Verður skaði lánþega endurgreiddur?

Vil minna á þessa yfirlýsingu af heimasíðu Lýsingar:

Öllum viðskiptavinum tryggð jöfn staða þrátt fyrir óvissu sem dómar Héraðsdóms Reykjavíkur hafa skapað
Lýsing hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. febrúar 2010 vegna bílasamnings í erlendri mynt. Félagið mun ekki breyta verklagi sínu nema Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms. Ákvörðun um að breyta ekki verklagi byggist m.a. á sömu sjónarmiðum og opinberir aðilar byggja á, þegar dómum sem falla í héraði er áfrýjað til Hæstaréttar.

Vegna þeirrar réttaróvissu sem nú er uppi þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp endanlegan dóm vill Lýsing taka fram að félagið telur ekki þörf á því að viðskiptavinir Lýsingar geri sérstaka fyrirvara við greiðslu af bílasamningum til félagsins. Þeir viðskiptavinir sem hafa greitt án slíks fyrirvara eftir að dómur féll í Héraðsdómi þann 12. febrúar 2010 eða nýtt sér greiðsluúrræði sem í boði hafa verið njóta sömu réttinda og þeir sem hafa gert slíkan fyrirvara.

mbl.is Gengistryggingin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband