14 atriði sem þú vissir ekki um RÍTALÍN og OFVIRKNI af því þú nenntir aldrei að pæla í þessum málum

 

Heilinn er lítt kannaður heimur sem við verðum að ferðast um með gát. 

 

Eftir að hafa kíkt á bloggfærslu Sporðdrekans, sem benti á heimildarmyndina The Drugging of Our Children, sem hægt er að horfa á í fullri lengd með því að smella hér, og horft á hana, og eftir að hafa í nokkur ár furðað mig á alltof mikilli rítalínsneyslu íslenskra barna og alltof óábyrgs tals um eðli ofvirkni, þar sem venjuleg börn sem kunna ekki alveg að haga sér (óþekk börn) eru skilgreind sem ofvirk, sé ég mér ekki annað fært en að skrifa stutta grein um þessi mál.

 

  1. Rítalín er mild útgáfa af amfetamíni. Gárungar hafa kallað það kókaín fyrir börn.
  2. Rítalín inniheldur Methylphenidate. Sterkara en koffín. Veikara en amfetamín. Erfitt að venja sig af því vegna fráhvarfseinkenna.
  3. Samkvæmt alfræðiritinu Britannica er ekki vitað nákvæmlega hvað rítalín gerir við heilann, þó að vitað sé að það hefur þau skammtímaáhrif að fólk róast og verður einbeittara.
  4. Þó að rítalín hafi góð skammtímaáhrif getur það haft slæm langtímaáhrif, rétt eins og okkur getur fundist gott að borða mikið af nammi, en vitum samt að það er ekki gott í raun.
  5. Rítalín hefur varanleg, og hugsanlega skaðleg áhrif á heilastarfsemina, nokkuð sem hægt er að greina með heilaskanna.
  6. Rítalín gagnast í sumum tilfellum en getur verið skaðlegt í öðrum. Enginn getur vitað fyrirfram, hvort sem að viðkomandi er sérfræðingur í ofvirkni eða ekki, hver áhrifin verða; og því verður að fylgja notkun geðlyfja eftir með reglulegum vitjunum, ekki sjaldnar en vikulega.
  7. Rítalín er vinsælt í dag vegna vel heppnaðrar auglýsingaherferðar bandarískra lyfjafyrirtækja, og einkennum neyslusamfélags sem finnur hamingjuna í að kaupa lausnir í stað þess að finna þær sjálf.
  8. Ofvirkni hefur ekki verið skilgreind sem lífrænn sjúkdómur og þar af leiðandi ekki réttlætanlegt að bregðast við ofvirkni með lyfjum.
  9. Sykur- og sælgætisneysla eða vannæring valda því beinlínis að börn sýna einkenni ofvirkni, án þess að þau séu í raun ofvirk. Að gefa börnum rítalín sem mótefni við vannæringu eða sykurneyslu er mjög varasamt.
  10. Of mikið sjónvarpsgláp getur gert börn sljó (sama hvað sjónvarpsefnið er), og út frá því geta þau verið greind með ofvirkni, án þess að vera í raun ofvirk. Þau hafa bara vanist á aðgerðarleysið sem fylgir því að glápa á sjónvarp.
  11. Of mikil tölvuleikjaspilun eða Internetflakk geta gert börn óróleg í hegðun (sama hverjir leikirnir eru eða hvaða vefsíður eru heimsóttar) þar sem þau upplifa mikið frelsi til að stjórna í tölvuleikjum, venjast því, og finnst óþægilegt þegar komið er í aðstæður þar sem þau fá ekki að stjórna neinu. Þessi hegðun getur verið ranglega greind sem ofvirkni.
  12. Michael Moore telur vera samband á milli geðlyfjaneyslu og fjöldamorða í skólum, niðurstaða sem hann komst að nokkru eftir að hann gaf út Bowling for Columbine. Þó að Michael Moore liggi ekki á sínum skoðunum og ljóst er hverjum hann er á móti, þá hafa fáir kafað jafn djúpt í fjöldamorðin í Columbine og hann hefur gert. Að hann skuli sjá líklegt samband á milli geðlyfja og hegðun morðingjanna gefur sannarlega tilefni til frekari rannsókna.
  13. Notkun á rítalíni getur leitt til notkunar á enn sterkari og hættulegri efnum. 
  14. Ofneysla á rítalíni getur leitt til ógleði, pirrings, skjálfta, ofurhröðum viðbrögðum, vöðvatitrings, yfirliði (sem getur leitt til langvarandi meðvitundarleysis), alsælu, óskýrrar hugsunar, ofskynjunar, óráðs, svita, niðurgangs, hausverkja og jafnvel dauða. 

 

NOKKRAR ÁBYRGÐARLAUSAR SPURNINGAR:

Hverjir hagnast á því að gefa börnum rítalín?  

  • Lyfjafyrirtækin, því þau geta selt meira?
  • Skólarnir, því þeir fá meiri fjárframlög frá bæjarfélögum fyrir ofvirk börn?
  • Bæjarfélögin, því þau fá meiri fjárframlög frá ríkinu fyrir ofvirk börn?
  • Ríkið, því það fær fleiri skattborgara til að starfa þegar allt er (eða virðist vera) í lagi heima hjá þeim?
  • Geðlæknar, því þeir sjá ljósið, lausnina á vandamálinu? 
  • Kennarar, því það gerir skólastarf auðveldara?
  • Foreldrar, því þá er auðveldara að stjórna börnunum og þau geta verið sáttari við sjálf sig fyrir að vita að þetta er sjúkdómur sem þau hafa enga stjórn á?
  • Börnin sjálf, sem geta loksins hlýtt skilyrðislaust?
  • Sálfræðingar, því þeir þurfa ekki að greina dýpri vandamál og leysa þau, þar sem hægt er að leysa öll hegðunarvandamál með pillum? 

 

Sýnishorn úr The Drugging of Our Children:


mbl.is Rítalín algengara hér en í nágrannalöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð nú að viðurkenna að bloggið er einstaklega áhugavert þó það innihaldi ekki mikinn sannleika um ofvirkni og Rítalín. Ég verð nú að vera sammála Spassky og spyrja hvað veistu um ofvirkni og líðan einstaklinga með þennan sjúkdóm? að mínu mati veistu ekki mikið, þar sem ég er sjálf með Ofvirkni og Athygglisbrest get ég sagt það. Ég byrjaði ekki fyrr en ég var 17 ára gömul á Rítalíni og það verður að viðurkennast að Rítalín er eitt það gáfulegasta sem gert hefur verið í minni meðferð við ofvikni og athygglisbrest.

Sem barn var líf mitt allt annað en auðvelt bæði fyrir mig og foreldra mína og hefði rítalín getað breytt mörgu af þeim vandamálum sem steðjuðu þá, einnig hefur rítalín þau áhrif á einstaklinga með AMO( athygglisbrest með ofvirkni) að þeir ná að stjórna skapinu betur vegna þess að þegar þeir eru ekki á lyfjum verða þeir svokallaðir innsýnir, það er að segja þeir sjá ekkert nema það sem viðkemur þeim sjálfum, þeir sjálfir eru fórnarlömbin og því eru allir í kringum þá vitlausir og heimskir.

Og þar af leiðandi þá hefur Rítalín ekki þau áhrif á börn með AMO að þau hlýða skiliyrðislaust af því þau eru uppdópuð heldur hafa þau réttan skilning á því að það sem þau voru að gera má ekki sem í mörgum tilfellum þau myndi ekki gera væru þau ekki á lyfjum.

Þú talar um ofneyslu Rítalíns og telur upp aukaverkanir sem geta af því stafað, halló hefuru aldrei skoðað leiðbeiningarnar þínar þegar þú færð sýklalyf eða verkjalyf? Um helmingurinn af þeim aukaverkjunum sem þú telur upp geturu fundið á leiðbeiningum um sama sem helmingi lyfja sem seld eru á Íslandi í dag, þau eru ekki bara um rítalín.

En meina góð tilraun þú verður vonandi reynslunni ríkari um Rítalín og AMO.

Og svona í endan börn með AMO eru ekki vitlaus eða óþekk, þau eru með sjúkdóm sem hægt er að vinna með með réttri meðferð og getur stuðlað að mjög góðum árangri sem hefur svo sannalega sýnt sig í mínu tilfelli þar sem ég náði meðal annars að klára 3 ára sjúkraliðanám 18 ára með 50% vinnu allan tíman.

Alma Guðna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 01:28

2 identicon

Það er rétt að í mörgum tilfellum er rétt að gefa börnum ritalín.  Hinsvegar er hárrétt hjá greinarhöfundi að margir hagnast á börnum sem greind eru með athyglisbrest.  Þannig eru dæmi um sálfræðinga og geðlækna sem nánast sitja um börn sem þeir telja sig geta greint veik í von um að hafa af þeim fé í meðferðum hjá sér.

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 02:13

3 Smámynd: Þór Birgisson

Þetta er ein þröngsýnasta grein/bloggfærsla sem ég hef eytt tíma mínum í að lesa.

Þór Birgisson, 12.12.2007 kl. 05:27

4 identicon

Þakka þér fyrir að segja mér allt sem ég og geðlæknirinn minn vissum ekki um lyf sem er nokkurnveginn hætt að gefa og röskun sem þú varðst sérfræðingur í á 45 mínútum með því að horfa á sjónvarp. Takk internet, fyrir að gefa þér rödd.

doddi84 (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 08:44

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir athugasemdirnar. Samt er óþarfi að vera með dónaskap, Þór og GlobalSvenni. Ég vil taka það sérstaklega fram að þessi grein er byggð á kvikmyndinni The Drugging of Our Children. Þessi 14 atriði og spurningar birtast í þessari heimildarmynd og mér fannst þær þess virði að draga fram, ekki endilega vegna þess að ég er sammála þeim, heldur vegna þess að þær hafa lítið sem ekkert heyrst í umræðunni. 

Ég er enginn sérfræðingur í ofvirkni eða um geðlyf, en hef fylgst með þessum málum af athygli síðustu árin, og finnst vel þess virði að spyrja spurninga um þessi mál, fyrst að merki um of mikla notkun á geðlyfjum fyrir börn er vissulega staðreynd á Íslandi í dag.

Ég þakka athugasemdirnar, þó að sumar þeirra virðist innihalda einhvers konar heift vegna þeirra atriða sem hér birtast. 

Það skal tekið fram að rítalín og önnur geðlyf virka í sumum tilfellum, ég hafna því engan veginn, en þá þurfa aftur á móti sérfræðingar að vinna stöðugt með sjúklingnum. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk sé á þessum lyfjum án umönnunar.  

Samkvæmt kvikmyndinni hefur ekki enn verið fundin leið til að greina með fullri vissu hvort að einstaklingur sé með ADD eða ADHD, og því er vonlaust að fullyrða um hvort að lyfin hafi ólík áhrif á þá sem eru með ofvirkni eða ekki.  Ein af þyngri fullyrðingum kvikmyndarinnar er sú að fullt af fólki sé greint með ofvirkni án þess að nokkrar líffræðilegar sannanir séu fyrir því. Ofvirknigreining getur verið túlkun á hegðunarferli, sem er einfaldlega eðlislæg börnum.

Annars hef ég unnið í fjölda ára með börnum og unglingum sem hafa verið greind sem ofvirk, og hef oft furðað mig á greiningunni, þar sem að mér sýnist ekki vera gerður nógu skýr greinarmunur á óþekkt/agaleysis og ADHD. Af um 10 börnum sem ég hef unnið með og greind voru ofvirk, er ég nokkuð viss um að í 8 tilfellum var um ranga greiningu að ræða. 

Ég tek fram að spurningarnar eru óábyrgar,  og með því meina ég að þeim er fyrst og fremst varpað fram til að kalla fram sjónarmið, án þess að ég þekki endilega málið; ekki til að kasta rýrð á þær stéttir og stofnanir sem bent er á. Til dæmis er spurningin um sálfræðingana algjörlega út í bláinn, þar sem ég tel þá einmitt engan veginn geta hagnast á aukinni dreifingu rítalíns. Varla tel ég börnin græða heldur. Þessar spurningar eru settar fram samkvæmt því sem kallað er á ensku "Devil's Advocate", en ég vil kalla "óábyrgar spurningar".

Hrannar Baldursson, 12.12.2007 kl. 09:10

6 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Fyrst til þín GlobalSvenni: Það er rítalín í concerta, en þar að auki eru önnur efni til að láta það ekki leysast upp fyrr en í görnunum og til að láta virknina ná yfir lengri tíma.

Fjöldi foreldra er beittur þrýstingi frá skólum og félagsþjónustu um að setja börn sín á lyf. Ef þeir vilja það ekki eru þeir álitnir ósamvinnufúsir og fá skýr skilaboð um að það sé nú ekki mikið hægt að gera fyrir þá sem ekki séu samvinnufúsir. Ef viðkomandi foreldri er jafnframt undir eftirliti barnaverndarnefndar, þá er það ekki spurning hvort viðkomandi samþykkir að gera það sem fyrir hann er lagt í þessu efni.

Ég skal ekki fortaka að rítalín henti sumum einstaklingum. EN ég fullyrði að því er ávísað í of miklu mæli. Rítalín er ekki skaðlaust þegar það er notað rangt.

Þakka þér Hrannar fyrir innlegg í þarfa umræðu um notkun rítalíns. 

Soffía Sigurðardóttir, 12.12.2007 kl. 10:39

7 identicon

Þó að þú setjir spurningarnar fram "óábyrgt" er fyrirsögninn og fyrsta málsgreinin afskaplega vafasamar. Bæði það að efast um greiningu geðlækna og taka samt fram að þú vitir ekki betur en þeir í sömu grein og líka að setja fram ovirkni=óþekkt fordómana í grein sem þú sérð sem hlutlausa.

doddi84 (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 10:39

8 identicon

Global Svenni. Þú segir "ADD og ADHD eru hinsvegar taugaraskanir".

Er það já? Geturðu skilgreint þetta nánar? Kannski þarftu að lesa aðeins meira. http://www.add-adhd.org/ritalin_CHADD_A.D.D.html

Staðreyndin er sú að þessar greiningar eru huglægar og ómælanlegar vísindalega séð. Þeir sem að halda öðru fram annaðhvort skilja ekki vísindi, eða hafa eitthvað á greiningum að græða.

Hrannar: Í gegn um tíðina hafa einstaklingar, geðlæknar, taugasérfræðingar og vísindafólk reynt að koma þessu á framfæri. En peningar ráða. Bendi á frekari lesningu sem þú gætir haft áhuga á. Ritalin Nation eftir Dr. DeGreandpre, The Myth of the ADD Child, Dr. Armstrong, No More Ritalin, Dr. Block, Mad in America Dr. Whitaker, ADHD Fraud Dr. Baughman, kíktu á www.breggin.com, www.adhdfraud.org, http://www.adhd-report.com/

Ég gæti sett inn endalausar síður, rannsóknir, bækur ofl, en það skiptir ekki máli. Fólk VILL trúa því að það sé eitthvað að börnunum svo við þurfum ekki að bera ábyrgð á þeim.

Linda (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 11:45

9 identicon

Eitt af því sem mér fannst einna mest truflandi við myndina er það að nánast hvergi vísað í nokkrar heimildir. Upplýsingarnar eru alltaf settar fram sem staðreyndir án þess að tiltekið sé hvað sé á bakvið þær. Lítið sem ekkert er minnst á nokkrar rannsóknir á bakvið orð þeirra sem setja fram fullyrðingar sínar og þær upplýsingar sem koma þar fram virðast líka vera misgamlar. Mikið er til dæmis gert úr þingi um þessi mál sem var haldið 1991 og út frá því fullyrt að lítið sem ekkert sé vitað um þessa röskun. (Áttið ykkur líka á því að þetta er röskun en ekki sjúkdómur). Það er því ekki hægt að vita hvort þær upplýsingar sem koma þarna fram eru tilgátur einstaklinganna eða vandaðar rannsóknarniðurstöður.

Myndin út í gegn er byggð upp á því að höfða til tilfinninga fólks. Það er hins vegar ekki ásættanlegt viðmið. Stakar reynslusögur, sama hversu sorglegar eða átakanlegar þær eru, segja ekkert til um nokkra tölfræði. Eru þessar sögur algerar undantekningar eða eru þetta dæmi sem sýna algenga útkomu á notkun á svona lyfjum? Ekki er heldur tekið almennilega á því, þar sem rætt er um að lyfin hafi valdið einhvers konar geðrofi og brjálæði hjá notendum, hvort aðrir þættir hafi verið útilokaðir sem hugsanlegir orsakavaldar.

Vinnubrögðin við myndina eru augljóslega mjög léleg og hún ætti því frekar að flokkast sem áróðursmynd heldur en nokkurn tímann heimildarmynd.

Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 13:05

10 identicon

Já, nú skil ég global svenni. Það er mikilvægt fyrir þig að þetta sé allt rétt og satt hjá NIH. Þú væntanlega vilt ekki skilja stóru myndina? Kannski trúir þú því líka að stríðið í Írak sé "war on terror". Það var nefnilega ríkis stofnun sem að sagði það. Og forsetinn.

En það er eins og við manninn mælt, allt sem að passar ekki inn í sjálfsskapaða heimsmynd lyfjafyrirtækja og hagsmuna aðila er "áróður". Hitt er allt satt.

Linda (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 13:24

11 Smámynd: Egill Óskarsson

Hrannar ég held að vandamálið sé að fólk sem þekkir til þessarar röskunar, er með hana sjálfa eða á börn eða náin fjölskyldumeðlim sem hefur haft hana, er orðið þreytt og pirrað á því að sjá og heyra reglulega í fjölmiðlum og á kaffistofum landsins talað um þetta eins og að þetta sé nú bara óþekkt og annað á þeim nótum.

Fólk sem hefur kynnt sér þetta og reynt á eigin skinni verður eðlilega ekkert ógurlega ánægt þegar það sér svona myndir og skrif sem eru undir áhrifum þeirra.

Það virðast vera undirliggjandi fordómar sérstaklega gagnvart foreldrum barna með þessar raskanir og þeir eru orðnir pirraðir á því að sífellt sé verið að gefa í skyn að þeir nenni ekki að ala upp börnin sín. Ég er alls ekki að segja að þú hafir haldið því fram.

Ég er heldur ekki að afsaka misleiðinleg skrif í þinn garð (sem hafa reyndar verið rökstudd óvenjulegavel miðað við það sem maður sér oft í umræðum á netinu) heldur að benda þér á þetta.

Fólk eins og Linda er svo sér pakki útaf fyrir sig. 

Egill Óskarsson, 12.12.2007 kl. 13:46

12 identicon

Matthías Halldórsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 14:17

13 identicon

Ég ætla að segja þér skoðun mína á þessari grein þinni og svara þessum blessuðu ílla völdum staðreyndum.

1. Rítalín er ekki mild útgáfa af amfetamíni því rítalín hefur áhrif á endurupptöku dópamíns á meðan amfetamín virkar beint á dópamínviðtaka.

2. Rétt, nema að því leyti að við neyslu í læknisfræðilegum skömmtum þá koma fráhvarfseinkenni sjaldan fram og einungis væglega við hámarksskammta. Ég hef verið á hámarksskammti í mánuði samfleytt og hef aldrei fundið fyrir neinum óþægindum við að hætta nema það að þeir nánustu eiga til að spurja hvort ég sé hættur á lyfjunum þar sem óþægilegir fylgirfiskar ADHD skjóta upp kollinum aftur, hreyfiofvirkni, hvatvísi og fl.

3. Rangt að því leyti að rítalín er ÖRVANDI lyf á flesta aðra en ADHD. Það virkar róandi á ADHD en sem örvandi lyf á aðra, enda er það yfirleitt einungis misnotað af einstaklingum sem þjást ekki af ADHD.

4. Í læknisfræðilegum skömmtum þá er búið að sýna fram á að varanleg skemmdir af völdum rítalíns eru ósjáanlegar í þeim skömmtum sem teknir eru við ADHD. Auðvitað er vont að borða OF mikið af nammi, það sama á við ofneyslu rítalíns. nammi hefur engin slæm áhrif í hófi og það sama á við um rítalín.

5. Það er búið að afsanna þetta fyrir læknisfræðilega skammta, ekkert nema áróður vitleysingja sem loka augunum á alla málamiðlun. Þess má geta að heilastarfsemi þeirra sem neyta rítalíns, þeas þeirra sem greindir eru með adhd er öðruvísi og það kemur fram við heilaskönnun.

6. Rétt að því leyti að rítalín gagnast ekki öllum vegna þess að sum einkenni sumra taugaraskan geta lauslega apað eftir einkennum ADHD og hefur því ekki áhrifin sem leitast er eftir. Vikulegar vitjanir eru eins fáránlegt og að vitja læknis vikulega því að þú ert að taka Asperín, dauðsföll af völdum Asperíns eru fleiri en rítalíns hlutfallslega séð. Rítalín hefur aukaverkanir eins og hvert annað lyf, ef þú flettir upp nokkrum algengum lyfjum í lausasölu þá sérðu að þau deila stundum sömu og hafa stundum jafnvel fleiri aukaverkanir en rítalín. Flestir aukaverkanirnar koma aldrei fram, og í þeim tilvikum sem slæmar koma fram þá er prófað eitthvað annað. Í rannsókn á áskrifunum rítalíns þá kemur í ljós að margar þeirra eru einungis leystar út einu sinni, samt eru þær taldar með þeim sem halda áfram til að fá út þá tölu sem margir segja benda til ofskrifun rítalíns, sér einhver óhlutdrægni hérna?. Rítalín hentar ekki öllum, það er staðreynd en fyrir þá sem það virkar sem skal þá getur það UMTURNAÐ lífi þeirra frá glundroða og óhamingju yfir í betra líf.

7. Rítalín er vinsælt í dag því það virkar, þetta er lang besta leiðin til að vinna upp á móti líffræðilegum afleiðingum rítalíns því það tæklar vandann þar sem hann er talinn eiga ræturnar, í efnaójafnvægi í heilanum. Atferlismeðferðir geta með engu móti haft sömu virkni því þau tækla vandann að utanverðu og árangur hennar fellst í því hvort einstaklingurinn geti streyst á móti sínum eðlilægu hvötum sem fylgja ADHD. ADHD er atferli sem á uppruna sinn að rekja í erfðir, í öðruvísi jafnvægi efnaboðanna sem stýra atferli og eðlishvötum okkar. Atferlismeðferð virkar því svipað og að reyna að temja villidýr að því leyti að eðlishvatirnar eru alltaf til staðar, þú getur reynt að temja villidýr til að aðlagast að  einhverjum aðstæðum eða atferli en eðlishvatirnar verða alltaf til staðar og miklar líkur á að þær verði ofan á þegar  á langinn dregur, og sumum eðlishvötum er ekki hægt að stjórna. Engin atferlismeðferð hefur skilað jafn miklum árangri og lyfin sem tækla vandann þar sem hann á sér upptökin.

8. Rangt, Ofvirkni er lífræn að því leyti að hún á uppruna sínn í erfðir. Sýnt hefur verið að erfðaþáttur ADHD er stór. Núna er í gangi stærsta rannsókn sem gerð hefur verið af erfðagreiningu íslands í því skyni að finna þau gen sem valda ADHD, ADD og mismunandi samsetningum þeirra. Það er mjög sérstakt þegar skoðað er tíðni ADHD/ADD í fjölskyldum. Það er  með ÖLLU réttlætanlegt að bregðast við ofvirkni með lyfjum því þau hafa áhrif beint á rót vandanns.

9. Mikill sykur eykur mjög sprell barna, það er góð ástæða fyrir því en ég ætla ekki að byrja að babla um blóðsykur og fleira í þeim dúr hér. Vannæring gefur ekki af sér einkenni ofvirkni heldur sljóleika og einbeitingarskort sem svipast meira til ADD. Þessi punktur er algerlega út í hött því aldrei er rítalín gefið sem mótefni við vannæringu eða sykurneyslu beint nema læknirinn notist við mjög varasama greiningu......., og í þeim tilvikum er það auðvitað óásættanlegt.

10. Þessir punktar sýna að sá sem skrifaði þá veit greinilega EKKERT í sinn haus um muninn á ofvirkni og athyglisbrest. Einkenni ADD er nær því að vera sljóleiki heldur en einkenni ofvirknis. Ef mikið sjónvarpsgláp gerði börn ofvirk þá held ég að 90% barna í dag væru á rítalíni. Sjónvarp getur ýtt undir ýmsa háværa leiki barna en ef við lýtum snögglega á atferli þeirra með ADHD, þá má sjá skírskotun í hvatvísi og hraða, sem einkennir akkurat nútíma sjónvarp mjög vel og væri það ekki þessvegna rökrétt að einstaklingar með ADHD sækist í slíkt?, það er stór munur á náminu sem er endurtekning á sama hlutnum aftur og aftur og síðbreytileika og hraða nútíma sjónvarpsins sem stöðugt fæðir okkur með nýju efni.

11. Of mikil tölvuleikjaspilun flokkast sem fíkn í dag...þau eru dásamleg leið til að losna undan stressi nútímans og endalausum kröfum foreldra okkar um að leggja harðar að okkur. En á sama tíma er auðveldlega er hægt að nota sömu rök og að ofan því tölvuleikir uppfylla auðveldlega hraðan og stöðuga endurnýjun upplýsinga sem fólk með adhd virðast sækjast í. Þessvegna væri það rökrétt ekki satt að slíkir einstaklingir myndu sækja á náðir tölvunar til að uppfylla sínum þörfum. Þeir eru ekki settir á stól og látnir endurtaka sama hlutinn 100 sinnum.

12. Hefuru spáð í fjölda þeirra barna í bandaríkjunum sem eru á rítalíni. Hvað eru skotárásirnar margar?, í þeim skilningi er þetta ekki marktækt því ef þú spáir í því þá er rökrétt að álykta að þeir sem framkvæma slíkar árásir séu einstaklingar sem eiga við mikið af vandamálum að stríða....það vill svo til að það einkennir MARGA einstaklinga með adhd að samfélagið heldur úti stöðugum fordómum og skilningsleysi í garð þeirra og þeirra vandamála, rítalín gefur af sér góðan höggstað hérna einungis vegna þess að það er notað við að reyna að hjálpa þessum einstaklingum en eins og með allar lyfjagjafir þá er aldrei 100% árangur. Þeir sem verst hafa orðið úti vegna adhd geta auðveldlega sett sig í spor þeirra einstaklinga sem framkvæma slíka hluti og það ætti að gefa ykkur hinum hugsjón inn í hugarheim þeirra sem þetta kemur mest niður á. Það virðist vera í tísku þessar mundir fyrir fólk, algerlega blint á rökvísi og staðreyndir að fordæma rítalín og adhd og stíla adhd einstaklinga sem óþekk börn.

13. Þvert á móti hafa rannsóknir sýnt að adhd einstaklingar sem fá rítalín við adhd séu í HELMINGI minni hættu á að leiðast út í fíkniefnaneyslu síðar á ævinni. Hvers vegna maður spyr sig kanski en það er rökrétt ekki satt að fíkniefnaneysla á sér oft rætur í tilhneigingu til að fá tímabundna lausn við áhyggjum og vandamálum ?, það hefur sýnt sig að einstaklingar með adhd og án meðferðar séu líklegri til að lenda í fíkniefnaneyslu en venjulegir einstaklingar. Hérna hefur rítalín þau áhrif að líf einstaklinga verður ekki eins erfitt og ruglingslegt og því minni þörf til að losna undan aumum veruleika. Og stuðlar því að minni líkum á að einstaklingurinn leyðist út í fíkniefnaneyslu.

14. OFNEYSLA....JÁ, ofneysla á panodíl sem þú kaupir út í búð getur valdið lifrarbilun/skemmdum í alls ekkert svo stórum skömmtum yfir leyft hámark. Of stór skammtur koffeins veldur ofskynjunum, geðveiki og hjartaáföllum. Það gildir það sama með rítalín og öll önnur lyf að ofneysla getur valdið dauða. Öll dauðsföll af völdum rítalíns er hægt að rekja til misnotkunar eða undirliggjandi vandamála eins og hjartagalla, en á sama tíma þá dóu fleiri af völdum aspíríns hlutfallslega séð en rítalíni í bandaríkjunum....

Eins og þú sérð þá er hægt að hrekja 90% af "staðreyndum" fólks um að rítalín sé eitt stórt samsæri með einfaldri röksemdarfærslu og skýrskotun í atferli einstaklingana, þætti gaman að sjá mótrök við þessu

kv Einn ADHD.






Steinar (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 14:38

15 identicon

Þetta er rangt hjá Steinar að Rítalín virki öðruvísi á ADHD og ADD en annað fólk!

Rítalín virkar eins á alla, málið með ofvirka er að heili þeirra er vanvirkur og þess vegna ´þurfa þeir örvandi lyf til að vekja þessi svæði sem hömlur eru á.

Ofvirkir haga sér svona eins og þeir gera án lyfja vegna þess að þeir eru stöðugt að reyna að vekja sum svæði heilans, þess vegna til dæmis eru ofvirkir oft mjög mikið fyrir tölvuleiki því þar er allt á fullu og alltaf eittvhað að gerast.

Ritalín er mjög sterkt lyf, það getur enginn þrætt fyrir það, það hefur vond áhrif á fólk sem notar það í stórum skömmtum, það fólk fær paranoju, missir raunveruleikatengsl og svo nú nýlega lést kona á fertugsaldri eftir að hún sprautaði sig með þvi, þeir sem misnota það vaka svo dögum skiptir einmitt vegna þess að það er örvandi.

Rítalínkonan (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 18:19

16 identicon

Tæknilega séð er þetta rétt hjá þér "rítalínkona", þótt efnafræðileg virkni sé sú sama þá er virkni á atferli einstaklingsins öðruvísi sem ég var að leiða áherslu að, sem er vegna þessa muns á efnaskiptunum í adhd einstaklingnum. Annars góður punktur :)

Steinar (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 18:35

17 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég vil þakka frábæra þátttöku í samræðunum, og tek því ekki persónulega þó að nokkrir einstaklingar hafi verið heldur kaldhæðnir í minn garð þar sem fjölda  þeirra skoðana sem ég setti fram var einfaldlega fleygt fram órökstuddum. En það skapaði umræðu og fékk mig í það minnsta til að endurskoða eigin hugmyndir um OFVIRKNI og RÍTALÍN og leita mér enn frekari fræðilegra upplýsinga um málið, þar sem að innsæið dugar kannski ekki nema hálfa leið. Þið hafið verið góðir gestir og haft umræðuna á málefnalegu stigi, komið með reynslusögur og leiðréttingar. Þetta gæti ekki verið betra.

Hrannar Baldursson, 12.12.2007 kl. 19:51

18 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég þakka mikið fyrir það að hafa fæðst 1965 en ekki 1995, ég hefði umsvifalaust verið settur á dóp vegna gríðarlegrar orku og fyrirferðar, en sem betur fer var það ekkert inni í myndinni hjá foreldrum mínum þó það hefði verið í boði, heldur var mér veitt öll sú athygli og andlegi stuðningur sem ég þurfti og stöðuugur hamagangur í leikjum útivið sem inni dugði flesta daga. Ég byði ekki í sjálfan mig í dag ef mér hefði verið haldið niðri með lyfjum í staðinn fyrir að leyfa mér að djöflast eins og ég þurfti...ég held ég væri ekki nema hálfur maður.

Georg P Sveinbjörnsson, 12.12.2007 kl. 20:30

19 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Guð launi ofvirknina- vér Íslendingar erum mestu pilluætur þessa sólkerfis pr. haus og gildir þá einu, hvort um ræðir rítalín eða vítamín. Svo legg ég til, að við öll tökum lýsið okkar í fyrramálið...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.12.2007 kl. 21:48

20 Smámynd: lipurtá

þetta eru áhugaverðar umræður. takk fyrir að koma þeim af stað Hrannar.

Ég hef það á tilfinningunni að þetta ADHA sé dálítið loðið fyrirbæri og ekki allt á hreinu með það, en mjög áhugavert.

lipurtá, 12.12.2007 kl. 22:38

21 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Engin smá lesning.

Skilgreining mín á ADHD, er sú að einstaklingur með þennan kvilla hefur  fengið hann í arf eftir föður sinn eða móður, nema hvort tveggja sé. 

Ef við sjáum vitsmuni mannsins sem sinfóníuhljómsveit, þá vitum við og sjáum að hvert hljóðfæri hefur sinn hljóm, bæði falskan og hreinan.  Einstaklingar hvort sem þeir eru með ADHD, ADD, Einhverfu, Asberger, athyglisbrest eða ógreindir með öllu, hafa mishreina hljóma.

En aftur að sinfóníuhljómsveitinni:  Þeir sem hafa ADHD, eru alltaf í vandræðum, því hljómsveitarstjórinn er alltaf fullur, þar til einstkalingurinn fær sitt dópamín í formi Ritalíns eða skyldra lyfja.  Þá rennur af stjóranum, og einstaklingurinn verður færari um að stjórna hljómunum og nýta sér þær gáfur sem guð honum gaf.

Þessa skilgreiningu, fékk ég hjá virtum barnalækni, sem sannfærði okkur hjónin um að drengurinn okkar, sem aldrei hefur haft hegðunarvandamál, þyrfti á lyfjum að halda.

Við sjáum ekki eftir því, er ekki viss um að stákur hefði útskrifast úr grunnskóla, ef við hefðum þráast við.  

Það er oft ágætt að vera ekki með of miklar skoðanir á viðkvæmum málum, einkum og sér í lagi, ef maður hefur takmarkaða þekkingu á þeim.

Gæti haldið lengi áfram og skrifað bæði af þekkingu og reynslu hvað varðar ADHD, en ætla stoppa hér. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.12.2007 kl. 22:52

22 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hætti mér ekki inn á þessar slóðir, vil bara segja að þegar ég var í vandræðum með son minn, þá 6 ára, ákváðum við að greina hann óþekkann frekurass og með það í huga tókst mér að ala hann upp, en það var erfitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 22:03

23 identicon

Góðar umræður og málefnalegar.

Það er svo auðvelt fyrir hvern sem er að hafa skoðanir á ofvirkni, ég hafði til að mynda sterkar skoðanir áður en ég eignaðist sjálf ofvirkt barn sem kippti mér niður á jörðina.  

Nú fær hún forðahylki með rítalíni.

Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmynd barns að vera stöðugt skammað vegna hegðunar sem það ræður ekkert við? Hver eru áhrifin á framtíðarhorfur barnsins ef hugurinn hefur aldrei ró til að meðtaka fræðslu eða leysa stærðfræðidæmi?

Lyf sem fækkar árekstrum og gerir barnið fært til að nýta sína náttúrulegu greind - það þarf engan að undra þótt það sé notað.

Hættan er sú að fordómarnir smitist yfir á börnin sjálf, þegar þau hafa aldur til að skynja þá. Sum börn hætta með rítalínið á unglingsárum vegna félagslegs þrýstings og almenningsálits.  Það getur haft alvarleg ar afleiðingar.  

ADHDmamma

Guðrún (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:41

24 identicon

Nokkrir punktar

1) Það hefur verið sýnt fram á, fyrst um 1990 og svo ótal oft eftir það að þeir sem eru með adhd hafa vanvirkni á tilteknum stað í framheila. Sú vanvirkni stafar af dópamínskorti og dópamínskorturinn stafar af erfðagalla. Við erum ekki að tala um eina, tvær eða tugi rannsókna heldur hundruði. Fléttið bara upp í ritrýndu riti í læknis-, sál eða lífeðlisfræði.

2) Sýnt hefur fram á, sömuleiðis, að ritalin "lagar" þessa vanvirkni í framheilanum, sem leiðir til þess að flestir sem eru með adhd geta einbeitt sér, haft betri stjórn á hvötum eða skapi.

3) Málið snýst ekkert um "orku". Börn sem eru með adhd hafa það litla stjórn á "orku" sinni að þau lenda í erfiðleikum í námi, félagslífi og svo framvegis.

4) Allt bendir til að of fáir séu greindir með adhd - ekki of margir. Þeir sem eru ekki greindir eiga í mikilli hættu að ljúka ekki námi, halda ekki vinnu, þrefalt líklegri til að ánetjast vímuefnum og svo má áfram telja.

5) Atferlismeðferð og foreldraþjálfun eru árangursrík til að halda einkennum adhd í skefjum, en nær yfirleitt ef þau eru notuð samhliða lyfjum.

6) Mataræði (nammi, skyndibitamatur) orsakar ekki adhd. Vont mataræði hefur slæm áhrif á öll börn, hvort sem þau eru með adhd eða ekki.

7) ADHD er ekki loðið fyrirbæri (það er mjög vel skilgreind röskun). Það er skýrt fyrir þeim sem eitthvað vita um geðraskanir eða taugavísindi, en væntanlega loðið fyrir þeim sem þekkja málið ekki (eins og væntanlega öll mál)

8) Greining á ADHD er mjög vönduð, hún felst í strúktúruðum viðtölum, greindarprófum og taugasálfræðilegum prófum. Það má vel vera að orfáir læknar vandi ekki til verka, en það á væntanlega við annað sem þeir gera.

9) Eitt í viðbót: Notkun á ritalini dregur úr líkunum á vímefnamisnotkun hjá þeim sem eru með adhd.

Mig grunar að ástæða þess að fólk sé sárt eða viðkvæmt þegar fólk kemur fram með fullyrðingar um adhd sé sú að þessi umræða sprettur upp reglulega - þó að það sé vísindaleg staðreynd að um röskun sé að ræða.

Höfundur greinarinnar var reyndar málefnalegur og vildi vekja fram umræðu. Það eru frekar spekingarnir með rakarlausar fullyrðingar (sem kallast "þetta er bara mín skoðun") sem ættu skilið að fá skammir.

Andri (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband