Um undirstöður hamingjunnar: Sköpun, þjónusta og þekking

 


 

 

Svanur Gísli Þorkelsson skrifaði flottan pistil í gær: Það sem ég held um hamingjuna; heimatilbúin heimspeki.

Ég reyndi að byggja aðeins á honum og tengja hugmyndir hans hugmyndum Matthew Lipman um barnaheimspeki og hverju hún skilar manneskjum út í lífið, en Lipman heldur því fram að heimspekileg ástundun barna hjálpi þeim að móta gagnrýna og skapandi hugsun, sem þyrfti að vera stutt af umhyggju til að vera einhvers virði í veruleikanum, (og leiða þar af leiðandi til raunverulegrar lífshamingju, en ekki hamingju úr stöðlum og plasti).

Ég setti saman þennan stutta lista og teiknaði mynd til að sýna samsvörun milli þess sem Svanur var að velta fyrir sér og þessara kenninga. Mér finnst hugtakanotkun hans afar góð, og enn betri en mínar eigin þýðingar á þessum hugtökum.

 

 

  • Sköpun = Skapandi hugsun = Creative Thinking
  • Þjónusta = Umhyggja = Caring Thinking
  • Þekking = Gagnrýnin hugsun = Critical Thinking

Svanur hugsar með sér að sköpun, þjónusta (ást) og þekking séu undirstöður hamingjunnar.

Jón Steinar Ragnarsson svarar með þeirri kenningu að best sé að lifa í núinu (sem er reyndar liðið þegar þú lest þetta - hvað tekur þá við, annað nú? Felir núið í sér fortíð og framtíð á einhvern hátt?)

Óskar Arnórsson bendir á þá fegurð sem felst í því að gefa sér tíma til að velta svona löguðu fyrir sér. Er lykillinn að betri heimi kannski einfaldlega sá að fólk þarf að vilja betri heim og nenna að velta honum fyrir sér?

 

Hvað segir þú?

 

 

Mynd af brosum: The Doc Whisperer


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 9.8.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Gulli litli

Ég er nokkuð sammála..

Gulli litli, 9.8.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Brattur

Einhvern veginn tengir maður alltaf ástina og hamingjuna saman... að vera ástfanginn er sama og að vera hamingjusamur finnst manni... og verður maður ekki að leyfa sér það þó að allt annað sé í kalda kolum í heiminum? þ.e. að vera ekki með móral yfir því að vera hamingjusamur þó aðrir séu það ekki...

... fyrir utan þetta finnst mér hamingjan einnig felast í því að allt annað í kringum þig gangi vel... að ástvinum þínum líði vel, þú sért ánægður í vinnunni o.s.frv.

... en þó þú sért hamingjusamur í dag, þarftu ekki að vera það á morgun, það er svo margt sem getur breytt því... bæði það sem þú gerir og gerir ekki og hlutir sem þú ræður ekki við sjálfur...

Hamingjan staldrar um stund, svo er hún rokin á annara fund... 

Brattur, 9.8.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir athugasemdirnar.

Brattur: Ég held einmitt að hamingjan sé ekki háð stund og stað og að hún nái yfir allt lífið. 

Getur maður verið hamingjusamur án þess að vera ánægður og getur maður verið ánægður án þess að vera hamingjusamur?

Hrannar Baldursson, 9.8.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Hamingjan er huldumey

fæstir hana sjá.

Hamingjan er hulin þér

fyrr en eftir á.

Held að flestir átti sig ekki endilega á því hve hamingjusamir þeir eru/voru fyrr en þeir kynnast hinu gagnstæða. Með tímanum (og þroskanum) lærir maður að njóta hamingjunnar í núinu og meta hið andlega öryggi sem fylgir því að vera sáttur við sjálfan sig og aðra.

Anna Þóra Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 19:20

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það merkilega við hamingjuna en nálægð hennar virðist ekkert hafa með skilning okkar um hana að gera.

Hrannar Baldursson, 10.8.2008 kl. 09:58

7 Smámynd: Anna

Fín lesning.  Er ekki hamingjan fólgin í ákveðinni sátt við lífið, geta tekist á við það án þess að falla í einhvern ólgusjó við minnsta mótlæti. Að vera heilbrigður og að fólkinu líði vel.  Hafa til að bera þokkalegan hugsunarhátt til umhverfis síns hvort sem það eru menn eða málleysingjar. Gaman allavega að velta þessu fyrir sér.

Anna, 10.8.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband