Hvernig vitum við hvaða hugmyndir okkar eru góðar?

“Eurika!” - Arkímedes

Góð hugmynd er eitthvað sem virkar vel fyrir þann sem hefur hana og skaðar engan annan. Þú veist að hugmyndin er góð ef hún bætir líf þitt og tilveru án þess að rugla í lífi annarra. Góðar hugmyndir eru yfirleitt ekki flóknar, þær eru oft svo einfaldar að auðveldast er að taka ekki eftir þeim. Til dæmis þegar kemur að fjárfestingum, þá borgar sig að kaupa í traustum fyrirtækjum sem eiga bjarta framtíð og eiga bréfin lengi, og muna að það sem gerir fyrirtækin traust er fólkið sem stjórnar þeim og vinnur þar. Það sama á við þegar maður ákveður að ráða sig í vinnu.

Það er hægt að meta góðar hugmyndir frá ólíkum sjónarhornum. Til dæmis vitum við að hugmynd er góð ef hún er í samræmi við sannleikann og dyggðirnar, en þá reyndar þurfum við að leggjast í grúsk og læra meira um sannleikann og dyggðirnar, og áttum okkur fljótt á hversu ólíkar hugmyndir fólk hefur um hvort tveggja, þannig að komast að sameiginlegri niðurstöðu reynist afar vandasamt. En samt getum við byggt upp trausta þekkingu, skilning og hegðun sem getur stýrt okkur til að skilja muninn á góðum og slæmum hugmyndum.

Einnig er hægt að skoða hugmyndir út frá gullna meðalveginum, að hugmyndin sé í jafnvægi og framkvæmd hennar í samræmi við það. Það getur til dæmis verið hugmyndin um hvað börnum er gefið í skóinn, það má hvorki vera of lítið né of mikið, og þarf einhvern veginn að kenna þeim muninn á réttu og röngu. 

Góð hugmynd er líka eitthvað sem virkar og stenst tímans tönn. Í skák er ein megin hugmyndin að ná valdi yfir miðborðinu strax í upphafi skákar, þetta er hugmynd sem hefur lengi reynst vel, hún hefur virkað, og skákmenn hafa haldið í hana eins og trú. Samt má vel vera að gervigreindin geti lært og kennt okkur önnur viðmið og aðrar hugmyndir sem eru jafnvel ennþá betri. Það er eitt af því sem einkennir góðar hugmyndir, þó að þær séu góðar, þá virðist alltaf vera hægt að finna einhverjar aðeins betri.

Góðar hugmyndir hjálpa okkur að ná markmiðum okkar og gera lífið betra, bæði fyrir okkur sjálf og fólkið í kringum okkur.

Við höfum samþykkt að það að halda jól sé góð hugmynd. Við megum alveg spyrja okkur af hverju þessi hugmynd hefur fest sig í sessi og af hverju við sem samfélag virðum jólin og áramótin.

Við höfum samþykkt að það sé góð hugmynd að kjósa stjórnvöld yfir hverju landi og bæ, og að kosið sé til stjórna í fyrirtækjum og félögum. En svo vitum við að til er fólk sem telur lýðræðið, rétt eins og jól og jafnvel áramót, vera slæmar hugmyndir og þess virði að rústa. 

Við höfum áttað okkur á því að góðar hugmyndir stefna að því að uppfylla okkar eigin þarfir í lífinu, ekki bara grunnþarfir heldur einnig háleitari hugmyndir eins og að gera allt sem við getum til að öðlast sjálfsstjórn og frelsi til að vera við sjálf.

 


Öngstræti þeirra sem vantar visku

Ó snotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Hitt-ki hann finnur, þótt þeir um hann fár lesi, ef hann með snotrum situr. - Hávamál Flest okkar skortir visku með einum eða öðrum hætti. Við lærum fljótt að fela þennan skort, til dæmis með að...

Góður vilji: takmarkalaus uppspretta hins góða í heiminum

„Það er ekkert hægt að hugsa sér í heiminum né utan hans sem talist getur verið gott án takmarkana, annað en góður vilji.” - Immanuel Kant, Grunnur að frumspeki siðferðinnar. Ég oft velt fyrir mér hvernig maður getur þekkt muninn á því sem er...

Hvernig lærir maður rökhugsun?

Eftir að hafa lifað á þessari jörð í rúm 50 ár hefur mér tekist að svara þeirri spurningu hvort rökhugsun sé okkur meðfædd, og svar mitt er skýrt “nei”. Við fæðumst alls ekki með rökhugsun, það að hugsa rökrétt krefst náms, en leiðin að...

Flókið jafnvægi magns og gæða

Þessu er ég að velta fyrir mér á meðan óvissa ríkir um hvort heimili okkar í Grindavík fari undir gríðarlegt magn af hrauni, hvort vegurinn fari á kaf eða hvort við getum farið aftur heim í hið góða líf. Í leit okkar að dýpri skilningi á heiminum lendum...

Meira en bara hugsun: áhrif heimspekinnar á hversdagslífið

Ég á það til að gleyma mér í daglegu tali og velta fyrir mér af hverju fólk heldur fram einhverju sem það heldur fram, og frekar en að halda aftur af mér, fer ég út í það að spyrja nánar út í hlutina, af hverju það heldur það sem það heldur, og ég reyni...

Meira en bara hæfni - Hvernig nám breytir okkur

“Nám er hægt að skilgreina sem sérhvert ferli í lífveru sem leiðir til endanlegrar breytingar á getu og sem er ekki einungis orsökuð af lífrænum þroska eða hærri aldri.” (Knut Illeris, 2007) Hver kannast ekki við að hafa farið á námskeið til...

Svo lærir lengi sem lifir

Kennsla og nám er tvennt ólíkt. Kennsla felur í sér að skapa aðstæður fyrir nám, og námið getur verið fyrir þann sem skapar aðstæðurnar eða einhvern sem nýtir sér þjónustuna sem felst í kennslu til að læra hraðar og betur það sem viðkomandi vill læra....

Takmörk þekkingar í þessum óþekkta heimi

Þegar ég skrifaði BA ritgerðina mína í heimspeki fyrir nokkrum áratugum benti Páll Skúlason mér nokkrum sinnum á nauðsyn þess að átta sig á eigin takmörkunum, skilja vel hugtökin sem við beittum og einnig átta okkur á hversu lítið við vitum í raun um það...

Lífsins jarðhræringar: í leit að visku og sjálfsstjórn

Ef við tökum stöðugt á fordómum okkar og hreinsum þá reglulega út úr huga okkar, þá erum við á góðri leið með að byggja upp visku og sjálfsstjórn hjá okkur sjálfum. Við þurfum að muna að við getum ekki hreinsað út fordóma hjá öðru fólki, gert aðrar...

Að slíta hlekki fordóma með gagnrýnni hugsun

Ef það er eitthvað eitt sem mér líkar virkilega illa, þá eru það fordómar. Ekki bara fordómar annarra, heldur einnig mínir eigin. Oft velti ég fyrir mér hvaðan þessir fordóma koma, því þeir læðast stundum inn í hug manns og koma aftan að manni, eins og...

Kíkt undir húddið á PISA: Ísland gegn heiminum

Í kjölfar harkalegra dóma gagnvart stöðu íslenska menntakerfisins, hef ég ákveðið að leggjast aðeins yfir PISA könnunina sem rædd hefur verið af miklum krafti síðustu daga, og sýnist mér því miður oft vera dæmt út frá niðurstöðum frekar en rýnt í...

Af hverju viðurkennum við þrjósku en höfnum heimsku?

Það má færa fyrir því rök að þrjóska sé ein af undirstöðum fáfræðinnar, því hinn þrjóski heldur að hann viti það sem hann ekki veit og vill ekki viðurkenna að mögulega hafi hann rangt fyrir sér, þannig að ef okkur langar til að vera fráfróðar eða...

Af hverju heldur fólk fast í ranghugmyndir?

Öllum finnst okkur óþægilegt að hafa ósamræmi í heimsmynd okkar, þegar eitthvað virðist ekki passa. Við vitum að eitthvað er ekki alveg í lagi, en áttum okkur ekki fyllilega á hvað það er. Fólk fer ólíkar leiðir til að fylla upp í þetta gap sem ósamræmið...

Hreinskilni í orðavali: hvernig orðin skapa heimsmynd okkar

Ímyndaðu þér ef þú kallaðir kött hund, og hund mús, og mús rottu. Hvað myndi gerast? Myndir þú rugla sjálfan þig í rýminu og kannski í leiðinni byrja að rugla aðra í rýminu? Segjum að þú kallaðir gulan rauðan og rauðan bláan og bláan grænan. Fljótlega...

Hvernig verður siðferði okkar til?

Við ákveðum öll að lifa lífinu einhvern veginn, og við ákveðum að lifa því á ólíkan hátt. Sum okkar viljum við hlíða fornum hefðum, sumir vilja lifa lífinu eins og þeim sýnist, og sumir vilja fylgja ákveðnum leiðum sem þeim finnst skynsamleg. Sumar...

Allt það litla sem við gerum telur: hvernig við breytum heiminum

Við getum ekki ákveðið hvernig aðrir koma fram við okkur, en við getum ákveðið hvernig við sjálf komum fram við annað fólk. Að velja það að hegða okkur í samræmi við það hvernig við skiljum hið góða og réttlætið, tryggir að við vinnum ekki öðrum skaða,...

Trú og aðdáun - pælingar um hvernig við erum

Segjum að þú hafir áhuga á einhverju eins og skák eða fótbolta. Þá er ekkert eðlilegra en að ganga í skákfélag eða íþróttafélag ef þig langar til að keppa, og ef þig langar ekki til að keppa, finna þér annaðhvort einhvern skákmann eða fótboltafélag til...

Trúarbrögð sem stofnanir: meira en bara trú

"Trúarbrögð eru einstaklega félagsleg fyrirbæri. Trúarleg framsetning er sameiginleg framsetning sem tjáir sameiginlegan veruleika." (Durkheim. 1912. The Elementary Forms of Religious Life.” Í gær setti ég fram í spurningu þá staðhæfingu að...

Hlutverk trúarbragða: að varðveita þekkingu og visku fyrri kynslóða?

Nú vil ég aðeins velta fyrir mér hvernig við ekki aðeins komum uppgötvunum okkar til skila, ekki aðeins til einstaklinga heldur til mikils fjölda, og ekki aðeins til mikils fjölda heldur helst til allra, og ekki aðeins allra sem eru á lífi, heldur einnig...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband