Hvaðan kemur þetta óþolandi suð á HM?

Vuvuzela_blower%2C_Final_Draw%2C_FIFA_2010_World_Cup

Í fyrstu hélt ég að þetta væru býflugur og að hljóðnemarnir væru bleikir eða í öðrum blómalitum, en síðan ákvað ég að rannsaka málið, enda þoli ég illa ósvaraðar spurningar. Í ljós kemur að þetta er mannlegt fyrirbæri, lúðrar sem heita Vuvuzela. Það var reynt að banna þetta fyrirbæri fyrir HM 2010, en það tókst ekki. 

Það var reyndar ekki reynt að banna þetta fyrirbæri vegna þess hversu óþolandi er að hlusta á það, og hversu niðurdrepandi áhrif þetta væl hlýtur að hafa á leikmenn og áhorfendur, heldur var það Babtistakirkja Nazareth sem hélt því fram að þau hefðu einkarétt á þessum trompetum og þeir væru heilagir. 

Ég efast um að ég endist í að horfa á annan leik með þessu væli, enda er þetta með leiðinlegri hljóðum sem ég hef upplifað.

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir þetta suð, og reyndar virðist sem að þetta sé skaðlegt fyrir heyrn þeirra sem þurfa að sitja undir þessu.

Hér með óska ég að þetta fyrirbæri verður bannað á HM. W00t

 

 

Mynd: Wikipedia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eyrnalæknar í Svíþjóð vara sterklega við því að fara yfirleitt á þessa leiki vegna þessa hávaða...að það sé stórhættulegt fyrir heyrnina sem geti orðið fyrir varanlegum skemmdum.

Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 08:11

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

stemning skapast ekki með svona suðu.. heldur fagnaðarlátum áhorfenda, en fagnaðarlætin drukkna í þessu suði andskotans.

Óskar Þorkelsson, 13.6.2010 kl. 10:21

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

suði átti að standa þarna :)

Óskar Þorkelsson, 13.6.2010 kl. 10:22

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Óþolandi andsk. það ætti að kpma þeim tilmælum til FIFA að banna þetta á völlunum.

Það er engin stemming sem fylgir svona suði, bara massívt eyrnaráreiti.

hilmar jónsson, 13.6.2010 kl. 10:42

5 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Vúvúzela, er lúður HM 2010.

Fyrir ári síðan var haldið upphitunarmót í S-Afríku en þar kepptu 8 lið, fulltrúar hverrar álfu.  Eftir þá keppni kom upp umræðan um hvort leyfa ætti Vúvúzela lúðrana.  Þeir hafa fengið grænt ljós en ef hávaðinn getur skemmt heyrn áhorfenda, þá þarf að grípa til ráðstafana. Ekki mun ég sakna lúðrana.

Það er heilmikil kúnst að blása í lúðrana. Hjörvar Hafliðason sparkspekingur var með einn svona lúður í þættinum HM-stofan. Honum gekk illa að blása og framleiða hávaða. Það þarf því tækni til að blása í lúðurinn.

En þessir ágætu Vúvúzela, lúðrar gætu oðið ágætis vopn í næstu byltingu á Íslandi.

Sigurpáll Ingibergsson, 13.6.2010 kl. 12:29

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þar kom það! Er ekki hægt að tengja rafmagnspumpu við þessa ógeðslu lúðra? Og svo er bara að æra alla út úr Alþingi?

Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 12:39

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það hlaut eitthvað gott að koma út úr þessu. Innflutningur á pirrandi suður-afrískum lúðrum. Óskiljanlegt að þetta sé leyft á keppninni. Hélt þetta væri skemmtun, ekki stríð.

Hrannar Baldursson, 13.6.2010 kl. 12:42

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þér, þetta er eins og býflugnasuð frá helfvíti, vona að þetta verði bannað.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.6.2010 kl. 13:08

9 Smámynd: Ómar Ingi

Já óþolandi hávæði í þessum surtum þarna , af hverju hættu þeir að dansa og syngja eins og í gamla daga það var stemming og stuð alls ekki eins óþolandi og þetta bévítans lúðrabýflugnasuð sem nú er raunin.

Ómar Ingi, 13.6.2010 kl. 13:27

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Greinilegt að knattspyrnuáhugamenn fylgjast með íslenska blogginu, enda farið að ræða um bann á þessum lúðrum.

A football fan blowing a vuvuzela South Africa ponders vuvuzela ban 

Hrannar Baldursson, 13.6.2010 kl. 13:44

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei nei ekkert að banna strax! Nota þá sem aðalvopnið fyrir Íslenska Byltingarherinn! Mig vantar bara svona lúður og byrja að æfa mig...fyrir framan Alþingi...1000 lúðrar með 1000 heyrnaskjólum ætti að duga til að steypa stjórninni...

Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 13:53

12 identicon

Gaman að sjá að við Íslendingar getum allavega verið sammála um einn hlut! Þetta er það hræðilegasta sem komið hefur fyrir fótboltann :( !!

Egill (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 20:47

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fifa er búið að senda frá sér tilkynningu um að það sé ekki mögulegt að lúðrarnir verði bannaðir nema að fólk fari allt í einu að nota þá sem barefli. Það er ljóst að heimurinn verður bara að venjast þessu suði.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.6.2010 kl. 11:08

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er eins og með kvakið í frúnni. maður hættir að heyra þetta eftir að vissum sársaukamörkum er náð ;)

Óskar Þorkelsson, 14.6.2010 kl. 13:39

15 identicon

Fótbolti er pína.  Örlítil thjáning baetist vid og Fifa kaetist.  Áhorfendur fótboltaleikja engjast í áhyggjum yfir framgangi thess lids sem their vilja ad vinni leikinn.  Thetta er thad sem fótboltaspilarar og áhorfendur vilja.  Thjást.  Langflestir áhorfendur HM í fótbolta verda fyrir vonbrigdum og thjást.  Einungis áhangendur thess lids sem vinnur keppnina verda ánaegdir og gladir...hinir thjást og verda ánaegdir í sinni óánaegju. 

Mitt uppáhaldslid er Barselóna....ef fyrir mig valid staedi á milli thess ad Barselóna ynni alla sína leiki eda ad ég fengi ókeypis karamellu thá ég vildi miklu heldur velja ad Barselóna tapad öllum sínum leikjum  og ad ég fengi ókeypis karamellu.

Thessir fótboltaspilarar voru einu sinni í pung pabba síns sem af algerri tilviljun barnadi módur theirra á sínum tíma.  Thessir sveittu og thjálfudu fótboltaspilarar eru í sínu landslidi vegna fjölda tilviljana og thad land sem their spila fyrir er ordid til fyrir tilviljanir sögunnar og allir vita ad útkoma fótboltaleikja er ad miklu marki tilviljunum hád.  

Lúdrablástur, sviti. raud kort, kartöfluflögur, Pepsi Max eins og einhver sagdi, Dómaramistök, ridlar og bjór......thetta er thad sem fólk vill.  Sama fólk vill líka detox medferd Jónínu Ben.

Svartur dómari (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband