Hinar dauðu frá Juárez og 'indjánar'

Þetta skrifaði ég eftir að hafa lesið greinina sem Salvör skrifaði: "Hvíta gullið í Mexíkó".

a-las-muertas-de-juarez

Las Muertas de Juárez 

Ég bjó mörg ár í Mexíkó en kom aldrei til Juarez borgar. Aftur á móti hef ég heyrt mikið af fólki í Mexíkó tala um hvað svæðið við landamæri Bandaríkjanna sé hættulegt og að þeir sem rétt skreppi yfir landamærin frá Bandaríkjunum fái mjög skakka mynd af Mexíkó. Frá bandarískum vinum mínum sem ekið hafa yfir landamærin hef ég einmitt heyrt að þeim þyki Mexíkó einmitt ekki heillandi, enda hafi þeir bara rétt skotist yfir landamærin og verið fljótir að koma sér til baka.

Mikið er rætt um konurnar frá Juarez í Mexíkó, þá í fjölmiðlum, af stjórnmálamönnum, fræðimönnum og í umræðum framhaldsskólanema, og tel ég að megin ástæðan fyrir því hvað lítið er gert í þessu máli sé tengt vanmætti fólks gagnvart þessum illu öflum sem standa að morðunum og þeirri miklu hættu sem fylgir því að vinna á þessu svæði. Venjulegt fólk verður einfaldlega ráðalaust þegar slíkir hlutir gerast. Lögreglan er líka venjulegt fólk og menn ekkert endilega tilbúnir til að leggja líf sitt í hættu þegar þeir vita ekki einu sinni hver óvinurinn er. Mikið hefur verið spurt um hvað valdi þessum glæpum, en ein trúverðug kenning snýst um að þarna séu glæpahringir að verki sem meðal annars þrífast á því að selja ofbeldisfullt klám og barnaklám, og dreifa því um allan heim. 

Upplýsingar um þessa glæpi eru mjög óljósar og ólíkar upplýsingaveitur gefa upp ólíkar tölur. Opinberar upplýsingar eru gjörólíkar þeim sem maður heyrir stöðugt í umræðunni, þar sem haldið er fram að spilling sé meðal stjórnvalda og að þeir ljúgi til um tölurnar. Þarf öfluga rannsóknarblaðamennsku til að hið sanna komi í ljós. En ég treysti mér ekki til að afhjúpa hvað er satt með þeim upplýsingum sem ég hef, þar sem að áreiðanleika þeirra er auðveldlega hægt að draga í efa. 

Enginn er þó í vafa um að þúsundir stúlkna og kvenna hverfi sporlaust, og finnist síðan aftur á lífi. Hvort að fjöldi þeirra sem eru myrtar skipti tugum eða hundruðum finnst mér ekki aðalatriðið, heldur að komið verði í veg fyrir að ein einasta manneskja til viðbótar þurfi að verða fórnarlamb þessara sálarlausu kvikinda. Það er bara meira en að segja það.

la-panacea

Indjánar 

Um þessa málsgrein: "Ég skil ekki alveg hver er kallaður indjáni og hver ekki á þessum slóðum, ég held helst að þeir sem eru fátækir og nýkomnir úr sveitinni á mölina séu kallaðir indjánar. Þeir sem hafa staðfest sig í borginni og klæða sig og klippa hár sitt að sið borgarbúa eru ekki indjánar." (Salvör

Innfæddir einstaklingar í Mexíkó vilja alls ekki vera kallaðir 'indjánar', það þykir niðrandi hugtak og móðgandi; rétt eins og 'niggari'. Orðið sem notað er yfir innfædda í Mexíkó er 'indijenas', sem er skyldara hugtakinu 'innfæddur' en 'indjáni'. 'Indjáni' er hugtakið sem Cortes og hans menn notuðu yfir fólkið í Mexíkó þegar þeir komu fyrst á staðinn, enda héldu þeir að þeir væru komnir til Indlands.

Ekki má gleyma stórfengleikanum sem má finna í Mexíkó. Þarna eru fornir pýramídar, magnaðir neðanjarðarhellar, frumskógar, fjalllendi, fossar og fljót; hallir, klaustur og borgir frá kólóníutímanum, ljúffengur matur, vingjarnlegt og gestrisið fólk, fyrsta flokks baðstrendur; og reyndar líka hættur og glæpir; sem eru þó sjálfsagt hlutfallslega í samræmi við það sem gengur og gerist annars staðar í heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Upplýsandi greinarkorn og þú ert sérdeilis flinkur í skrifum. Mikil vinna í þessu hjá þér. Sjálfur hef ég rétt skriðið yfir landamærin, til Tijuana, en þar er menningin væntanlega ekki eins og annarsstaðar í Mexikó. Upplifun þó.

arnar valgeirsson, 16.3.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyrðu Hrannar, ef maður les höfundarupplýsingarnar um þig virðst sem þú hafir barasta ekkerthafa verið að gera um ævina. BROS.

Sigfús Sigurþórsson., 16.3.2007 kl. 02:20

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Arnar: Kærar þakkir.

Sigfús: Nú?

Hrannar Baldursson, 16.3.2007 kl. 08:26

4 identicon

Þetta eru gullmolar sem þú ert að skrifa hérna. Verð að segja að skrif þín eru með þeim betri sem maður sér í þessum "bloggheimi"

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 16:18

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir það Oddur Ingi

Hrannar Baldursson, 17.3.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband