Hvað er góð kennslustund?

campaign-creators-gMsnXqILjp4-unsplash

Hefurðu einhvern tíma setið á námskeiði þar sem leiðbeinandi eða kennari talar allan tímann og reiknar með að allt sem hann eða hún segir skiljist af nemendum sínum, og spyr svo kannski í lok tímans, "hafið þið einhverjar spurningar?"

Það er ekki kennsla, heldur fræðsla. Fræðslu er hægt að fá víða. Þú getur kveikt á sjónvarpstækinu og fræðst um heil ósköp um hvað sem er, getur keypt eða leigt þér bækur, og ef þú lest þær vel, geturðu fræðst af þeim. Ein vinsælasta leiðin til að fræðast í dag er með því að Googla eða horfa á YouTube myndbönd. Mjög gagnlegar leiðir. 

Eitt af því áhugaverða við fræðslu er að við öll túlkum hana á ólíkan hátt, út frá fyrri þekkingu okkar og reynslu, því við reynum stöðugt að tengja það sem við lærum við eitthvað sem skiptir okkur lífi í málinu. Þegar þessi þörf er uppfyllt gerist eitthvað merkilegt í okkur.

Kennsla gerist þegar umhverfi fyrir nám hefur verið afmarkað í tíma og rúmi, hvort sem það er í skólastofu, úti í skógi, inni í verksmiðju, á skrifstofu, eða á netinu. Sett hafa verið skýr námsmarkmið um hvað skal læra og jafnvel mörg undirmarkmið sem saman vinna að stóra markmiðinu. Þegar þú ert í kennslustund áttu ekki bara að sitja kyrr, þegja og glósa, heldur þarftu að fá virkni, þú þarft að æfa þig að nota hugtökin sem þú ert að læra með því að skrifa um þau eða ræða þau með félögum þínum, og ef þú ert að læra um að nota eitthvað verkfæri, sama hversu lítið eða stórt, einfalt eða margbrotið, þá þarftu fyrst að fá upplýsingar um til hvers það er notað, og hvað þér verður kennt um notkun þess, og síðan þarftu að æfa þig í notkun þess. 

Þetta er alls ekki flókið, en getur verið það. Kennarinn þarf nefnilega að þekki viðfangsefnið ansi vel, og vera nógu opin manneskja til að átta sig á að nám streymir ekki frá kennara eða námsefni til nemenda, heldur tengist það þörfum og reynslu nemenda, sem þurfa að átta sig á merkingu viðfangsefnisins út frá eigin forsendum og í tengslum við fyrri reynslu til að átta sig á af hverju það gagnast þeim. Þegar við áttum okkur á hvernig hlutirnir gagnast okkur er eins og dauf pera lýsi upp huga okkar, og okkur langar að læra, og við bæði getum og gerum það.

Mitt eftirlætis tæki er mannshugurinn og þá sérstaklega gagnrýnin og skapandi hugsun sem stýrt er af umhyggju. En þannig er ég. Mér finnst fátt skemmtilegra en að kenna heimspeki, sem snýst nákvæmlega um þetta. Í öllum þeim heimspekitímum sem ég hef kennt hefur mér tekist að bæta við eigin þekkingu og kunnáttu, og læri sjálfur af því að kenna öðrum. Fátt er skemmtilegra.

Þitt eftirlætis tæki gæti verið Excel, hamar, bor, flutningabifreið, og þar fram eftir götunum. En öll þessi tæki eiga það sameiginlegt að ef við ætlum að beita þeim vel, þá þurfum við að læra að beita þeim. 

Að komast í kennslustund hjá manneskju sem skilur hvernig við lærum, skilur að við þurfum að ræða saman til að átta okkur á hlutunum áður en við köfum af dýpt í tækið sem við ætlum að læra á, þurfum aðeins að átta okkur á aðstæðunum þar sem við getum notað tækið, og þurfum að skilja út frá eigin forsendum af hverju við viljum læra um það, slík kennslustund og röð kennslustunda er fjársjóður sem geggjað er að finna.

Það er óragrúi af tækifærum fyrir svona nám á Íslandi, í barnaskólum, framhaldsskólum, háskólum, á símenntunarstöðvum, og hjá einstaklingsreknum fyrirtækjum sem sum bjóða námsferli, og önnur sem kenna innanhús. Það er sannur fjársjóður að komast í slíkt, sérstaklega þegar kennarinn veit hvað hann er að gera og kann vel á tækið sem hann kennir nemandanum að nota. Við erum gríðarlega heppin að hafa vel menntaða kennara sem fylla flestar stöður og sinna starfi sínu vel, og háskólastofnanir sem styðja stöðugt við bakið á kennurunum með framboði á námi fyrir þessa stétt, sem öllum fremur þarf stöðugt að vera í símenntun, því ef það er eitthvað sem ég veit um þekkingu, þá fyllist sá tebolli aldrei og það flæðir heldur aldrei upp úr honum.

Allt nám snýst um að læra á einhvers konar tæki, hvort sem tækið er veraldlegt eða andlegt, jafnvel siðferðilegt, það er eitthvað sem við þurfum að læra að nota.

Við lærum á tækið 'lestur' til að lesa, við lærum á tækið 'heimspeki' til að hugsa betur, við lærum á tækið 'ritlist' til að skrifa betur, við lærum á tækið 'akstur' til að keyra bíl og svo frameftir götunum.

Getur þú sagt mér hvað einkennir góða kennslustund að þínu mati?

 

Mynd eftur Campaign Creators á Unsplash  


Erum við að stela þegar við deilum ekki af sjálfum okkur?

"Ef þú hikar við að markaðssetja það sem þú hefur fram að færa er málið ekki feimni eða að þú sért tvístíga. Það er að þú ert að stela, vegna þess að einhver gæti þurft að læra frá þér, taka þátt með þér eða kaupa frá þér." ( Seth Godin , This is...

Getum við vitað þegar einhver lýgur að okkur?

Við ljúgum þegar við viljandi segjum einhverjum öðrum eitthvað ósatt. En að vita hvenær einhver gerir eitthvað viljandi eða óviljandi er næstum ómögulegt að átta sig á. Við getum trúað einhverju um ætlun annarra, en við getum aldrei fyllilega vitað...

Þekkjum við okkar ytri og innri veruleika?

Við lifum samtímis í tveimur veruleikum; innri veruleika sálarlífsins og ytri veruleika heimsins. Báðir eru þessir veruleikar gríðarlega stórir og upplýsingar um þá takmarkaðar. Upplýsingar um hinn ytri veruleika kemur frá skynfærum okkar, vísindalegum...

Hvernig geta reiðiköst gert þig að betri manneskju?

Þegar við reiðumst getum við algjörlega tapað okkur eins og lýst var í fyrri grein, við heyrum hvorki né sjáum. Það er mögulegt að bregðast við með því að telja upp að tíu og síðan afturábak á núllið. En hvað svo? Það sem gerist þegar við höfum byggt...

Hvernig bregstu við eigin reiði?

Hver kannast ekki við það að hafa allt í einu fundið til mikillar reiði, svo mikillar að maður hvorki sér né heyrir neitt lengur, heldur hefur ríka tilhneigingu til að bregðast við? Við stjórnum reiðinni misjafnlega vel. Sumir hafa stuttan kveikiþráð,...

Getum við valið gleði eða depurð?

Þú stendur fyrir framan aftökusveit með bundið fyrir augun. Hendur þínar eru reyrðar fyrir aftan bak og fæturnir bundnir við staur. Geturðu eitthvað gert í málunum? Maðurinn sem stjórnar aftökusveitinni byrjar að telja niður. Þú getur ekki losnað úr...

Ættu hinir skynsömu að skera upp herör gegn ósannindum?

Skynsemin er í sjálfu sér sára einföld. Hún snýst um að við söfnum að okkur áreiðanlegum upplýsingum og áttum okkar á sambandinu milli þeirra. Hins vegar getur reynst erfitt að átta sig á hvaða upplýsingar eru áreiðanlegar eða ekki. Einnig getur okkur...

Af hverju fyrirlítur sumt fólk frelsið?

Í bandarískum stjórnmálum er talað um íhaldið gegn frjálshyggju, á meðan íhaldið á Íslandi þykist að minnsta kosti aðhyllast frjálshyggju. Það gleymist stundum að frelsið er lykilhugtak hjá lýðræðisríkjum, að fólk sé frjálst til að kjósa og lifa lífinu...

Er "manneskjan" til eða bara hugarburður?

Allir sem lesa þennan texta eru manneskjur reikna ég með. Það kæmi mér virkilega á óvart ef einhver sem ekki er manneskja les þetta, og reikna ég þá með að það séu mörg hundruð ár síðan ég skrifaði þetta og þú lest þetta. En hvað þýðir það að vera...

Getum við valið um að lifa innihaldsríku eða tómu lífi?

Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur á hvort að innihaldsríkt eða tómt líf sé eitthvað sem kemur fyrir okkur eða hvort það sé eitthvað sem við veljum. Aðstæður okkar geta verið ólíkar, við getum verið á erfiðum stað í lífinu og...

Eru þeir sem ljúga og blekkja tómir heimskingjar?

Til eru fjórar leiðir til að taka þátt í samræðu. Leið 1: Þú getur virt reglur rökfræðinnar og stuðst við staðreyndir og vel rökstuddar hugmyndir. Þeir sem tilheyra þessum hópi bera virðingu fyrir sannleikanum og sjá hann sem einhvers konar leiðarljós,...

Vilt þú lifa sama lífi aftur?

Gefum okkur að þú liggir uppi í sófa og sért að glápa á Netflix. Það er enginn hjá þér og myndin er skemmtileg. Skyndilega fer allt rafmagn og þú situr í myrkrinu enda áttu hvorki kerti né LED kerti með rafhlöðum. Þú liggur bara uppi í sófa og hallar...

Geturðu ímyndað þér allt og ekkert án þess að bresta í hljóðan grát?

Hefurðu einhvern tíma velt af alvöru fyrir þér hugtökunum ‘allt’ og ‘ekkert’? Hefur það hvörflað að þér að þessi hugtök eru ekki jafn augljós og þau virðast við fyrstu sýn? Hugmyndirnar um algjörlega allt og algjörlega ekkert eru...

Hræðilegar skoðanir fylgja okkur eins og skugginn

Við höfum öll einhverjar skoðanir. Þær eru misjafnlega góðar, þær bestu eru byggðar á þekkingu, reynslu og skilningi, þær verri geta komið úr ólíkum áttum, og skortir yfirleitt yfirvegaða umhugsun. Stundum eru slæmar skoðanir vel rökstuddar og...

Sú sorglega staðreynd að við erum varla til

Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvað við erum smá, bæði þegar kemur að rúmi og tíma? Þegar við sjáum fyrir okkur Fjöldi manneskja á jörðinni er að nálgast átta milljarða. Það er varla að maður kunni að skrifa töluna: 8000000000. Og pældu í því að...

Aðeins um eyðingarhyggju

Eyðingarhyggja (nihilismi) er ein af mörgum mögulegum leiðum til að hugsa um heiminn, og að mínu mati afar vond leið, en manneskja sem lifir eftir þessu hugarfari efast um öll mannleg gildi og þekkingu. Slík manneskja virðir ekki sannleikann viðlits og...

Kapphlaupið um lífsgæðin

Manneskjur eru sífellt á fleygiferð hvar sem er í heiminum. Reyndar hvílast þær flestar á nóttinni, en yfir daginn skjótast þær fram og til baka á fleygiferð, alltaf að flýta sér að komast eitthvert annað, kannski vegna þess að þeim sýnist grasið alltaf...

Hraunið og tíminn

Um daginn gekk ég að gosinu í Geldingadölum og fannst það tilkomumikið. Við förunautur minn ræddum aðeins um kraftinn í þessari jörðu og hvernig mannlegur máttur gæti engan veginn staðið í vegi fyrir flæði hraunsins. Það minnir mig á tímann, hvernig hann...

Af hverju er svona erfitt að skilja heiminn og sjálfan sig?

Sá sem reynir að skilja sjálfan sig og heiminn áttar sig fyrr eða síðar á þeim vanda að allt er stöðugt að færast úr stað, að þegar maður nær loks tökum á einhverju fyrirbæri, sama hvort það er hlutur eða skilningur, þá breytist eitthvað sem veldur því...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband