Er ICESAVE málið að tapast vegna þreytu?

Faðir minn gaf mér það ágæta ráð að mikilvægt sé að bera hæfilega virðingu fyrir andstæðingnum, hvorki of mikla sé hann sterkur, né of litla sé hann veikur. Maður eigi ekki að hreykja sér yfir eigin sigrum, né kenna öðrum um eigin ósigra og læra af þeim. Þetta ráð hefur lengi verið kjarninn í minni tilraun til visku um heiminn.

Ég hef lent á móti andstæðingi í hraðskák sem hefur ekki trúað að hann gæti unnið mig. Hann orðaði oft þessa skoðun bæði fyrir og eftir skákir. Hann sagðist ekki eiga séns gegn svona "hákörlum". Ég held að honum hafi þó loks tekist að vinna eina af um 100 skákum sem við tefldum. Þrátt fyrir að fá upp ágætar stöður, hristi hann hausinn mæðulega, lék með uppgjafarsvip leikjum sem áttu alls ekki við í viðkomandi stöðu, tókst að auka eigin vanda og tapa upp á eigið sjálfdæmi.

Hvað eftir annað leikur hún alvarlega af sér, eins og hún telji mótið fyrirfram tapað, þar sem að eftir byrjunina var staðan næstum töpuð, en hún sér ekki möguleikana í miðtaflinu og virðist ætla að fella eigin kóng áður en að endataflinu kemur.

Ríkisstjórn Íslands í dag minnir mig á slíka taflmennsku. Mig grunar að þessi ríkisstjórn sé ekkert endilega huglaus, mig grunar að hún sé einfaldlega dauðþreytt, en þingmann hafa vart unnt sér hvíldar í heilt ár. Stjórnin vill bara klára málið sama hvað það kostar, eins og unglingur sem vill ekki vakna á köldum morgni og fara í skólann vegna þess að svefninn er svo miklu þægilegri.

Einnig kannast ég við úr skákinni hversu erfitt getur verið að snúa eigin trú um að maður sé einfaldlega ekki jafn sterkur og einhver annar, upp í þá trú að maður geti unnið hvern sem er, og farið eftir þeirri trú. Án slíkrar trúar er tilgangslaust að tefla. Slík trú gefur manni nógu mikla sjálfsvirðingu til að treysta á sjálfan sig til að vinna hvern sem er. Ég hef slíka trú. Hún hefur skilað mér árangri í stöðum sem sumir gefa, og reyndar er ég svolítið þekktur í hinum íslenska skákheimi fyrir þá þrjósku að vilja aldrei gefast upp eða semja um jafntefli, án þess að hafa fundið til öll tiltekin ráð til að klára viðkomandi stöðu. Reyndar samdi ég einu sinni stutt jafntefli við Sævar Bjarnason í lok erfiðs móts, bæði af því að staðan var jafnteflisleg, en aðallega vegna þess að ég var dauðþreyttur.

Það eru ófrávíkjanleg sannindi að sama hvað bloggarar skrifa, sama hversu hátt er slegið í potta og pönnur, sama hvað er satt og rétt, þá er það ríkisstjórn Íslands sem er að tefla skákina - bloggarar eru aðeins hugsanir sem hlustað er á og hampað þóknist þær ríkisstjórninni. Allt annað virðist látið sem vind um eyru þjóta, treyst á blinda trú um að staðan hafi verið rétt metin og ekkert gefið eftir til að víkja frá þeirri trú.

Þannig er þessi ríkisstjórn bæði eins og skákmaður sem getur ekki trúað öðru en því sem hann hefur upplifað áður, að sama sagan muni ávallt endurtaka sig og skákmaður sem er dauðþreyttur eftir erfitt mót, vill bara klára síðustu skákina, fá smá hvíld til undirbúnings fyrir næsta mót. 

Þó að kunnátta, þekking og völd komi úr fortíðinni, þá kemur viska úr umhyggju fyir framtíðinni. Það væri óskandi að fólk opnaði augun og vaknaði, og hætti að leika afleikjum sem gera stöðugt stöðu þjóðarinnar verri gagnvart umheiminum, sem og stöðu þeirra sem eru í svipuðum málum og munu þurfa á góðu fordæmi að halda frá okkur. Maður þarf alltaf að hafa í huga að sigur er mögulegur, að það séu til leiðir sem maður hefur ekki sjálfur áttað sig á, og að stefnt sé að sigri; en ekki að tapi eins og ríkisstjórnin virðist gera, og telja sig vera að samþykkja jafntefli, þegar ekkert annað en sigur ætti að koma til greina.


mbl.is Torsótt sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju slær íslenska ríkið vopnin úr eigin höndum?

Við verðum ekki vitur af því að minnast fortíðar okkar, heldur með ábyrgð gagnvart framtíð okkar. - George Bernard Shaw: Ólína Þorvarðardóttir og Björn Valur Gíslason sökuðu Evrópuþingmanninn Alain Lipietz um að misskilja lög Evrópusambandsins um ábyrgð...

The Hangover (2009) ***1/2

"The Hangover" virkar á mig sem frekar lúmsk snilld. Hún er oft fyndin og þá sérstaklega í meðförum senuþjófsins Zach Galifianakis sem frekar klikkaður en velviljaður vandræðagemlingur. Að sjálfsögðu er myndin skylduáhorf fyrir þá sem höfðu gaman af...

Vissirðu að ef þú samþykkir ICESAVE ertu að fremja landráð?

Ég var að horfa á viðtal Egils Helgasonar við Eva Joly og Alain Lipietz í Silfri Egils, þar sem fram koma nákvæmlega þær skoðanir sem ég hef sjálfur komist að með mínum persónulegu rannsóknum og pælingum: að samþykkt ICESAVE samningsins er það sama og að...

Blórabögglar Hrunsins eða góðar fyrirmyndir?

Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa verið ranglega uppnefndir, úthúðaðir og gerðir að blórabögglum Hrunsins, þar sem auðveldara virðist oft að dæma fyrirfram, heldur en gefa viðkomandi tækifæri á að útskýra sitt mál, og hlusta á þá af athygli....

Hvernig væri að tryggja málefnalega umræðu frekar en áróður?

Það væri tóm della að dæla peningum í innihaldslaust áróðursstríð um höfnun eða samþykki ICESAVE samningsins. Betra væri að fá opna umræðu um málið um gildi, rök og framtíðarsýn. Mér þætti ráð að nota til dæmis RÚV í þetta mál og gefa ólíkum aðilum...

Frábært myndband: Gordon Brown ætti að biðja Íslendinga afsökunar og gleyma skuldinni

"Gordon Brown, apologize to Iceland and forget about the debt." -Max Keiser Dæmi um hvernig hjólin eru farin að snúast með málstaði Íslendinga, sterkustu rökin eru sá skaði sem Bretar ollu Íslendingum með hryðjuverkalögum, og Bretar þætttu í raun heppnir...

Hvað finnst þér um orðalag spurningar til þjóðaratkvæðagreiðslu?

Fyrir mér er orðalagið skýrt. Það eina sem gæti ruglað kjósendur í rýminu er formlegt númer laganna, en sífellt hefur verið talað um ICESAVE 1 á móti ICESAVE 2. Formlega heita ICESAVCE 2 lögin "Lög nr. 1/2010" og verður fólk að gera sér skýra grein fyrir...

Sherlock Holmes (2009) **

Robert Downey Jr. er frábær "Sherlock Holmes", Jude Law frekar dapur Dr. Watson í frekar slakri leikstjórn Guy Ritchie, í handriti sem virðist hafa verið illilega misþyrmt eftir að hafa verið samþykkt til að létta tóninn í mynd sem hefði mátt vera myrk...

Hvaða stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi getur talað gegn frelsinu og haldið völdum?

Ólafur Ragnar Grímsson hefur á snilldarlegan hátt vakið gífurlega athygli á alþjóðavettvangi með því að leggja lykiláherslu á lýðræðisleg gildi umfram efnahagslega velferð. Honum hefur tekist að færa umræðuna yfir á hærra plan sem allir ættu að skilja....

Snilldar frammistaða Ólafs Ragnars á BBC! (Myndband af YouTube)

Ólafur Ragnar hefur gefið skýr svör, fyrstur Íslendinga, og reynist með þessu viðtali sína að hann er raunverulegur leiðtogi, þó að ekki sé hann pólitískur leiðtogi. Einfaldlega frábær frammistaða. Í framhaldi af því: Ég er fyllilega sáttur við að...

Um 90% stuðningur við málstað Íslendinga erlendis frá?

Óskar Arnórsson setti tengla á afar áhugaverðar skoðanakannanir í The Guardian og The Wall Street Journal, með umræðu sem skiptir afar miklu máli fyrir málstað Íslendinga. Það virðist vera afar mikill samhljómur um að Íslendingum beri ekki skylda til að...

Munu öfgafull viðbrögð stjórnarliða valda krísu númer tvö?

Hótanir, reiði og illska frá stuðningsmönnum stjórnarflokkanna hafa komið mér á óvart. Hótað var að afleiðingar þess að forseti Íslands leyfi þjóðinni að taka ákvörðun um framtíð sína, væru ólýsanlegar og ósegjanlegar og ó-hitt og ó-þetta. Fjölmargir...

Hefur ríkisstjórnin lært sína lexíu?

Nú er að ljúka sögulegum degi sem hvetur ríkisstjórnina til betri vinnubragða, meiri auðmýktar og samstarfs með þjóðinni allri. Hroki og hleypidómar skapa bara hindranir á okkar eigin vegi, sem verða okkur síðan fjötur um fót. Stjórnin getur vel haldið...

Frelsi okkar að veði?

Frjáls manneskja ákveður sjálf eigin skuldbindingar. Ófrjáls manneskja ákveður ekki eigin skuldbindingar. Ófrjáls manneskja er þræll einhvers annars. Sé manneskja þvinguð til að taka á sig skuldbindingar er hún ófrjáls. Af hverju krefst þjóðin þess ekki...

Forsetinn hefur gefið tóninn: íslensk þjóð er ekki huglaus aumingi

Forseti íslenska lýðveldisins, herra Ólafur Ragnar Grímsson sýndi hugrekki í dag þegar hann hafnaði að skrifa undir samning sem hefði samþykkt Íslendinga sem skríðandi aumingja. Þess í stað fáum við tækifæri til að standa í fæturna og snúast gegn því...

Hvað er Hr. Ólafur Ragnar eiginlega að hugsa?

Það er hárrétt hjá Ólafi Ragnari að taka sér umhugsunartíma, en það er ómögulegt að segja til um hver ákvörðun hans verður, hann veit það sjálfsagt ekki sjálfur; til þess er umhugsunartíminn. Eftir mín afar stuttu kynni við hann trúi ég að hann vilji...

Hver er kjarninn í þessu óskemmtilega ICESAVE máli?

Í samantekt: Neyðarlög voru sett sem tryggðu allar íslenskar innistæður í bönkum. Ranglát aðgerð, en annars hefði allt orðið vitlaust. Erlendir aðilar kröfðust sömu tryggingar - sem þýddi meðal annars að endurgreiða þyrftir innistæður í ICESAVE útibúi...

Spilla völd, og spilla algjör völd algjörlega?

Hugsanir um hræsni, svik og spillingu blossa upp þegar maður ber saman loforð VG og Samfylkingar við veruleikann; ICESAVE málið. Blossar þetta upp við lestur á frétt Eyjunnar VG fyrir kosningar: 15-20% gætu knúið fram þjóðaratkvæði. Nú flestir andvígir...

Er óheiðarlegt að vilja ekki borga skuldir einkabankans Landsbanka Íslands?

Ég hef heyrt þá skoðun að við eigum að borga vegna þess að það sé hið eina rétta í stöðunni, þannig sýnum við umheiminum að við berum ábyrgð, að okkur sé treystandi, að mannorð okkar sé að veði. Ég hef mikinn áhuga á að vera heiðvirð manneskja og ber...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband