20 heilræði fyrir bloggara í léttum dúr

 

 

 

Spurning hvort að betra væri að kalla þetta heilræði eða hálfræði?

 

1. Allar setningar eiga að geta staðið á eigin fótum. Eins og þessi.

2. Ýkjur eru dauði.

3. HÞHSS: Hættu þessum helv skammstöfunum.

4. Endaðu hverja málsgrein á einhverju jákvæðu. Nema núna.

5. Ekki þykjast vera gáfaðri en lesandinn hvort sem að þú ert það eða ekki.

6. Veldu orð þín með gát.

7. Forðastu óþarfa dæmi. Til dæmis eins og þetta.

8. Ekki nota kommur, til að, skilja sundur, texta.

9. Líkingar eru jafn gagnlegar og brotin vatnsglös.

10. Einhver sagði einhvern tímann að tilvitnanir ættu að vera nákvæmar.

11. Slangur sökkar.

12. EKKI SKRIFA Í HÁSTÖFUM NEMA ÞÚ VILJIR ÆRA EINHVERN Í REIÐIÖSKRI.

13. Aldrei nota undirstrikanir.

14. Blandaðar myndhverfingar geta flengt óbarinn biskup.

15. Aldrei gefa upp heimildarmenn nema þú sért tilbúin(n) til að láta heimildarmenn þína gefa þig upp á bátinn.

16. Vandaðu málfarið obboðslega.

17. Greinileg merki um leti eru að klára ekki setningar, lista, og svo framvegis.

18. Lítið er meira. Þessi listi ætti því eiginlega bara að vera upp í eitt.

19. Margir riðövundar sðtafþetja viðlauþt.

20. Polli páfagaukur sagði: "Ekki koma fram við lesendur þína eins og þau séu börn."

 

Innblástur kemur úr greininni How to Write for the Web af howtowritefortheweb.blogspot.com, sem inniheldur 100 heilræði um hvernig skrifa skal fyrir vefinn.

 

Mynd: Texas Startup Blog


Er handboltalandsliðið að meika það á Ólympíuleikunum?

Íslendingar hafa aldrei byrjað betur á stórmóti í handknattleik. Fyrst leggja þeir Rússa og svo Þjóðverja, en hvorugt liðið hafði nokkurt svar við öflugri íslenskri vörn. En það var ekki bara vörnin sem var að virka. Liðið var óvenju samstillt og agað í...

Hefur þig dreymt einhverja skemmtilega drauma?

Draumar geta verið ansi skemmtileg fyrirbæri, hvað svo sem þeir eru og þýða, og hvort sem þeir þýða eitthvað eða ekki. Þegar ég var unglingur dreymdi mig einu sinni sem oftar draum sem sat fastur eftir í minninu. Ég var á hlaupum undan einhverju...

Leikari úr 40 Year Old Virgin handtekinn fyrir grun um morðtilraun á fyrrum kærustu sinni

Hinn 43 ára gamli Shelley Malil var handtekinn á lestarstöð í San Diego, grunaður um að hafa stungið fyrrverandi kærustu sína rúmlega 20 sinnum í andlitið með eggvopni. Hann var á leið til lögfræðings síns þegar hann var handtekinn af lögreglu. Nágrannar...

Ætlar RÚV að endursýna sigur Íslands gegn heimsmeisturum Þjóðverja á boðlegum tíma?

Það er ekki á hverjum degi sem að Ísland tekur heimsmeistara í karphúsið.Ég lít á það sem beinlínis skyldu RÚV að hliðra öðrum dagskrárliðum fyrir svona viðburði. Ég, eins og líklega flestir Íslendingar er við vinnu og gat því ekki fylgst með leiknum...

Sumarfríið búið og liðin er bloggtíð með blóm í haga

Ég hafði 10 daga í sumarfríinu til að gera nákvæmlega það sem mig langaði að gera, svona eins og: ef þú hefðir engum skyldum að gegna í 10 daga, hvað myndir þú gera við tímann? Eitt af því sem ég valdi mér var að einbeita mér að bloggi. Það er mjög...

Nokkrar útlitsbreytingar á Batman frá því að hann birtist í fyrsta sinn árið 1939 í Detective Comics # 27

Þetta er löngu áður en hann var kallaður The Dark Knight, eða skuggalegi riddarinn. Fyrst var hann kallaður The Bat-Man. Í dag er hann stundum kallaður The Batman og oftast The Dark Knight. Batman hefur lent í ýmsu um ævina, hann var meðal annars...

10 vinsælustu kvikmyndum á leigunum 10. ágúst 2008 gefin einkunn

Gæði kvikmynda og vinsældir fara ekkert endilega saman. Þess vegna hef ég tekið saman lista um 10 vinsælustu myndir á leigunum í síðustu viku og læt þig vita hvort eitthvað sé varið í þær. Þú smellir svo á fyrirsögnina til að lesa ástæðurnar, að mínu...

Hetjudáð í háloftunum: flugstjóri Iceland Express nauðlenti til að bjarga mannslífi

Því miður eru fréttir líklegri til að benda á hið neikvæða en hið jákvæða. Hugsanlega vegna þess að hið neikvæða vekur meiri athygli og er auðveldar í sölu. Einnig getur verið að fólk finni sig ekki knúið til að láta fjölmiðla vita af jákvæðri frétt. Ég...

Um undirstöður hamingjunnar: Sköpun, þjónusta og þekking

Svanur Gísli Þorkelsson skrifaði flottan pistil í gær: Það sem ég held um hamingjuna; heimatilbúin heimspeki. Ég reyndi að byggja aðeins á honum og tengja hugmyndir hans hugmyndum Matthew Lipman um barnaheimspeki og hverju hún skilar manneskjum út í...

10 aðferðir til að kveikja hugmyndir að bloggfærslum

Stundum langar mig til að blogga en veit ekki alveg um hvað. Það væri hægt að gefast upp strax og segjast bara vera stíflaður, geta ekki skrifað, en 'geta ekki' er ekki til í minni orðabók; þannig að ég hef fundið nokkrar leiðir til að finna mér efni sem...

Ljót saga - Varúð: ekki fyrir viðkvæma

Ég ætla að segja ykkur sögu sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég bjó í Mexíkó. Hún fékk mig til að endurhugsa tilgang lífsins og hvernig maður ver ævi sinni. Þetta gerðist í raun og veru fyrir um öld síðan, og þessi saga hefur verið sögð reglulega, ekki...

Hefur þú nokkurn tíma pælt í fyrir alvöru hvað bloggvinátta þýðir?

Í vor töluðu nokkrir bloggarar um að taka til í bloggvinahópum sínum, sem þýddi að einhverjum óvirkum bloggvinum var eytt, reikna ég með. Mér fannst þetta svolítið einkennilegt athæfi, hugsanlega vegna þess að ekki eru til neinar fast mótaðar...

Af hverju bloggar þú? (Og af hverju ég blogga)

"Ég skil ekki hvað það er sem fær fólk til að blogga, gefa öllum aðgang að þeirra einkalífi, dýpstu skoðunum og þrám. Þetta er bara fólk haldið athyglissýki." Þetta er skoðun sem ég heyrði út undan mér um daginn, og er hún neistinn sem kveikti í þessari...

The Dark Knight gegn Titanic: hversu líklegt er að The Dark Knight sökkvi Titanic?

Titanic (1997) er tekjuhæsta mynd allra tíma, en hún náði að hala inn rétt rúmum 145 milljörðum króna í miðasölu um allan heim þó að hún hafi verið 194 mínútna löng. Mikið hefur verið spáð í hvort að The Dark Knight muni ná henni, en mér finnst það afar...

Er Geir Haarde að dissa bloggara?

Það sem mér finnst merkilegast við þessa tilvísun er hvernig Geir H. Haarde jafnar bloggsamfélaginu við stjórnarandstöðuna. Mætti ekki telja slíkt mat á valdi bloggara af jafn merkum manni til stórtíðinda? Veltum þessu aðeins fyrir okkur: „Þetta...

Gúrkublogg: Áðan rölti ég niður í Smáralind og fann þar biðraðir í þremur verslunum og þjónustulund í einni

Þar sem að í kvöld gaf ég bíómiða einhverjum af þeim sem gera athugasemd við greinina Í dag ætla ég að þakka fyrir mig og gefa lesanda BÍÓMIÐA í tilefni 100.000 gestsins á bloggsíðuna ákvað ég fyrr í dag að rölta niður í Smáralind og kaupa mér tening....

Í dag ætla ég að þakka fyrir mig og gefa lesanda BÍÓMIÐA í tilefni 100.000 gestsins á bloggsíðuna

Frá 01.03.07 til 05.08.08 hafa 99.784 gestir heimsótt þessa bloggsíðu og langar mig þegar gestur númer 100.000 hefur heimsótt síðuna bjóða einum af gestum mínum sem gerir athugasemd við þessa færslu bíómiða. Það þarf ekki að vera nema kvittun eða...

10 vinsælustu myndirnar á leigunum í síðustu viku (4.8.2008)

Vinsælustu bíómyndirnar síðustu viku á vídeóleigum landsins eru ekkert endilega frábærar kvikmyndir. Hverri mynd fylgir örstutt umsögn um söguþráðinn og sú einkunn sem ég hef gefið viðkomandi kvikmynd. Viljirðu lesa það sem ég hef skrifað um viðkomandi...

VANDAMÁLIÐ VIÐ VERÐTRYGGINGU: Af hverju einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki tapa á meðan bankarnir græða

Þegar tekin voru 80-100% húsnæðislán árin 2004 og 2005 fengu viðskiptavinir pappíra í hendurnar með útreikningum á hvernig mánaðarlegar greiðslur færu fram. Lánið var á kjörunum 4.3% sem þótti nokkuð gott, en verðtryggt. Útskýringar fylgja um að lánið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband