Verða þetta 10 bestu kvikmyndir sumarsins?

Í sumar verða frumsýndar 10 kvikmyndir sem mig langar til að sjá á breiðtjaldi. Ég ætla að segja frá í örstuttu máli af hverju mig langar að sjá viðkomandi mynd.

Mér finnst orðið skemmtilegra að horfa á bíómyndir í skjávarpa heima heldur en að skella mér í bíó, enda kosta myndir á DVD mun minna en bíómiði í dag, og maður losnar við hlé, texta og ónæði sem fylgir alltof oft hegðun annarra bíógesta.

 

Iron Man

photo_35

Robert Downey Jr. leikur Tony Stark, snilldar uppfinningamann og glaumgosa sem hefur týnt sér í lífinu, en finnur aftur tilgang eftir að hann hefur fengið sprengubrot í hjartað, lifað það af og verið handsamaður af hryðjuverkamönnum. Ég reyni að sjá allar ofurhetjumyndir. Þetta er einfaldlega tegund kvikmynda sem ég er mjög hrifinn af, ásamt vísindaskáldsögum. Svo líst mér afar vel á leikaravalið, sérstaklega aðalhlutverkið.

 

Speed Racer

photo_06

Ég veit ekki alveg hverju maður getur átt von á hérna. Hún er leikstýrð af bræðrunum sem gerðu The Matrix. Það er nógu góð ástæða til að kíkja.

 

The Chronicles of Narnia: Prince Caspian

photo_09

Ég hef lesið allar bækurnar og hafði gaman af þeim. Mér fannst fyrsta myndin bara la-la, en vona að framhaldið verði betra. Fantasíur eru reyndar í uppáhaldi hjá mér, rétt eins og sci-fi og ofurhetjumyndir.  Ég er samt alls ekki bjartsýnn að eitthvað verði varið í þessa mynd.

 

Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull

photo_06

Yesss! Steven Spielberg, George Lucas og Harrison Ford snúa aftur í ævintýraheim Indiana Jones. Þrátt fyrir að Harrison Ford sé orðinn heldur gamall í hlutverkið, treysti ég á Steven Spielberg. Hann klikkar sjaldan. Sagan er algjört aukaatriði, bara að þeir nái þeim skemmtilega anda sem Raiders of the Lost Ark náði, þá eru þeir í góðum málum.

 

The Incredible Hulk

photo_34

Ég var enginn aðdáandi Hulk í leikstjórn Ang Lee. En framhaldið getur verið áhugavert, fyrst og fremst vegna þess að Edward Norton fer í græna búninginn og skrifar hluta af handritinu. Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast, býst ekki við miklu en vonast eftir einhverju í anda teiknimyndasagnanna um Hulk, því þær eru margar ansi lúnknar.

 

Wall-E

photo_01

Nýjasta mynd Pixar, um síðustu vitsmunaveru jarðar, vélmennið Wall-E. Pixar hefur einfaldlega aldrei klikkað og ég efast um að þeir taki upp á því núna. 

 

Hancock 

photo_10

Will Smith leikur þunglynda ofurhetju sem er sama um allt og alla. Hann fær sér almenningstengslafulltrúa til að snúa við blaðinu. Áhugavert hugtak og auðvelt að láta það klikka. En Peter Berg leikstýrir, sem er góðs viti. 

 

Hellboy II: The Golden Army 

photo_34

Guillermo del Toro sendir Heljarguttann aftur inn í kvikmyndahús, og af sýnishorninu að dæma er mikið um furðuverur og áhugaverðar fantasíudýrðir. Ég get varla beðið eftir að fá DVD diskinn í hendurnar.

 

The Dark Knight

photo_12

Batman snýr aftur enn einu sinni, og nú aftur í meðförum Christian Bale og leikstjórn Christopher Nolan. Ég var hundfúll með The Prestige, sem þeir gerðu saman í fyrra, og vona að þeir missi ekki tökin á Batman með því að gera alltof mikið. Málið er að leikstjórar virðast oft halda að myndir þurfi að vera stærri og flottari til að fá meiri aðgang, á meðan sagan þarf einfaldlega að vera góð og gera söguhetjuna mannlega og áhugaverða. Næstsíðasta mynd Heath Ledger fyrir óvænt andlát hans fyrr á þessu ári.

 

Mamma mia! 

photo_02

Söngleikurinn vinsæli byggður á ABBA tónlist verður að kvikmynd með Meryl Streep og Pierce Brosnan í aðalhlutverkum. Held það verði gaman að þessari.

 

Ef ég gæti aðeins farið á þrjár myndir í sumar, þá veldi ég þessar:

 

Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull

 

The Dark Knight

 

Iron Man 

Aðrar myndir sem ég vil ekki missa af:

Hellboy II: The Golden Army

 

Wall-E 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Færðu nýjar DVD myndir á 1000 krónur einhverstaðar eða ertu að tala um alla fjölskylduna og allt nammið sem þú borðar fyrir og eftir hlé ?

Annars er ég sáttur við valið á myndunum hjá þér að mestu leyti , ég hlakka til að sjá eina mynd meira en nokkura aðra og hún heitir

THE DARK KNIGHT.

Góðar stundir

Ómar Ingi, 1.5.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Ómar. Í dag er til dæmis hægt að kaupa ágætis bíómyndaþrennur hjá Max Raftækjum á tæpar kr. 2000,- - Það eru tæpar kr. 700 á mynd.

Reyndar kaupi ég flestar mínar myndir frá play.com, amazon.com, deepdiscountdvd.com og amazon.co.uk þegar góð tilboð eru í gangi. Það getur verið hagstætt að kaupa notaðar myndir og fá margar sendar saman með ShopUSA. Yfirleitt þarf maður að bíða aðeins lengur eftir myndunum, en stundum er maður kominn með myndir heim áður en þær eru sýndar í bíó heima.

Það dýrasta við að kaupa bíómyndir er að fá þær í gegnum tvítollinn (einn tollur fyrir vörutegund og annar tollur sem kallast tollþjónustugjald) hér heima og virðisaukaskattinn. Ef þú safnar saman því sem þú hefur áhuga á að fá þér og sendir í stórri sendingu getur verðið verið mun hagstæðara en það ódýrasta hér heima.

Hrannar Baldursson, 1.5.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Ómar Ingi

Yebb skil þig , en hvað varðar allar þessar stórmyndir að ofan , er án efa ansi langt í það að fengið þær á góðu verði ekki satt.

4 mán + bið eftir betra verði svona 12 mán +

En sumar myndir eins og þú ert nú nokkurn vegin væntanlega samála mér um er bara gaman að sjá í bíó.

Samanber ef við tökum myndirnar sem byrjuðu um helgina

Iron Man MUST í bíó

Maid of Honor fín DVD mynd

Ómar Ingi, 1.5.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: arnar valgeirsson

það eru sko ekkert rómantískar gamanmyndir að lufsast í efstu sætum.... sem er gott.

ævintýramyndir geta verið ótrúlega skemmtilegar og mér finnst nú alltaf gaman að fara í bíó.

en thrillerar geta verið býsna áhugaverðir líka, þó ekki alltaf. því miður.

arnar valgeirsson, 1.5.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: AK-72

Held nú að Speed racer verði flopp og það hræðilegt flopp. Trailerinn gefur ekki góð fyrirheit og maður er búinn að sjá frear mikið bad vibes um hana á netinu.

Ætla að spá að Indy og Blakan verði mest aðstóttu myndirnar í sumar. Iron man á eftir að fylgja í kjölfarið og Sex and the city-myndin verður einnig meðal topp 10 mynda sumarsins í aðsókn. 

AK-72, 2.5.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband