Hvernig lærir maður rökhugsun?
20.12.2023 | 20:53
Eftir að hafa lifað á þessari jörð í rúm 50 ár hefur mér tekist að svara þeirri spurningu hvort rökhugsun sé okkur meðfædd, og svar mitt er skýrt nei. Við fæðumst alls ekki með rökhugsun, það að hugsa rökrétt krefst náms, en leiðin að rökhugsun getur opnast út frá mörgum ólíkum leiðum. Rökhugsun krefst þess að við áttum okkur á forsendum og reglum rökfræðinnar, og að við getum beitt þessum reglum í daglegu máli. Sterkasta vísbendingin fyrir því að rökhugsun sé ekki meðfædd er hversu margir halda fram samsæriskenningum sem eiga enga stoð í veruleikanum, eða því sem Þorsteinn Gylfason kallaði gervivísindi.
Aftur á móti höfum við öll möguleikann til að læra rökhugsun. Rétt eins og við fæðumst ekki sem skákmenn, fótboltamenn eða framkvæmastjórar, fæðumst við ekki með rökhugsun, þó að við fæðumst líkast til flest með getuna til rökhugsunar. Rétt eins og svo margt annað, þá þurfum við að læra grundvallarreglur rökfræðinnar til að ná völdum á henni. Eins og í skák, ef við kunnum ekki mannganginn og höfum aldrei teflt skák, þá getum við ekki sagt að við kunnum að tefla. Reyndar gætum við talið okkur kunna ýmislegt sem við kunnum ekki. Þegar kemur að skák þá töpum við líkast til skákinni fljótt og örugglega, en þegar kemur að rökhugsun, þá eru engin afgerandi úrslit önnur en að við höfum rangt fyrir okkur, og við getum mögulega talið að við höfum rétt fyrir okkur.
Undirstöðu rökfræðinnar snúast um hluti eins og að skilja hvernig röksemdir og niðurstöður virka, hvernig rök geta verið afleidd eða aðleidd, hvernig sum rök geta verið gild á meðan önnur eru ógild, og hvernig rökvillur geta hljómað sennilega en leitt okkur í ógöngur. Með þessari undirstöðuþekkingu getum við síðan bætt okkur með stöðugri þjálfun og notkun á rökum.
Besta þjálfunin felst í því að beita gagnrýnni hugsun í daglegu tali, spyrjast fyrir um forsendur og rök, bæði þín eigin og annarra. Eins og Sherlock Holmes leitarðu stöðugt að vísbendingum sem leiða til sönnunar og spyrst fyrir þegar þú ert ekki viss.
Einnig er hægt að leika sér í alls konar leikjum sem krefjast rökhugsunar, leikjum eins og skák, púsluspili, krossgátu, sudoko. Flestir tölvuleikir þjálfa okkur í rökhugsun, og það er jafnvel hægt að þjálfa hana með því að spjalla við gervigreind eins og ChatGPT.
Lestur eða hlustun á góðum skáldsögum, jafnvel áhorf á góðum kvikmyndum getur hjálpað til við að móta góða rökhugsun, og ennþá frekar ef þú finnur þér bækur um rökfræði, heimspeki og gagnrýna hugsun. Þessum lestri þyrfti helst að fylgja einhvers konar íhugun, og þá myndi ég mæla með að skrifa dagbókarfærslu hvern einasta dag.
Samræður eru fyrir rökhugsun eins og skákmót eru fyrir skákir, en góðar samræður sem stefna að því að afhjúpa sannleikann í ákveðnum málefnum eru afar holl æfing. Í samræðum er mikilvægt að vera nógu auðmjúkur til að læra af eigin mistökum, og átta sig á þegar maður hefur ekki hugsað einhverja hugmynd rétt. Maður áttar sig á því þegar efasemdir vakna, og þó maður átti sig ekki á af hverju þær vöknuðu, borgar sig að rannsaka það. Slík rannsókn mun annað hvort leiða eitthvað nýtt í ljós eða ekki, sem getur breytt hvernig við hugsum um það sem okkur er hugleikið. Góð rökhugsun getur hjálpað okkur að breytast í eitthvað betra en við erum.
Finndu þér félaga sem nenna að hugsa með þér og átta sig á gildi rökhugsunar. Tækifærin til að ræða ólíkar hugmyndir eru líkleg til að koma aftan að manni, og þá þarf maður að vera tilbúinn að velta fyrir sér hlutunum, og kunna þá að beita rökhugsuninni vel.
Við getum öll lært að hugsa vel, en við þurfum að læra það og þjálfa okkur. Það getur tekið langan tíma, en smám saman áttum við okkur á hvernig við getum lært að hugsa betur í dag en við gerðum í gær, en það krefst vinnu og þjálfunar. Við þurfum að nenna að læra rökhugsun, og stundum leita okkur að kennara til að læra hana.
Besta kennslan í rökhugsun felst í ástundun heimspeki, enda er rökfræði ein af megingreinum heimspekinnar. Sumir hafa talið og haldið því fram að stærðfræðin kenni okkur betur rökhugsun en rökfræðin sjálf, en það er mikill misskilningur sem hefur haft áhrif á samtíma okkar og fortíð, en það væri hægt að bæta framtíðina töluvert ef við áttum okkur í gildi heimspekinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flókið jafnvægi magns og gæða
19.12.2023 | 23:10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Meira en bara hugsun: áhrif heimspekinnar á hversdagslífið
17.12.2023 | 10:14
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Meira en bara hæfni - Hvernig nám breytir okkur
16.12.2023 | 13:18
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svo lærir lengi sem lifir
15.12.2023 | 22:31
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Takmörk þekkingar í þessum óþekkta heimi
14.12.2023 | 22:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífsins jarðhræringar: í leit að visku og sjálfsstjórn
13.12.2023 | 10:32
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að slíta hlekki fordóma með gagnrýnni hugsun
12.12.2023 | 20:29
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kíkt undir húddið á PISA: Ísland gegn heiminum
10.12.2023 | 20:54
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju viðurkennum við þrjósku en höfnum heimsku?
9.12.2023 | 13:05
Bloggar | Breytt 10.12.2023 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af hverju heldur fólk fast í ranghugmyndir?
8.12.2023 | 08:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hreinskilni í orðavali: hvernig orðin skapa heimsmynd okkar
7.12.2023 | 08:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig verður siðferði okkar til?
6.12.2023 | 10:34
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Allt það litla sem við gerum telur: hvernig við breytum heiminum
5.12.2023 | 09:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Trú og aðdáun - pælingar um hvernig við erum
4.12.2023 | 09:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Trúarbrögð sem stofnanir: meira en bara trú
3.12.2023 | 09:09
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hlutverk trúarbragða: að varðveita þekkingu og visku fyrri kynslóða?
2.12.2023 | 21:13
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leitin að heiðarleika og hreinskilni
1.12.2023 | 08:16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mannlegt eðli: að verða meira manneskjur
30.11.2023 | 10:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvaða gagn gerir samviskan?
29.11.2023 | 17:04
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)