Eldgos, óvissa og innri ró

480249948_10163447975206410_7330994597418433375_n.jpg?_nc_cat=104&ccb=1-7&_nc_sid=127cfc&_nc_ohc=FlJV7mkwpUoQ7kNvgEEZKvU&_nc_zt=23&_nc_ht=scontent.frkv2-1

Jarðskjálftarnir halda áfram að hrista Reykjanesskagann og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær næsta eldgos hefst. Vísindamenn vara við því að eldgos geti hafist með litlum sem engum fyrirvara. Ástandið við Sundhnúkagíga er óstöðugt og sérfræðingar segja að mögulegt sé að hraun muni renna í átt að Grindavík.

Fyrir okkur sem misstum heimili okkar er þetta meira en bara frétt – þetta er sagan okkar, aftur og aftur. Við slíkar fréttir rifjast upp minningar frá nóvember 2023 þegar bærinn var rýmdur á örfáum klukkustundum, og bílaröð fór eins og ljósberar um Suðurstrandarveg þar sem Grindavíkurvegur hafði farið í sundur.

Þann 10. nóvember 2023 neyddumst við til að yfirgefa heimili okkar í Grindavík ásamt tveimur barnabörnum á leikskólaaldri án þess að vita hvort við myndum nokkurn tímann snúa aftur. Konan mín hafði gleymt veskinu sínu, en það skipti í raun engu máli á því augnabliki – húsið lék á reiðiskjálfi og allt sem við gátum gert var að fara, með skilninginn á því að ekkert væri undir okkar stjórn nema viðbrögð okkar sjálfra.

Nokkrum dögum síðar fengum við nokkrar mínútur til að fara aftur inn í húsið. Við þurftum að sækja nauðsynlegustu hlutina í flýti. Þó að tíminn væri takmarkaður fengum við aðstoð björgunarsveitar. Þau veittu okkur dýrmæt augnablik til að velja það sem skipti okkur mestu máli. Það fór kvöldstund í að skrifa miða um þá hluti sem þurfti að sækja, og þegar við komum loks inn, þá hurfu mínúturnar fimm í þoku.

Við höfum þurft að horfast í augu við þá staðreynd að við getum ekki lengur búið þar sem við höfðum fjárfest í framtíð okkar. Þetta hefur verið erfitt, en það er hér sem stóísk hugsun verður að nauðsynlegri stoð. Það sem gerist er ekki undir okkar stjórn, en hvernig við bregðumst við er það sem skilgreinir okkur.

Þessi reynsla minnir okkur á að beina athyglinni að því eina sem við raunverulega stjórnum: okkar eigin huga og viðbrögðum, því hvernig við tökumst á við aðstæðurnar, hvernig við höldum ró okkar í óvissum aðstæðum, og hvernig við beinum orkunni að því sem við getum breytt frekar en að syrgja það sem er glatað.

Lífið mun ávallt vera ófyrirsjáanlegt, en eins og Markús Árelíus sagði: „Þú hefur vald yfir huga þínum og ekki ytri atburðum. Skildu þetta, og þú munt finna styrk.“

Undanfarin ár hef ég skrifað eina spurningu hvern einasta dag á Facebook, sem endurspeglar nákvæmlega þessa speki. Í kjölfar hverrar spurningar skrifa ég svar sem ég stöku sinnum birti umheiminum.

Hvernig getum við lært að lifa með óvissunni frekar en að óttast hana?


mbl.is „Fyrirvarinn verður mjög stuttur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju gefum við röngum einstaklingum völd – aftur og aftur?

Hvers vegna gefum við einstaklingum völd sem síðan brjóta niður samfélagið sem þeir hafa lofað að verja? Sagan sýnir okkur að einræðisherrar og valdagráðugir leiðtogar komast ekki til valda með hnefunum heldur með kosningum, loforðum og stuðningi...

Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?

Ég hef haft gríðarlegan áhuga á dyggðasiðferði og held að þjálfun á dyggðum sé lykillinn að góðu lífi, en nú var ég að lesa textabrot eftir Kant sem færir hugmyndir mínar í aðeins dýpri vídd, en hann segir í bók sinni, ‘Grundvöllur að frumspeki...

Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Baldurs S. Baldurssonar

Ef við skoðum himinhvolfin og áttum okkur á að jafnvel plánetan sem við búum á er ósýnileg þegar kemur að alheiminum, hvað er þá ein manneskja? Jafnvel minni en sandkorn á strönd í víðasta samhengi, en samt, ef við nálgumst jörðina og síðan mannkynið og...

Hrós til þjónustuborðs Costco

Fór á þjónustuborðið í Costco. Þar tók kona á móti mér af erlendum uppruna. Eins og alltaf byrjaði ég með að segja frá erindi mínu á íslensku. Hún svaraði, svolítið hikandi og bjagað: “Er þér sama að ég tala íslensku?” Auðvitað var ég meira...

Hætturnar sem felast í fáfræði

Fáfræði skil ég, ef ég reyni að skilgreina hana, sem skort á gagnrýnu viðhorfi og áhuga til að leita sér þekkingar og visku. Það var einhvern tíma sem ég var að lesa samræðu eftir Platón að Sókrates sagði að fáfræðin væri uppspretta alls hins illa í...

Mistök og það sem við getum lært af þeim

Mistök eru framkvæmd sem hafa aðrar afleiðingar en við stefnum að, og eru þannig mótsögn í sjálfu sér við vilja okkar. Það er óhjákvæmilegt að gera fjölmörg mistök hvern einasta dag, svo framarlega sem við framkvæmum einhverja hluti. Mistökin geta verið...

Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurningu

Ég hef unnið við heimspekikennslu, ekki bara á Íslandi, heldur víða um heim, þá mest með unglingum. Nú er staðan þannig að ég starfa ekki mikið við heimspeki lengur, en eins og alltaf er hún mér hugleikin. Hvern einasta morgun les ég texta úr einhverju...

Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?

Sönnun byggir á staðfestum og rekjanlegum upplýsingum og sannanir er hægt að endurtaka hvar og hvenær sem er, svo framarlega sem þær eru framkvæmdar á kerfisbundinn hátt og með gagnrýnni hugsun að leiðarljósi. Sannanir sýna hvort að ákveðin fullyrðing sé...

Meðan bærinn okkar brennur

Nú er eldgos komið inn í Grindavík og hús farin að brenna. Við konan mín fórum í pottinn okkar í gær. Það væri kannski ekki í frásagnir færandi nema að potturinn er í Grindavík og hugsanlega var þetta í síðasta skipti sem hægt er að nota hann, enda...

Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það

Þegar við stöndum frammi fyrir ákvörðunum, hvort sem það er við að velja fulltrúa í kosningum, kaupa vöru, eða jafnvel velja bíl og íbúð, reynum við oftast að taka skynsamlegar og góðar ákvarðanir. Hins vegar blasir við okkur flókið vandamál. Þó við...

Ofurkraftar okkar

Sjálfsþekking er meira en bara íhugun. Hún er ferðalag inn í kjarna þess sem við erum. Hún felur í sér að skilja eigin persónuleika, tilfinningar, hugsanir, styrkleika, veikleika, gildi og skoðanir. Ferðalagið hefst þegar við íhugum eigin reynslu og...

Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?

Við heyrum stundum í fréttum um spillt og gráðugt fólk, glæpamenn og lygara, einræðisherra og fjöldamorðingja, eins og það sé sjálfsagður hlutur að mikil spilling og slæmir hlutir séu á gangi í samfélaginu. Það sé bara hluti af því að vera til. Það er...

Af hverju fylgir því mikill máttur að geta kosið?

Nú rignir frambjóðendum til forseta af himnum ofan, nokkuð sem sumum finnst fyndið, öðrum kjánalegt, einhverjum þreytandi, en með einum eða öðrum hætti er þetta ekkert annað en stórfenglegt. Að venjulegt fólk geti boðið sig fram í forsetaembættið í okkar...

Valfrelsið og allt það sem við kjósum yfir okkur

Stundum stöndum við fyrir vali í eigin lífi, stundum í kosningum, sem mun hafa áhrif á líf okkar, en hversu oft nýtum við þetta val að fullu? Hvenær veljum við virkilega það sem við vitum að er gott, hugsum valið í gegn, metum hvernig það hefur ekki...

Kostnaður spillingar og óheiðarleika

“Hamingjan veltur á gæðum hugsunar þinnar.” - Markús Árelíus Byrjum á örstuttri sögu: Það var einu sinni strákur sem var sjúkur í nammi. Hann elskaði alla litina, lyktina og bragðið sem kom úr hverjum einasta bita. Hann var lítill og átti...

Sjálfselskan og ástin

Byrjum á örstuttri sögu: Einu sinni, fyrir langa löngu, byggði vitur garðyrkjumaður gróðurhús. Hann skipti því í tvo hluta. Annar hlutinn var gríðarlega vel skipulagður, var með plöntum sem gáfu af sér bragðgóða ávexti, jurtir sem hægt var að nota við...

Hlutir sem geta spillt vináttu og ást

Það er fullt af mótsögnum í vináttu og ást, svona eins og hafstraumar sem bera fleka í óvæntar áttir. Stundum finnum við góða höfn, stundum rekumst við á sker. Sem börn gerum við fullt af mistökum sem hafa áhrif á samband okkar við önnur börn og annað...

Hvernig veljum við vini okkar?

Byrjum á örsögu: Það var einu sinni í fjárhúsi þar sem fleiri en 200 kindur dvöldu yfir veturinn, að það stóð autt á síðustu dögum sumars, að forvitin húsfluga flaug í kringum mús sem stóð uppi á staur og leit í kringum sig. “Af hverju stendur þú...

Hrærigrautur breytinganna

“Engin manneskja stígur tvisvar í sömu ána, því það er aldrei sama á og hún er aldrei sama manneskjan.” - Heraklítus Nú er aðfangadagur jóla. Oft hef ég haft tilfinningu fyrir hátíð, að það beri að fagna lífinu og fæðingu vonar og kærleika....

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband