Tékkland: HM í Pardubice # 3 - efst eftir fjórar umferðir

Dagur 4:

Teflt var við skóla frá Portúgal (U-14) í 3. umferð. Jóhanna og Patrekur sigruðu af öryggi, en Palla var boðið jafntefli þegar hann var heilum manni undir, en andstæðingur hans eitthvað tæpur á tíma; sem hann að sjálfsögðu þáði fegins hendi. Birkir Karl tefldi sína fyrstu skák á heimsmeistaramóti og var greinilega mikill skrekkur í honum, en skák hans lyktaði með jafntefli. Andstæðingur hans bauð honum jafntefli þegar hann var peði yfir, og Birkir þáði það án umhugsunar.

Eftir þennan sigur, 3-1, var Salaskóli kominn í efsta sætið. Ég misskildi skákstjóra fyrir 1. umferð og hélt að sigur þýddi einfaldega 2 stig, jafntefli 1 stig og tap 0 stig. Það var leiðrétt í gær; en það eru vinningarnir sem telja fyrst og fremst.

Í 4. umferð fengum við grískan skóla (U-16), þann allra stigahæsta í mótinu. Jóhanna átti enn í vandræðum með byrjunina og lék illa af sér snemma í skákinni. Eftir það fékk hún stöðu sem erfitt var að tefla vel, og tapaði fljótt. Patti náði góðri stöðu á 2. borði en tapaði eftir að hafa gerst aðeins of sókndjarfur; en andstæðingi hans tókst að loka riddara og drottningu inni. 

Palli fékk mjög góða stöðu á 3. borði, en vanmat eigin stöðu og skipti upp þar til staða hans var orðin verri. Hann lék nokkra ónækvæma leiki og skákinni í tap.  Gummi sigraði aftur á móti með máti á 4. borði, eftir frekar flókna fléttu þar sem nauðsynlegt var að leika alltaf rétta leiknum; andstæðingurinn misreiknaði sig. Þannig að við náðum einum vinningi gegn þeim andstæðingum sem eru stigahæstir á pappírnum, og okkur tókst að halda 1. sætinu, þó að tæpt sé, því Kvatar kemur í humátt á eftir okkur.

Ekkert hræðilegt kom upp á í dag annað en að hitinn hefur aukist mjög; kliðurinn í salnum er jafnmikill og áður; en börnin halda einbeitingu nokkuð vel.

Á morgun verður tefld ein umferð, og rétt eins og allar aðrar umferðir er hún úrslitaumferð. Metnaður barnanna er mikill, þau leggja sig öll 100% í skákirnar, en hafa ekki alltaf jafn mikla þolinmæði þegar kemur að náms- og rannsóknarvinnunni eftir hverja skák. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra frá Tékklandi! Til hamingju með stöðuna - nú er bara að halda ótrauð áfram og hrella hinar þjóðirnar!

Tu tu tu!

Anna Brynja (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 00:09

2 identicon

Hæ hæ

það er gaman að sjá hvað það gengur vel hjá ykkur. Haldið sama dampi.

Vonandi að það gangi vel það sem eftir er. Þetta er flott hjá ykkur,,,,,,,,,,,,, Þið eruð best.

Eyrun (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 00:23

3 Smámynd: arnar valgeirsson

þið eruð að standa ykkur ofsavel, allavega krakkarnir:)... það er væntanlega ekkert grín að standa í þessu í höllinni þar sem fólk er bara að tjatta og hringja og svona. gott að þið stressið ykkur ekki um of á svoleiðis.

tek aftur setninguna um að þú verðir aldrei heimsmeistari... hafði ekki hugsað út í þennan möguleika og bara tjú tjú.....

arnar valgeirsson, 15.7.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband