Sumarfríið búið og liðin er bloggtíð með blóm í haga

 

 

 

Ég hafði 10 daga í sumarfríinu til að gera nákvæmlega það sem mig langaði að gera, svona eins og: ef þú hefðir engum skyldum að gegna í 10 daga, hvað myndir þú gera við tímann? Eitt af því sem ég valdi mér var að einbeita mér að bloggi. Það er mjög spennandi að gefa sér til tíma til að setja sig inn í umræðuna um það sem er efst á baugi og taka virkan þátt.

En þar sem ég er virkur fjölskyldumaður í fullri vinnu, kalla aðrir hlutir en bloggið á fasta athygli mína. Það var gaman að vera með af fullum krafti í þetta korter og þakka ég kærlega fyrir góð viðbrögð.

Ég ákvað að skrifa aðeins greinar um mál þar sem mér fannst eitthvað vanta í umræðuna, ákvað að vanda greinarnar, og blogga sem sjaldnast út frá fréttum. Þetta skilaði mér í 3. sætið á vinsældarlista bloggsins. 

Mig langar að þakka fyrir hvatningu og hrós, og sífellt jákvæða strauma frá bloggsamfélaginu og öðrum þeim sem skrifuðu athugasemdir. 

Í framtíðinni mun ég skrifa færri og styttri greinar á bloggið, og ekki svara öllum athugasemdum. Til þess hef ég einfaldlega ekki tíma.

Á ritvellinum, sem orðinn er mitt áhugamál númer eitt, og hefur tekið við af skákinni sem slíkt, verða í forgangi greinar fyrir ritstjóra tímarits sem sýndi skrifum mínum áhuga, og fær viðkomandi í staðinn vel unnar greinar. Einnig mun ég gefa skáldsögu sem ég er að skrifa meiri tíma og athygli.

Hvað fékk ég út úr þessum 10 dögum á blogginu? Í fyrsta lagi náði ég að kynnast bloggvinum mínum aðeins betur, trú mín á sjálfum mér sem rithöfundi hefur stækkað, mér hefur gefist tími til að kynnast eigin rödd betur. Þessir síðustu 10 dagar voru mér góður leiðarvísir inn í framtíðina.

 

Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með blogginu þínu undanfarið:) Það er auðvitað ekki nokkur spurning að þú ert mjög góður penni og ég hlakka mikið til að lesa skáldsöguna þína! Viltu upplýsa um hvað hún er?

Elín (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Elín: Þða eina sem ég get sagt um skáldsöguna er að hún verður ekki þunglamaleg, heldur reyni ég að búa til skemmtun úr efninu sem gaman verður að lesa.

Hrannar Baldursson, 12.8.2008 kl. 09:13

3 identicon

Einfaldlega besti penninn í bloggheiminum í dag

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 10:21

4 identicon

Einfaldlega besti penninn í bloggheiminum í dag

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir skemmtunina í sumarfríinu  

Hlakka til að lesa meira eftir þig í framtíðinni. Gangi þér frábærlega í öllum þínum skrifum.

Anna Þóra Jónsdóttir, 12.8.2008 kl. 10:42

6 Smámynd: Gulli litli

Mjög góður bloggari..

Gulli litli, 12.8.2008 kl. 10:59

7 Smámynd: Brattur

já, það verður gaman að sjá og lesa söguna þína.. hlakka til... þú setur hlutina skýrt fram á blogginu...

Brattur, 12.8.2008 kl. 11:12

8 identicon

Leitt að heyra að þú ætlir að blogga minna þar sem bloggið þitt er vægt til orða tekið hreinlega frábært. Þyrftir að vera oftar í sumarfríi hehe Mun halda áfram að fylgjast með blogginu þínu og hlakka til að lesa skáldsöguna þína

Kristbjörn (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:05

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært að þú skulir hafa fengið verðskuldaða athygli.  Þú ert fanta góður penni og alltaf bæði gaman og fróðlegt að lesa greinarnar þínar. Hlakka til að fylgjst með þér í framtíðinni og ekki verra að vita að það er saga á leiðinni. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 13:19

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir ofhólið Oddur Ingi. Maður hefur gott af því líka.

Takk sömuleiðis Anna Þóra, Gulli og Brattur. 

Kristbjörn: Þegar ég hafði heilu dagan fría gat ég bloggað eins og mig langaði til. En maður þarf líka að gera annað sem er ekkert síður skemmtilegt: að vinna.

Ásdís: Takk fyrir það. Maður er með svo mörg járn í eldinum að það er ekki fyndið. En bloggið er mitt áhugamál á meðan ég hugsa um allt hitt sem vinnu. Bara verst hvað þetta er allt gaman: bæði vinnan og áhugamálin.

Hrannar Baldursson, 12.8.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband