Mínar pælingar um stjórnarmyndun VG+D+S+B, Björn Bjarnason og Árna Johnsen

Ég er nú ekki mikill pólitíkus í mér, en hef verið að spá í spilin. Ég kaus samkvæmt minni sannfæringu eftir að hafa lesið vandlega yfir stefnur flokkanna; en hlustaði sem minnst á kosningaloforð gefin á síðustu stundu - sem eru í mínum augum ekkert annað en ryk.

En hér eru mínar pælingar um stöðu mála í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn + Framsókn

Gengur ekki upp. Það þarf ekki nema einn ósammála eða óheiðarlegan mann sem væri til í að þyggja mútur í öðrum hvorum flokknum til að hleypa öllu í bál og brand þegar um viðkvæm mál er að ræða. Einnig er hneykslanlegt hvernig Jón Sigurðsson margminntist á að skilaboð þjóðarinnar til Framsóknarflokksins væru skýr á kosninganóttunni, þar sem ósigur þeirra var fljótur að koma í ljós, og fullyrti hann að stjórnarsamstarf kæmi ekki til greina. Nú hefur hann bakkað frá þessum orðum, og virðist ekki lengur ætla að virða þann vilja sem hann taldi áður augljósan að þjóðin væri að tjá Framsóknarflokkinum. Það að Jón skuli vera að íhuga samstarf með Sjálfstæðisflokki eftir yfirlýsingar sínar á kosninganótt virðist vera ljótt dæmi um óheilindi (en þarf ekki að vera það), og eina leiðin út úr þessu, bæði fyrir hann og flokkinn er að hafna samstarfinu - en vissulega getur verið flókið hvernig það er gert, því að enginn virðist vita hver fær umboð til stjórnarmyndunar. Báðir flokkar og þjóðin öll myndi tapa á áframhaldandi stjórnarsamstarfi S og B.

Framsókn + Vinstri grænir + Samfylking

Gengur ekki upp af sömu ástæðum og áður voru nefndar, meirihlutinn er alltof lítill, og tilviljun eða prettir munu verða ofaná í viðkvæmum málum.  Það er mikið af klókum stjórnmálamönnum þarna á milli, en klókindi er ekki það sem til þarf til að leiða þjóðarskútuna. Allir viðkomandi flokkar og þjóðin öll myndu tapa á þessu samstarfi.

Sjálfstæðisflokkur + Vinstri grænir

Gengur ekki upp vegna þess hversu langt er á milli flokkana í pólitík. Þeir munu verða í stöðugum vandræðum með að koma sér saman um viðkvæm mál, nema Vinstri grænir  séu kannski laumuhægriflokkur. Þessi samsuða kæmu Vinstri grænum illa, því slíkt samstarf myndi gefa þeim svartan blett sem hentistefnuflokkur - rétt eins og Framsóknarflokkurinn fékk á síðasta tímabili; og myndi sjálfsagt vera bærilegur Sjálfstæðismönnum, rétt eins og ríkjandi stjórn þeirra er. Ég held að þessi stjórn hefði lítil mótandi áhrif á næstu fjögur árin, þar sem mesti krafturinn færi í að sætta gjörólík sjónarmið í stað þess að beina kröftunum að mikilvægum málefnum.

Sjálfstæðisflokkur + Samfylkingin

Mér líst best á þessa samsuðu, þó að ég sé engan veginn sáttur við Ingibjörgu Sólrúnu sem leiðtoga, vegna þess hversu illa hún hefur verið að tala um annað fólk og hversu erfitt hún virðist eiga með að vera samkvæm sjálfri sér. Aftur á móti hefur Samfylkingin fantagóða stefnu, og hefur fullt af góðu fólki innanborðs. Þar sem að hluti Samfylkingar hefur tilhneygingu til hægri, en hugar þó að samfélagsmálum, og virðast hæfilega skynsöm - sem verður aðeins styrkt af stöðugleika Sjálfstæðisflokksins - þá tel ég þessa stjórn verða bæði flokkunum og þjóðinni til heilla.

Aðeins um Björn Bjarnason og Árna Johnsen

Síðustu daga hefur mikið verið talað um þá Björn og Árna í sömu hendingu, sem mér finnst ósanngjarnt gagnvart Birni. Ég tel að hann hafi verið að gera skyldu sína í Baugsmálinu, en vandinn hafi verið sá að ákæruvaldið réði einfaldlega engan veginn við málið. Ég gæti trúað að vanhæfni og skortur á reynslu í slíkum máli hafi orðið ákæruvaldinu að falli. Að flokka þetta mál sem pólitískt einelti finnst mér tóm firra. Mér fannst það líka ósmekklegt af Jóhannesi í Bónus að auglýsa útstrikanir gegn Birni, þar sem að vonlaust er fyrir kjósendur að vita sannleikann í málinu; en eiga þó kannski auðvelt með að skipta sér í flykkingar um hver hann er. Minni á að Al Capone sjálfur, sem ábyrgð bar á fjölda morða í Chicago á sínum tíma var ekki stungið í steininn fyrir skipulagða glæpastarfsemi, enda hafði hann snjalla lögfræðinga til að verja sig í stóru málunum, heldur var hann hankaður á skattsvikum og stungið í steininn fyrir þau.

Ég gerði skoðanakönnun um Árna Johnsen fyrir nokkrum dögum. Í augnablikinu hafa 350 manns svarað henni, sem ég tel að geri hana marktæka.

Spurt var: Vilt þú sjá Árna Johnsen á þingi?

19.1%
Mér er sama 3.1%
Líklega ekki 6.0%
Alls ekki 71.7%
350 hafa svarað

Samkvæmt þessu er mál Árna Johnsen svartur blettur á Sjálfstæðisflokknum og ljóst að hann er maður sem þjóðin á erfitt með að treysta fyrir valdi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn er í viðkvæmu stjórnarsamstarfi og getur ekki treyst öllum sínum mönnum 100%, þá er hætta á að skútan fari að vagga óbærilega. Mér finnst mikil skítalykt að þessu máli, sérstaklega þegar haft er í huga að Árni gat ekki einn komið því í kring að honum yrðu gefnar upp sakir til að hann kæmist aftur í framboð. Það þýðir að hópur manna stendur að baki spillingar, klíkuskapar og siðleysis. Það var óeðlilegt að gefa Árna uppreist æru. Eðlilegt er að gefa fólki uppreist æru sem veldur alvarlegu slysi og fær kannski dóm fyrir manndráp af gáleysi eða hefur verið handtekið vegna fjöldamótmæla, eða einhvern tíma fengið dóm á öðrum vettvangi - en aldrei fyrir misbeitingu valds.


mbl.is Vaxandi vantrú á framhald stjórnarsamstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20 bestu bíólögin: 17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór...

20 bestu bíólögin: 18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King (1994)

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór...

Íþróttakvikmyndagagnrýni Sancho: Fever Pitch (1997) - 9 Tacos

Hvernig er hægt að elska 1 konu og dýrka 11 menn? Bók Nick’s Hornby frá árinu 1992 er sjálfsævisaga höfundar skrifuð líkt og flestar sjálfsævisögur út frá minnisstæðum atvikum í lífi þess aðila sem bókin er rituð um, ekkert óvenjulegt við það, nema...

20 bestu bíólögin: 19. sæti, Rawhyde - Blues Brothers (1980)

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór...

Skoðanakönnun um Árna Johnsen

Vinstra megin á síðunni er hægt að svara könnuninni. Ekki verður gert upp á milli einstaklinga á neinn hátt, hvorki sem tengist aldri, þjóðerni eða stjórnmálaflokki. Ég er einfaldlega forvitinn að vita hver skoðun fólks er á þessu máli, því að hugsanlega...

Í gamladaga: The Amazing Spider-Man í Stjörnubíó

Ég ákvað að svara Kalla sem spurði um gömlu Spider-Man myndirnar í grein sinni Hvað varð um gömlu Spiderman myndirnar? Eftir frekar stutta leit komst ég að því og mér að óvörum var búið að framleiða mun meira af þessu efni en mig grunaði. Annars langar...

20 bestu bíólögin: 20. sæti, Old Time Rock and Roll - Risky Business (1983)

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Svo...

Kvikmyndir í 100 ár (1902-2002)

Í dag eru kosningar og Eurovision. Ég er búinn að kjósa og horfi ekki á Eurvision eftir afhroðið á fimmtudag. Þess í stað lék ég mér aðeins á YouTube og fann myndbrot úr bíómyndum allt aftur til 1902, og leitaði svo að brotum úr myndum sem mér finnst...

Eurovision textarnir: "Ég les í lófa þínum" og "Valentine Lost"

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég þessa grein, og fannst við hæfi að endurbirta hana í tilefni Eurovision kvöldsins í kvöld. Í dag las ég að Kristján Hreinsson, sá sem samdi upphaflega textann við íslenska Eurovision lagið í ár, hafi verið búinn að snúa...

Nýtt í bíó: Spider-Man 3 (2007) **1/2

Um daginn þegar ég skrifaði umfjöllun um Spider-Man spáði ég að Spider-Man 3 myndi slá öll aðsóknarmet. Þegar þetta er skrifað hefur hún þegar náð inn 392 milljónum dollara í tekjum um allan heim, en hún kostaði 258 milljónir dollara í framleiðslu og...

Allt toppmyndir

Ég er innilega sammála þessu með einni undantekningu, og viðurkenni að þó að ég hafi horft oftar á karlmannsmyndirnar, hef ég einnig mjög gaman af Dirty Dancing, Grease, Sound of Music og Pretty Woman. Um daginn keypti ég mér Pretty Woman á DVD og fékk...

10. Óskarsverðlaunin: The Life of Emile Zola (1937) ***1/2

Ég ætla að horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðum frá upphafi. The Life of Emile Zola frá 1937 er sú tíunda í röðinni. Emile Zola (Paul Muni) er fátækur rithöfundur í París sem deilir stúdíóíbúð með...

Spider-Man 2 (2004) ***1/2

Peter Parker (Tobey Maguire) hefur ákveðið að fórna einkalífi sínu til að geta látið gott af sér leiða sem ofurhetjan Spider-Man. Hann er hræddur um að ef hann leyfi öðrum manneskjum að komast of nálægt sér persónulega, þá munu illmenni nýta sér það gegn...

Stórmyndir: Spider-Man (2002) ****

Spider-Man 3 verður frumsýnd á morgun. Ég spái því að hún muni slá öll aðsóknarmet og verða meðal vinsælustu kvikmynda allra tíma. Mér finnst við hæfi að birta gagnrýni á Spider-Man frá 2002 í dag, og síðan umfjöllun um Spider-Man 2 (2004) á morgun....

Nýtt í bíó: Next (2007) **1/2

Chris Johnson (Nicolas Cage) hefur frá barnsaldri getað séð tvær mínútur inn í framtíð sem tengd er hans persónulegu reynslu. Hann getur ekki séð inn í framtíð annarra. Hann uppgötvar að þegar hann er í návist stúlku , Liz (Jessica Biel), sem hann rekst...

Nýtt í bíó: Pathfinder (2007) 1/2

Ghost (Karl Urban) er víkingastrákur sem ættbálkur frumbyggja í Bandaríkjunum finna innan í víkingaskipi sem einhvern veginn hefur strandað á þeirra slóðum. Inniheldur skipið fullt af líkum sem hlekkjuð eru við skipið. Með drengnum kemur sverð með...

Alþingiskosningar 2007 - Stefnur allra flokka

Ég tók saman á einum stað stefnur stjórnmálaflokkana sem ætla að bjóða fram til Alþingis árið 2007. Mér finnst lítið mark takandi á auglýsingum og framboðsræðum rétt fyrir kosningar, en held að stefna viðkomandi flokks skipti öllu máli. Þess vegna tók ég...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband