Vanþekking er ekki vandamál; hún heillar


Í veikindum mínum ákvað ég að stytta mér stundir við að kíkja á síðustu þætti Jon Stewart. Stewart er einn af þeim fáu húmoristum sem geta kitlað hláturtaugar mínar inn að beini, nokkuð sem maður þarf á að halda í leiðinda veikindum. Einn af viðtalsþáttum hans kveikti svolítið í mér, og ég held að hann gæti kveikt áhuga hjá fleirum sem horfa á.  

Jon Stewart er fyrirtaks þáttarstjórnandi, þar sem allt kemur honum við, sérstaklega hlutir sem snerta stjórnmál og lykta af hræsni og spillingu. Hann er vanur að sneiða slík mál með hárbeittum húmor og satíru. Hann gerir samt fleira en að gagnrýna stjórnvöld. Hann reynir einnig að benda á hluti sem eru vel gerðir. Hann á það til að stjórna viðtölum við framúrskarandi fólk á ýmsum sviðum.  Eitt af skemmtilegustu viðtölum sem ég hef séð hjá honum er við stjarneðlisfræðinginn Neil deGrasse Tyson, stjórnanda Nova Science.

Smelltu á myndina til að skoða myndbandið á Comedy Central:

Hugleiðingar eftir áhorfið: 

Ég held að kennarar hefðu gott af því að skoða þetta myndband og muna að þegar nemendur komast í námunda við jafn mikinn áhuga á viðfangsefninu og Tyson sýnir, þá geta þeir ekki annað en smitast af honum. Málið er að komast eins nálægt því óþekkta og við komumst; því þar finnum við þverhnípi sem þarf að brúa. Það getum við gert með því að spyrjast fyrir um grunnforsendur þekkingar okkar og með þvi að skoða þau svör sem við lifum við í dag.

Vísindin koma ekki með nein endanleg svör við spurningum, heldur aðeins stökkpalla í átt að nýjum vísbendingum um það sem við þekkjum ekki. Vísindaleg þekking verður fyrst til þegar við höfum tekist á við þessar spurningar í eigin persónu. Ef einhver segir þér hvernig hlutirnir eru og útskýrir það fyrir þér, verður ekki til þekking; aðeins trú. Ef þú leggur á þig nógu mikla vinnu til að uppgötva þá af eigin raun, þá fyrst verður raunveruleg þekking til. Þetta á við um öll svið þekkingar, ekki aðeins vísindalega. 

Það getur verið ógurleg vinna fyrir hvern einstakling að grafa sig inn í öll möguleg mál til að öðlast sanna þekkingu. Það virðist ógerningur. Þess vegna lifum við flest eftir annars stigs þekkingu og trú frekar en sannri þekkingu; að öðlast sanna þekkingu er tímafrekt og krefjandi. Okkur getur einnig þótt erfitt að átta okkur á muninum. Sá sem þekkir muninn á trú og þekkingu er betur staddur en þeir sem ekki gera það.

  • Þekkir þú muninn á trú og þekkingu?
  • Hvernig greinum við skilin á milli þess sem við þekkjum og þess sem við trúum? 
  • Er munur á að 'trúa' einhverju og að 'trúa á' eitthvað? 
  • Er vanþekking vandamál eða blessun?
  • Þegar þú uppgötvar að þú veist ekki eitthvað, hvernig bregstu við? Með því að hylma yfir eigin vanþekkingu og skammast þín eða taka á vanþekkingunni með jákvæðum hætti, sem spennandi viðfangsefni?

Ekki hættur að blogga.

Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að heyra þessa spurningu nokkuð oft upp á síðkastið: "ertu nokkuð hættur að blogga?". Svarið er nei , ég er ekki hættur. Aftur á móti hef ég verið veikur í nokkra daga og einbeiti mér að því að ná aftur fullum styrk,...

Íslendingar heimsmeistarar í grunnskólaskák!

Lengstu tveimur klukkustundum í lífi mínu lauk núna rétt áðan. Salaskóli þurfti að vinna S-afríska sveit 3-1 til að tryggja sér titilinn, en það væri ef hin sveitin sem var að keppa við okkur um 1. sætið næði 4-0 sigri á Qatar U-14. Þetta var...

Áfram Ísland!! Enn möguleiki á heimsmeistaratitli fyrir Íslendinga, en tæpt er það og spennandi!

Í dag tefldum við gegn sterkustu sveit mótsins, tékkneska U-16 sveit. Patti gerði stutt jafntefli, en Jóhanna, Palli og Gummi töpuðu öll. Þrátt fyrir 3.5-0.5 tap erum við ennþá efst í U-14 flokki. Á morgun verður tefld hrein úrslitaviðureign gegn...

Forustu á heimsmeistaramóti haldið þrátt fyrir erfiðan dag

Í dag voru tefldar tvær umferðir, sú fyrri gegn Qatar U-16 og sú síðari gegn Qatar U-14. Fyrri viðureignin gekk betur en við áttum von á en sú síðari verr; þannig að þetta jafnaðist út. Við gerðum 2-2 jafntefli við Qatar U-16. Patti og Palli sigruðu...

Raunverulegur möguleiki á heimsmeistaratitli fyrir Íslendinga

Góðir möguleikar á heimsmeistaratitli fyrir Íslendinga, en mér finnst nóg um hversu mikið er lagt á börnin.  ( Sigurður Bragi Guðmundsson)   Tékkland: HM í Pardubice # 4 Dagur 5:   Í dag fengu Íslendingar tékknesku U-14 sveitina og lögðu hana 4-0....

Tékkland: HM í Pardubice # 3 - efst eftir fjórar umferðir

Dagur 4: Teflt var við skóla frá Portúgal (U-14) í 3. umferð. Jóhanna og Patrekur sigruðu af öryggi, en Palla var boðið jafntefli þegar hann var heilum manni undir, en andstæðingur hans eitthvað tæpur á tíma; sem hann að sjálfsögðu þáði fegins hendi....

Tékkland: HM í Pardubice # 2 - sigur, einbeiting og ásakanir

Dagur 3: Á myndinni, frá vinstri: Guðmundur Kristinn Lee, Páll Andrason, Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Birkir Karl Sigurðsson stendur og fylgist með.  Dagurinn í dag var viðburðarríkur fyrir börnin. Í gærkvöldið og í morgun...

Tékkland: HM í Pardubice # 1

Dagur 1: Hópurinn fríði lagði af stað kl. 4:30. Flug til Kaupmannahafnar kl. 7:00 og til Prag kl. 14, og svo rúta til Pardubice kl. 17:00. Ferðin var tíðindalaus að mestu, sem er gott fyrir svona ferðir. Börnin borðuðu góðan kvöldmat og ættu að vera...

10 bestu ofurhetjumyndirnar: 6. sæti: X-Men þríleikurinn (2000-2006)

Í upphafi X-Men skilja nasistar drenginn Eric Lensherr frá foreldrum sínum. Drengurinn tryllist og uppgötvast að hann getur stjórnað málmi með hugarorkunni einni saman. Nasistar halda honum á lífi. Síðar er þessi drengur betur þekktur sem Magneto (Ian...

10 bestu ofurhetjumyndirnar: 7. sæti: Darkman (1990)

  Vísindamanninum Peyton Westlake (Liam Neeson) hefur tekist að þróa gervihúð sem notuð getur verið til lýtalækninga. Formúlan er þó ekki fullkomin, þar sem að eftir 99 mínútur bráðnar húðin og verður að engu. Kvöldið sem hann finnur ástæðuna fyrir...

10 bestu ofurhetjumyndirnar: 8. sæti: Ghost Rider (2007)

Faðir Johnny Blaze (Nicolas Cage/Matt Long) hefur greinst með lungnakrabba, enda reykir hann eins og strompur. Skrattinn (Peter Fonda) kemur til Johnny og býður honum upp á samning, hann muni komi í veg fyrir að faðir hans deyi úr krabbameini, en í...

10 bestu ofurhetjumyndirnar: 9. sæti: Unbreakable (2000)

Í Unbreakable uppgötvar David Dunn (Bruce Willis), fjölskyldufaðir um fimmtugt sem starfar við öryggisvörslu, eftir að hann lifir af lestarslys sem verður 131 manni að bana; að hann er ekki eins og fólk er flest. Hann hefur ekki fengið á sig eina einustu...

10 bestu ofurhetjumyndirnar: 10. sæti: Hellboy (2004)

Nú langar mig að búa til lista yfir 10 bestu ofurhetjumyndir sem gerðar hafa verið fyrir bíó. Ef gerðar hafa verið fleiri en ein mynd um viðkomandi ofurhetju mun ég aðeins nefna þá sem mér finnst best í röðinni. James Bond, Indiana Jones og John MacClane...

The Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer (2007) *

Reed Richards, sem opinberlega er kallaður hinu hógværa nafni, herra frábær (Ioan Gruffudd) og Sue Storm sem kölluð er ósýnilega konan (Jessica Alba) ætla að giftast. Mikið fjölmiðlafár er í kringum giftingu þeirra enda eru þau frægasta par í heimi, eða...

Rocky Balboa (2006) ***1/2

Rocky (Sylvester Stallone) lifir í fortíðinni. Eiginkona hans Adrian er látin, syni hans finnst vandræðalegt að vera sonur hans, og hann lifir fyrir að segja fólki sögur af bardögum sínum á veitingastaðnum Adrian's, sem hann rekur sjálfur. Hann syrgir...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband