr og flokkur hans bestur?

Besti flokkurinn er ekki bara grín. Hann er líka háð. Háð er ekki bara grín. Háð er gagnrýnið grín. Jón Gnarr hefur háð stríð með háði gegn fjórflokknum. Hann er að sigra. Fjórflokkurinn svarar fyrir sig með skotum á Jón Gnarr um að einhvern tíma hafi...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband