Þorláksmessa í Köben og jól í Madrid

Kaupmannahöfn á Þorláksmessu

Þorláksmessa í Köben 

Á sunnudaginn lagði kjarnafjölskyldan af stað til Madrid, með stoppi í Kaupmannahöfn og öðru í Frankfurt. Við tókum Metro inn í miðbæ Köben og höfðum gaman af að upplifa danska jólastemmingu. Það sem kom mér mest á óvart var hversu rólegir Danirnir voru í Þorláksmessustressinu, eins og kalla mætti það heima, þar sem fólk virðist snúast nokkuð marga hringi um sjálft sig í leit að gjöfinni sem gleður meira en nokkuð annað. Asann og lætin að heiman var hvergi að finna á andlitum fólks sem gekk glaðbeitt um höfuðborg Danmerkur.

Ég hef aldrei áður stoppað í Kaupmannahöfn. Mest kom mér á óvart hversu mikið er af hjólum í borginni. Það voru bókstaflega allir á hjólum. Einnig fannst mér skemmtilegt að sjá langa röð af fólki fyrir utan kjötverslun, en fyrir utan var verið að steikja svín á teini. Fólkið ætlaði greinilega að kaupa jólamatinn á réttum stað. Þetta hlýtur að vera hefð hjá Dönum, sem ég hafði aldrei heyrt um. 

Við keyptum gjafir handa börnunum, fórum upp kirkjuturn með útsýni yfir Kaupmannahöfn og fengum okkur svo ís. Síðan lá leiðin aftur á flugvöllinn. Millilending í Frankfurt og svo haldið til Madrid með Lufthansa. Ég verð að minnast aðeins á matinn og þjónustuna hjá Lufthansa. Þetta var eins og á fínasta veitingastað, og þar að auki var maturinn sem við fengum í vélinni feiknagóður.

Í almenningsgarði Madrid á jóladag

Aðfangadagur í Madrid

Aftur undraði ég mig á viðmóti fólks. Ég fann að fólk var rólegt og óstressað, en samt ennþá að kaupa jólagjafir. Það var engin jólaös eða stress eins og maður finnur heima í Smáralind og Kringlunni fyrir jólin. Tilfinningin er meiri eins og þegar ég á unglingsaldri gekk niður Laugarveginn á Þorláksmessu með vini mínum í leit að skemmtilegum gjöfum. Við fórum nokkuð oft í neðanjarðarlestir, sem koma manni hratt á milli borgarhluta, en börnunum leist lítið á, enda hafa gangar verið illa þrifnir vegna verkfalls hreingerningarfólks. Við hittum ættingja frá Mexíkó sem búa í Madrid og nutum aðfangadagskvölds á ítölskum veitingastað. Þar urðum við vitni að smá stressi, þar sem að þjónarnir á veitingastaðnum virtust vera við það að fara á taugum og maður fann að þegar kallað var á þá pirruðust þeir upp og litu flóttalega á næsta starfsmann í von um að hann tæki kallið. Jólamaturinn var samt fínn og áttum við góða stund.

Eftir matinn áttuðum við okkur á að klukkan var allt í einu orðin hálf tíu, en lestirnar myndu hætta að ganga kl. 10. Við borguðum matinn og kvöddum ættingja okkar eftir að hafa skipst á jólagjöfum. Við börnin fengum ekta íþróttabol frá Real Madrid, en konan fékk bók. Leigubíla er vonlaust að fá á aðfangadagskvöldi, þannig að við drifum okkur í lestina og náðum heim á hótel. 

Vitringurinn Baltasar ásamt syni sínum áður en lagt er í leitina að konungi mennskunnar (el rey de la humanidad)

Jóladagur

Við sváfum út, en fórum svo í almenningsgarð þar sem fór fram leikbrúðusýning um fæðingu Krists. Börnin höfðu mjög gaman af þessu, þar sem litið var á spaugilegu hliðarnar á bakvið söguna. Þeir sem stjórnuðu brúðunum hlustuðu á börnin í áhorfendahópnum og fengu þau til að taka virkan þátt í ævintýrinu. Þetta var vel heppnuð sýning. Í raun má segja að þetta hafi verið hálfgerð Monty Python nálgun, þar sem húmorinn minnti mikið á þá félaga. Sem dæmi má nefna að einn af vitringunum þremur var duglegur að skoða stjörnur himinhvolfsins, en tók ekki eftir þessari stóru og merkilegu stjörnu fyrr en hún sló hann í hausinn. Börnin skemmtu sér stórvel.

Síðan var bara gengið um skemmtigarðinn í nokkrar klukkustundir. Það allra merkilegasta fannst mér staður þar sem verið var að safna saman blöðrum undir gegnsæju tjaldi. Með blöðrunum fylgir bréf frá börnum, til vitringanna þriggja, en á þrettándanum fá börn gjafir sem þau óska sér að fá. Þetta finnst börnum mjög sniðugt, enda getur verið að þau hafi ekki fengið þá gjöf sem þau dreymdi um að fá á aðfangadagskvöld, og því fá þau tækifæri til að biðja um það á þrettándanum. Reyndar er þetta sjálfsagt heljarinnar brella af hendi kaupmanna, til að græða tvöfalt á jólunum, en fólk er sátt við þessa hefð og fylgir henni. 

Blöðrur barna sem sendar verða til vitringanna þriggja á þrettándanum.


Gledileg jól

Gledileg jól fra Madrid! Jólakvedjur til bloggvina sem og annara vina, fjolskyldu og annarra félaga.

Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 13. sæti: E.T.: The Extra Terrestrial

Næsta vísindaskáldsaga í kvikmyndum var í uppáhaldi hjá mér til margra ára. Ég sá hana fyrst þegar hún var frumsýnd í Laugarásbíói árið 1982, þá tólf ára gamall. Mér fannst hún það góð að ég fór aftur næsta dag og safnaði spjöldum sem seld voru í...

Bless. Við gengum saman farsæla braut, sigruðum heiminn saman, en nú skilja leiðir.

Úr Einn kemur, þá annar fer (Davíð Stefánsson) Og fæsta þeirra grunar, sem fellur þyngst að hverfa, hve fáir leggja á minnið að þeir hafi verið til. Þeir gleyma, hverjir sáðu, sem uppskeruna erfa, og æskan hirðir lítið um gömul reikningsskil. Eftir að...

Fræðilegar vísbendingar um hætturnar á bakvið RÍTALÍN þegar um ofneyslu er að ræða

Vegna mikils álags á öðrum vígstöðum hefur það tekið mig töluverðan tíma að næla mér í mínútur hér og mínútur þar til að leita eftir heimildum um skaðsemi rítalíns og annarra ofvirkniklyfja. Ég er á þeirri skoðun að þessi lyf séu skyndilausn á vanda sem...

Leyndardómurinn að baki velgengni ofvirknislyfja (methylphenidate) eða réttlæting nytjahyggjunnar

Ég rakst á þessa grein sem skrifuð var árið 1991 af Lawrie Reznek. Hún er úr ritinu The Philosophical Defence of Psychiatry (Heimspekileg málsvörn geðlæknisfræðinnar) og titluð “The Virtues of the Medical Paradigm” eða “Dygðir hinna...

14 atriði sem þú vissir ekki um RÍTALÍN og OFVIRKNI af því þú nenntir aldrei að pæla í þessum málum

Heilinn er lítt kannaður heimur sem við verðum að ferðast um með gát. Eftir að hafa kíkt á bloggfærslu Sporðdrekans , sem benti á heimildarmyndina The Drugging of Our Children , sem hægt er að horfa á í fullri lengd með því að smella hér , og horft á...

Back to the Future, Part III (1990) ***

Doc Emmett Brown (Christopher Lloyd) hefur tekist að senda Marty McFly (Michael J. Fox) frá árinu 1955 til 1985, en honum að óvörum birtist Marty sekúndum síðar í allt öðrum fötum og segist vera önnur útgáfa af sjálfum sér sem búin er að fara til 1985,...

Back to the Future, Part II (1989) **1/2

Með ferð sinni til 1955 tókst Marty (Michael J. Fox) að forða móður sinni, Lorraine (Lea Thompson) frá drykkjusýki, föður sínum (Jeffrey Weissman), sem ekki er lengur leikinn af snillingnum Crispin Glover, frá því að vera algjör lúser og systkinum sínum...

Dauði Superman - Superman: Doomsday (2007) ***

Superman: Doomsday (2007) *** Árið 1992 kom út teiknimyndasaga frá DC Comics um Dauða Superman , sem fylgt var eftir með Heimi án Superman og síðan Endurkomu Superman . Þetta voru hreint frábærar teiknimyndasögur, sem leyfðu sér að drepa aðalhetju allra...

Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 14. sæti: Back to the Future

Áfram með listann um 20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum. Næsta mynd er léttari í tón en maður á að venjast þegar vísindaskáldsögur eru annars vegar, og reyndar er meira lagt upp úr fjölskyldutengslum en vísindunum sjálfum. Vísindin í Back to the...

Feður og mæður: Einkunnir barna ykkar munu hríðfalla. Hvað getum við gert?

Menntamál á Íslandi í dag Menntamál á Íslandi eru í ólestri, og það er engum einum að kenna nema kannski helst ákveðnu stjórnleysi og öfgafullri efnishyggju. Hógvær hægristefna er ágæt. Stjórnlaus hægristefna eins og sú sem við upplifum í dag leiðir til...

Systir mín í aðalhlutverki stuttmyndarinnar Svartur sandur - ókeypis niðurhal

Hægt er að sækja myndina án endurgjalds hérna. Þeir sem vilja geta greitt fyrir hana á síðunni. Svartur sandur fjallar um eilífa ást, endurholdgun, drauga, dauðann og sálir í tímaflakki. Anna Brynja Baldursdóttir leikur konu sem elskar sama manninn (...

Það er mikilvægt að standa vörð um kristið siðferði, en án áróðurs, predikana og trúboðs

Siðmennt og skynsamlegar forsendur borgaralegrar fermingar Fyrir rúmum áratug kom ég að skipulagi Siðmenntar um borgaralega fermingu og hélt námskeið fyrir unglingana í siðfræði. Síðan flutti ég til Mexíkó og var þar í fjölda ára. Í fyrra heimsótti ég...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband