Stunda bloggarar nornaveiðar?

 


 

Lýður Guðmundsson, forstjóri Exista, hélt fram í áhugaverðu Kastljósviðtali miðvikudaginn 26. ágúst að hann væri fórnarlamb nornaveiða, og að nafnlausir bloggarar stjórnuðu þjóðfélagsumræðunni á afar ósanngjarnan hátt.

Merkileg skoðun, og í fyrstu finnst manni þetta ósennilegt, en þegar maður hugsar svo til mála sem hafa komið upp, eins og til dæmis um týndan hund á Akureyri sem talinn var af, en var bara týndur, leiddi til mikilla ofsókna gagnvart ungum dreng sem talinn var hafa drepið hundinn.

Þannig að vald bloggsins getur vissulega verið mikið, og áhugavert að velta fyrir sér hvort að bloggheimar séu orðnir að álíka valdi og heimur stýrðra fjölmiðla. Stýrðir fjölmiðlar hafa hjá fræðimönnum yfirleitt verið flokkaðir undir fjórða valdið, en síðustu ár hefur heimur fjölmiðla gjörbreyst, þannig að nú geta allir tjáð sig um málefni líðandi stundar, og komið sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri. Þetta hefur leitt til mikilla breytinga hjá dagblöðum víða um veröld, sem leggja sífellt meiri áherslu á netþátt fjölmiðlunar, heldur en eingöngu hið prentaða orð eða sjónvarpsmiðlun.

 

 

Nú má hugsanlega skipta þessu valdi upp. Sjónvarp,útvarp og dagblöð hafa lengstum farið með þetta vald til umráða, og stjórnað umræðunni eftir því hver á hvaða fjölmiðil. Til að mynda hefur verið rætt um að eigendur Baugs stjórni umræðunni gegnum Stöð 2, Bylgjuna og Fréttablaðið, og að aðrir eigendur stjórni öðrum fjölmiðlum, og með slíkri eignaraðild getað stýrt þjóðfélagsumræðunni og skoðun fólks.

Bloggið er hins vegar allt öðruvísi skepna. Hún er algjörlega stjórnlaus og ótamin. Sumir blogga undir nafni, aðrir ekki. Yfirleitt tek ég lítið mark á nafnlausu bloggi, en gef mér meiri tíma til að velta fyrir mér bloggi sem höfundar skrifa undir og taka ábyrgð á. Slíkt blogg hefur að mínu mati verið sýnilegra í umræðunni um Hrunið og vangaveltum um bankarán innanfrá, sem síðan hefur verið stutt af röddum innan úr stofnunum og víða úr þjóðfélaginu, þannig að grundvöllur hefur oft reynst á bakvið gruninn sem birtist í skrifum bloggara.

Það að enginn stjórni lengur þjóðfélagsumræðunni annar en lýður landsins (trommusláttur), og að bloggið þróist í að vera marktækt sem stór hluti af hinu 4. valdi, er vissulega merkilegt rannsóknarefni, og hugsanlega satt, en að gera mikið úr valdi nafnlausra bloggara finnst mér samt vafasamt. Reyndar má vel vera að slíkir bloggarar hrópi hátt og að fámennur hópur taki mark á þeim, en ég hef enga trú á að þeir stjórni umræðunni, frekar en manneskja á Austurvelli með skilaboð á kröfuspjaldi stjórnar ákvörðunum inni á Alþingi.

Nornaveiðar eru hins vegar áhugavert fyrirbæri. Jóhanna af Örk var fórnarlamb þeirra og hún brennd á báli. Þær voru stundaðar á Íslandi fyrr á öldum, og konur sem taldar voru til norna teknar af lífi. Það sama má segja um þá sem taldir voru kommúnistar í Bandaríkjunum á hinu svokallaða McCarthy tímabili, en þá voru menn settir á svarta lista fyrir pólitískar skoðanir sínar og þeim komið úr landi sem ekki höfðu ríkisborgararétt í Bandaríkjunum og voru með vafasamar pólitískar skoðanir. Þannig stunduðu nasistar veiðar á Gyðingum fyrir það eitt að hafa ákveðna trúarskoðun og sýna samstöðu.

Nornaveiðar eiga það sameiginlegt að það er raunverulegt afl að baki þeim, og að þær svipti einstaklinga frelsi á einn eða annan hátt, sem telst flokkast sem norn. Nornin á Íslandi í dag er hinn svokallaði útrásarvíkingur, sem hefur að mati þjóðfélagsumræðunnar farið geyst, verið óábyrgur í framsækni sinni og sýnt óreiðu þar sem óreiða má ekki vera til staðar. Upphafsmaður þessara nornaveiða, ef nornaveiðar má kalla, af virðingu við allt það fólk sem hefur verið fórnarlömb raunverulegra nornaveiða, var Davíð Oddsson, þegar hann sagði að þjóðin ætti ekki að borga skuldir óreiðumanna. 

 


 

Það sem sameinar útrásarvíkingana er:

  • Mikill veraldlegur auður og lúxuslíf
  • Lítil samfélagsleg eða siðferðileg vitund
  • Gífurlegar skuldir sem falla á íslenska framtíð

Sé þessum skilyrðum náð, getur viðkomandi talist útrásarvíkingur og réttilega má segja að viðkomandi eigi inni hjá þjóðinni lítið annað en afar mikla réttláta reiði, sem vissulega getur sprungið út í grimmd einhverra einstaklinga gagnvart útrásarvíkingunum.

Lýður minntist á að eigendur bankanna hafi verið sakaðir um bankarán, en bendir á að engin lög hafi endilega verið brotin. Það er nákvæmlega þetta sem tryllir óstöðugan, að hægt sé að fremja bankarán löglega og gera eigin þjóð gjaldþrota án þess einu sinni að skammast sín fyrir það, og ætlast síðan til þess að þjóðin borgi viðkomandi skaðabætur fyrir skaðann sem viðkomandi hefur hugsanlega valdið sjálfur með glæfralegu framferði.

Það er ekki verið að stunda nornaveiðar gagnvart útrásarvíkingum. Fólk er hins vegar byrjað að taka réttlætið í eigin hendur, þar sem því finnst réttlætinu ekki fullnægt af ríkisvaldinu, og sé það staðreyndin, þá er það vissulega áhyggjumál og þýðir að ríkisvaldið ætti að leggja meira á sig og flýta málsmeðferð, ekki aðeins til að tryggja eigin tilvist, heldur til að vernda bæði þjóðina og útrásarvíkingana. Útrásarvíkingar munu sjálfsagt ekki getað gengið öruggir um íslensk stræti fyrr en réttvísin hefur tekið á þeirra málum og dæmt þá af réttsýni.

 


 

Dómstóll götunnar er aldrei réttlætanlegur, en dómstóll götunnar er ekki það sama og nornaveiðar, þar sem að nornaveiðar eru skipulagðar ofsóknir af hendi fyrsta valds þjóðarinnar, áður var það kannski Kirkjan, en nú er það Ríkið sem fer með slíkt vald. Bloggarar stunda fyrst og fremst skoðanaskipti og upplýsingamiðlun, jafnvel áróður, og sem slíkir fara þeir ekki með nægilegt vald til að stunda nornaveiðar.

Ef Ríkið aftur á móti tæki þá ákvörðun að loka alla auðmenn inni og frysta allar eigur þeirra, þá værum við að tala um allt annað mál.

 

 


Besta myndbandaleiga Norðurlanda brennd til kaldra kola?

Laugarásvídeó er sú leiga sem ég heimsæki þegar ég veit af einhverri kvikmynd sem ég hef ekki ennþá séð. Þar voru rekkar fullar af gömlum vídeóspólum með efni sem hefur ekki verið endurútgefið, og hægt að finna allar bestu sjónvarpsseríurnar á staðnum,...

Þegar Ísland fær loks alla þessa milljarða að láni, í hvað á peningurinn að fara?

ICESAVE málið virðist hafa snúist um það frá sjónarhorni stuðningsmanna þess að friða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að afgreiða lán til Íslands, sem mun síðan hafa keðjuverkandi áhrif þannig að aðrar þjóðir og lánastofnanir verði tilbúnar að lána íslensku...

Vissir þú að landflótti skiptir ekki lengur máli, svo framarlega sem að nýtt líf fæðist í staðinn fyrir þann sem fór?

Steingrímur J. Sigfússon virðist boða himneskt eða náttúrulegt réttlæti þegar hann minntist á það í ræðu að við ættum ekki að láta svartsýni ná tökum á okkur, og tók sem dæmi að fréttamiðlar birtu fleiri fréttir um mögulegan landsflótta heldur en mikinn...

Jafnast Inglorous Basterds eftir Tarantino á við Pulp Fiction og Reservoir Dogs?

Svar mitt er hérna . Kominn með nýja bíóbloggsíðu: bio.blog.is

Skrifaði ég þetta bull?

Ég ákvað að prófa nýju íslensku þýðingarvélina í Google , henti inn bloggfærsli gærdagsins: Rofnaði grundvöllur íslenskra lánasamninga við Hrunið? og fékk út þessa steypu, sem er sérstaklega skemmtilegt að lesa með sterkum skoskum hreim. Annars frábært...

Rofnaði grundvöllur íslenskra lánasamninga við Hrunið?

Það er engan veginn réttlátt að láta lántakann bera allt tjónið. Réttlátt væri ef lántakinn fengi tækifæri til að skila inn bifreið, íbúð eða húsnæði, að gefnum þeim forsendum að viðkomandi er í verulegum greiðsluvanda og þurfi tækifæri, vegna Hrunsins,...

Lord of the Rings: The Hunt for Gollum (2009) ***

Nú er komin út ný stuttmynd gerð af aðdáendum Tolkien og Jackson , sem fjallar um atburði sem gerast á milli The Hobbit og The Lord of the Rings . Þó að þeim hafi ekki tekist að gera jafn merkilegt kvikmyndaverk og þríleik Peter Jackson, þá tekst þeim þó...

Væntanlegt í bíó: District 9 og Inglorious Basterds

Hinn stórskemmtilegi kvikmyndagagnrýniþáttur, The Rotten Tomatoes Show, mælir með District 9 , sem er framleidd af engum öðrum en hobbitanum Pétri Jónssyni, eða á útlensku Peter Jackson og leikstýrð af hinum S-Afríska Neill Blomkamp sem er glænýtt nafn...

Hvort á að bæla reiðina eða virkja?

Því miður virðast alltof fáir vilja virkja sjálfa sig sem raddir og afl í baráttu við það óhugnanlega réttlæti sem skröltir yfir okkur eins og nasistaskriðdreki úr heimstyrjöldinni síðari. Slíkt réttlæti er náttúrlega fjarri því að vera réttlæti, en þeir...

Harry Potter and the Half-Blood Prince (2009) *1/2

Enn þynnist þrettándinn. Ég varð fyrir vonbrigðum með Harry Potter and the Half-Blood Prince. Þau mistök eru gerð að leggja meiri áherslu á tilhugalíf galdraunglinga en þá spennandi fléttu sem birtist á síðum bókarinnar eftir J.K. Rowlings. Ég er ekki að...

Til hvers að biðja menn um afsökunarbeiðni ef þeir skilja hvorki né viðurkenna að þeir breyttu rangt?

"Manneskjur þrá ekki aðeins að verða ríkar, heldur að verða ríkari en aðrar manneskjur." John Stuart Mill Fólk hagar sér samkvæmt eigin sannfæringu. Ef það breytir rangt, er það vegna þess að það veit ekki hvað er rétt. Ef það framkvæmir illvirki, er það...

Hvenær er trúnaður ekki lengur trúnaður, og leynd orðin að yfirhylmingu?

Segjum að þú skutlir vini þínum út í banka, og þér að óvörum kemur hann til baka í bílinn með grímu yfir andlitið og fullar hendur fjár. Hann biður þig að segja engum frá. Ef þú samþykkir, ertu samsekur. Ef þú samþykkir ekki, og lætur lögregluna vita,...

Á að krossfesta íslenska rannsóknarblaðamenn fyrir að grafa upp sannleikann?

"Orðið 'leynd' er andstyggilegt í frjálsu og opnu samfélagi; og við sem fólk erum meðfætt og sagnfræðilega á móti leynisamfélögum, leynilegum loforðum og leynilegum ferlum." (John F. Kennedy) Egill Helgason skrifar grein þar sem fullyrt er að verið sé að...

"Eggið sem át hænuna" eða "egóið sem át okkur"?

Borgarahreyfingin átti að vera litla þúfan sem velti stóra hlassinu, Ríkinu sjálfu, en í dag lítur út fyrir að hreyfingin hafi sogast innan í hugsunarleysishátt Ríkisins og þar af leiðandi látið það velta sér og velta síðan aftur til baka yfir þúfuna...

110 ára í dag: Alfred Hitchcock (1899-1980)

Einn af bestu leikstjórum sögunnar. Honum tókst að koma hinum venjulega meðal-jóni í slík vandræði að maður gat ekki annað en fylgst með á sætisbrúninni, og getur það ekki enn setji maður einn af diskunum hans í græjurnar. Hér eru myndir Hitchcock sem fá...

Húmor: Hvað er eiginlega að Íslendingum og öllum hinum?

Hvernig verður spilling til og sú trú að við eigum að misnota kerfið okkur í hag? Gerir ríkidæmi þig að guðlegri veru sem getur leikið sér að örlögum fólks? Hugarfar hamingjunnar, verst að í stað þess einfaldlega að leggjast í grasið og njóta náttúrunnar...

ICESAVE: Er kjarni málsins hulinn lygafléttu?

Innlánatryggingasjóður er eitt, ríkisábyrgð er annað. Tvö aðskilin mál. Íslenska þjóðin ber ekki ábyrgð á innlánum sem lögð voru í einkafyrirtæki. Það er útilokað, ranglátt, ósanngjarnt og ólöglegt nema alþingi samþykki það sérstaklega. Þetta er ekkert...

Hvað gerir ríkisstjórnin þegar hún stendur frammi fyrir skrímsli með fjögur höfuð?

Frið þarf fyrst að skapa til að hægt verði að viðhalda honum. Friður verður til úr Von, Styrki, Krafti, Vilja, Samhug, Réttlæti, Ímyndunarafli, og sigri lögmála. Við öðlumst aldrei frið með athafnaleysi og þögn. (Dorothy Thompson) Er spillingin orðin að...

Eru bloggarar að blása upp efnahagsvanda þjóðarinnar og þannig ábyrgir fyrir Hruninu?

Verslunarmannahelgin, Herjólfsdalur, 2009. Ég lá inni í tjaldi og leyfði berum tánum að standa út úr tjaldrifunni. Hin þrjú í tjaldinu voru steinrotuð, ekki öll í svefnpokum. Hins vegar heyrði ég merkilegt samtal í næsta tjaldi. Þetta var snemma morguns...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband