Charlie Wilson's War (2007) ***

Öldungardeildarþingmaður fyrir Texas, Charlie Wilson (Tom Hanks) sem starfað hefur í sex kjörtímabil án þess að gera nokkurn skapaðan hlut af viti annað en að drekka viskí, sniffa kókaín og vera með fjölmörgum kvenmönnum, fær allt í einu samvisku eftir að Joanne Herring (Julia Roberts) biður hann að skreppa til Afganistan og kíkja á ástandið þar. Hann fer þangað ásamt aðstoðarkonu sinni Bonnie Bach (Amy Adams) og eru þau bæði djúpt snortin.

Árið er 1980 og rússneski herinn stráfellir Afgana með öflugum þyrlum, en Afganir hafa rétt gamaldags riffla til að verja sig. Þegar Wilson sér börn illa farin eftir jarðsprengjur, og hungursneyð og hörmungar á svæðinu, ákveður hann að gera eitthvað í málinu, einfaldlega vegna þess að hann þolir ekki að sjá einhvern beittan óréttlæti.

Hann fær til liðs við sig CIA njósnarann og snillinginn Gust Avrakotos (Philip Seymor Hoffmann), sem er með allt á hreinu um alla og segir nákvæmlega það sem honum sýnist við hvern sem er, og er alltaf með á hreinu hver er að hlusta.

Charlie Wilson veit hvað þarf að gera. Afgana vantar vopn og þjálfun til að geta varið sig gegn skrímslum eins og herþyrlum, herþotum og skriðdrekum. Á nokkrum árum tekst honum að breyta fjáröflun til Afganistan úr 5 milljónum í 1 milljarð, og með þessu flæma sovéska herinn frá Afganistan.

Á endanum vantar hann ekki nema eina milljón til að stofna skóla sem fræða á Afgana um hvernig Bandaríkjamenn tóku þátt í að bjarga þjóðinni frá Rússum, en sú fjárútnefning er felld, og þar sem Afganir vissu ekki um aðild Bandaríkjamanna í frelsisbaráttu þeirra og fengu enga fræðslu um hana, var grundvöllur gerður fyrir því að vel þjálfaðir hermenn gerðust hryðjuverkamenn sem árið 2001 réðust á tvíburaturnana í New York.

Það er magnað að skoða þessa hluti í þessu samhengi, og áhugavert að spyrja hvort að þessi eina milljón í skólabyggingu hefði breytt einhverju um framtíð þessara tveggja þjóða. Hefðu talibanar þá ekki komist til valda? Hefði ekki verið gerð árás á Bandaríkin? Væri ekki stríð í Írak enn í fullum gangi?

Handritið er vel skrifað og Philip Seymor Hoffmann er sérstaklega skemmtilegur sem hinn ófyrirleitni njósnari. Helsti gallinn felst helst í leik Julia Roberts, sem er óvenju stíf og ótrúverðug í sínu hlutverki. Þar að auki vantar algjörlega dramatík í söguna, en það er eins og enginn sé nokkurn tíma að berjast fyrir einhverju sem skiptir þá sjálfa persónulega máli, nokkuð sem mér finnst frekar ótrúverðugt miðað við manngerðirnar sem eiga í hlut. Einnig eru Bandaríkin máluð sem bjargvættur í alþjóðasamfélaginu, þrátt fyrir að hafa töluvert af skapgerðargöllum og nautnahyggju í farteskinu.

Áhugaverð kvikmynd en engin snilld.

 

Leikstjóri: Mike Nichols

Einkunn: 7



---

Myndir: Rottentomatoes.com

Til hvers þarf ríkið heimild til að taka allt að 500 milljarða króna erlent lán?

Svarið virðist einfalt: ef bankarnir lenda í vandræðum, verður þetta lán tekið til að "hjálpa" þeim. Nú er spurningin sú: hversu alvarleg þarf staða bankana að vera til að þetta lán verði tekið. Ég er hræddur um að viðmiðin séu huglæg og pólitísk og þar...

Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull (2008) **1/2

Töffarinn Mutt Williams (Shia LaBeouf) leitar til Indiana Jones með bréf sem hann botnar ekkert í, en móðir hans, Marion Ravenwood (Karen Allen) hefur verið handsömuð af kommúnistum og er haldið einhvers staðar í Perú, ásamt fornleifafræðingnum vitskerta...

Indiana Jones and the Last Crusade (1989) ***

Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull er frumsýnd á Íslandi í dag, og því við hæfi að skrifa nokkur orð um framhaldsmynd númer tvö. Fyrri framhaldsmyndin var ekki nógu skemmtileg til að ég nenni að horfa á hana aftur. Indiana Jones and the...

Hvernig seturðu upp þína eigin netverslun fyrir lítinn pening?

Ég hef skrifað nokkrar greinar um hvernig hægt er að nota LunarPages til að kaupa eigið lén, gríðarlega stórt geymslusvæði og setja upp bloggkerfi og vefumsjónarkerfi fyrir aðeins um kr. 370,- á mánuði, SAMTALS! Það hefur tekið mig töluverðan tíma að...

Indiana Jones and the Raiders of the Lost Ark (1981) ****

Í tilefni þess að Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull verður frumsýnd í dag, gagnrýni ég Raiders of the Lost Ark , fyrsta ævintýri Indiana Jones á hvíta tjaldinu. Fornleifafræðingurinn Indiana Jones (Harrison Ford) er stundakennari við...

Hin mörgu andlit Robert Downey Jr.

Myndir segja meira en þúsund orð. Back to School (1986) Chaplin (1992) Handtekinn (1999) A Scanner Darkly (2005) Iron Man (2008) Tropic Thunder (2008) Forsmekkur fyrir Tropic Thunder:

Iron Man (2008) ****

Glaumgosinn, milljarðamæringurinn og vopnasölumaðurinn Tony Stark (Robert Downey Jr.) fer til Afganistan að sýna nýjustu uppfinningu sína, sprengju sem kallast Jerico og getur valdið gífarlegum skaða á miklu svæði. Ráðist er á bílalest hans og allir...

Er Guð til?

Áður en hægt er að svara spurningu um hvort að eitthvað eða einhver sé til eða ekki, er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir hvað það er sem við spyrjum hvort sé til eða ekki. Þegar ég spyr hvort að stólar séu til þarf ég ekki annað en setjast á stól...

Alger

Hvað er það að vera algerlega maður sjálfur? Hvernig veistu hvaða eiginleikar eru sannarlega þínir og einskis annars? Eru öll sjálf í þessum heimi algerlega aðskilin frá hverju öðru, eða erum við öll samofin í vef þekkingar og samskipta, og verðum aldrei...

Á íslenska þjóðin að redda bönkunum?

Síðan bankarnir voru seldir í einkarekstur og þessar stofnanir fóru að snúast um að græða fyrir eigendur frekar en stuðla að fjárhagslegum stöðugleika fyrir þjóðina alla, hefur íslenskt þjóðfélag gjörbreyst. Gífurlegur auður hefur orðið til í...

Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn vinsælasti og besti stjórnmálaflokkur Íslands í dag?

Borgarmálin eru farsi út af fyrir sig sem enginn hugsandi maður getur tekið alvarlega. Það er ljóst að ráðningin á Jakobi Frímanni er engan veginn jafn alvarlegt vandamál og rándýr kaup á ónýtum kofum, eða uppboð á borgarstjórastól, enda Jakob mikill...

Ný og bráðskemmtileg bíóforskot um hetjur sumarsins: The Dark Knight, Indiana Jones, Hancock og The Incredible Hulk

Í dag sá ég nýjar bíóauglýsingar fyrir þrjár af stórmyndum sumarsins. Mér leist allra best á Indiana Jones, en einnig held ég að The Dark Knight verði mjög góð, auk þess að Will Smith virðist vera í essinu sínu sem Hancock. The Dark Knight - Trailer 2...

Hver verður næsti forseti Skáksambands Íslands?

Æsilegur slagur er í uppsiglingu. Kosningar á morgun. Tveir öflugir frambjóðendur stíga í pontu og bjóða sig fram ásamt hópi valinna félaga til forseta Skáksambands Íslands. Ég styð þá báða heilshugar og vona að annar þeirra verði forseti og hinn...

Verða þetta 10 bestu kvikmyndir sumarsins?

Í sumar verða frumsýndar 10 kvikmyndir sem mig langar til að sjá á breiðtjaldi. Ég ætla að segja frá í örstuttu máli af hverju mig langar að sjá viðkomandi mynd. Mér finnst orðið skemmtilegra að horfa á bíómyndir í skjávarpa heima heldur en að skella mér...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband