Hot Fuzz (2007) ****

Leikstjórinn Edgar Wright hefur ásamt Simon Pegg og Nick Frost skilið eftir sig slóð frábærrar skemmtunar, en þeir Edgar og Simon skrifa handritin að öllu þeirra efni saman. Fyrst gerðu þeir Spaced, stórfyndna gamanþætti sem léku sér að því að troða stíl bandarískra stórmynda inn í breskan hversdagsleika. Þeir fylgdu þáttunum eftir með Shaun of the Dead, rómantískri gamanmynd með uppvakningum, en þar tengdi hún saman fjölmarga stíla bandarískra Zombie-kvikmynda og annarra hrollvekja, og fléttaði inn í söguþráð af starfsmanni í raftækjaverslun sem lifði það innihaldslausu lífi að hann minnti helst á uppvakning sjálfur. Hinn finnur loks tilgang í lífinu með því að flýja undan og berjast gegn heilaladauðum uppvakningum.

Hot Fuzz tekur aftur á móti fyrir það sérstaka form kvikmynda sem mætti á góðri íslensku kalla löggu- og bófamyndir. Vísanir úr Hot Fuzz í slíkar myndir eru óteljandi, sem dýpkar einfaldlega áhuga minn fyrir kvikmyndargerðarmönnunm. Þegar maður áttar sig á tengslunum koma stundum í ljós hugmyndir sem kitla hláturtaugarnar. Helsti styrkur myndanna eftir þá félaga er að þær fara aldrei út í tóma vitleysu, þó að þær séu kannski byggðar á tómri vitleysu.

Þeir nota ógurlegt magn skota úr öðrum myndum. Til dæmis gera þeir svolítið skemmtilegt grín að Michael Bay og John Woo skotum. Simon Pegg hefur Bruce Willis og Chow Yun Fat taktana á hreinu, það eru atriði þarna beint úr Kill Bill, Bad Boys, The Killer, Point Break, The Frighteners, Bad Taste, Twin Peaks, The French Connection, Beverly Hills Cop, Scream, Dirty Harry myndunum, Spaghetti vestrum Sergio Leoni; og þannig má lengi telja, reyndar svo lengi að mig langar helst að hlusta á greiningu frá þeim Edgar Wright og Simon Pegg sjálfum.

Nicholas Angel (Simon Pegg) er ofurlögga í London. Hann handtekur 400% fleiri glæpamenn en venjuleg lögga, er snillingur með skotvopn, hefur ályktunargáfu á við Sherlock Holmes (eða Ace Ventura Pet Detective), getur keyrt eins og Popey Doyle í French Connection; er vinsæll meðal fólksins þar sem hann heldur öllu í röð og reglu; en er öfundaður af starfsfélögunum sem finnst hann setja alltof há viðmið, sem þeir geta ómögulega fylgt eftir. Þess vegna er Angel hækkaður í tign og sendur gegn hans vilja til lítils landsbyggðarþorps sem hefur í mörg ár verið valið besta þorp Englands, enda hefur ekkert markvert gerst þar í tuttugu ár. Það er friðsælla en friðsælustu þorp geta verið. Aftur á móti er slysatíðnin í þorpinu frekar há.


Fólk á það til að deyja af slysni við ólíklegustu aðstæður, og engan virðist gruna að eitthvað skuggalegt gæti verið á seyði, nema Angel. Hann fær lögreglumanninn Danny Butterman (Nick Frost) sem starfsfélaga, þybbinn og vinalegan gaur sem getur ekki beðið eftir að komast í spennandi kringumstæður. Hann biður Angel stöðugt um að segja sér sögur frá ævintýrum hans í London, og brátt verða þeir félagar hinir mestu mátar.

En þegar líkin fara að hrannast upp í þessu vinalega þorpi, rétt fyrir úttekt frá þeim sem mæla bestu þorpin, kemst Angel á snoðir um samsæri sem ógnar orðspori bæjarins. Hann grunar að verslunareigandinn Simon Skinner (Timothy Dalton) hafi eitthvað gruggugt í pokahorninu, og ákveður að rannsaka málið upp á eigin spýtur þegar blaðamaður er myrtur á subbulegan hátt. Hann reynir að fá rannsóknarlögreglumenn bæjarins í lið með sér, en þeir gera bara grín að honum, halda að hann sé að missa vitið þar sem að aldrei hafi nokkuð gerst í þessum bæ á meðan þeir hafa starfað þar.

Þemað sem liggur undir niðri er líka stórsnjallt, en það snýst um hversu hættulegar öfgar, forsjárhyggja, fasismi og nytjahyggja geta verið, þegar hópur venjulegs fólks kemur saman og myndar stjórnmálaafl sem ekki er tilbúið til að hlusta á andstæð sjónarmið. Þetta minnir mig svolítið á öfgarnar sem maður hefur verið að heyra fyrir kosningabaráttuna hjá einstaklingum úr sumum flokkum, sem hafa sannfært mig um að kjósa þá ekki. Róttækir og öfgafullir feministar, umhverfisstjórnun sem miðar að því að stoppa vöxt fyrirtækja, bætt útlit umhverfisins á kostnað annarra gilda, vanhæfni og heimska - allt passar þetta inn í það sem Hot Fuzz gagnrýnir á frekar smekklegan en jafnframt blóðugan hátt.  

Ég mæli sterklega með Hott Fuzz fyrir alla þá sem gaman hafa af spennumyndum og fylgjast eitthvað með kvikmyndagerð. Viðkvæmum gæti þótt hún of ógeðsleg, jafnvel viðbjóðsleg, á köflum, og nokkuð ljóst að hún er ekki ætluð hverjum sem er. Það munu ekki allir fatta þennan húmor, en þeir sem gera það, eiga eftir að koma af sýningunni uppfullir af svolítið óhreinni ánægju. 

Ég fór út af myndinni skælbrosandi og var farið að verkja í brosvöðvana klukkustundu síðar. 

Kíktu á sýnishorn úr Hot Fuzz:



Smelltu hér til að lesa gagnrýni um miklu fleiri kvikmyndir.

Tónleikar Sir Cliff Richard 28.3.2007

Það var um miðjan áttunda áratuginn að söngvamyndin “Summer Holiday” var sýnd á Ríkissjónvarpinu. Ég tók hana upp á spólu, en systir mín komst yfir hana og spilaði nánast daglega næstu árin. Hún er ennþá með alla textana á hreinu. Fyrr í...

Söngvari syngur með þremur eða fjórum röddum í einu!

Vinnufélagi minn sendi mér þetta í dag. Hugsanlega hefur þetta gengið lengi á netinu, en þetta kom mér sannarlega í gott skap og er tengt síðustu færslu minni: You-Tube verðlaunin: myndböndin og örstuttar umsagnir þannig að ég ákvað að leyfa þessu að...

You-Tube verðlaunin: myndböndin og örstuttar umsagnir

You-Tube verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í gær, en You-Tube er vefsíða þar sem notendur hvar sem þeir eru staddir í heiminum, geta deilt myndböndum með öðrum netverjum. Þetta er orðin gífurlega vinsæl þjónusta og hefur reynst hæfileikaríkum...

Íslandsmót grunnskólasveita í skák 2007

Íslandsmót grunnskólasveita í skák fór fram um helgina. Ég þjálfa börn og unglinga í Salaskóla ásamt Tómasi Rasmus, góðum vini og félaga, en við fórum með 20 börn til taflmennsku þessa helgina og skipuðu þau fimm sveitir. Almennum lesanda gæti þótt...

Apocalypto (2006) ***1/2

Apocalypto er meðal betri spennumynda sem gerðar hafa verið. Hún gerist í fornum frumskógum Maya þjóðflokksins í Guatemala og Mexíkó, lítur út fyrir að hafa gerst fyrir um 1000 árum, en í lokaatriði myndarinnar kemur í ljós að hún gerðist aðeins fyrir um...

4. Óskarsverðlaunin: Cimarron (1931) ***1/2

Ég ætla að horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðum frá upphafi. Cimarron frá 1931 er sú fjórða í röðinni. Hinn ævintýraþyrsti Yancey Cravat (Richard Dix) tekur þátt í Oklahoma kapphlaupinu um landskika árið...

Um Eurovision: Að vera eða vera ekki búinn að lesa týndan Valentínus úr lófa þínum

Í dag las ég að Kristján Hreinsson, sá sem samdi upphaflega textann við íslenska Eurovision lagið í ár, hafi verið búinn að snúa honum yfir á ensku með tilvísun í Hamlet, en lagið átti að heita í hans þýðingu, "To be or not to be", sem mér finnst nú...

Heimildamynd: Lost in La Mancha (2002) ****

Um daginn var ég á vappi í London. Í Virgin Megastore sá ég áhugaverða DVD mynd. Hét hún Lost in La Mancha , og fjallaði samkvæmt kápunni um misheppnaða tilraun Terry Gilliam til að kvikmynda söguna The Man Who Killed Don Quixote . Einhvern tíma hafði ég...

Skatturinn og vilji þjóðarinnar

Hvað ef við gætum sjálf tekið beinar ákvarðanir um í hvaða málefni skattpeningur okkar færi? Mér verður hugsað til glænýrra möguleika nú þegar skatturinn er orðinn rafrænn og stutt í kosningar. Málið er að þeir sem kosnir eru til alþingis ákveða hvað...

300 (2007) ****

Þrátt fyrir að boðskapur kvikmyndarinnar 300 styðji stríðsrekstur og sýni dýrð í drápum - boðskapur sem ég er innilega ósammála, get ég ekki þráttað fyrir hversu kraftmikil og vel gerð hún er. Þó að hún sé byggð á sögulegum staðreyndum, gerir hún engar...

Stórmyndir: Brazil (1985) ****

Brazil er merkileg mynd fyrir fleiri sakir en að hún er frumleg, fyndin og djúp. Leikstjóri kvikmyndarinnar lenti í hálfgerðu stríði við Universal Studios, þá sem höfðu útgáfuréttinn fyrir kvikmyndina í Bandaríkjunum. Þeir höfðu ekki trú á að hún höfðaði...

3. Óskarsverðlaunin: All Quiet on the Western Front (1930) ****

Ég ætla að horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa verið besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðum frá upphafi. All Quiet on the Western Front frá 1930 er sú þriðja í röðinni. All Quiet on the Western Front fjallar um hóp bekkjarfélaga í þýskum...

Hinar dauðu frá Juárez og 'indjánar'

Þetta skrifaði ég eftir að hafa lesið greinina sem Salvör skrifaði: " Hvíta gullið í Mexíkó ". Las Muertas de Juárez  Ég bjó mörg ár í Mexíkó en kom aldrei til Juarez borgar. Aftur á móti hef ég heyrt mikið af fólki í Mexíkó tala um hvað svæðið við...

Af hverju banna 'þeir' eða ritskoða skoðanir og þekkingu?

Í pistli um ritskoðun leiddu hugleiðingarnar mig út í pælingar um bókabrennur og eyðileggingu á gögnum til að vinna málstað stjórnenda fylgi. Þá hugsaði ég með mér að ritskoðun og bann á ákveðnum upplýsingum væri sami hluturinn. En eftir nánari umhugsun...

Ritskoðun: réttlætanlegt stjórntæki?

  Ritskoðun er þegar upplýsingar eru fjarlægðar eða þeim haldið frá almenningi af einhverjum sem hefur stjórnunarvald; og þá til að halda fólki óupplýstu um ákveðin atriði sem henta stjórnvaldinu ekki. Samkvæmt Alfræðinetbókinni Wikipedia eru fimm gerðir...

2. Óskarsverðlaunin: The Broadway Melody (1929) *1/2

Ég hef ákveðið að horfa á allar myndir sem valdar hafa verið besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðum frá upphafi. The Broadway Melody frá 1929 er mynd númer tvö í röðinni. Ég get vel skilið af hverju The Broadway Melody var vinsæl og þótti góð árið 1929....

Stórmyndir: Pan's Labyrinth (El Laberinto del Fauno) (2006) ****

Pan's Labyrinth kemur svolítið aftan að manni ef maður veit ekki fyrirfram um hvað hún fjallar. Áður en ég sá myndina hélt ég að hún væri ævintýri líkt Lísu í Undralandi. Þó að hún gefi Lísu ekkert eftir þegar kemur að ímyndunarafli, sköpunargáfu og...

Hvernig tengist klám kynferðislegu ofbeldi?

Þessi grein mun ekki snúa að furðu minni á manneskju sem á í vandræðum með að rökstyðja sitt mál eins og í fyrri grein minni "Klám er kynferðislegt ofbeldi!" , heldur að velta aðeins fyrir mér hugtakinu sem flestir virðast vera sammála um að misskilja:...

Eiður Smári og Liverpool sigruðu!

Þessi leikur hefði ekki getað endað betur. Okkar maður fær tækifæri og nýtir það vel, og vinnur leikinn fyrir Barcelona, en það dugar ekki til að stoppa mína menn frá því að komast í 8 liða úrslitin, á frekar mögru ári fyrir Liverpool. Vonandi verða...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband