Hvernig seturðu upp þína eigin netverslun fyrir lítinn pening?

Ég hef skrifað nokkrar greinar um hvernig hægt er að nota LunarPages til að kaupa eigið lén, gríðarlega stórt geymslusvæði og setja upp bloggkerfi og vefumsjónarkerfi fyrir aðeins um kr. 370,- á mánuði, SAMTALS!

Það hefur tekið mig töluverðan tíma að finna út hvernig maður setur upp netverslun, en mér hefur loks tekist að finna kerfi sem ég er sáttur við. Fyrst prófaði ég öll kerfin sem Lunarpages býður upp á á Fantastico kerfinu, en líkaði ekkert sérstaklega við þau. Því fór ég að skoða önnur Open Source netverslunarkerfi, en lenti oftast í vandræðum með svæðismál, það er að segja, það var ekki auðvelt að íslenska síðurnar, og láta þær virka fyrir íslenskra þarfir.

Loks komst ég heilan hring og setti upp Cubecart, sem er valkostur hjá Lunarpages, og viti menn. Þetta gekk upp.

Skráðu þig inn á CPanel síðuna þína og smelltu á Fantastico af stjórnborðinu.

Næst velurðu Cubecart af Fantastico listanum.

Næst birtist lýsing á því hvað Cubecart er, en í stuttu máli er kerfinu lýst sem öflugri verslunarkörfu sem inniheldur óteljandi efnisflokka og vörur, margar greiðsluleiðir (það þarf að greiða fyrir sumar þeirra, en það er hægt að komast hjá því), niðurhalanlegar vörur.

Hægt er að nota Cubecart eins og maður vill, en það skilyrði fylgir að auglýsa þarf kerfið ef sú leið er valin. Það er hins vegar hægt að kaupa sig undan því.

Veldu New Installation.

Farðu yfir skilmálana og hakaðu við að þú samþykkir þá, til að halda áfram. Smelltu á Continue.

 Næst þarftu að setja upp gagnagrunn. Þú þarft að taka fram í hvaða möppu innan vefþjóns þíns þú vilt geyma verslunina. Eðlilegt er að setja upp heitið "verslun" eða eitthvað sem lýsir versluninni vel. Ekki nota íslenska stafi í þessu heiti. Ég gef verslun minni heitið 'bokabuð'. Settu inn notandanafn vefstjóra, lykilorð, tölvupóst og fullt nafn. Ég mæli með að þú búir þér til flókið lykilorð og skiptir um það reglulega vegna upplýsingaöryggis. Smelltu síðan á Install CubeCart.

Næsti gluggi býður þér að klára uppsetninguna. Til þess, smelltu á Finish Installation.

Upp kemur gluggi með upplýsingum um notandanafn og aðgangsorð, og vefsljóð fyrir stjórnanda og notendur. Tvö aðskilin vefsvæði hafa semsagt verið sett upp, eitt fyrir verslunarrekendur og hitt fyrir notendur. Ég mæli með að þú sendir sjálfum þér (eða sjálfri þér) þessar upplýsingar í tölvupósti, og smellir síðan á svæðin til að skoða þau betur.

Verslunin lítur svona út áður en byrjað er að krukka í þýðingu og setja inn vörur og vöruflokka:

Þegar þú opnar admin svæðið þarftu hins vegar að gefa upp notandanafn og aðgangsorð.

Eftir að hafa slegið inn rétt aðgangsorð opnast nýr heimur: heimur netverslunareigandans.

Meira um stillingar netverslunarinnar í næstu færslu.

Til að geta gert allt þetta, kauptu þér lén og kerfi á LunarPages.

 

 

Upplýsingatækni á vefnum

 

Kafli 1: Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði?

Kafli 2: Hvernig notarðu Fantastico til að skapa vefsíður?

Kafli 3: Hvernig seturðu upp hágæða vefumsjónarkerfi á 5 mínútum?

Kafli 4: Hvernig popparðu upp Joomla vefsíðu og gerir hana nothæfa?

Kafli 5: Hvernig seturðu upp þitt eigið bloggkerfi?

Kafli 6: Kauptu þér ódýrt .com eða .net vefsvæði og settu upp faglegan vef á stuttum tíma!

Kafli 7: Hvernig seturðu upp þína eigin vefverslun fyrir lítinn pening?

 

Eini kostnaðurinn felst í að smella á LunarPages til að kaupa lén, geymslupláss upp á 1,5 terrabæt, hraða nettengingu frá vefþjóninum, auk aðgangs að CPanel og Fantastico fyrir kr. 370,- á mánuði, miðað við eins eða tveggja ára plön.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Erlingsson

Mjög áhugavert,  ef ég má spyrja hvaða efni ætlar þú að selja á vefnum? Er hægt að skoða demo af versluninni þinni.

 SE

Sigurður Erlingsson, 20.5.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk kærlega fyrir þetta - hvort sem ég nýti mér eður ei. Þetta kalla ég upplýsingastreymi í hnotskurn...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.5.2008 kl. 19:13

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Sigurður,

Ég hef ekki enn sett inn neinar vörur til sölu, enda fyrst og fremst að gera þetta til að hafa gagn og gaman af. Ég læt vita ef mér dettur í hug að setja inn einhverjar vörur. Hvað gæti ég svosem selt, annað en þekkingu á upplýsingatækni, bókmenntum, kvikmyndum og heimspeki?

Hérna eru demosíðurnar, sú fyrri hefur verið þýdd yfir á íslensku: 

http://heimspeki.net/verslun/index.php

http://heimspeki.net/bokabud/

Hrannar Baldursson, 20.5.2008 kl. 19:16

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk fyrir þetta...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 19:31

5 identicon

Vil benda ykkur á að skrifa undir.

http://www.petitiononline.com/magthor/petition.html 

Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:33

6 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Þetta eru snilldar greinar hjá þér. Kanski ekki efnismiklar, en gefa manni gott kick start.

Ég hefði eflaust þurft að lesa mig í gegnum frumskóg af readme og help fælum til að komast að því að það þarf að nota þetta 'fantastico' til að stofna vefumsjónarkerfi á síðuna.. Þegar allt sem ég þurfti að vita var: 'Fantastico er þar sem þú byrjar' 

Viðar Freyr Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband