Hvert væri gaman og áhugavert að ferðast?

Tyrkland2022
Mynd tekin í Istanbúl snemma árs 2022.

“Sú manneskja sem þú ert skiptir meira máli en staðurinn sem þú ferðast til; af þessari ástæðu ættum við ekki að binda huga okkar við einhvern einn stað. Lifðu í þessari trú: ‘Ég er ekki fædd(ur) í einu horni alheimsins; heimurinn allur er landið mitt.-’” Seneca

Ég elska að ferðast og hef komið víða við. Samt er heimurinn svo stór og margir staðir sem mér þætti vænt um að heimsækja, þó ekki á flótta undan veðri og vindum á Íslandi, heldur til að kynnast þessum stóra og fallega heimi aðeins betur.

Með hverju tungumáli sem við lærum áttum við okkur betur á hvernig fólk um víða veröld hugsar og veltir fyrir sér hlutunum. Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér muninum á hvernig maður er þegar maður hugsar á einu tungumáli eða nokkrum. Mér skilst að stundum slæðist íslensk orð með þegar ég ræði við fólk á ensku. Bara gaman að því, en tungumálið er ein af leiðum til að ferðast án þess að færa sig úr stað.

Á síðasta ári kom ég víða við. Var strandaglópur í Istanbúl en þar var allt ófært út af snjókomu, ók um Bandaríkin og stoppaði þar í tvær vikur til að ræða heimspeki með þarlendum ungmennum, kom við í vinnuferðum og fríum á Spáni, Ítalíu, Frakklandi, Englandi, Eistlandi, Póllandi, Austurríki og Noregi, og stoppaði á flugvöllum í Danmörku og Svíþjóð. Einnig fór ég ásamt samstarfsfélögum mínum upp á fjölda fella á Suðurnesjum og loks fórum við í virkilega erfiða göngu á Grænahrygg. Allt var þetta gaman.

Mér fannst frekar stórkostlegt að ganga um götur Istanbúl í hundslappadrífu, innan um forna turna og musteri - þar sem menn voru að steikja hnetur í litlum vagni en var greinilega ískalt. Ég fór meira að segja í snjókast við sænskan vin minn, báðir komnir yfir fimmtugt, en leið eins og krökkum á fyrsta snjódegi ársins. Í það minnsta leið mér þannig. Einnig var stórmerkileg upplifun að ganga um Grand Bazaar í snjókomu. Vinalegir sölumenn buðu upp á te, og sæti inni í verslunum að skoða tyrknesk teppi, handklæði og viskustykki. Auðvitað fór taskan full heim.

Mig langar að ferðast meira en þarf þess ekki. Það væri gaman að fara annað en í stuttar sólarstrandarferðir þar sem maður hellir í sig bjór og tekur tásumyndir. Það væri gaman að kynnast því hvernig fólk lifir í þessum heimi við ólíkar aðstæður en við þekkjum frá degi til dags á Íslandi. 

Í fréttinni sem kveikti þessar vangaveltur er talað um hvernig hjón fóru á fjarlægan stað, Bora bora, syntu þar í sjónum með hvölum, höfrungum, hákörlum. Sigldu um og nutu lífsins. Þetta er merki um fólk sem er ánægt í eigin skinni, þau eru ekki að ferðast til að losna undan einhverju böli, heldur ferðast til að upplifa meira af undrum heimsins sem við erum öll hluti af. 

Nú langar mig að leita mér að fleiri ferðalögum, þó að vissulega séu nokkrar ferðir á dagskránni innan skamms á þessu ári. Mér finnst reyndar líka gott að vera heima, gefa mér tíma með bókunum mínum og kynnast út frá þeirra sjónarhorni heiminum ennþá betur, út frá því hvernig aðrir hafa hugsað og skrifað síðustu aldirnar. Jafnvel þetta blogg er skemmtilegt ferðalag í mínum huga.

 


mbl.is Með eyjuna á heilanum í yfir áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?

“Við skulum meta mikils og elska ellina, því hún er full af ánægju ef maður kann að njóta hennar. Bestu ávextirnir hafa náð fullum þroska.” - Seneca Það er auðvelt að dýrka æskuna og gleyma því hversu dýrmæt eldri árin geta verið. Þegar við...

Af hverju er gott að fagna því sem vel er gert?

„Það er í samræmi við náttúruna að sýna vinum okkar ástúð og að fagna góðum árangri þeirra, rétt eins og hann væri okkar eigin. Því ef við gerum þetta ekki mundi dyggðin, sem styrkist aðeins með því að beita henni, dvína og hverfa úr okkur. —...

Hvernig gerir tap okkur betri eða verri?

„En dauði og líf, heiður og skömm, sársauki og ánægja — allt þetta kemur jafnt fyrir góða menn og slæma, sem gerir okkur hvorki betri né verri. Þess vegna eru þessir hlutir hvorki góðir né illir." -Markús Árelíus, Hugleiðingar Bók 2, grein 11...

Af hverju þurfum við dómgreind, heilindi og þakklæti?

“Það eina sem þú þarft er þetta: skýra dómgreind, starfa af heilindum fyrir samfélagið; og þakklæti fyrir það sem að höndum ber.” - Markús Árelíus, Hugleiðingar, 9.6 Markús Árelíus var keisari yfir Rómaveldi, hugsanlega sá besti þeirra allra,...

Af hverju höfum við stundum rangt fyrir okkur?

“Þegar einhver vinnur þér skaða, eða talar illa um þig, mundu að hann hegðar sér eða talar út frá þeirri forsendu að það sé það eina rétta í stöðunni. Nú er mögulegt að hann fylgi öðrum forsendum en þær sem þú telur réttar, og heldur að eitthvað...

Hver fyllir mæli reiði þinnar?

„Ef einhver reyndi að ná stjórn á líkama þínum og gerði þig að þræl, myndir þú berjast fyrir frelsi. Samt gefur þú alltof auðveldlega hug þinn þeim sem móðga þig. Þegar þú hlustar á orð þeirra og leyfir þeim að ráða yfir hugsunum þínum, gefur þú...

Getum við lært þegar við teljum okkur vita?

"Það er ómögulegt fyrir mann að læra þegar hann telur sig vita." - Epíktet Til að læra nýja hluti þurfum við að vera opin fyrir námi. Til að vera opin fyrir námi þurfum við auðmýkt. Við þurfum að átta okkur á því að við vitum ekki allt, og við þurfum að...

Trú eða þekking?

Hvernig vitum við hvað af því sem við trúum er trú og hvað þekking? Áður en þessu er svarað veltum aðeins fyrir okkur hvað hugtökin þýða. "Trú" er eitthvað sem við höldum að sé satt, að það miklu marki að við teljum okkur vita það fyrir víst, það er...

Um gagnrýnið viðhorf

Gagnrýnið "viðhorf er altækt í tvennum skilningi: hvað sem er getur orðið viðfang þess og verkefnið er endalaus leit sanninda um heiminn og hugsun manna." - Páll Skúlason, Pælingar II Fátt er mikilvægara meðal lýðræðisþegna en gagnrýnið viðhorf. Fátt er...

Hvað þýðir að vera heimspekilegur?

"Afstaða heimspekinga er stundum talin bera vott um óraunsæi á vandamál og verkefni daglegs lífs. Samkvæmt almannarómi eru þeir með hugann bundinn við fjarlæga eða fjarstæða hluti, stundum skýjaglópar eða draumóramenn, stundum óskaplegir orðhenglar sem...

Hugmynd um heimspeki

"Einn hefðbundinn skilningur á heimspeki er sá að hún sé endalaus leit þekkingar og skilnings á heiminum . Annar hefðbundinn skilningur er sá að hún sé heild eða kerfi allrar öruggar þekkingar á veruleikanum , vísindi allra vísinda. Hinn þriðji...

Dýrmætasta sameign Íslendinga?

"Oft er sagt að tungumálið sé dýrmætasta sameiginlega eign okkar Íslendinga. Önnur dýrmæt sameign eru hugmyndir og skoðanir á lífinu og tilverunni, sjálfum okkur og heiminum." (Páll Skúlason, Pælingar II, 1989) Mig langar að pæla aðeins. Hugmyndin er...

Hvað er góð kennslustund?

Hefurðu einhvern tíma setið á námskeiði þar sem leiðbeinandi eða kennari talar allan tímann og reiknar með að allt sem hann eða hún segir skiljist af nemendum sínum, og spyr svo kannski í lok tímans, "hafið þið einhverjar spurningar?" Það er ekki...

Erum við að stela þegar við deilum ekki af sjálfum okkur?

"Ef þú hikar við að markaðssetja það sem þú hefur fram að færa er málið ekki feimni eða að þú sért tvístíga. Það er að þú ert að stela, vegna þess að einhver gæti þurft að læra frá þér, taka þátt með þér eða kaupa frá þér." ( Seth Godin , This is...

Getum við vitað þegar einhver lýgur að okkur?

Við ljúgum þegar við viljandi segjum einhverjum öðrum eitthvað ósatt. En að vita hvenær einhver gerir eitthvað viljandi eða óviljandi er næstum ómögulegt að átta sig á. Við getum trúað einhverju um ætlun annarra, en við getum aldrei fyllilega vitað...

Þekkjum við okkar ytri og innri veruleika?

Við lifum samtímis í tveimur veruleikum; innri veruleika sálarlífsins og ytri veruleika heimsins. Báðir eru þessir veruleikar gríðarlega stórir og upplýsingar um þá takmarkaðar. Upplýsingar um hinn ytri veruleika kemur frá skynfærum okkar, vísindalegum...

Hvernig geta reiðiköst gert þig að betri manneskju?

Þegar við reiðumst getum við algjörlega tapað okkur eins og lýst var í fyrri grein, við heyrum hvorki né sjáum. Það er mögulegt að bregðast við með því að telja upp að tíu og síðan afturábak á núllið. En hvað svo? Það sem gerist þegar við höfum byggt...

Hvernig bregstu við eigin reiði?

Hver kannast ekki við það að hafa allt í einu fundið til mikillar reiði, svo mikillar að maður hvorki sér né heyrir neitt lengur, heldur hefur ríka tilhneigingu til að bregðast við? Við stjórnum reiðinni misjafnlega vel. Sumir hafa stuttan kveikiþráð,...

Getum við valið gleði eða depurð?

Þú stendur fyrir framan aftökusveit með bundið fyrir augun. Hendur þínar eru reyrðar fyrir aftan bak og fæturnir bundnir við staur. Geturðu eitthvað gert í málunum? Maðurinn sem stjórnar aftökusveitinni byrjar að telja niður. Þú getur ekki losnað úr...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband