Þjóðaratkvæðagreiðslan: Stórsigur fyrir forseta Íslands og þjóðina, og vantraust á ríkjandi stjórnvöld?

 

business-us-iceland-icesave

 

 

50-60% er verulega góð þátttaka, og um 93% af þeim atkvæðum segja NEI eða að minnsta kosti 115.000 manns af um 230.000 mögulegum taka skýra afstöðu, sérstaklega þegar eftirfarandi er haft í huga:

  1. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu hvatt fólk til að nýta ekki lýðræðislegan rétt sinn og sitja heima, eins og á Íslandi væri nú einræði orðið málið.
  2. Fjöldi forsprakka talandi um að málið væri markleysa, en 50-60% þjóðarinnar fer ekki á kjörstað í leiðindaveðri til að kjósa um markleysu.
  3. Óljóst var fram á fimmtudag hvort að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin yfir höfuð, sem hefur örugglega virkað letjandi á einhverja.

Það er engan veginn hægt að bera þessar kosningar saman við alþingiskosningar eða forsetakosningar vegna alls þess spuna sem komið var af stað til að rugla fólk í ríminu og gera lítið úr gildi kosninganna sjálfra.

Ég var ekki á þeirri skoðun fyrir viku síðan að úrslit þessara kosninga þýddu stjórnarskipti, og er það ekki enn. En ég sé ekki annað en að Steingrímur og Jóhanna verði að víkja vegna afstöðu sinnar gegn sjálfu lýðræðinu. Þau eru rúin trausti. Svo einfalt er það. Þau munu ekki fara frá af eigin frumkvæði.

Þó að stjórnarflokkarnir hafi nokkra mjög hæfa einstaklinga, þá sérstaklega Liljurnar tvær og Ögmund, þá tel ég réttara að leggja íslenska pólitík af tímabundið og koma á þjóðstjórn. Það ætti að koma á einhvers konar neyðarstjórn með fólki sem lítur ekki á málin með pólitískum gleraugum, heldur með almannahag að leiðarljósi.

Forseti Íslands mætti taka virkan þátt í að mynda slíka tímabundna stjórn og fá sér vitra menn til ráðgjafar menn eins og Pál Skúlason og Njörð P. Njarðvík, enda hefur þjóðin greinilega stutt hann með þessu stóra NEI! og spurning hvort að þetta svar gefi þar með forsetanum aukin völd og umboð frá þjóðinni á þessum neyðartímum.

Þetta er fyrst og fremst stórsigur fyrir þjóð sem trúir á lýðræðisleg vinnubrögð og sem sýnt hefur aðdáunarverða, skýra afstöðu og siðferðisvitund fyrir framtíðarkynslóðir.

Þessi þjóð hefur kveikt von um bjartari framtíð. 

Ég veit að pólitíkusar munu allir rífast um að túlka sér þessar kosningar sér í hag, en tími pólitíkusa fjórflokksins er liðinn og tími kominn til fyrir þjóðina að taka virkan þátt í hreingerningum eftir hrun. Fulltrúalýðræði á tímum sem þessum er markleysa og ljóst að þingmenn eru að koma í lög gæluverkefnum eins og um kynjakvóta, nokkuð sem er afar óviðeigandi fyrir þjóð sem vill kenna sig við jafnræði og er afar neyðarlegt bæði fyrir karla og konur sem vita að jafnræði felst í hugarfarsbreytingu, og að forsjárhyggjuvaldboð sem þetta eru ekki til þess fallin að breyta hugarfarinu til hins betra.

Beint lýðræði er að virka, og því verður að beita oftar, þó að ríkjandi stjórnvöld vilji eyðileggja fyrir.

 

 Mynd: Portfolio.com

 

 

 

 

E.S. Þetta er bara örstutt frí frá bloggfríinu, en ég hef hugsað mér að sleppa greinarskrifum þar til í apríl, en mátti til í dag, vegna mikilvægis þessa máls. 


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt væntanlega við utanþingsstjórn, þjóðstjórn er sameiginleg stjórn allra flokka á Alþingi.

Gulli (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 12:44

2 Smámynd: Ómar Ingi

já ef einhertíma mætti kyrja vanhæf ríkisstjórn og berja í potta og pönnur þá væri það síðustu mánuði en ó nei fólki finnst þetta bara vera í lagi.

Ómar Ingi, 7.3.2010 kl. 13:13

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gulli: Já, takk fyrir leiðréttinguna. En hvort tveggja væri betri kostur en hefðbundinn skotgrafahernaður á milli flokka.

Hrannar Baldursson, 7.3.2010 kl. 13:45

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar Ingi: Já, þessi ríkisstjórn er óhæf. En það er bara orðin klisja.

Hrannar Baldursson, 7.3.2010 kl. 13:45

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi rýfur forsetinn þing og skipar utanþingsstjórn.  Þ.e.a.s ef það er hægt.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2010 kl. 21:13

6 identicon

Þetta eru nú meiru bullararnir. Hvorki þekking né skilningur á ICE-save málinu. Bara óskhyggja. Hrunverjar komast ekki að, enda stærsta glapræði okkar, ef svo færi. Það verður að semja. Líkin í lestinni eru Vafningur og Digmundur. Endurreisnin væri komin á skrið, ef þeir æju sóma sinn í að þegja.

Nikulá Helguson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband