Hvernig væri að banna áfengisframleiðslu, áfengissölu og áfengisneyslu á Íslandi?

 


 

Hófsemi virðist vera dularfullt fyrirbæri í hugarheimi Íslendingsins. Við höfum gífurlega þörf til að vera númer eitt. Ekki veit ég hvort það sé vegna óheflaðs mikilmennskubrjálæðis eða minnimáttarkennd vegna smæðar og fjarlægðar þjóðarinnar við umheiminn. Músin-sem-öskraði einkennið.

Nú hafa stigið upp á yfirborðið getgátur um að orsök mikils kynbundins ofbeldis felist í óhófsömu skemmtanalífi og drykkjuháttum Íslendinga, eins og sjá má hér í athugasemdum við grein Egils Óskars Helgasonar "Eru konur beittar meira ofbeldi hér en á Norðurlöndunum?"

Ríkisstjórnin virðist heit fyrir þeirri leið að banna óæskilega hluti, þannig að það liggur beint við að annað hvort verði skemmtunum og áfengi sett höft í náinni framtíð, vegna þess kynbundna böls sem fylgir, eða þá að áfengi verði aftur bannað á Íslandi, en allt áfengi var bannað á Íslandi frá 1915-1935.

Það þótti sjálfsagt afar góð hugmynd á sínum tíma að banna áfengi á Íslandi, rétt eins og það hefur þótt góð hugmynd að banna súludans, vændi og annað slíkt. Ég er handviss um að þeir sem barist hafa fyrir þessum bönnum vilji vel og séu afar gott fólk, jafnvel sannkristið, sem er umhugað um samferðarfólk sitt á Íslandi. Hins vegar hafa bönn sem sett eru með lögum tilhneigingu til að snúast upp í öndverðu sína, þar sem þessar hneigðir verða hvort eð er uppfylltar í leyni og fundnar leiðir framhjá lögum og reglu til að svala þeim. 

Þeim fylgir bara aukin spenna og kannski einhver sektarkennd, og hættustigið verður hærra.

Við slíkar aðstæður verður hættulegra fyrir fórnarlömb að gefa sig fram við lögreglu eða heilbrigðisyfirvöld, því að ólöglegri starfsemi gæti þá verið ógnað, og þeir sem standa að ólöglegri starfsemi svífast oft einskis til að verja hana, sérstaklega ef hún er arðbær. Þá eykst kúgun sjálfsagt í samræmi við það.

Vil ég minna á afleiðingar áfengisbannsins á Íslandi frá 1915-1935, en því var loks aflétt þegar í ljós kom að hún hafði aðeins skapað enn verra ástand en áður hafði ríkt í áfengismálum. Málið er að bann slekkur ekki á hvötum, heldur býr til nýjar aðstæður, þar sem fólk sækir í spíra, blandar landa, eða gerir annað verra. Stjórnleysi fylgir í kjölfarið. Það er þó ljóst að þessi málefni hverfa ekki, sama hvað við kreystum hnúana og vonum ofboðslega mikið, og erfitt verður að fylgjast með hinni nýju ólöglegu starfsemi og hegðun af lögreglu, nema þá kannski að lögreglumenn fengju bónus fyrir að leysa slík mál.

Þessi úrdráttur úr Morgunblaðinu frá desember 1925 er ágætis frétt sem hollt er að lesa, sérstaklega fyrir alla þá sem telja að hægt sé að leysa mannlegan breyskleika með boðum og bönnum. Mæli með rauðvínssopa eða köldum bjór eftir að þú hefur stækkað greinina og prentað út, nema þú sért undir tvítugu að sjálfsögðu eða viljir banna áfengi.

 

Smelltu á myndina til að sjá hana í fullri stærð.

 

Tilvísanir:

Egill Helgason: "Eru konur beittar meira ofbeldi hér en á Norðurlöndunum?"

Mynd af áfengisbrotadeild Washington lögreglunnar 1922: OldPicture.com

Frétt úr Morgunblaðinu: Timarit.is


The Blind Side (2009) ***1/2

"The Blind Side" er kvikmynd sem virkar. Og hún virkar vel. Hún er mannleg án þess að vera væmin. Hún fjallar um viðkvæm mál tengd fátækt og kynþáttahatri og gerir það vel. Big Mike (Quinton Aaron) er stór og mikill, hæfileikaríkur með bolta en virðist...

Af hverju taka ekki ábyrgð þeir sem fengu borgað fyrir að bera ábyrgð?

"Ábyrgð, n. Aftengjanleg byrði sem auðveldlega er hægt að yfirfæra á Guð, Örlögin, Lánsemi, Heppni, eða nágranna sína. Á dögum stjörnuspekinnar var algengt að færa hana yfir á stjörnu." (Ambrose Bierce) "Vald án ábyrgðar: forréttindi hórunnar gegnum...

Viðskiptafræði 101 í anda ríkisstjórnar, Jóns Ásgeirs og Pálma í Fons

Ég get ímyndað mér að þetta hafi byrjað með því að fá 100 kall að láni, og síðan 150 krónu láni til að borga það lán, og síðan vindur þetta einfaldlega upp á sig þar til þessi 100 kall er orðinn að 2.500.000.000 krónum. Tekur nokkur ár, en eðlileg...

Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil

Það leynist töluverð viska í fyrirsögninni, sem dregin er úr lagi eftir hljómsveitina Nýdönsk. Svo virðist sem að frelsið eigi undir högg að sækja á Íslandi í dag, að minnsta kosti er hægt að túlka nýjustu fréttir um bönn gegn strippbúllum og vændi,...

Fleiri bönn og meiri skatta, vinsamlegast, takk!

Bönnum hjónabönd, því þeim fylgir kynlíf. Allt kynlíf er klám eða vændi. Bara lögverndað! Bönnum venjur, því hægt er að rugla þeim saman við verjur! Bönnum öll nöfn sem byrja á Davíð, því það er svo gaman að vera á móti Davíð. Bönnum kynlíf, því það...

Nei, ég borga ekki!

Um daginn fékk ég rukkun inn á heimabanka minn frá tryggingarfyrirtæki upp á rúmar 130.000 krónur. Ég hef aldrei verið viðskiptavinur þessa fyrirtækis og var það ekki þennan dag sem heimabanki minn sýndi rukkunina. Hefði ég verið ríkisstjórn, hefði ég...

Að vera duglegur (2 af 2)

Ívan las stjórnmálafræði. Hann komst að því að auðvaldið stjórnaði þjóðfélögum víða um heim. Það þótti honum merkilegt. Hann las sér til um manngerðir auðmanna og kom fram með þá kenningu að auðmenn væru í raun vélmenni frá öðrum hnetti, hugsanlega frá...

Þegar góð manneskja deyr: í minningu Sveins Bjarka

Í dag frétti ég af láti og útför gamals vinar, Sveins Bjarka Sigurðssonar. Ég sat á skrifstofu minni sem yfirleitt hefur útsýni yfir Oslófjörð, en í dag var fjörðurinn hulinn þykkri þoku. Að horfa yfir fjörðinn var eins og að stara í hvítt myrkur....

Að vera duglegur (1 af 2)

Ívan var einn af þessum duglegu. Hann vissi hvað hann vildi. Hann vildi vinna sig upp. Hann vildi láta alla vinna saman. Hvort sem þeir vildu eða ekki. Hann hafði myndað sér einfalda lífsspeki sem barn. Að vera duglegur. Þegar hann fékk verkefni í skóla,...

Útópía Slands

Einu sinni fyrir langa löngu í fjarlægu landi, Lýðveldinu Slandi, voru skattaálögur svo háar að allir urðu að svíkjast undan til að eiga fyrir mat, drykk, húsnæði, fötum, menntun og heilsu. 99% af launum fólksins átti einmitt að byggja upp land þar sem...

ESB: Er aukið skrifræði af hinu illa?

Skilgreining á skrifræði: Stjórnkerfi þar sem ferli eru sérhæfð, þeir hæfustu ráðnir í embætti, aðgerðir eru í samræmi við fastar reglur, skýr valdaskipting og miðlun valds. Þannig ætti þetta að vera á Íslandi. Vandinn felst í því að þegar skrifræðið er...

Shutter Island (2010) *1/2

Leikararnir eru fínir. Leikstjórinn töff. Kvikmyndatakan flott. Tónlistin magnþrungin. Sagan slök. Gengur ekki upp. Oft fannst mér "Shutter Island" virka eins og tilgerðarlegur gjörningur og átti alveg eins von á að einhver leikaranna færi að dansa...

Af hverju? Af hverju? Af hverju?

Svör óskast því ég botna ekkert í þessu sjálfur. Af hverju kynjakvóta á stjórnir einkafyrirtækja? Af hverju fjölmiðlastofnun? Af hverju hækka skatta? Af hverju auka atvinnuleysi? Af hverju að taka ekki þátt í lýðræðislegri kosningu? Af hverju að svíkja...

Þjóðaratkvæðagreiðslan: Stórsigur fyrir forseta Íslands og þjóðina, og vantraust á ríkjandi stjórnvöld?

50-60% er verulega góð þátttaka, og um 93% af þeim atkvæðum segja NEI eða að minnsta kosti 115.000 manns af um 230.000 mögulegum taka skýra afstöðu, sérstaklega þegar eftirfarandi er haft í huga: Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu hvatt fólk til að...

Frí frá bloggi

Ætla að taka mér frí frá bloggi. Munum að sama hvað hver segir, höldum áfram að hugsa sjálfstætt og hvetja aðra til þess sama. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ICESAVE er ekki bull og vitleysa eins og sumir halda fram. Þjóðaratkvæðagreiðslan er mikilvæg, ekki...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband