Af hverju? Af hverju? Af hverju?

Svör óskast því ég botna ekkert í þessu sjálfur.
  1. Af hverju kynjakvóta á stjórnir einkafyrirtækja?
  2. Af hverju fjölmiðlastofnun?
  3. Af hverju hækka skatta?
  4. Af hverju auka atvinnuleysi?
  5. Af hverju að taka ekki þátt í lýðræðislegri kosningu?
  6. Af hverju að svíkja eigin loforð?
  7. Af hverju ekki rétta heimilum hjálparhönd?
  8. Af hverju spyrja þegar fátt er um svör?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svörin við fyrstu 4 spurningunum er :  Þetta er til þess að auka skriffinnskuna, hjálpa allskonar óhæfum flokksdindlum í atvinnuleit. 

Svörin við seinni 4 spurningunum er : Vegna þess að samstaða okkar fólksins er ekki nógu mikil, við þurfum að fara að hrópa vanhæf ríkisstjórn fyrir utan Alþingishúsið, og búa til nýja byltingu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.3.2010 kl. 00:36

2 identicon

Sammála Jónu Kolbrúnu. Það þarf nýja byltingu til að stjórnvöld vakni!

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 09:47

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrannar, við stöndum hér öll og spyrjum sömu spurninga og þú.  Sennilega er fyrsta spurningin mikilvægust; hafa þingmenn virkilega meiri áhyggjur af kynjaskiptingu í stjórnum fyrirtækjanna en afkomu þeirra?

Þeir sem stóðu að búsáhaldabyltingunni á sínum tíma hafa uppgötvað að stjórnarskipti dugðu ekki - að það væri sama hver fjórflokksins stýrði þjóðmálunum.

Sömu menn boða nú aftur til aðgerða.  Ég vísa hér með beint til upprunans:

http://siggi-hrellir.blog.is/blog/siggi-hrellir/

Kolbrún Hilmars, 11.3.2010 kl. 19:38

4 Smámynd: Ómar Ingi

Já hvar er byltingin núna kannski vegna þess að þeir sem stóðu að henni þá eru nú við völd og notuðu fólk sem nú er dregið til ábyrgaðar fyrir reyndar hegðun SINNI en ekki þeirra.

Spurning hvort að Sigmundur Davið og Bjarni Ben eða jafnvel hinn síhressi Pétur Blöndal fari nú ekki af stað.

Ómar Ingi, 11.3.2010 kl. 19:39

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gott að vita til þess að ég er ekki einn í undrun minni.

Hrannar Baldursson, 11.3.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband