Færsluflokkur: Spaugilegt

Húmor: Hvað er eiginlega að Íslendingum og öllum hinum?

Hvernig verður spilling til og sú trú að við eigum að misnota kerfið okkur í hag?

CH940127

 

Gerir ríkidæmi þig að guðlegri veru sem getur leikið sér að örlögum fólks?

bill4

 

Hugarfar hamingjunnar, verst að í stað þess einfaldlega að leggjast í grasið og njóta náttúrunnar þurfti að kaupa grasið og horfa á stráka hlaupa eftir tuðru þrisvar í viku:

CH860417

 

Skilanefndir banka og þingmenn sem gera ICESAVE samninga eru bara að vinna vinnuna sína:

jon2

 

Tilgangurinn helgar meðalið:

 

Allar myndir fengnar af vefsíðunni 25 Great Calvin and Hobbes Strips. Ég mæli með Calvin og Hobbes, ekki bara til skemmtunar, heldur til að hrista aðeins upp í gráu sellunum.  Ég ákvað að smækka ekki myndirnar þó að þær leki út fyrir ramma bloggsíðurnar. 

Pældu í þessu...


Ég bara verð að deila þessari mynd með ykkur

Á þessari spaugilegu mynd eru Bjarni Benediktsson og Jóhanna Sigurðardóttir að rífast yfir hausamótum Þórs Saari, í kosningasjónvarpinu frá því í gærkvöldi.

deilur.jpg


10 málshættir með kjánalegum útúrsnúningum

Það er stutt í páska og þá blómstrar málsháttamenning Íslendinga. Hefurðu pælt í því þegar þú heyrir málshætti að þó þeir hafi kannski eitthvað viskubrot, þá ganga alhæfingar þeirra sjaldan upp. 

Hér eru nokkur dæmi:

1. Að hika er það sama og að tapa, nema þegar þú stendur í marki og kastar þér á boltann áður en honum er sparkað.

2. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, en trúirðu ekki á tilvist sálarinnar, hugsaðu um sjálfan þig, græddu eins mikið og mögulegt er og brostu þegar hagkerfið hrynur.

3. Af litlum neista verður oft mikið bál, nema þú sért að kveikja á eldspýtu í sturtu.

4. Af máli má manninn þekkja, en deila má um hvort það sé af ummáli, flatarmáli, kaffimáli eða frönskukunnáttu.

5. Aldrei er góðum liðsmanni ofaukið, nema liðið sé fullskipað.

6. Aldrei er góð vísa of oft kveðin, nema þegar þú setur hana inn í athugasemdakerfi allra blogga alla daga.

7. Auðkenndur er asninn á eyrunum, nema hann noti hjálm.

8. Allt tekur enda um síðir nema síður frakki sé.

9. Allt er vænt sem vel er grænt, nema það sé andlit í spegli á sunnudagsmorgni.

10. Allir hlutir eru svartir í myrkri, fyrir utan sálina, andardráttinn, sólina og óþolandi trommusláttinn í kjallaranum, vaxliti, sjálflýsandi leikföng og alls hins sem er ekki svart í myrkri.

 

Mynd: Softpedia


Birtingarmyndir pólitískrar refskákar á krepputímum?

 

Staðfærð hugmynd frá LUKESURL.COM


20 heilræði fyrir bloggara í léttum dúr

 

 

 

Spurning hvort að betra væri að kalla þetta heilræði eða hálfræði?

 

1. Allar setningar eiga að geta staðið á eigin fótum. Eins og þessi.

2. Ýkjur eru dauði.

3. HÞHSS: Hættu þessum helv skammstöfunum.

4. Endaðu hverja málsgrein á einhverju jákvæðu. Nema núna.

5. Ekki þykjast vera gáfaðri en lesandinn hvort sem að þú ert það eða ekki.

6. Veldu orð þín með gát.

7. Forðastu óþarfa dæmi. Til dæmis eins og þetta.

8. Ekki nota kommur, til að, skilja sundur, texta.

9. Líkingar eru jafn gagnlegar og brotin vatnsglös.

10. Einhver sagði einhvern tímann að tilvitnanir ættu að vera nákvæmar.

11. Slangur sökkar.

12. EKKI SKRIFA Í HÁSTÖFUM NEMA ÞÚ VILJIR ÆRA EINHVERN Í REIÐIÖSKRI.

13. Aldrei nota undirstrikanir.

14. Blandaðar myndhverfingar geta flengt óbarinn biskup.

15. Aldrei gefa upp heimildarmenn nema þú sért tilbúin(n) til að láta heimildarmenn þína gefa þig upp á bátinn.

16. Vandaðu málfarið obboðslega.

17. Greinileg merki um leti eru að klára ekki setningar, lista, og svo framvegis.

18. Lítið er meira. Þessi listi ætti því eiginlega bara að vera upp í eitt.

19. Margir riðövundar sðtafþetja viðlauþt.

20. Polli páfagaukur sagði: "Ekki koma fram við lesendur þína eins og þau séu börn."

 

Innblástur kemur úr greininni How to Write for the Web af howtowritefortheweb.blogspot.com, sem inniheldur 100 heilræði um hvernig skrifa skal fyrir vefinn.

 

Mynd: Texas Startup Blog


Fyrstu tvíburamyndirnar af Brad Pitt og Angelina Jolie birtast á Moggablogginu

brangelinatwins02

brangelinatwins03

Ég borgaði ekki nema 1.1 milljarð fyrir þetta. Tvær fyrir eina. Enda ógeðslega ríkur.


mbl.is Milljarður fyrir tvíburamyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er Chuck Norris? - Fyndnustu frasarnir að hans eigin mati -

Á sama tíma og Stallone og Schwarzenegger voru konungar b-hasarmynda, var Chuck Norris [Carlos Ray Norris] (fæddur 10. mars 1940) konungur d-hasarmynda, en Van Damme var þá kóngur c-hasarmynda. Mér var sama um gæðin. Ég horfði á þetta allt.

Chuck Norris skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék aðal fjandmann Bruce Lee í Way of the Dragon (Meng Long Guo Jiang) árið 1972. Samt fór ferill hans ekki almennilega í gang fyrr en í kringum 1980 með myndum eins og Good Guys Wear Black (1978), A Force of One (1979), Missing in Action (1984), Invasion U.S.A. (1985), og The Delta Force (1986). 

Sögufléttan var alltaf eins. Einhver illmenni drápu einhvern eða einhverja sem voru nánir Chuck Norris, og hann hefndi sín á þeim með öllum tiltækum ráðum, fyrst og fremst sem mikill bardagalistamaður sem gat drepið óvinina með berum hnefum, sem voru yfirleitt örlög aðal fjandmannsins, og notaði önnur vopn til að losa sig við undirmenn foringjans. 

chuck_norris_03

Það var mikið drepið í þessum myndum, og ég játa að ég hafði lúmskt gaman af þeim, og leigði Chuck Norris myndir sem unglingur, einfaldlega af því að Chuck Norris var flottastur. Frægðarsól Chuck Norris settist um tíma, en er nú farin að skína aftur á svolítið skemmtilegan hátt. 

Búinn var til listi yfir hnyttnustu hækileika Chuck Norris, og það eru til keppnir þar sem verðlaunin felast í að komast inn á topp 11 listann. Þannig að frasarnir um ofurhetjuhæfileika Chuck Norris eru í dag óendanlega langir, og sífellt verið að bæta við nýjum frösum. Þetta er svona eins og ljóðasamkeppni, þar sem þarf að dásama Chuck Norris á einhvern hátt.

chuck_norris_06

Eftirlætis frasar Chuck Norris eru þessir (hann valdi þá sjálfur):

  1. Þegar skrímsli fara að sofa á kvöldin, athuga þau hvort að Chuck Norris feli sig nokkuð í skápnum.
  2. Chuck Norris les ekki bækur. Hann horfir ógnandi á þær þar til hann fær þær upplýsingar sem hann vill.
  3. Þróunarkenningin stenst ekki. Sannleikurinn felst í lista Chuck Norris yfir þær lífverur sem fá að lifa.
  4. Geimurinn er til vegna þess að hann er hræddur við að vera á sömu plánetu og Chuck Norris.
  5. Chuck Norris sefur ekki. Hann bíður.
  6. Chuck Norris fór í höfundarréttarmál við Bubba þar sem hann notaði í óleyfi nafnið á hægri og vinstri fót Chuck Norris: Lög og Regla.
  7. Chuck Norris er ástæða þess að Valli er alltaf í felum.
  8. Chuck Norris hefur talið upp að óendanleikanum. Tvisvar.
  9. Það er engin kinn undir skeggi Chuck Norris. Bara annar hnefi.
  10. Þegar Chuck Norris tekur armbeygjur, lyftir hann ekki sjálfum sér, heldur þrýstir hann jörðinni niður.
  11. Chuck Norris er svo fljótur að hann getur hlaupið í kringum jörðina og kýlt sig í hnakkann.
  12. Hönd Chuck Norris er eina höndin sem getur sigrað háspilaröð.
  13. Chuck Norris getur leitt hest að vatni OG látið hann drekka.
  14. Chuck Norri er ekki með klukku. Hann ákveður hvað klukkan er.
  15. Chuck Norris getur skellt veltihurð.
  16. Chuck Norris verður ekki kalt af frosti. Frostinu verður kalt af Chuck Norris.
  17. Manstu eftir Sovétríkjunum? Þau ákváðu að hætta eftir að þau sáu Chuck Norris í Delta Force.
  18. Bandaríkin eru ekki lýðræði. Þau eru Chuckræði.

Hægt er að finna endalausan fróðleik um Chuck Norris frasa á vefsvæðinu Chuck Norris Facts.

 

Þessi færsla er tileinkuð Guðríði Haraldsdóttur, sem hefur verið að birta Chuck Norris frasa á Moggablogginu.

Myndir: ChuckNorris.fr og Chuck Norris - The Picture Encyclopedia of Cultural Images


33 fyndin prófsvör

Ég veit að þetta asnast svolítið til í þýðingu, en lestu og brostu. Flest brosin verða til út frá þessum alltof stóru orðum sem ekki er auðvelt að skilja í fyrstu atrennu. Þetta er fyndnara ef við sleppum útskýringum. 

 

  1. Í Egyptalandi hinu forna var múmíubyggð mikil og þær skrifuðu allar straumfræði. Þær bjuggu í eyðimörk Söru og ferðuðust um á Kamelot. Hitastigið á Söru var þvílíkt að íbúarnir þurftu að búa annars staðar.

  2. Biblían er full af áhugaverðum persónum. Í fyrstu bók Biblíunnar, Ginness, voru Adam og Eva búin til úr eplatré. Eitt barna þeirra, Kain, spurði: "Er ég sonur bróður míns?"

  3. Móses leiddi hebresku þrælana yfir Rauðahafið, þar sem þeir gerður sér ólyft brauð sem er brauð gert án hráefna. Móses fór upp á Blásýrufjall til að sækja boðorðin tíu. Hann dó áður en hann komst nokkurn tíma til Kanada.

  4. Salómon átti þrjúhundruð eiginkonur og sjöhundruð broddgelti

  5. Grikkirnir voru vel höggvið fólk og án þeirra ættum við okkur enga sögu. Grikkir höfðu líka goðsögur. Goðsaga er kvenkyns mölfluga.

  6. Í raun og veru þá voru Hómerskviður ekki skrifaðar af Hómer, heldur af öðrum manni sem hafði sama nafn.

  7. Sókrates var frægur grískur kennari sem var duglegur að gefa fólki ráð. Það drap hann. Sókrates dó eftir ofnotkun á eitri. Eftir dauðann varð dramatísk hnignun í starfsferli hans.

  8. Á Ólympíuleikunum kepptu Grikkir í kapphlaupi, stökki, köstuðu kexkökum og kaffibaunum.

  9. Loksins höfðu Rómverjar sigrað Grikki. Sagan kallar fólk Rómverja af því að þeir voru aldrei lengi á sama stað.

  10. Júlíus Cesar slökkti á sjálfum sér á bardagavöllum Gaulverja. Ides frá Mars myrti hann af því að þeir héldu að annars yrði hann kóngur. Deyjandi, stundi hann: "Tí hí, Brútus."

  11. Neró var grimm harðstjórn sem myndi pynta þegna sína með því að spila á fiðlu fyrir þá.

  12. Jóhanna af Örk var brennd til steikar og var gerð að dýrlingi af Bernard Shaw. Loksins kom Magna Carta út sem bannaði að hengja sömu manneskju tvisvar fyrir sama afbrot.

  13. Á miðöldum voru flestir ólæsir. Mesti rithöfundur tilgangslausu aldanna var Chaucer, en skrifaði mörg ljóð og erindi og líka bókmenntir.

  14. Önnur saga segir af Vilhjálmi Tell sem skaut ör gegnum epli á meðan hann stóð á höfði sonar síns.

  15. Elísabet drottning var "Jómfrúardrottningin". Sem drottning náði hún miklum árangri. Þegar hún afklæddi sig fyrir framan hermenn sína hrópuðu þeir "húrra!"

  16. Þetta var tími mikilla uppgötvana og uppfinninga. Gutenberg fann upp á fjarlægjanlegu letri og Biblíunni. Önnur mikilvæg uppfinning var hringrás blóðsins. Sir Walter Raleigh er sagnfræðilega mikilvægur af því að hann fann upp á sígarettum og byrjaði að reykja. Og Sir Francis Drake umskar heiminn með 100 feta skærum.

  17. Mesti rithöfundur endurreisnarinnar var William Shakespeare. Hann fæddist árið 1564, á fæðingardegi sínum segja þeir. Hann vann sér aldrei inn mikinn pening og er bara frægur út af leikritum sínum. Hann skrifaði harmleiki, gamanleiki og legfjarlægingar, allt með íslömskum hrynjanda. Rómeó og Júlía eru dæmi um hetjupar. Hinsta ósk Rómeós var að gera það með Júlíu.

  18. Miguel Cervantes skrifaði á sama tíma og Shakespeare. Hann skrifaði Donkey Hote. Næsti frábæri rithöfundur var John Milto. Milto skrifaði Paradís týnd. Þá dó konan hans og hann skrifaði Paradísarheimt.

  19. Ameríka byrjaði í endurreisninni. Kristófer Kólumbus var mikill siglingamaður sem uppgötvaði Ameríku á meðan hann sigldi yfir Atlantshafið. Skipin hans voru kölluð Nína, Pínta og Santa Fe.

  20. Seinna fóru pílagrímarnir yfir hafið og var það kallað Framför Pílagrímanna. Veturinn 1620 var erfiður fyrir landnemana. Margir dóu og mörg börn fæddust. John Smith skipstjóri bar ábyrgð á þessu öllu saman.

  21. Ein af ástæðum bandarísku byltingarinnar var að Englendingar settu takka í teið sitt. Þar að auki sendu landnemarnir pakka með pósti án þess að borga póstburðargjöld. Loks unnu landnemar stríðið og þurftu ekki lengur að borga skatt. Fulltrúar frá hinum upprunalegu 13 ríkjum formuðu hið Ánægða Þing. Thomas Jefferson, hreinn sveinn, og Benjamin Franklin voru tveir af þeim söngvurum sem sungu Sjálfstæðisyfirlýsinguna. Franklin uppgötvaði rafmagn með því að nudda tveimur köttum afturábak og sagði, "Hestur deildur með sjálfum sér getur ekki staðið." Franklin dó árið 1790 og er ennþá dauður.

  22. Fljótlega var stjórnarskrá Bandaríkjanna notuð til að tryggja fjandmennsku heima. Undir stjórnarskránni hlaut fólk rétt til að ganga um með bera handleggi.

  23. Abraham Lincoln varð mesta fordæmi Bandaríkjanna. Mamma hans dó í æsku, og hann fæddist í viðarskúr sem hann hafði byggt með eigin höndum. Abraham Lincoln frelsaði þrælanda með því að skrifa undir Tilskipun um afskurð kynfæra. Kvöldið 14. apríl 1865 fór Lincoln í leikhús og var skotinn í sæti sínu af einum leikaranna í kvikmynd. Tilræðismaðurinn var John Wilkes Booth, geðveikur leikari. Þetta gjöreyilagði feril Booth.

  24. Á meðan í Evrópu, var upplýsingin sanngjarn tími. Voltaire fann upp á rafmagninu og skrifaði líka bók sem hét Sælgæti.

  25. Isaac Newton fann upp þyngdaraflið. Það er sérstaklega auðvelt að verða var við það á haustin þegar eplin fara að falla af trjánum.

  26. Johann Bach samdi mörg stórfengleg tónverk og átti gríðarlegan fjölda af börnum. Á meðan æfði hann sig á gamalli þernu sem hann geymdi uppi á háalofti. Bach dó frá árinu 1750 til dagsins í dag. Bach var frægasta tónskáld heims og líka Handel. Handel var hálf þýskur, hálf ítalskur og hálf enskur. Hann var mjög stór.

  27. Beethoven samdi tónlist þrátt fyrir að vera heyrnarlaus. Hann var svo heyrnarlaus að hann samdi háværa tónlist. Hann fór í langa göngutúra um skóginn jafnvel þó að allir væru að kalla á hann. Beethoven gaf upp öndina árið 1827 og dó seinna vegna þess.

  28. Franska byltingin tókst áður en hún gerðist og skaust inn í Napóleon. Napóleon vildi fá erfingja til að erfa vald hans, en þar sem Jósefína var kapall gat hún ekki eignast börn.

  29. Sólin settist aldrei á breska heimsveldið af því að breska heimsveldið er í austri en sólin sest í vestri.

  30. Viktoría drottning var lengsta drottningin. Hún sat á þyrni í 63 ár. Hún var siðleg kona sem æfði dygð. Dauði hennar var síðasti atburðurinn sem lauk veldi hennar.

  31. Nítjánda öldin var tími margra stórfenglegra hugsana og og uppfinninga. Fólk hætti að fjölga sér með handafli og byrjaði að fjölga sér með vélum. Uppfinningin á gufubátnum varð því valdandi að net fljóts spratt upp. Cyrus McCormick fann upp á McCormick nauðgaranum, sem vann vinnu mörg hundruð manna.

  32. Louis Pasteur uppgötvaði lækningu fyrir gyðingapresta. Charles Darwin var náttúrusinni sem skrifaði Líffæri Tegundanna. Brjálaði Curie fann upp á útvarpi. Og Karl Marx varð einn af Marx bræðrum.

  33. Fyrsta heimstyrjöldin, sem var orsökuð af tilskipun aðalandar af stjórnleysingja, kom inn nýrri villu í rassgöt mannkynssögunnar.


 

Hálfbein þýðing af síðunni The List Universe: Lists with a twist - 33 Funny Exam Answers


Hvaða strumpur ert þú?

Ég tók hið alræmda strumpapróf áðan. Hvaða strumpur heldur þú að ég sé?

Þú getur líka tekið prófið með því að smella á myndina. Hvaða strumpur ert þú?

Ég verð að segja eins og er. Þetta passar svolítið við mig, þó að ég sé ekki tilbúinn til að láta mér vaxa hvítt skegg og nota rauða húfu það sem eftir er. Svo vona ég innilega að þetta sé satt: "The world is a better place with you in it!"

PapaSmurf

 

Sjá fleiri bloggara sem hafa strumpast:

Ég var að taka strumpapróf og hér er ég: (Anna Karen)

Núna er ég búinn að strumpa heilan helling... (Gunnar Svíafari)

Brainy SMURF !! (Rannveig Lena Gísladóttir)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband