Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Apríl 2009: Ný lög í boði VG: Foreldrum eða forsjáraðilum er óheimilt að beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum, þ.m.t. refsingum í uppeldisskyni

Þessi grein fékk 109 athugasemdir í apríl, en þá lagði VG fram lagatillögu sem bannaði foreldrum að refsa börnum sínum. Mér fannst þetta stórmerkileg tillaga, og jafnframt absúrd, þó að eftir töluverðar lagfæringar hafi tillagan ekki gengið jafn langt og upphaflega.

Í þessum lögum var ekki gerður greinarmunur á "andlegu ofbeldi" og "andlegri refsingu", en hvað eru refsingar annað en andlegar þegar hlutverk þeirra er að komast hjá því að viðlíkur verknaður verði endurtekinn af viðkomandi, eða öðrum, og skýr skilaboð send um að eitthvað sé rangt?

Þegar flokkur sem vill banna með lögum að foreldrar hasti á börn sín, velti ég fyrir mér hvaða vitleysu þeim dettur í hug þegar enn mikilvægari mál eru til umfjöllunar. Málið er að vinnubrögðin og hugmyndirnar virðast afar skakkar.

Ný lög í boði VG: Foreldrum eða forsjáraðilum er óheimilt að beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum, þ.m.t. refsingum í uppeldisskyni

 "Móðir fimm ára stúlku hefur verið handekin, en hún reif í handlegg dóttur sinnar og skammaði fyrir óhlýðni í Bónus. Einnig grunuð um að hafa ekki komið í veg fyrir einelti sem sjö ára sonur hennar lenti í. Minnst hálfs árs fangelsisdómur bíður hennar." (Ímynduð frétt)

Nú þarf ég að láta móðinn mása. Þetta finnst mér afar áhugaverð lög. Absúrd, en áhugaverð. Hvað ætli verði um barn á meðan foreldri situr inni vegna brota á þessum lögum? Smelltu hér til að lesa lögin (eg birti þau líka neðst í þessari grein).

Ímyndað lögreglu- og dómsmál:

Einstæð móðir er í Bónus með fimm ára dóttur sinni. Mamman þarf að komast í klippingu eftir korter og þarf að klára innkaupin. Sú litla tekur 7 DVD barnamyndir sem hún vill eignast úr einni hillunni. Mamman segist ekki hafa efni á þessu. Dóttirin sest á gólfið með diskana í fanginu. Mamman tekur í handlegg dóttur sinnar og ætlar að lyfta henni upp og taka hana með sér, en krílið öskrar á móður sína. Fólk lítur við og sér móðurina toga í handlegg skælandi dóttur sinnar. 

Það er hringt í lögregluna. Barnaverndarstofa kemur inn í málið. Á meðan rannsókn stendur yfir verður dóttirin að vera hjá fósturforeldrum í Breiðavík, og á meðan fær hún ekki að sjá móður sína. Í réttarhöldunum, mánuði síðar, hittast þær aftur mæðgurnar. Og þá verða fagnaðarfundir.

Móðirin er dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir að beita dóttur sína andlegri og líkamlegri refsingu. Hún fær ekki að sjá dóttur sína aftur fyrr en að afpláningu lokinni. Þá mun sálfræðingur meta hvort að hún sé ennþá hættuleg dóttur sinni.

 

mother-child-discipline-small

Refsingar geta aldrei verið annað en andlegar eða líkamlegar, þannig að í raun er verið að setja hegningarlög á það að börnum sé refsað fyrir slæma hegðun.

Ég skil vel að banna líkamlegar refsingar, sem ég hefði þó talið að gæti verið umdeilt mál. En andlegar refsingar?

Mig grunar að þessi lög muni beinlínis valda skaða, þar sem að til eru börn sem eiga það til að ljúga upp á fólk, og gætu því auðveldlega logið til um andlegt ofbeldi.

Andlegt ofbeldi er eitt, skammir eða andleg refsins eru annað. Þessi lög standast ekki einfaldan prófstein heilbrigðrar skynsemi. Afleiðingarnar verða ekki bara agaleysi í anda nýfrjálshyggju, heldur hrikalegt agaleysi í anda ofsanýfrjálshyggju.

Ég get engan veginn tekið VG alvarlega eftir þetta, en flokkurinn var reyndar tæpur fyrir í mínum huga. Maður gerir ekki svona!

Skamm! (úps... Blush)

 

Ef þú lest þessi lög vandlega kemur fleira upp úr dúrnum. Til dæmis ef barn þitt verður fyrir einelti í skóla og þér tekst ekki að koma í veg fyrir það, geturðu lent í sex mánaða fangelsi fyrir vikið, samanber: 

"Með þessari breytingu fela lögin þannig í sér að foreldrum og öðrum forsjáraðilum sé bæði skylt að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu annarra og einnig að þeim sé óheimilt að beita sitt eigið barn slíku ofbeldi. Sérstaklega er tiltekið að refsingar í uppeldisskyni séu óheimilar, þar á meðal flengingar."

 

Þessi lög þýða:

  • Það má ekki skamma barn fyrir óæskilega hegðun
  • Það má aldra öskra eða hrópa á barn
  • Það má aðeins ávíta ákveðna hegðun barnsins, ekki barnið sjálft
  • Það má ekki ráðast að manngerð barnsins
  • Það má ekki uppnefna barn
  • Það má stoppa ákveðna hegðun með yfirvegun, ekki bræði (ekki sparka í fótinn á ömmu þinni!)
  • Það verður að vera hægt að útskýra af hverju viðkomandi hegðun skal stoppa (það er sárt að láta sparka í fótinn á sér)
  • Koma með uppástungu í staðinn (sparkaðu frekar í bolta)
  • Þetta getur minnkað neikvæða hegðun til skamms tíma
  • Þetta er aðeins áhrifaríkt gagnvart börnum ef ekki ofnotað
  • Ef notað án skynsamlegra viðmiða mun þetta aðeins efla óhlýðni og agaleysi
  • Það er ekki lengur löglegt að aga börn til hlýðni
  • Einelti er refsivert á þann hátt að foreldrar þess sem verður fyrir eineltinu bera ábyrgðina

 

004_RP1945%7EThe-Simpsons-Posters

Nokkrar spurningar

  1. Er strangur agi refsiverður?
  2. Má ekki segja "Nei!" við barn lengur?
  3. Má ekki slá á puttann, ef barnið kann sig ekki við matarborðið?
  4. Má ekki banna börnum að opna jólagjafirnar snemma?
  5. Má ekki stoppa slagsmál barna?
  6. Er bannað að senda barn í skammarkrók?
  7. Er hægt að túlka fjarveru foreldris sem andlegt ofbeldi?
  8. Er það andlegt ofbeldi ef barn fær að horfa á kvikmynd sem er bönnuð hans eða hennar aldurshópi?
  9. Er það andlegt ofbeldi að láta börn baða sig fyrir framan önnur börn í leikfimi eða sundi?
  10. Er það andlegt ofbeldi að þvinga barn til að lesa viðfangsefni sem barninu líkar ekki?
  11. Hvað getur foreldri gert til að barn hans lendi ekki í einelti, og ef svo er, hvað þarf viðkomandi að gera til að forðast fangelsisvist?

 

rejection

 

Er höfnun andleg refsing?
yrir mörgum árum fór ég á leiklistarnámskeið. Flest börn sem tóku þátt í námskeiðinu fengu að vera með í uppfærslu á jólaleikriti. En ekki ég. Var þetta dæmi um andlegt ofbeldi?

Er gamansöm og prakkaraleg ögun frá kennara refsing?
Fyrir mörgum árum sat ég í skólastofu og talaði við sessunaut minn á meðan við áttum að vera að læra. Kennarinn sagði mér að þegja. Ég sinnti honum ekki, var frekar óhlýðinn, og hafði eitthvað voðalega merkilegt að tala um. Nokkrum mínútum síðar kom kennarinn aftan að mér, tók mig hálstaki og dró mig úr stólnum, og spurði mig aftur hvort ég ætlaði að þegja. Allt í einu hætti hann og sagði að þetta hafi bara verið létt grín. Ég tók því líka þannig. Var ég fórnarlamb líkamlegs eða andlegs ofbeldis?

Ég kann þessar sönnu sögur úr eigin reynslu, og er þó með rólegri einstaklingum. Ég get rétt ímyndað mér hvað aðrir geta dregið upp úr minningaskjóðunni.

 

Lögin sjálf:

 

136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 19 — 19. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á barnaverndarlögum og barnalögum.

Flm.: Kolbrún Halldórsdóttir, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir,

Árni Þór Sigurðsson, Jón Bjarnason, Katrín Jakobsdóttir,
Steingrímur J. Sigfússon, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson.

I. KAFLI
Breyting á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum.
1. gr.

    1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
    Börn eiga rétt á vernd og umönnun og skulu ekki þurfa að þola líkamlegar eða andlegar refsingar eða annars konar illa meðferð. Þau skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska.

2. gr.

    Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Með óviðunandi aðstæðum, uppeldisaðstæðum eða uppeldisskilyrðum í lögum þessum er að jafnaði átt við að barn búi við og sé misboðið með vanrækslu, ofbeldi eða annars konar illri meðferð, þ.m.t. heimilisofbeldi.

3. gr.

    1. og 2. mgr. 99. gr. laganna orðast svo:
    Óheimilt er að beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum. Hver sem beitir barn slíkum refsingum skal sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum eða fangelsi allt að einu ári ef háttsemin er sérstaklega vítaverð. Hver sem beitir barn hótunum eða ógnunum sem ætla má að skaði barnið andlega eða líkamlega skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.
    Ef maður hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu, til að stunda vændi eða leiðir það með öðrum hætti á glapstigu þá varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum.

II. KAFLI
Breyting á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum.
4. gr.

    Við 2. mgr. 28. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Foreldrum eða forsjáraðilum er óheimilt að beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum, þ.m.t. refsingum í uppeldisskyni.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Frumvarpi þessu er ætlað að breyta bæði barnaverndarlögum og barnalögum í þeim tilgangi að tryggja stöðu barna gagnvart foreldrum og forsjáraðilum og til þess að tryggja ýmis réttindi barna sem nánar er fjallað um í greinargerð þessari.
    Breytingarnar snúa að þremur þáttum aðallega. Í fyrsta lagi er um að ræða breytingar á barnaverndarlögum og barnalögum sem tiltaka með skýrum hætti að líkamlegar og andlegar refsingar gagnvart börnum eru óheimilar og refsivert athæfi. Tekur frumvarpið bæði til ofbeldis af hálfu foreldra eða forsjármanna og einnig af hálfu annarra umsjáraðila. Í annan stað er um að ræða viðbót við barnaverndarlögin þar sem hugtökin óviðunandi aðstæður, uppeldisaðstæður og uppeldisskilyrði eru skilgreind sérstaklega. Í þriðja lagi er um að ræða breytingu á ákvæði 99. gr. barnaverndarlaga þar sem hugtakið lauslæti er fellt brott og notað í staðinn hugtakið vændi.

Líkamlegar og andlegar refsingar.
    Í 19. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er tekið sérstaklega fram að börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu. Þá er einnig í 39. gr. tekið fram að börn megi ekki beita ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu. Ísland hefur undirritað barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er þannig bundið að þjóðarétti til að virða reglur þær sem hann mælir fyrir um.
Í ágústmánuði sl. féll dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli karlmanns sem hafði beitt tvo drengi unnustu sinnar líkamlegum refsingum, nánar tiltekið flengingum. Maðurinn var ákærður annars vegar fyrir líkamsárás á grundvelli 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, og hins vegar á grundvelli 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/ 2002. Í báðum tilfellum var maðurinn sýknaður með þeim rökum „að hugsanlega tíðkast eitthvað, eða hefur tíðkast, að flengja börn“. Þá var vísað til þess í dómnum að barnaverndarlögin kveði ekki með skýrum hætti á um algert bann við því að börn séu beitt refsingum, þar á meðal líkamlegum refsingum.
    Þessi niðurstaða héraðsdóms hlýtur að teljast verulega óeðlileg, sérstaklega í ljósi barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og almennrar afstöðu íslensku þjóðarinnar til líkamlegra refsinga gegn börnum. Þá má benda á að nú er í gangi átak Evrópuráðsins til að stöðva líkamlegar refsingar gegn börnum. Einkunnarorð átaksins eru: Your hands should not punish. Raise your hands against smacking. Frumvarpi þessu er þannig ætlað að taka af allan vafa um að líkamlegar eða andlegar refsingar gegn börnum séu undir engum kringumstæðum heimilar.

Hugtökin óviðunandi aðstæður, uppeldisaðstæður og uppeldisskilyrði.
    Samkvæmt núgildandi barnaverndarlögum, nr. 80/2002, eiga börn tilkall til þess að búa við viðunandi aðstæður, eftir atvikum fyrir tilstilli barnaverndaryfirvalda.
    Hugtökin óviðunandi aðstæður, uppeldisaðstæður og uppeldisskilyrði koma víða fyrir í barnaverndarlögunum en hvergi er skilgreint hvað í þeim felst. Frumvarp þetta er meðal annars lagt fram í því augnamiði að skýra hvað felst í hugtökunum og draga sérstaklega fram þá afstöðu löggjafans að heimilisofbeldi sé ástand af því tagi sem jafnað verður til óviðunandi aðstæðna í skilningi laganna. Með heimilisofbeldi er ekki einvörðungu átt við að barn sé sjálft beitt ofbeldi heldur einnig að því sé misboðið með ofbeldi gegn öðrum á heimili eða þar sem það dvelst.
Samkvæmt skilgreiningu sem birt er á heimasíðu Barnaverndarstofu er misfellum á umönnunar- og uppeldisskilyrðum barna skipt í tvo meginflokka, ofbeldi og vanrækslu. Birtingarmyndir ofbeldis og vanrækslu geta verið margvíslegar en þó er ekki útilokað að annars konar misfellur foreldra eða annarra umsjáraðila geti fallið utan þessarar flokkunar. Í frumvarpinu er þess vegna gert ráð fyrir að nota hugtakið „ill meðferð“ sem almennt heiti yfir misfellur þessara aðila hvort sem þær eru fólgnar í ofbeldi, vanrækslu eða öðru framferði.
    Samkvæmt frumvarpi þessu má slá því föstu að orðalagið óviðunandi aðstæður í lögunum vísi til vanrækslu, ofbeldis eða annars konar illrar meðferðar af hendi þess sem fer með umsjá barns eða annarra sem hafa afskipti af því. Á það skal bent að skilgreiningin á óviðunandi aðstæðum sem hér er mælt fyrir um gerir ráð fyrir að barni þurfi að vera misboðið. Með því er átt við að atvik séu með þeim hætti að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin.

Hugtakið lauslæti.
    Í 2. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga segir að ef maður hvetur barn til lögbrota, lauslætis, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða leiði það með öðrum hætti á glapstigu þá varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í frumvarpi þessu er lagt til að orðalagi í 2. mgr. 99. gr. verði breytt þannig að hugtakið lauslæti verði tekið út og notast við hugtakið vændi í staðinn. Ekki þykir ástæða til þess að halda í hið gamla hugtak lauslæti auk þess sem erfitt er að skilgreina það með tilliti til barna. Því er hér farin sú leið að notast við orðið vændi og talið að það hugtak nái yfir markmið ákvæðisins og tryggi nægilega vernd barna. Þessi leið er í samræmi við breytingar sem gerðar voru á almennum hegningarlögum á 133. löggjafarþingi, sbr. lög nr. 61/2007.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Í þessari grein felst breyting á ákvæði um réttindi barna og skyldur foreldra þannig að tekið er fram með skýrum hætti að það sé réttur barna að þau skuli ekki þurfa að þola líkamlegar eða andlegar refsingar.

Um 2. gr.

    Breyting sú sem felst í greininni tekur til þess að skilgreina hugtakið óviðunandi aðstæður, uppeldisaðstæður eða uppeldisskilyrði en það eru hugtök sem koma fram á nokkrum stöðum í núverandi lögum en eru hvergi skilgreind sérstaklega. Ákvæðið felur það í sér að óviðunandi aðstæður, uppeldisaðstæður eða uppeldisskilyrði taki til vanrækslu og ofbeldis gegn barni en að einnig falli þar undir önnur ill meðferð, þ.m.t. heimilisofbeldi hvort sem barn verður fyrir slíku ofbeldi eða þarf að horfa upp á ofbeldi gegn öðrum á heimilinu.

Um 3. gr.

    Ákvæðið gerir það beinlínis refsivert að beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum. Gert er ráð fyrir að háttsemin varði við sömu refsingu og brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, og að túlka skuli ákvæðin á sama hátt. Þá er einnig, í b-lið, gert ráð fyrir að skipta út hugtakinu lauslæti í lögunum fyrir hugtakið vændi, enda ekki skýrt hvað felst í hugtakinu lauslæti, sérstaklega þegar um er að ræða börn. Þykir því mun eðlilegra og skýrara að notast við hugtakið vændi auk þess sem það er í samræmi við breytingar sem gerðar voru á 206. gr. almennra hegningarlaga á 133. löggjafarþingi.

Um 4. gr.

    Ákvæði þetta breytir barnalögum, nr. 76/2003, á þann hátt að beinlínis er tekið fram að foreldrar eða aðrir forsjáraðilar skuli ekki beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum. Með þessari breytingu fela lögin þannig í sér að foreldrum og öðrum forsjáraðilum sé bæði skylt að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu annarra og einnig að þeim sé óheimilt að beita sitt eigið barn slíku ofbeldi. Sérstaklega er tiltekið að refsingar í uppeldisskyni séu óheimilar, þar á meðal flengingar.

Um 5. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

addInitCallback(commentWatch.init);
1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er hugsanlegt að þetta sé dálítið vafasöm túlkun hjá þér?

Hvar lestu úr lögunum að ekki megi skamma börn fyrir óæskilega hegðun?

Matthías Ásgeirsson, 16.4.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Hrannar Baldursson
4. gr.

    Við 2. mgr. 28. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Foreldrum eða forsjáraðilum er óheimilt að beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum, þ.m.t. refsingum í uppeldisskyni.

Hrannar Baldursson, 16.4.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Fyrirsögnin er semsagt orðrétt upp úr lögunum, og ekki um túlkun að ræða.

Hrannar Baldursson, 16.4.2009 kl. 16:29

4 identicon

Þetta er algjörlega fráleit túlkun. Mér finnst þessi lína vera lykilatriði, kannski hefði hún átt að vera í fleiri greinum: "sem ætla má að skaði barnið andlega eða líkamlega".

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:08

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Takk fyrir að vekja athygli á þessu Hrannar. Þetta er forsmekkurinn að því sem koma skal verði fulltrúar þessara sjónarmiða við völd næstu árin.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.4.2009 kl. 17:10

6 identicon

Hvað er næst hjá þessum VG fasistum,

Bannað að birta myndir af Múhammeð í dagblöðunum?

Það gæti móðgað einhvern.

LS.

LogicSociety (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:10

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óli Gneisti: Hvað er andlegur skaði? Eru til nákvæm viðmið á slíkum staða eða er þetta dæmt til að vera persónulegt mat dómara? Sum börn eru viðkvæmari en önnur, á að taka tillit til þess þegar andlegur skaði er metinn?

Sigurgeir: Mér sýnist það.

LogicSociety: Ég fer nú ekki alveg svo langt, en grunar að vandinn sé orðalag í lögunum, að notað hafi verið 'andleg refsins' þegar átt er við 'andlegt ofbeldi'. Það er hins vegar tvennt ólíkt, og óafsakanlegt að svo ónákvæmt orðalag verði að lögum, þ.e.a.s. sé þetta sannarlega ónákvæmt orðalag.

Hrannar Baldursson, 16.4.2009 kl. 17:22

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Held að flest allir uppalendur og annað fólk sem kemur að uppeldi/kennslu barna hafi svona innbyggðan mæli sem bíbbar ef fólk fer yfir ákveðin mörk. Þarf ekki lög til. En svo eru aðrir sem eru alveg lausir við svona bíbbara og beita börnin sín og jafnvel annarra einhverskonar ofbeldi.

Það var mikið rætt um þetta í Svíþjóð á sínum tíma og hættuna á því að börnin væru farin að beita foreldrana ofbeldi með því að geta hótað því að kæra foreldrana ef að foreldrarnir höguðu sér ekki eins og börnin vildu. Allt of mikið vald í höndum barna sem hafa ekki skilning á hlutunum. 

Ég held að svona lög geti orkað tvímælis. Hef þó ekki lausnina. Þó ég hafi uppeldismenntun og reynslu í uppeldi. Trúi því að agi með ástúð sé besta lagið við börnin.

Rut Sumarliðadóttir, 16.4.2009 kl. 17:23

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrannar, þakka þér fyrir að benda á þessi arfavitlausu lög.

Samkvæmt  nýju lögunum hefur barnauppeldi verið gert ólöglegt - hvorki meira né minna!

Kolbrún Hilmars, 16.4.2009 kl. 17:26

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rut: þar er ég sammála þér.

Kolbrún: Það má segja það: barnauppeldi ólöglegt!

Hrannar Baldursson, 16.4.2009 kl. 17:30

11 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Frábært ad vekja smá umræðu um lögin, sem eru góð að mörgu leyti. Sennilega ætluð til aðvernda börn. Flengingar voru "inn" sem uppeldisaðferð þegar ég var að alast upp. Man samt ekkert eftir þeim neitt sérstaklega í minningunni, þó veit ég að ég var flengd fyrir óþekkt.

Flestir foreldrar eru góðir uppalendur. Flestum börnum er óhætt að alast upp hjá foreldrum sínum, sem betur fer!  Forrædishyggjan má ekki ganga út í öfgar.  

Birna Guðmundsdóttir, 16.4.2009 kl. 17:35

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það að neita barni um eitthvað vegna slæmrar hegðunar getur ekki talist andlegt ofbeldi. Þessi lög gera því barnauppeldi ekki ólöglegt.

Það getur ekki talist andlegt ofbeldi að skamma barnið.

Þessi túlkun hjá þér er því klárlega oftúlkun á þessum lögum. Hvernig vilt þú hafa þetta? Þarna er verið að breyta lögum, sem í ljós kom fyrir nokkrum mánuðum að eru meingölluð eftir að maður var sýknaður af ákæru um ofbeldi eftir að hafa flengt börn sambýliskonu sinnar. Það kom því í ljós að það þarf að taka af allan vafa að flengingar eða aðrar líkamlegar refsingar eru óheimilar. Það þarf líka að taka af allan vafa um það að aldlegt ofbeldi gegn börnum er líka óheimilt.

Það lokar hins vegar engan vegin á það að börn séu öguð með viðurkenndum aðferðum eins og því að neita þeim um eitthvað eða svifta þau einhverju venga slæmrar hegðunar eða umbuna þeim fyrir góða hegðun.

Sigurður M Grétarsson, 16.4.2009 kl. 17:35

13 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er ofboðslega fegin að vera búin að ala upp börnin mín, miða við þessi lög eða ólög. Annars er ég sammála Rut: Trúi því að agi með ástúð sé besta lagið við börnin.

En samt vil ég hafa hönd í bagga ef þarf og stundum þarf að taka til hendinn. Krakkar geta verið alveg ótrúleg uppátækjasöm og óhlýðin. 

Hvað á þetta lið sem samþykkti þetta mörg börn?????

Hvernig hefur líf þessa fólks verið, þau eru jú að semja fyrir okkur eða fólkið í landinu.

.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.4.2009 kl. 17:37

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég skora á þá sem eru fylgjandi þessum lögum að skilgreina "andlegar refsingar". 

Kolbrún Hilmars, 16.4.2009 kl. 17:46

15 identicon

Það er annars rétt að benda þeim á sem vilja hengja VG fyrir þetta að allir þingmenn sem voru yfirhöfuð á Alþingi samþykktu frumvarpið:

Arnbjörg Sveinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ásta Möller, Birkir J. Jónsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björk Guðjónsdóttir, Björn Bjarnason, Dögg Pálsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Ellert B. Schram, Grétar Mar Jónsson, Guðbjartur Hannesson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Gunnar Svavarsson, Herdís Þórðardóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jón Magnússon, Karl V. Matthíasson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Mörður Árnason, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Sturla Böðvarsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:48

16 Smámynd: Hrannar Baldursson

Birna: Ég er sammála þér. Lögin ganga einfaldlega alltof langt og bjóða upp á mistúlkanir. Það gengur ekki. Engin spurning að ég vilji líka vernda börn, og jafnvel ofvernda þau, en þá erum við að tala um mín eigin börn, en ekki annarra.

Sigurður: Ég vil nota þitt eigið orðalag: "Það þarf líka að taka af allan vafa um það að aldlegt ofbeldi gegn börnum er líka óheimilt." Þarna er ég sammála þér, en í lögunum er ekki talað um andlegt ofbeldi, heldur andlega refsingu, en það er einfaldlega allt annað fyrirbæri.

Sóldís: Ég veit ekki hvað þetta fólk sem samþykkti þessi lög á mörg börn, en ég ræddi þetta aðeins við börnin mín - þeim fannst þetta alveg jafn fáránlegt og mér og spurðu hvernig samfélagið yrði eftir 10 ár, unglingarnir örugglega bara brjálaðir vegna agaleysis, sögðu þau.

Kolbrún: Ég tek undir áskorun þína.

Óli Gneisti: Áhugavert, afar áhugavert.

Hrannar Baldursson, 16.4.2009 kl. 17:55

17 identicon

Það er merkilegt hvað vanrúarmennirnir sem hér kommenta virðast vera trúaðir á sinn flokk eftir allt.

Þeir virka á mig sem költmeðlimir, koma með órökstuddar dylgjur til að vernda sitt trúfélag, líkt og maður sér þegar vottar jehóva þurfa að verja bullið hjá sínu félagi.

Ég las um daginn grein eftir konu sem vildi meina að í stað öfgatrúar sem tíðkast í USA, taki fólk hér á landi frekar ástfóstri við pólitík og ákveðna flokka og noti þá sem þá fróun sem trúarbrögðin annars veita.

Miðað við ást vantrúarmeðlima á VG, fer ég nú bara að taka meira mark á þeirri grein en ég hafði áður gert.

Björn I (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:06

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Merkileg lög. VG -istar hljóta að vera skólaðir í Svíþjóð. Þar hóta unglingar að kæra foreldra sína ef þá fá ekki að haga sér eins og þau vilja.

Og svo ofan á allt saman er formaður múslimafélags Íslands komin á kjörskrá hjá VG! Þett er algjörlega spernghlægilegilegur flokkur!. Múslumafélagsformaðurinn sem er annálaður ofbeldismaður bæði andlega og líkamlega við konurnar sínar. Ekki mun hann fylgja þessum reglum.

Flott lið þetta í VG sem ég er nú farin að líta á sem sem glæpaflokk frekar enn stjórnmálaflokk. Ég gef skít í svona lög. Og allir ættu að gera það sama.Angry

Unglingar eru orðnir brjálaðir vegna agaleysis í Svíþjóð. Þessi lög eru nákvæm kópía frá Svíþjóð.

Óskar Arnórsson, 16.4.2009 kl. 19:28

19 identicon

Jáhá,það er bara svona,ef ég yrði dæmd fyrir öll "skömmin" og að taka öskrandi son minn upp í gólfinu í matvöruverslun,þá bíður mín margra ára dómur.....*svitn*

Ég ætla ekki að kjósa VG...... 

Berglind Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:29

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Arnbjörg Sveinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ásta Möller, Birkir J. Jónsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björk Guðjónsdóttir, Björn Bjarnason, Dögg Pálsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Ellert B. Schram, Grétar Mar Jónsson, Guðbjartur Hannesson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Gunnar Svavarsson, Herdís Þórðardóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jón Magnússon, Karl V. Matthíasson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Mörður Árnason, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Sturla Böðvarsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman.

Gott að vita hverjir eru vangefnir á Alþingi..ætla að geyma þennan lista og stúdera þetta fólk.

Óskar Arnórsson, 16.4.2009 kl. 19:43

21 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég held að það hafi sárlega vantað lagaramma til að notast við þegar börn eru beitt misþyrmingum, það hefur ekki verið hægt hingað til nema í örfáum tilfellum, eða þegar allt of langt hefur verið gengið. Ofbeldisfólk getur ekki notað lengur að það sé "bara að ala upp barnið sitt" þegar þessi lög eru komin.

Ég get ekki skilið þetta svo að verið sé að banna fólki að aga börn sín innan eðlilegra marka og finnst afar ólíklegt að venjulegir foreldrar verði sóttir til saka fyrir að sýna börnum sínum ákveðni, það er mikill munur að missa sig í Kringlunni yfir óþekkum krakka (og grípa í handlegginn á honum) og á því að beita það ofbeldi. Hefur fólk sem vinnur í barnaverndargeiranum ekki kvartað undan skorti á svona lögum? Held að þessi lög hafi verið sett til höfuðs ofbeldisseggjum, ekki venjulegum foreldrum. 

Guðríður Haraldsdóttir, 16.4.2009 kl. 19:51

22 Smámynd: Hrannar Baldursson

Björn I: Þetta fyrirbæri er þekkt á ensku sem 'sociocentrism' og er alþekkt hugtak þegar rætt er um fordóma. Skiptir þá ekki máli hvort að tekin sé staða með eða gegn trúfélagi, stjórnmálaflokki, kynþætti eða íþróttafélagi, án þess að hlustað sé á þá sem eru á öðru máli, þá er um grafalvarlega hugsunarbrenglun að ræða.

Óskar: Ég þekki ekki málin í Svíþjóð, en áhugavert að heyra þína hlið. Hefur þú búið eða býrð þú nokkuð í Svíþjóð?

Berglind: Ég hef ákveðið það sama, að kjósa ekki VG, þó að ég telji VG vera heiðarlegasta flokkinn og hugsanlega heilsteyptasta fólkið - mér sýnist sem að málefnin séu lituð af einhverjum öfgum.

Guðríður: Mundu að þegar lög eru sett, á ekki bara að hugsa til aðstæðna nútímans, heldur til mögulegs gjörbreytts framtíðarsamfélags. Ég get séð fyrir mér einhvern lögfræðing misnota þetta orðalag eftir einhverja áratugi til að fara í prófmál og ná sér niðri á einhverjum óvini sínum, svo dæmi sé nefnt. Getur verið að það gerist ekki fyrr en eftir 20 ár, þegar allir eru búnir að gleyma þessum umræðum, eða 50 eða 100 ár. Það skiptir ekki máli. Lög mega ekki vera svona óvönduð.

Hrannar Baldursson, 16.4.2009 kl. 20:01

23 Smámynd: Sigrún Jóna

Þessi lög eru gjörsamlega út í Hróa....Ég sé fyrir mér að stálpuð börn fari að lögsækja foreldra sína(lögmenn sjá féþúfu og atvinnu) fyrir það eitt að ala upp afkvæmi sitt. Sem þarfnast ákveðins aga frá þeim aldi sem þau, þessi litlu kríli, fara að gera allt sem þau finna að foreldrunum finnst óþægilegt, til að fá vilja sínu framgengt. þetta ástand kemur á vissum árum frá ca 1 0g 1/2 árs aldi og uppí fullorðins ár. (18 ár)

Slík málaferli höfum við lesið um í slúðurblöðum íslensum frá henni Ameríku og hlegið að þeirri þjóð fyrir forheimsku sína. allavega í þeim efnum að höfða má útaf öllum sköðuðum hlutum, stórum, smáum, fáránlegum og svo eru forhertir glæpamenn fríir vegna lítilfjörlegra formgalla í aðdraganda rannsókna eða handtöku.

S.m.b. hnefaleikakappann sem myrti f.v. eiginkonu sína og ástmann hennar, að ásjáandi börnum hennar(og hans)

Sigrún Jóna , 16.4.2009 kl. 20:29

24 Smámynd: TARA

Mér sýnist á öllu að það verði töluverður skortur á fósturforeldrum á næstunni....ég held að flest börn verið tekin frá foredrum sínum....og nú mun ríkja vargöld með þessum lögum....

Enn fremur sýnist mér að foreldrar verði að hætta að vinna til þess að dvelja allan daginn í skólanum með börnum sínum svo þau verði ekki fyrir einelti.

Kom VG með einhverjar tillögur um laun handa þessum foreldrum ?

TARA, 16.4.2009 kl. 20:38

25 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Allt sem gert verður til að tryggja öryggi og vellíðan barna í uppvexti er af hinu góða, þar með talið reglugerðir, lög og ástúðlegt uppeldi. Það er kannski það síðasttalda sem virkar best og verður ekki tryggt með hinum tveimur fyrrnefndu atriðunum. En það má reyna ...

Flosi Kristjánsson, 16.4.2009 kl. 21:19

26 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er kominn tími til að sporna við ofbeldi í heiminum. Fyrsta skrfið er að hætta að beita börn ofbeldi eins og hefur tíðkast um allann heim frá örófi alda og tíðkast enn víðast hvar í heiminum. Ofbeldi gegn börum virðist líka vera inn hér á landi ennþá ef marka má skrif þín Hrannar og komment hér á síðunni. Ég fagna þessum lögum og tel þau merk í sögu mannréttinda á Íslandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.4.2009 kl. 21:33

27 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sigrún Jóna: "Ég sé fyrir mér að stálpuð börn fari að lögsækja foreldra sína" Það gæti gerst.

TARA: Einmitt merkilegt þetta ákvæði með að vera ábyrgur verði þín eigin börn fyrir einelti.

Flosi: Hugurinn er ekki allt. Vissulega skiptir ástúðlegt uppeldi öllu máli, en gölluð lög gerir engum gagn til lengri tíma litið.

Hólmfríður: "Ofbeldi gegn börum virðist líka vera inn hér á landi ennþá ef marka má skrif þín Hrannar og komment hér á síðunni." Hvað ertu eiginlega að gefa í skyn? Það er einmitt af því að mér þykir mikilvægt að verja börn gegn ofbeldi að þessi lög eru varhugaverð. Þarna er verið að gefa yfirvaldinu aukin völd, ekki aðeins til að fjarlægja börn frá foreldrum sínum og búa til nýtt Breiðavíkurdæmi, heldur fjarlægja foreldrana líka. Ef möguleiki er á misskilningi, verður misskilningurinn að veruleika einhvern daginn. Kannski ekki á meðan við lifum, en kannski.

Gölluð lög eru ekki til góðs, sama hversu gott málefnið getur verið.

Hrannar Baldursson, 16.4.2009 kl. 22:01

28 identicon

Hólmfríður Bjarnadóttir : Af síðu þinni les ég að þú iðrist einhvers hvað varðar uppeldi þinna barna.  Svo ég vitni beint í þína síðu, þá segir þú :"Ég hefði betur vitað meira um barnauppeldi en ég gerði þá".  Ertu að meina að þú hafir beitt börn þín ofbeldi eða gert eitthvað sem stangast á við þau lög sem þú fagnar nú?

Ef svo er, ertu þá tilbúin til að sitja af þér þá 6 mánuði sem við hin komum til með að þurfa að gera fyrir að ala börn okkar upp með sömu mistökum og þú gerðir á sínum tíma?

Ég skal borga fyrir vist þína ef það er spurning um peninga.

Björn I (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:01

29 Smámynd: TARA

Góður Björn....viltu borga fyrir mig líka....verðum við ekki að byrja á þeim elstu, svo þeir geti setið inni áður en við fylgjum þeim til grafar og svo koll af koll, því við eigum ekki næg fangelsisrými fyrir alla foreldra á landinu til að sitja inni samtímis....

Ég held að þetta sé dálítið út úr korti....ég mæli ekki með ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu, en þetta er ansi mikið hæpið.

Til dæmis, ef mér væri illa við þig Hólmfríður, þá þyrfti ég bara að tilkynna barnavernd að þú beittir börnin þín ofbeldi og þá yrði þér strax stungið í steininn án allrar sönnunar og orð barnanna myndu vega meira en þín. Og auðvitað væru þau að ljúga af því að þú vildir ekki gefa þeim nammi, en hvernig ætlar þú að sanna það ??

Skemmtilegt umhugsunarefni, ekki satt...nei,það þarf að vanda Þetta betur svo allt fari ekki í óefni, sem Það gerir klárlega með þessum lögum.

TARA, 16.4.2009 kl. 22:13

30 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það virðist vera að fjöldi fólks átti sig ekki á muninum á "andleg refsing" og "andlegt ofbeldi".

Andleg refsing er afar víðtækt og óskýrt hugtak, en andlegt ofbeldi er hins vegar mun betra. 

Andleg refsing getur verið þegar kennari gefur nemanda lága einkunn fyrir að fara ekki að fyrirmælum. Það á ekki að vera ólöglegt athæfi sem varðar fangelsisvist, heldur athæfi sem er vert að gagnrýna og leiðrétta, enda skaðar slíkt ekki börn, þó að lágar einkunnir geti vissulega verið óþægilegar.

Hrannar Baldursson, 16.4.2009 kl. 22:17

31 Smámynd: Ómar Ingi Friðleifsson

Þetta er með ólíkindum hjá VG en af hverju kemur þetta mér ekki á óvart.

Ómar Ingi Friðleifsson , 16.4.2009 kl. 22:19

32 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það gæti kannski einfaldað refsingarhugtökin tvö með því að stilla þeim upp sem svo:

Líkamleg refsing = verkleg flenging, sem flestir kunna skil á

Andleg refsing = andleg flenging, er það hugrenningasynd???

Kolbrún Hilmars, 16.4.2009 kl. 22:44

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

Búin að búa í Svíþjóð síðan 1988. Nema tæp 3 ár á Íslandi vegna móður minnar að fylgja henni síðasta spölinn.  Og er farin aftur. Ég gaf skít í þessi lög í Svíþjóð eins og allir Svíjar með viti gera líka.

Þegar unglingar halda eiturlyfjapartý heima hjá sér og flæma foreldra sína í krafti þessarra laga er heldur langt gengið. Og það undir lögaldri.

Þau er að sjálfsögðu ekki öll svona, enn þessi lög eru alveg með ólíkindum.

Óskar Arnórsson, 16.4.2009 kl. 22:47

34 Smámynd: Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir

Nú er ég orðlaus, skil núna hvað þú varst að meina áðan Kolla.

Þóttist nú vita að greindarvísitalan væri nú ekki sérlega há á hinu HÁA alþingi, en hélt þó í einfeldni minni að meðaltalið væri þjóðin og kannski aðeins rúmlega það. Slæmt var bréfið frá umhverfisstofnun vegna hreyndýrakálfs, en þessi ólög toppa það algjörlega.

Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir, 16.4.2009 kl. 23:04

35 identicon

Sæll Hrannar og aðrir kommentarar

Það er vissulega ánægjulegt að fólk veki upp umræðu á hinum ýmsu lagasetningum en umræðan verður að vera á málefnalegum toga og rök borin upp fyrir hvað sé óskynsamt og hvað skynsamt.

Tökum fyrsta dæmið: Þú sakar VG um lagasetninguna, kannski áttu þeir frumkvæðið en aftur á móti sýnist mér allir flokkar eiga þingmenn sem samþykkja þetta og það ekki að ástæðulausu.

Annað dæmi: Hlýtur að liggja í því að nýverið var fósturforeldri (fósturfaðir) sýknaður fyrir flengingar og annað ofbeldi á fósturbörnum sínum. Það vantaði lagasetningu til að taka á því. Nú er þessi lagasetning til staðar.

Þriðja dæmi: Það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að barn tengir ekki saman flengingu og slæma hegðun, þ.e. barnið sér ekki sama sem merki milli flengingar og að það hegðaði sér illa.

Fjórða dæmi: Enginn er settur í fangelsi nema að sekt er sönnuð og það er nú helvíti langt og flókið ferli.

Fimmta dæmi: Ég ætla að gefa mér að barn kveiki ekki mikið á lögum um barnavernd fyrr en í kringum unglingsaldurinn, þ.e. að það átti sig á möguleikanum á málsókn. Ef einhver elur barnið sitt upp og það barn fer síðan í mál við foreldri sitt og heldur málsóknina út til enda þá finnst mér helvíti líklegt að eitthvað hefur fokkast upp í uppeldinu eða því gildismati sem það var alið upp í.

Sjötta dæmi: Andlegt/líkamlegt ofbeldi annara myndi ég frekar túlka sem andlegt ofbeldi einhverra skyldmenna eða annara utanaðkomandi. Einelti á sér stað innan skólans þar sem foreldrar hafa litla möguleika á að vita um það fellur varla undir slíkt. Ef aftur að móti foreldri kemst að því að barn sitt er lagt í einelti hlýtur það að vera skylda viðkomandi að koma barninu sínu til hjálpar...auðvitað á ekki að þurfa neina lagasetningu til þess, þetta gerir hver manneskja.

Torfi Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:31

36 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Svona upp á grínið tók ég saman flokkaskiptingu þeirra sem samþykktu:

Framsókn: 2

Frjálslyndir: 2

Vinstri-Grænir: 6

Samfylking: 13 (þar af 2 varaþingmenn)

Sjálfstæðisflokkur: 13 (þar af einn varaþingmaður)

Þannig að þó VG hafi lagt frumvarpið fram, voru það Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sem komu því í gegn að mestu leyti. 

Bara smá pæling...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.4.2009 kl. 23:36

37 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: Áhugavert, sérstaklega í samhengi við það sem Tinna segir, að allir flokkar hafi komið að þessu. Sé það rétt, sem ég hef enga ástæðu til að efast um, hafa þeir allir fallið á prófinu og ætti að hreinsa algjörlega út af Alþingi.

Kolbrún: George Orwell væri ánægður með þessi hugtök.

Óskar: Afar áhugavert. Mig grunar að lögin þar hafi verið gölluð á sama hátt og lögin hér, og smám saman síast þessir gallar inn í samfélagsvitundina. Fæstir misnota þau, en gera það samt.

Sigurlaug: Alþingi? Ég hefði haldið að hægt væri að krefjast betri vinnubragða, þó að þeir séu á láum launum greyin.

Torfi: Dæmi 1 - ég saka varla VG um lagasetninguna, þar sem þetta var frumvarp frá þeim og samþykkt á Alþingi. Heiðurinn er vissulega þeirra, þó að hann sé vafasamur.

Dæmi 2: Þetta er ekki dæmi. Ef þessi lagasetning byggði á þessum dómi er hún misheppnuð, þar sem "andleg refsing" er merkingarleysa. 

Dæmi 3: Við erum sammála um að líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sé óásættanlegt, enda gaf ég aldrei í skyn að slíkt þætti mér eðlilegt. Reyndar er ég líka á því að andlegt ofbeldi gagnvart börnum sé óréttlætanlegt. Er öll andleg refsing ofbeldi? Ég held ekki. Er allt andlegt ofbeldi refsing? Ekki heldur. Þessi hugtök eru ekki einu sinni röklega tengd, en samt virðast sumir engan mun sjá á þeim.

Dæmi 4: Það kemur málinu ekkert við. Þekkt er dæmi af konu sem dæmd var fyrir morð á kornabarni sínu, og þurfti hún að sitja í fangelsi í fimm ár. Haldin voru réttarhöld og þar sem að hún var svona pirringsleg og köld í skapi, trúði fólk að hún hefði myrt barnið sitt. Sönnunargögn fimm árum síðar sönnuðu sakleysi hennar. Sams konar hlutir geta gerst á Íslandi. Við erum ekki vernduð gegn óréttlátum dómum af æðra máttarveldi.

Dæmi 5:  Það er margt annað en foreldrar sem geta skemmt það í uppeldinu. Til dæmis ef foreldrinu er saklausu stungið í steininn fyrir meint líkamlegt ofbeldi gagnvart barninu, eða ef barnið lendir í slæmum félagsskap, eða dópi - svo dæmi séu nefnd.

Dæmi 6:  Það er sagt beinum orðum í lögunum að foreldrum sé bannað að refsa börnum sínum, þó það sé af uppeldisástæðum, hvort sem að refsingin er líkamleg eða andleg. Þannig að þú ert að túlka eitthvað annað en bókstafur laganna segja. Lestu þau betur.

Takk annars fyrir innleggið Torfi. Ég veit að þú ert einn þeirra sem varaðir fyrir löngu síðan við efnahagsástandinu og átt heiður skilið fyrir það, en ég held að þú mættir skoða þetta mál aðeins betur, og á málefnalegan hátt.

Tinna: Frábært. Þá eru bara X-O, X-L, autt atkvæði eða mæta alls ekki bara eftir. Reyndar held ég að eina von Íslands felist í að leita sér hjálpar og ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill fara þá leið, og mér finnst þeir hafa staðið sig afar illa, bæði í þessu máli sem og skjaldborg heimilana, og að leyfa Hruninu að gerast án þess að taka eftir neinu í tíma. Mig hálfpartinn langar að kjósa X-O, en finnst þeir ekki hafa náð að móta stefnumál sín nógu vel, enda hafa þeir ekki haft neinn alvöru tíma. Lýðveldisbyltingin virkar á mig eins og einhver vindhviða - ég botna ekkert í henni.

Það er annað hvort X-O eða autt frá mér. Ég á ekki samleið með Íslandi mikið lengur.

Hrannar Baldursson, 17.4.2009 kl. 00:09

38 identicon

Tók eftir því hvað umræðan hefur snúist um foreldra og uppeldi þeirra en gera menn sér grein fyrir hvað þessi lög gætu þýtt í skólakerfinu??? Vitum við hvaða dyr við erum að opna þar? Væri ég kennari í 4.-10. bekk þá mundi ég segja upp á morgun og vera nokk sama þótt hér sé 10% atvinnuleysi! Ég myndi ekki einu sinni láta sjá mig í skólanum á morgun ef ég væri kennari í unglingadeild!

Lögin sjálf eru illa ígrunduð og oftryggja stöðu barna. Tökum dæmi: Í fyrstu grein segir: "Börn eiga rétt á vernd og umönnun og skulu ekki þurfa að þola líkamlegar eða andlegar refsingar eða annars konar illa meðferð." Hér má alls ekki standa orðið refsing heldur á að standa ofbeldi. Refsing felur það í sér að unglingur ræðst á samnemanda sinn í tíma eða sprengir hurðasprengju eða hlýðir ekki fyrirmælum en samkvæmt lögunum þá má ekki refsa honum með því að senda hann upp til skólastjórans (sem er klárlega refsing fyrir óæskilega hegðun)! Geri kennarinn það á hann á hættu að sitja inni í 6 mánuði! Er verið að grínast í okkur hér? Barnið gæti líka auðveldlega leikið það að slíkt myndi hafa skaðleg andleg áhrif á það og fær kennarinn þá 6 mánuði í viðbót?

Það eru allir á móti ofbeldi, um það þarf ekkert að ræða það. En refsingar eru hins vegar nothæfar til að útiloka eða draga úr óæskilegri hegðun. Ef barn er að lemja yngri systkini sitt þá er hægt að refsa barninu með því að senda það inn í herbergi eða það fær ekki að horfa á sjónvarpið eða tölvan er tekin af því í viku. Það er gert til að draga úr eða linna barsmíðum á yngra systkini og hefur í lang flestum tilvikum tilætluð áhrif. Börn eru þannig að þau gera ekki hluti sem koma þeim í vanda eða skaða þau ef þau hafa lært afleiðingar, alveg eins og fullorðna fólkið. En að beita þessum aðferðum núna kostar 6 mánaða fangelsi og það að barnið verði án foreldis síns allan þann tíma. Þurfum við ekki aðeins að átta okkur á hvert við erum komin í verndun barna okkar... Getur verið að þetta snúist í höndunum á okkur og með því að missa út "tæki" eins og refsingu séum við að svipta börnin okkar réttinum á að fá "leiðbeiningar" á réttri hegðun?

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:21

39 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þú ert búinn að ná þessu 100% Kristbjörn. Wink

Hrannar Baldursson, 17.4.2009 kl. 00:26

40 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er dálítið merkilegt að hægt sé að eyða svona miklum tíma og orku í að þrasa um orðalag í stað þess að einbeita sér að anda laganna, sem mér sýnist allir hér skilja.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.4.2009 kl. 00:27

41 Smámynd: Hrannar Baldursson

Tinna: Orðalag skiptir öllu máli þegar um lög er að ræða. Þetta virðist ekki skipta máli núna þar sem ekki hefur reynt á þessi lög. En lög eru ekki bara sett fyrir daginn í dag og á morgun. Heldur fyrir alla framtíð lýðveldisins.

Vanhugsuð lög á ekki að samþykkja. Frekar að leiðrétta orðalagið ef það er það sem var ekki í lagi. Þegar fólk fer að fá kærur á sig fyrir að hafa refsað börnum andlega, þá er kannski orðið svolítið seint að bakka með þetta. Lög eru gangvirki samfélagsins, og séu gallar í þeim, mun vélin fyrr eða síðar bila og smita síðan út frá sér.

Ástæðan fyrir að ég set svona mikinn tíma í þetta mál er að mér finnst rökvillur alvega gífurlega áhugavert málefni, sérstaklega þegar kemur að lagasetningum. Rétt eins og sumum finnst spennandi að setja lög um áfengi í verslunum, bann við súludönsum eða lög um stjórnmálaþing. Sitt sýnist hverjum.

Hrannar Baldursson, 17.4.2009 kl. 00:39

42 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Það er merkilegt hvað vanrúarmennirnir sem hér kommenta virðast vera trúaðir á sinn flokk eftir allt."

wtf?

"Ástæðan fyrir að ég set svona mikinn tíma í þetta mál er að mér finnst rökvillur alvega gífurlega áhugavert málefni"

Sérðu ekki rökvillurnar sem þú setur fram sjálfur?

Það stendur ekket í lögunum að ekki megi skamma börn fyrir óæskilega hegðun.

Matthías Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 01:09

43 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Refsing felur það í sér að unglingur ræðst á samnemanda sinn

> í tíma eða sprengir hurðasprengju eða hlýðir ekki fyrirmælum

> en samkvæmt lögunum þá má ekki refsa honum með því að senda

> hann upp til skólastjórans (sem er klárlega refsing fyrir

> óæskilega hegðun)!

Þetta er ótrúlega barnalegt. Hvernig í fjáranum er hægt að túlka þessi lög þannig að ekki megi senda nemendur til skólastjóra?

Matthías Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 01:10

44 Smámynd: Eygló

Ég sé að ég er bersyndug, þótt það er fyrnt.

Stóri bróðir passar allt í okkar fari!!!

Eygló, 17.4.2009 kl. 01:41

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úr 1. grein laganna:

"Börn eiga rétt á vernd og umönnun og skulu ekki þurfa að þola líkamlegar eða andlegar refsingar eða annars konar illa meðferð."

Hvenær ætlar Kolbrún Halldórsdóttir, samflokksmenn hennar og aðrir alþingismenn að samþykkja að þessi regla nái einnig til ófæddra barna? Til dæmis frá 8 vikna aldri, 10 vikna, 12 vikna, 16 vikna, 18 vikna, 20 vikna? (þau krossi við það, sem þeim sýnist réttlátt).

Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1959 um réttindi barnsins segir m.a. í innganginum (leturbr. jvj):

"Vegna líkamlegs og andlegs þroskaleysis þarfnast barnið sérstakrar verndar og umhyggju, þar með talið viðeigandi réttarverndar, fyrir fæðingu jafnt sem eftir hana."

Ennfremur segir þar (4. frumregla): "Barnið skal hafa rétt til heilbrigðs vaxtar og þroska. Í þeim tilgangi skal veita bæði barni og móður sérstaka umhyggju og vernd, þar með talið umönnun bæði fyrir og eftir fæðingu."

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 02:14

46 identicon

Ég veit ekki hvaða þekkingu þú hefur í uppeldis- eða sálarfræðum eða þekkir til kennslu í skólum Matthías en á þeim sviðum er alveg klárt mál að ef þú sendir barn til skólastjóra fyrir óæskilega hegðun þá er það refsing. Og þegar það er orðað þannig í lögum að það megi ekki refsa börnum (það er orðað bókstaflega þannig) þá er ekki hægt að túlka lögin örðuvísi en svo að slíkt sé bannað! Refsing og ofbeldi er ekki það sama og ef þú lærir lögfræði eða situr nokkra tíma í því fagi þá kemstu að því að orðalag er lykillinn að lögunum; oftar en ekki karpa lögmenn um orðalag í lögum. Sennilega hefur átt að standa þarna að ekki megi beita börn ofbeldi, líkamlegu né andlegu en af einhverjum ástæðum var orðið refsing notað í staðinn!

Og í guðana bænum segðu eitthvað málefnanlegra en að hlutirnir séu barnalegir!

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 02:38

47 identicon

Nú er ég hætt við að kjósa VG eða Samfylkingu.  Það er alveg klárt mál.

Heiðrún (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 02:53

48 identicon

Ég trúi varla eigin augum eftir að hafa lesið sum svörin hérna. Ég ætla ekki að fara út í nein smáatriði en ég hefði aldrei trúað því að fullorðið fólk gæti verið svona ómálefnalegt og barnalegt í hugsun.

Vissulega skiptir orðalag miklu þegar kemur að lögum og túlkun þeirra, en á endanum er það einmitt það... túlkun, sem skiptir öllu máli. Orðalag hefur auðvitað mikið að segja en samhengi getur skipt meira máli en einstaka orð.

Það má þræta endalaust um það hvort hægt sé að misnota þessi lög og hvort Ísland verði orðið eitthvað 1984 big brother öfgaeftirlitssamfélag eftir nokkur ár, og vissulega má færa rök fyrir því að séu þessi lög tekin bókstaflega geti þau gert gott uppeldi nánast ómögulegt, en það sér það hver heilvita maður að þessum lögum er ekki ætlað að banna foreldrum að skamma börnin sín fyrir óæskilega hegðun.

Svo lengi sem að dómarar skilja það að lögunum er ekki ætlað að banna foreldrum að refsa óæskilega hegðun heldur að vernda börn fyrir viðvarandi ofbeldi. Ég geri ráð fyrir því að orðið refsing og hugtakið "refsingar í uppeldisskyni" séu notuð til að koma í veg fyrir það að ofbeldi gegn börnum sé afsakað með þessum hætti, eins og einmitt gerðist með þennan mann sem flengdi börn sambýliskonu sinnar. Semsagt, að bannað sé að beita börn líkamlegu eða andlegu ofbeldi þrátt fyrir að slíkt sé notað sem "refsing í uppeldisskyni".

Auðvitað segir fólk þá að það sé nóg að banna ofbeldi því jafnvel þó það sé notað í uppeldisskyni teljist það samt til ofbeldis og því þurfi ekki að minnast á refsingar sérstaklega, en það hefur greinilega ekki þótt næg lagaheimild til að sakfella þennan umtalaða sambýlismann, þrátt fyrir að það sem hann gerði hljóti að geta talist til ofbeldis.

Auk þess eru hugtökin "líkamleg og andleg refsing" nánar skilgreind í lögunum sem "ómannúðleg eða niðurlægjandi meðferð eða refsing" en hérna segir sig sjálft að átt er við mun alvarlegra athæfi en það að senda barn til skólastjóra eða taka af því tölvuna í viku fyrir óæskilega hegðun.

Þegar allt kemur til alls er það andi laganna og túlkun dómara á honum sem skiptir máli, ekki nákvæmt bókstaflegt orðalag, þó orðalag skipti vissulega máli.

Ef fólk heldur virkilega að þessi lög verði til þess að foreldrar verði dæmdir til fangelsisvistar fyrir það að grípa í höndina á börnum sínum þá bendi ég á það að það telst vítavert að keyra yfir 5 km/klst yfir hámarkshraða og niðurhala tónlist á netinu, svo dæmi sé nefnt.

Ef einhver getur bent mér á dæmi um það að manneskja sé sektuð fyrir að keyra 6 km/klst yfir hámarkshraða eða niðurhala stöku lagi þá skal ég samþykkja það að þessi lög séu of víðtæk.

Júlíus Þór Halldórsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 05:14

49 Smámynd: Einar Jón

South Park tók á svipuðu dæmi í þættinum The Wacky Molestation Adventure, þar sem allir krakkarnir fóru að kæra alla fullorðna fyrir kynfreðingslegt ofbeldi þar til bærinn tæmdist af fullorðnum.

Með lögum skal land byggja og ólögum eyða, sagði einhver - og þó tilgangurinn sé góður lítur út fyrir að orðalagið á þessum lögum geri þetta að martröðinni sem Hrannar vill meina að þau séu.

Einar Jón, 17.4.2009 kl. 05:31

50 Smámynd: Einar Jón

Það sem ég átti við ef fíflin á þinginu samþykkja svona vitleysu af því að "dómarar ættu að vita hver tilgangurinn er" í stað þess að passa að þau séu rétt til að byrja með, þá eru þeir ekki hæfir til að vinna á þessari stofnun...

Maður hefur heyrt að löggan sé að stoppa fólk á 2-3km yfir hámarkshraða, og að hraðamyndavélin á Hvanneyri sendi út sektir á 93km hraða og yfir, þó að ég þekki ekki dæmi um slíkt af eigin raun.

Og það er ekki ólöglegt að niðurhala tónlist, þó að STEF vilji að þú trúir því. Það er bannað að "upphala" þ.e. leyfa öðrum að niðurhala tónlist frá þér, en það er annar handleggur.

Einar Jón, 17.4.2009 kl. 05:45

51 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Ég veit ekki hvaða þekkingu þú hefur í uppeldis- eða sálarfræðum eða þekkir til kennslu í skólum Matthías en á þeim sviðum er alveg klárt mál að ef þú sendir barn til skólastjóra fyrir óæskilega hegðun þá er það refsin"

Það er ekki "andleg refsing".

Hér vill fólk að lögin séu sértækari. Vandinn við það er að þá er ekki víst að þau nái yfir næsta brot, t.d. þegar börn eru rassskellt af hörku eins og dæmin sanna.

Það er hægt að taka hvaða lög sem er og fíflast með þau eins og hér er gert - snúa út úr.

Við höfum ekki lög sem banna mér að berja Hrannar í hausinn með hálftómum saltstauk. Aftur á móti eru lög sem banna mér að beita hann ofbeldi. Þau lög banna mér ekki að skrifa athugasemdir á þessa síðu jafnvel þó Hrannar verði pirraður þar á.

ps. Mikið stórkostlega er JVJ klikkaður.

Matthías Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 08:11

52 Smámynd: Hrannar Baldursson

Matthías: "Sérðu ekki rökvillurnar sem þú setur fram sjálfur? Það stendur ekket í lögunum að ekki megi skamma börn fyrir óæskilega hegðun."

Nei, ég sé ekki rökvillurnar sem ég hef sjálfur sett fram. Vinsamlegast bentu mér á þær. Ég yrði þér afar þakklátur.

Hvað segir þessi málsgrein annað en að ekki megi skamma börn fyrir óæskilega hegðun? Ef ég get misskilið þetta, og ég hef master í uppeldisfræðum, þá geta lögfræðingar og dómarar líka misskilið þeta: "Foreldrum eða forsjáraðilum er óheimilt að beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum, þ.m.t. refsingum í uppeldisskyni."

Ef þarna stæði annað hvort "líkamlegum og andlegum refsingum" eða "líkamlegum refsingum og andlegu ofbeldi", þá væri þetta eitthvað sem ég gæti sætt mig við.

Matthías: "Hvernig í fjáranum er hægt að túlka þessi lög þannig að ekki megi senda nemendur til skólastjóra?"

Lög hafa þann mátt að þau geta sett ný norm í samfélaginu, og í þessum lögum er beinlínis sagt að sé barni refsað andlega, sé það athæfi refsivert. Hvernig er hægt annað en að mistúlka slík skilaboð?

Maíja: "Stóri bróðir passar allt í okkar fari!!!" Nákvæmlega. Þarna er einmitt viðfangsefni 1984 eftir George Orwell að koma fram, þar sem hugsunarglæpir voru ekki aðeins refsiverðir, allir þeir sem hugsuðu öðruvísi en þeir áttu að hugsa, til dæmis með því að lesa bækur, var komið í kvalarfulla meðferð þar til viðkomandi sannfærðist um að óréttlætið væri ekki óréttlæti, heldur að hann hefði alltaf haft rangt fyrir sér, og komið í lið þeirra sem eltast við slíka glæpamenn, sem voga sér að hugsa rangar hugsanir." Ég er ekki að segja að þessi lög séu jafn slæm og distópía Orwells, en það að þau vekji mann til umhugsunar um slíkt, er í sjálfu sér umhugsunarvert. Þingmenn mættu kíkja á þessa ágætu bók.

Jón Valur: Deilan um fóstureyðingar verður ekki afgreidd með einni lagasetningu. Það er ljóst þar sem fóstureyðingar eru bannaðar að þær eru samt stundaðar, og þá leggur móðirin sig í enn meiri hættu en ef þær eru löglegar. Það er ekkert sem réttlætir að eitt líf sé metið umfram annað samkvæmt lögum, þó að ég sé í grundvallaratriðum sammála þér, að fóstureyðingar séu hörmulegar og ættu ekki að vera stundaðar - en veruleikinn er ekki bara í hugum okkar og trú. Ef mæður hafa ekki slíkt löglegt val, þá er ekki verið að virða þeirra viðhorf til lífsins - og varla viltu yfirfæra þitt viðhorf yfir á allar manneskjur í landinu með lagasetningu? Ekki viljum við taka upp gamlar hefðir og nota Drekkingarhyl fyrir konur sem verða ófrískar í lauslæti (eða því sem kallast í heimi VG: "vændi")? 

Heiðrún: Ég líka. En eins og bent hefur á voru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndi flokkurinn líka bendlaðir við að samþykkja þessi lög. Það væri áhugavert að heyra frá forystu Borgarahreyfingarinnar, hvort að hún hefði samþykkt lög sem þessi.

Júlíus: Skynsamleg greinargerð hjá þér, en eins og hefur sýnt sig í framferði á Íslandi, þá er oft farið á svig við anda laganna þegar orðavalið er ónákvæmt, og skapast þar svigrúm fyrir aðgerðir sem eru löglegar, en siðlausar. Túlkun dómara hlýtur að fara eftir orðalagi laganna. 

Það var tilfellið á árum áður að fólk var tekið fyrir að keyra rétt yfir lágmarkshraða - lögreglan í Kópavogi var þá alræmd fyrir þetta. Spurning hvort að búið sé að setja saman starfsreglur sem koma í veg fyrir þessa túlkun. Þekki það ekki.

Dæmi um reglur sem eru mistúlkaðar. Það má greiða bónus af arði sérstaklega, og viðkomandi getur fengið margar milljónir í bónusgreiðslur, þó svo að arðurinn sé ekki annað en lán sem hefur tekið vegna hærra mats á viðskiptavild. Þetta er algjörlega í stúf við heilbrigða skynsemi, en var samt gert í massavís. 

Það er ekki bara túlkun dómara á lögunum sem skiptir máli, það er líka hvernig þegnar landsins upplifa lögin. Annars góðir punktar!

Einar: Maður þarf greinilega að kíkja á Southpark. Gott dæmi! Annars hef ég heyrt svipaða hluti, að sums staðar sé verið að sekta fólk fyrir smánarleg brot.

Matthías: Ekki misskilja. Ég er alls ekki pirraður. Mér finnst þetta áhugavert og spennandi mál.

Það að lemja mig með hálftómum saltstauk... hmm... ég túlka þessa setningu sem andlega refsingu þar sem ég er ósammála þér. Því miður er ég ekki barn, þó að barnið í mér sé sprell-lifandi og ferskt, þannig að ég læt nægja að biðja þig vinsamlegast að hætta að refsa barninu í mér með þínum ímyndaða hálftóma saltstauk. Tounge

Málið er ekki að málin þurfa að vera sértækari. Orðalagið þarf að vera nákvæmara.

Að segja JVJ vera klikkaðan er að beita hann andlegu ofbeldi. Eða kannski andlegri refsingu fyrir að hafa sterkar skoðanir á fóstureyðingum. Það er ekkert rangt við að hafa slíkar skoðanir, þó að þú getir verið ósammála. Áttarðu þig á því?

Hrannar Baldursson, 17.4.2009 kl. 08:53

53 Smámynd: Matthías Ásgeirsson
Hvað segir þessi málsgrein annað en að ekki megi skamma börn fyrir óæskilega hegðun? Ef ég get misskilið þetta, og ég hef master í uppeldisfræðum, þá geta lögfræðingar og dómarar líka misskilið þeta: "Foreldrum eða forsjáraðilum er óheimilt að beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum, þ.m.t. refsingum í uppeldisskyni."

Rökvilla þín felst í því að skilgreina skammir sem refsingu.   Þá skilgreiningu notum við hvorki í daglegu tali né er hana að finna í lögunum.

Skammir geta orðið andleg refsins og það er einmitt það sem væntanlega er verið að reyna að koma í veg fyrir með þessum lögum.  Telur þú ekki að hægt sé að beita barn andlegu ofbeldi?  Finnst þér ástæða til að setja lög gegn slíku? Ef skammir fara út í það að taka barn fram fyrir hóp og úthúða því þannig að barnið sé niðurlægt með þeim hætti að það hljóti skaða af get ég fallist á þín "túlkun".  Þ.e.a.s. ef það eru skammirnar sem þú saknar.

Málið er ekki að málin þurfa að vera sértækari. Orðalagið þarf að vera nákvæmara.

Það er alltaf hægt að segja þetta.  T.d. komu Sjálfstæðismenn í veg fyrir breytingar á Stjórnarskrá vegna þess að hugtakið Þjóðareign er ekki nógu nákvæmt, þrátt fyrir að vera skilgreint sérstaklega.

Jafnvel þó orðalagið gæti verið nákvæmara er túlkun þín og annarra í þessari umræðu að mínu mati afskaplega langsótt.  Alveg eins og sú túlkun mín að ég megi berja þig með saltstauk þar sem slíkt sé ekki beinlínis bannað með lögum.

Að segja JVJ klikkaðan er eins og að segja að vatn sé blautt.

Ef ég get misskilið þetta, og ég hef master í uppeldisfræðum,

Þú getur misskilið allt ef þú leggur þig fram.

Matthías Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 09:19

54 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Íslensk einstæð móðir með tvö börn var að ljúka námi sínu í Svíþjóð. Eitt kvöldið er bankað uppá hjá henni og sérfræðingastóð krefst inngöngu. Móðirin hafði fengið á sig kæru fyrir að sinna börnum sínum ekki og beita þau ofbeldi. Rannsóknin tók um mánuð með fjölda viðtala við sérfræðinga. Í lokin var málið látið niður falla og enginn fótur talinn fyrir kærunni. Kærandinn var sambýliskona fyrrum eiginmanns, sem hafði þurft að búa við þá erfiðu reynslu að 2 börn voru tekin af henni, vegna óreglu. Hún hafði kært 56 konur fyrir vanrækslu og ofbeldi. Lögin voru þannig að þrátt fyrir annmarka á kærunni, varð rannsókn að fara fram. Er það svona samfélag sem við viljum sjá á Íslandi.

Sigurður Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 09:29

55 Smámynd: Hrannar Baldursson

Matthías: Hvað annað er "andleg refsing í uppeldisskyni" annað en að skamma. Hvernig get ég túlkað þetta orðalag á annan hátt? Dæmi eru vel þegin.

Ég skil þetta þannig:

Allar skammir eru andleg refsing.

Ekki öll andleg refsing eru skammir.

"Telur þú ekki að hægt sé að beita barn andlegu ofbeldi?  Finnst þér ástæða til að setja lög gegn slíku?"

Jú, það er hægt að beita barn andlegu ofbeldi, og finnst ástæða til að setja lög gegn slíku, en þetta eru bara ekki þau lög. Andlegt ofbeldi og andleg refsing eru einfaldlega ekki sama fyrirbærið, eins og ég hef áður sagt.

"T.d. komu Sjálfstæðismenn í veg fyrir breytingar á Stjórnarskrá vegna þess að hugtakið Þjóðareign er ekki nógu nákvæmt, þrátt fyrir að vera skilgreint sérstaklega."

Er þetta ekki einmitt dæmi sem sýnir hversu auðvelt er að mistúlka hlutina þegar slíkt hentar. Ég get reyndar vel skilið að hugtakið "þjóðareign" sé vandasamt í skilgreiningu og þarfnist mikillar yfirlegu og umræðu áður en það er fest í sjálfa stjórnarskrána. Það er ekkert annað en gott mál að lög séu nákvæmlega orðuð - ónákvæmni í lagasetningum er engu betra en nýfrjálshyggja, og hugsanlega af sama meiði.

"Þú getur misskilið allt ef þú leggur þig fram." Þetta er reyndar hárrétt athugasemd, en þegar hægt er að setja saman setningu án þess að slíta merkinguna úr samhengi þannig að setning hljómar þannig: "Foreldrum er óheimilt að beita barn  andlegum refsingum í uppeldisskyni," þá hlýturðu að sjá að það er eitthvað athugavert við lögin, eða er ég bara svona tregur?

Ég er alveg tilbúinn að velta því fyrir mér hvort að mín eigin hugsun sé gölluð að einhverju leyti. Ert þú til í það líka?

Sigurður: Er þetta raunverulegt dæmi? Það hljómar skuggalega líkt ímyndaða dæminu sem ég setti fram í upphafi færslunnar.

Hrannar Baldursson, 17.4.2009 kl. 09:49

56 identicon

Þetta er mjög merkileg lesning, og þá meina ég hérna í þessum athugasemdum.
Hefur engu ykkar dottið í hug að kíkja inn á vef Alþingis og skoða málið betur áður en komið er með hástemmdar yfirlýsingar, t.d. þess efnis að þeir sem samþykktu lögin.

Ég hafði fyrir því að kíkja inn á vef Alþingis og skoða feril málsins: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=136&mnr=19

Þar kemur fram að á fundi þann 25. mars (lagt fram að Alþingi 30. mars)lagði félags og tryggingamálanefnd fram breytingartillögu þess efnis að 4. greinin (Foreldrum eða forsjáraðilum er óheimilt að beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum, þ.m.t. refsingum í uppeldisskyni) yrði felld út.
Breytingartillagan: http://www.althingi.is/altext/136/s/0832.html
Sú breytingartillaga var samþykkt og síðan lögin í heild með þeim breytingum

Hér má sjá hin nýsamþykktu lög: http://www.althingi.is/altext/136/s/0944.html

Einhver hérna að ofan kom með þá greiningu að það hafi aðeins verið 6 VG þingmenn sem samþykktu og því hafi þessu verið komið í gegn af XD og XS.
Það er hinsvegar athyglisvert að það voru 9 VG þingmenn sem lögðu fram frumvarpið í upphafi með foreldraklausunni. Við það að hún hafi verið felld út missti frumvarpið stuðning 3 VG þingmanna sem þó lögðu það fram í upphafi.
Væri ekki sniðugt að stúdera það ??

Björgvin (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:57

57 identicon

Það klipptist aftan af fyrstu málsgreininni, hún átti að vera svoljóðandi.

Þetta er mjög merkileg lesning, og þá meina ég hérna í þessum athugasemdum.
Hefur engu ykkar dottið í hug að kíkja inn á vef Alþingis og skoða málið betur áður en komið er með hástemmdar yfirlýsingar, t.d. þess efnis að þeir sem samþykktu lögin séu eitthvað vangefnir.

Björgvin (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:00

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orð Mathíasar Ásgeirssonar: "Mikið stórkostlega er JVJ klikkaður," eftir tilvitnanir mínar í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, lýsa afstöðu rökþrota manns og eru honum sem formanni félagsins Vantrúar til opinberrar hneisu.

Hrannar svarar mér: "Það er ljóst þar sem fóstureyðingar eru bannaðar að þær eru samt stundaðar, og þá leggur móðirin sig í enn meiri hættu en ef þær eru löglegar." Þetta er ósannað mál og alltjent ekki nógu skilmerkilegt af hálfu Hrannars. Til eru tölur frá Svíþjóð o.fl. löndum sem sýna, að einungis lítill minnihluti kvenna, um 6. til 7. hver, sem fær synjun við umsókn um fósturdeyðingu eða á ekki völ á henni 'löglega', myndi leita sér að ólöglegri aðgerð. Þá ber ennfremur að taka tillit til þess, að þeim tilfellum þungana, sem hér leiða árlega til fósturdeyðinga (tæplega 900), myndi fækka nokkuð, ef megnið af slíkum aðgerðum af félagslegum ástæðum yrði bannað með lögum, vegna þess að þetta myndi hafa í för með sér meiri meðvitund kvenna sem karla um þau lagaákvæði og leiða þannig til heldur ábyrgara kynlífs í allmörgum tilvikum; ekki er ólíklegt, að tilfellum 'óvelkominna þungana' myndi við það fækka um 2–300. En 6. til 7. hvert tilfelli af um 5–600 eru einungis um 113 til 150. Þá er á hitt að líta, að í háþróuðum vesturlandasamfélögum eins og þessu er einkum leitað til lækna um ólöglegar fósturdeyðingar, og þeir eru ekki líklegir til að "vanda sig" neitt síður við ólöglega aðgerð af þessu tagi heldur en 'löglega', vegna þess að sú fyrrnefnda getur kallað yfir þá refsingu laganna. Þar að auki eru dauðsföll mæðra vegna ólöglegra fósturdeyðinga af þessu tagi sáralítil hlutfallstala.

Hrannar segir einnig: "Það er ekkert sem réttlætir að eitt líf sé metið umfram annað samkvæmt lögum." – Sú afstaða þín, Hrannar, ætti að opna augu þín fyrir orðum mínum – og frumreglum Sameinuðu þjóðanna, enda segirðu: "þó að ég sé í grundvallaratriðum sammála þér, að fóstureyðingar séu hörmulegar og ættu ekki að vera stundaðar," - en ferð svo reyndar að tala um, "veruleikann" og að hann sé "ekki bara í hugum okkar og trú" og hefur þar sennilega það í huga, sem ég er búinn að svara þér um hér ofar.

Ennfremur segirðu: " Ef mæður hafa ekki slíkt löglegt val, þá er ekki verið að virða þeirra viðhorf til lífsins - og varla viltu yfirfæra þitt viðhorf yfir á allar manneskjur í landinu með lagasetningu? Ekki viljum við taka upp gamlar hefðir og nota Drekkingarhyl fyrir konur sem verða ófrískar í lauslæti."

Lög til verndar lífi eiga við um alla – og fræða alla. Þarna er ekki um einkamál konu að ræða, enda var þeirri afstöðu hafnað með afgreiðslu Alþingis á þessum málum 1973–75. Fóstrið er ekki partur af líkama konunnar, því að engin kona er t.d. í einum blóðflokki allt sitt líf að því undanskildu að vera í tveimur blóðflokkum meðan hún gengur með tvö börn sín, 2 x 9 mánuði. Engin kona er öðru hverju með tvö nef og fjögur eyru, og hún er heldur ekki tvíkynja meðan hún gengur með son. Ófædda barnið hefur ennfremur sitt eigið ónæmiskerfi og sitt eigið DNA; þetta er sérstakt manneskjulíf, sem með sérstökum hætti er háð móðurinni á meðgöngutímanum. Þessu fylgir ábyrgð, sem konan jafnt sem maðurinn á að virða og viðurkenna – og þjóðfélagið líka.

Orð þín, að við viljum ekki "taka upp gamlar hefðir og nota Drekkingarhyl fyrir konur sem verða ófrískar í lauslæti" missa algerlega marks, að því er mig snertir. Í 1. lagi er ég kaþólskur, ekki lútherskur, og þessar refsingar vegna óleyfilegra kynmaka eru frá lútherskri tíð (Stóradómi). Í 2. lagi má ráða af orðalagi þínu, að þú sért einn margra sem telja, að þessum refsingum hafi verið beitt vegna einfalds lauslætis kvenna, en það er rangt álit. Þeim var hins vegar beitt í hórdóms- (framhjáhalds-) tilfellum (við þriðja brot af því tagi) og vegna sifjaspella (þó aðeins vegna brota skyldustu aðila og þar sem venzl voru nánust, ella aðrar refsingar). Sektardómar voru þó langalgengastir.

PS. til frekara fróðleiks: Hinn alræmdi Stóridómur (sem gilti hér um 275 ára skeið, 1563-1838) kvað EKKI á um dauðadóm við frillulífi (samræði ógiftra aðila, lauslætisbroti), heldur voru refsingarnar sem hér segir: 1. brot: 18 álnir í sekt. 2. brot: 6 aura sekt. 3. brot: 12 aura sekt. 4. brot: 3ja marka sekt "og fari úr fjórðungnum". 5. brot: Missir húða eða "eigist". "Skal slíka menn harðlega á það minna, að þau láti af slíkum óheyrilegum lifnaði og lifi meður engu móti í slíkum opinberum hneigslunum [sic]." (Lovsamling for Island, I. bindi, bls. 84-89, hér til vitnað skv. erindi/ritgerð Davíðs Þórs Björgvinssonar dósents (síðar lagaprófessors, nú dómara úti á meginlandinu): 'Stóridómur', í Lúther og íslenskt þjóðlíf, Rv. 1989, bls. 140.) – Svo minni ég aftur á, að ég er kaþólskur og læt mér ekki detta í hug að verja hinn lútherska Stóradóm.

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 10:09

59 Smámynd: Einar Jón

Gaman að þessum umræðum.

En ég tók eftir að lögin fjalla aðeins um "líkamlegar eða andlegar refsingar eða annars konar illa meðferð", en minnast ekki á ofbeldi sem slíkt.

Má núna beita barn hvers konar ofbeldi ef maður getur sannað að maður gerir það af hreinni mannvonsku en ekki til að refsa því, og að það sé ekki nógu gróft til að flokkast undir illa meðferð?

Einar Jón, 17.4.2009 kl. 10:14

60 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

" eru honum sem formanni félagsins Vantrúar til opinberrar hneisu."

Skrifar JVJ og heldur svo áfram að þvaðra um fóstureyðingar.

Eins og ég segi, JVJ er klikk.  Ég er ekki formaður Vantrúar.

Matthías Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 10:19

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú varst það til skamms tíma, Matthías, en þurftu þeir að losna við þig vegna talsmáta þíns á opinberum vettvangi?

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 10:28

62 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég hætti eftir tvö ár, það var nóg.  Ég var orðinn þreyttur á klikkhausum eins og þér.

Annars kláraði  Björgvin þessa glórulausu umræðu með athugasemdum sínum hér fyrir ofan.

Matthías Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 10:30

63 Smámynd: Hrannar Baldursson

Björgvin: Nei, mér hefur ekki dottið í hug að kíkja á vef Alþingis og skoða hvernig umræðan hefur farið fram, en þetta er góð athugasemd hjá þér og betra hefði verið að gera þetta strax. Blush Kærar þakkir fyrir leiðréttinguna.

Aftur á móti hefur umræðan verið afar áhugaverð og gefandi, og sérstaklega hvernig tekið hefur verið á málunum út frá ólíkum sjónarmiðum. 

Þó að við höfum skoðað drögin frekar en endanlegt skjal, þá vil ég benda á þessa málsgrein í lögunum sem voru samþykkt.

    1. mgr. 99. gr. laganna orðast svo:

"Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum."

Þarna er enn verið að nota hugtakið "andleg refsing" og búið að bæta við "vanvirðandi háttsemi" sem er einfaldlega annað hugtak sem gefur tilefni til frekari spurninga.

Þannig að þrátt fyrir að ég hafi ekki rannsakað lögin nógu vel þegar greinin var skrifuð, stendur gagnrýnin samt. Ég viðurkenni þó að heildarhugmyndin er skýrari í endanlegum lögum, en villan hefur samt ekki verið leiðrétt að fullu.

Jón Valur: Rök þín eru góð og gild, en fyrst og fremst frá sjónarmiði kaþólsku kirkjunnar sem metur mannlegt líf og líkama sem heilagan. Það vill þannig til að ég er sammála þessu, en á móti kemur að ég vil ekki troða mínum skoðunum upp á alla aðra, og tel þau rök hafa töluvert vægi að móðirin skuli hafa ákvörðunarvald umfram ríki eða kirkju í slíkum málum. Minni skoðun held ég fyrir mig og mína, og geri mér grein fyrir að það lifa einfaldlega ekki allir í sama heimi. Við erum hluti af heimi sem er frekar en sameinaður af einni heildarmynd, sundurtættur af milljónum smámynda. 

En ég skil þig, er sammála þér og ber virðingu fyrir þínum skoðunum, en get samt ekki yfirfært mín viðhorf yfir á aðra og vil ekki gera það með valdi. Því miður.

Ég er ekki tilbúinn að kasta fyrsta steininum þegar kemur að fóstureyðingum. 

Hrannar Baldursson, 17.4.2009 kl. 10:36

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

Matthías, þótt þú hafir enn sýnt, að þú ert rökþrota gagnvart innleggjum mínum og átt bágt með að hemja þig í tapsárri gremju þinni gagnvart persónu minni, þá ættirðu a.m.k. að taka það tillit til síðueiganda hér, að þetta orðfæri þitt er honum alls ekki þókknanlegt.

Svo þakka ég Hrannari fyrir orð hans til Matthíasar í lok innleggsins kl. 8:53, en ég veitti þeim ekki athygli fyrr en eftir á.

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 10:38

65 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég get ekki verið rökþrota gagnvart innleggjum þínum JVJ þar sem ég leiði þau hjá mér (ok, skima yfir þig til að staðfesta að þetta sé bara meira af því sama).

Nei, þú ert rökþrota enda hefur þú lokað fyrir möguleika minn á að skrifa athugasemdir á síðu þína.  Á sama tíma getur þú skrifað athugasemdir á blogg mitt og Vantrú.

Matthías Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 10:42

66 Smámynd: Hrannar Baldursson

Einar Jón: "En ég tók eftir að lögin fjalla aðeins um "líkamlegar eða andlegar refsingar eða annars konar illa meðferð", en minnast ekki á ofbeldi sem slíkt."

Sammála þér um að gaman sé að þessum umræðum. Það er reyndar tekið á öllu ofbeldi í þessu orðalagi: "...óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi..." en þetta hlýtur að duga til að ná yfir bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi.

Matthías: "Annars kláraði  Björgvin þessa glórulausu umræðu með athugasemdum sínum hér fyrir ofan."

Hann hefði gert það ef samþykkt lög væru ekki með sama galla og drögin, þó að þau séu mun betur orðuð í þessari mynd.

Þegar leitað er eftir túlkun á anda laganna, verður þá leitað aftur í drögin?

Hér eru lögin eins og þau voru samþykkt eftir 3. umræðu, ég merki með rauðu það sem mér finnst athyglisvert:

Lög


um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002,
með síðari breytingum.








1. gr.


    2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:

    Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.



2. gr.


    2. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:

    Gefa skal fulltrúa barnaverndarnefndar kost á að vera viðstaddur skýrslutöku af barni sem sakborningi í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála, svo og skýrslutöku af barni sem brotaþola og sem vitni. Á þetta við hvort sem skýrslutaka fer fram hjá lögreglu eða fyrir dómi. Um skýrslutöku af barni gilda að öðru leyti ákvæði laga um meðferð sakamála og reglugerða sem settar hafa verið með stoð í þeim.



3. gr.


    1. mgr. 99. gr. laganna orðast svo:

    Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.



4. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Hrannar Baldursson, 17.4.2009 kl. 10:46

67 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessarri "glórulausu" umræðu eins og Matthías nefnir hana, er fjarri því að vera lokið.  Við eigum eftir að sjá hana koma upp aftur og aftur á næstu árum. 

Ummæli forstöðumanns barnaverndarstofu í Fréttablaðinu í morgun, þar sem hann segir að andlegu refsingarnar verði að "meta í hverju tilviki fyrir sig" lofa ekki góðu. 

Kolbrún Hilmars, 17.4.2009 kl. 10:48

68 Smámynd: Hrannar Baldursson

Matthías og Jón Valur: ykkur er velkomið að halda þrætunni áfram á þessari síðu, ég stoppa ykkur ekki. En Matthías, þú ekki sýnt Jóni Vali mikla kurteisi í þessum athugasemdum, og satt best að segja andmælt honum sem manneskju frekar en gegn ákveðnum hugmyndum hans eða rökum, sem eru satt best að segja nokkuð vel byggð, þó að grundvöllur þeirra felist í trúarbrögðum, sem þýðir að rök munu aldrei komast til botns í málinu, heldur fyrst og fremst trúar- og siðferðisaðstaða.

...held ég... Wink

Hrannar Baldursson, 17.4.2009 kl. 10:52

69 Smámynd: Jón Valur Jensson

Matthías guðlastari er útilokaður frá vefsíðu minni vegna skilmála hennar og talsmáta hans.

Sjálfur sýni ég bloggi hans engan áhuga og hef ekki í marga mánuði (fyrr en í nótt, að gefnu tilefni) átt leið um vefsíðu Vantrúar (sem er reyndar ekki hans einkamál, ekki frekar en Heimssýn sé mitt einkamál).

En þetta innlegg hans kl. 10:42 ber það greinilega með sér, að hann hafði ekki einu sinni "skimað yfir" rök mín úmræðunni hér!

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 10:52

70 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Auðvitað þarf að meta hvert tilvik fyrir sig, Kolbrún.

Það er ólöglegt að brjótast inn í bíl, en hvað ef einhver er í lífshættu þar inni?

Það er ólöglegt að stela, en ef þú hefur ekki borðað í marga daga og rænir þér rúnnstykki, ætti þá ekki að taka tillit til ástæðu glæpsins?

Ég vona að þið viljið ekki búa í samfélagi absolútt reglna þar sem ekkert tillit er tekið til aðstæðna.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.4.2009 kl. 10:55

71 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þessa athugasemd þína, Hrannar, en reyndar byggjast framkomin rök mín ekki á trúarbrögðum eða Biblíunni, t.d. er ekki minnzt þar á DNA og ónæmiskerfi ófæddra barna! Rök mín hér ofar byggja m.a. á félagsfræðilegum upplýsingum og mannréttindaákvæðum SÞ.

Ég gæti haldið áfram umræðunni vegna fyrra svars þíns hér ofar, en verð að sinna öðru og læt þetta nægja. Engan áhuga hef ég á frekari orðræðu við Matthías – nóg er nóg!

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 10:56

72 identicon

Ef þetta lagafrumvarp er skoðað samhengi við lögin sem því er ætlað að breyta, þá kemur heildarmyndin betur í ljós.  Í frumvarpinu er lagt til að breytingar verði gerðar á tveimur lögum:
-Barnalög nr. 76 / 2003 - http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html
-Barnaverndarlög nr. 80 / 2002 - http://www.althingi.is/lagas/nuna/2002080.html

4. grein frumvarpsins sem vakti upp mikla umræðu hér, var til breytinga á barnalögunum, nánar tiltekið 28. grein laganna þannig að bætti yrði inn einni málsgrein(Foreldrum eða forsjáraðilum er óheimilt .......). 

Greinin eins og lögin eru núna er svohljóðandi:
28. gr. Inntak forsjár.
Foreldrum ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum.
Forsjá barns felur í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi.
Foreldrum ber að afla barni sínu lögmæltrar fræðslu og ala með því iðjusemi og siðgæði. Foreldrum ber að stuðla eftir mætti að því að barn þeirra fái menntun og starfsþjálfun í samræmi við hæfileika þess og áhugamál.
Forsjá barns felur í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns og ákveða búsetustað þess. Forsjárforeldri fer enn fremur með lögformlegt fyrirsvar barns.
Barn á rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja, uns það verður sjálfráða og eru þeir forsjárskyldir við það. Foreldri sem fer eitt með forsjá barns síns er skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldri sitt nema hún sé andstæð hag og þörfum barns að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds.
Foreldrum ber að hafa samráð við barn sitt áður en málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins gefur tilefni til. Skal afstaða barns fá aukið vægi eftir því sem barnið eldist og þroskast.
Ef annað forsjárforeldra barns er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum eru nauðsynlegar ákvarðanir hins um persónulega hagi barns gildar.
Nú fara foreldrar sameiginlega með forsjá barns og er öðru foreldrinu þá óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins.

Breyting á þessum hluta var felld út og því standa barnalög nr 76 frá 2003 eftir óbreytt.

Skoðum þá barnaverndarlögin sem hið nýsamþykkta frumvarp breytti.

3. gr. frumvarpsins er svohljóðandi

1. mgr. 99. gr. laganna orðast svo:
    Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.
[litabreyting bloggsíðueiganda] 

1. mgr. 99. gr. laganna fyrir breytingu:
Hver sem beitir barn refsingum, hótunum eða ógnunum og ætla má að slíkt skaði barnið andlega eða líkamlega skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

Þarna er orðalagi breytt frá því að vera: "og ætla má að slíkt skaði barnið andlega eða líkamlega"  yfir í: "Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum"
Hérna er komin spurning um túlkunaratriði og gætu margir eflaust lesið sama inntak út úr þessum setningum.
Einnig er bætt inn orðalaginu "vanvirðandi háttsemi"
Það orðalag kemur einmitt fram í barnalögunum og í þeirri sömu grein og stóð til að breyta (28. gr) og er feitletruð hér að ofan. Þannig má álykta að það orðalag sé ekki nýtt í lögum um velferð barna heldur aðeins verið minnka möguleika á mistúlkun.

Þetta er flókinn og viðamikill málaflokkur og ljóst er að sitt sýnist hverjum í þeim efnum.  Ég hef hinsvegar enga ástæðu til þess að ætla að þeir sem vinna á einn eða annan hátt að þessum málum, hvort sem það er við setningu laga eða önnur störf séu ekki að gera það af heilum hug og með hag barnanna í fyrirrúmi.  Það er þó í þessum málum eins og mörgum öðrum, fín lína sem menn þurfa að feta því það sem er börnum í hag gæti verið foreldrum og forsjáraðilum í óhag og öfugt.

Björgvin (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:22

73 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Í lagatextanum hér að ofan  2 gr. er talað um vanrækslu og illa meðferð og mig langar að spinna við það:

Það hefur lengi níst mig inn að beini að mjög ung börn ( 1-4 ára ) sem augljóslega þurfa á móður sinni að halda til að ná eðlilegum tilfinningaþroska séu látin í hendur stofnana frá því snemma á morgnanna til seint að degi, oft lengur en 8 tíma hvern virkan dag vikunnar. Svona er það látið ganga heilu misserin á meðan mikilvægasta líffæri barnsins, heilinn er að tengja síðustu kaplana, og sannreyna hvernig heimurinn er, hverju má treysta; hvað er og hvað er ekki. Jafnvel frumstæðustu þjóðir og prímatar hafa ungviðið nærri sér á þessu mikilvægasta tímabili allra tímabila í lífi mannsins. 

En okkur dugnaðarfólkinu hér á Íslandseyju er nú hundsama um þetta.... 

Guðmundur Pálsson, 17.4.2009 kl. 11:29

74 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott og tímabært var inn


Mars 2009: Hvernig Samfylkingunni tókst að tapa mínu trausti

Heldur áfram upptalning mín á þeim greinum sem fengu vöktu öflugustu viðbrögðin. Eftir á að hyggja sé ég hvað sorglegt er að greiða atkvæði til alþingiskosninga þegar þingmenn þeir sem komast til valda fara ekki einu sinni eftir eigin loforðum, þó að þeir hafi allar aðstæður til þess:

 

Hvernig Samfylkingunni tókst að tapa mínu trausti

Útslagið gerðu viðtöl í Kastljósi og Silfri Egils 15. og 16. mars 2009.

04compass

 

Fyrir síðustu kosningar las ég vandlega stefnumál hvers flokks og tók þá ákvörðun að kjósa Samfylkinguna. Stefnurnar tók ég saman hér. Loforðin snerust um að setja heimilin í forgang, auka sanngirni í samfélaginu, og koma í veg fyrir sjálftökur og orðrétt:

"Það er þjóðarnauðsyn að bæta fyrir vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum. Samfylkingin berst fyrir auknum jöfnuði, jafnvægi í efnahagsmálum og félagslegum framförum."

Ég axla ábyrgð með því að hrópa yfir heiminn að ég kýs þennan flokk ekki aftur.

Í fyrsta lagi stóð Samfylkingin máttlaus hjá þegar hrunið reið yfir, og gerði í raun minna en ekkert gagn. Hápunkturinn í flokknum var þegar Björgvin G. Sigurðsson sagði af sér ráðherraembætti degi áður en ríkisstjórnin féll, og með þessari afsögn og því að afþakka laun næstu sex mánuði sem hann hafði rétt á, bjargaði hann eigin heiðri, þó að ekki hafi hann bjargað flokknum.

 

avalanche


Í Samfylkingunni hef ég orðið var við undarlega tregðu við að taka af skarið og koma heimilum landsins til hjálpar. Við heyrum frasa eins og 'skjaldborg um heimilin' sem reynast síðan ekki hafa mikið innihald.

Ég vil reyndar þakka Samfylkingunni fyrir að hafa greitt leiðina fyrir útgreiðslu séreignarsparnaðar, hugmynd sem fyrrum samstarfsfélagi minn kom með í hádegismat og ég birti síðan hér á blogginu og sendi nafna mínum, aðstoðarmanni Jóhönnu þá félagsmálaráðherra - og fékk ágætar undirtektir. 

Hér er sú færsla frá 3. nóvember 2008: Af hverju má ekki nota séreignalífeyrissparnað til að borga húsnæðislán?

Mér finnst leitt að þessar hugmyndir komi ekki frá fólkinu sem hefur verið kosið. Af hverju þurfa svona hugmyndir að koma frá fólki utan úr bæ? Af hverju spretta þær ekki upp í hugum þess fólks sem kosið hefur verið á þing og ráðið í embætti? Það skil ég ekki.

Ég var upptekinn við önnur störf en tók samt eftir að eitthvað undarlegt var á seyði í bönkunum þegar ég skrifaði greinina Var stærsta bankarán aldarinnar framið á Íslandi rétt fyrir páska? 25.3.2008

 

 

Það er eitthvað mikið að þegar maður út í bæ eins og ég sé þetta skýrt og greinilega en fólk með nákvæmar upplýsingar og við völd verður ekki var við neitt.

Ég hvatti fólk til að kjósa Samfylkinguna fyrir síðustu kosningar. Það geri ég ekki aftur.

Eftir að hafa heyrt Árna Pál Árnason gjamma innihaldslítið í Silfri Egils og Sigríði Ingadóttur rífast af hörku gegn skynsamlegri hugmyndi í Kastljósi kvöldsins, mun ég sjálfsagt mæla af hörku gegn því að fólk kjósi þennan flokk aftur. Að Samfylkingin standi fyrir lengingu í hengingarólinni með greiðsluaðlögunum er skammarlegt. Það skammarlegt að ég skammast mín fyrir að hafa kosið flokkinn í síðustu kosningum og lofa því að ég muni ekki kjósa hann aftur. Það hafa þessi tvö viðtöl sannfært mig um.

Þessi rök sem við höfum lengi séð fyrir að ekki skuli koma með heildarlausn af því að það hjálpi fólki sem er ekki komið í alvarlegan vanda núþegar er ljótur stimpill á flokk sem hefði getað átt sér fína framtíð.

Málið er að neyðarúrræðið er komið. Það er búið að fresta eignatöku á heimilum til ágúst næstkomandi. Næsta skref er að fólk fái til baka þá peninga sem var rænt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hjá Framsóknarflokknum og Tryggvi Þór Herbertsson hjá Sjálfstæðisflokknum sjá þetta sem nauðsynlega réttlætisaðgerð - að það fólk sem átti sína fasteign fyrir hrun, eignist aftur í sinni fasteign og festist ekki við hana áratugi til viðbótar. Að Samfylkingarfólk sjái þetta augljósa mál ekki skýrum augum og slái upp í kringum það pólitísku ryki er óskiljanlegur afleikur hjá flokki sem var næstum búinn að bjarga andlitinu.

Það þarf að hlusta á það sem fólk hefur að segja, sérstaklega ef það eru hugmyndir um lausnir, án þess að falla í skotgrafir flokkspólitíkar.  

 

career%20choice%202

 

Við höfum tvo kosti. Þeir eru einfaldir. Hvorugur fullkominn.

1) Framkvæmum aðgerðir fyrir þá sem eru verst staddir og látum þá sem eru illa staddir bíða eins og lömb sem fylgja blindum hirði þar til þau eru nálægt því að fjalla fram á bjargsbrún - þá skal þeim bjargað í réttri röð, þó að þeir séu 100.000 talsins ef þeir standast skilyrði sem sett eru fram.

2) Drögum til baka tapið sem fólk hefur orðið fyrir vegna árásar á gengi íslensku krónunnar og gífurlegar verðbólgu sem er á ábyrgð þeirri sem eiga lánin - til þess eins að mjólka hraðar úr spenum skuldara. Látum það sama ganga yfir alla. Ljóst er að einhverjir græða á þessu og það er vissulega ósanngjarnt - en getur einhver virkilega staðið við þá hugmynd að það sé mikilvægara að koma í veg fyrir að einhver græði pening á ástandinu, heldur en að gera fyrirbyggjandi aðgerðir til að bjarga heimilum tugi þúsunda mannvera?

 

fries

 

Í augnablikinu er allt útlit fyrir að ég skili auðu í næstu kosningum og með því meina ég megna óánægju gagnvart því sem verið er að bjóða upp á, sem er sambærilegt við að ganga út af veitingastað ofbjóði þér verðið, framkoman eða maturinn. Eða allt þrennt.

Við þurfum að framkvæma flata aðgerð við fyrsta tækifæri og þurfum að gagnrýna af hörku þá sem standa í vegi fyrir slíkri framkvæmd með þeim rökum að þá græði einhverjir á ástandinu.

Björgunaraðgerðir kosta ákveðnar fórnir. Að koma í veg fyrir hamfarir er ennþá verra.

 

Umræddir sjónvarpsþættir:

Kastljós 16.3.2009

Silfur Egils 15.3.2009

 

Myndir:

Áttaviti: ABC Radio National

Snjóflóð: All About Snow

Maður út í bæ: Roaring 20 - Somethings

Maður á krossgötum: University of Westminster

Ógirnilegur réttur: Weight Loser Blog

 

(Til að fyrirbyggja misskilning, þá er ég ekki á leið í framboð og hef engan áhuga á að starfa á vettvangi stjórnmála). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

addInitCallback(commentWatch.init);
1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sérlega góð færsla og ég er svo hjartanlega sammála. Tillaga Sigmundar og Tryggva er allrar athygli verð og skylda stjórnvalda að skoða hana í fullri alvöru en ekki slá hana út af borðinu umhugsunarlaust fyrir það eitt að hún er ekki komin frá "réttum" aðilum. Skjaldborgin virðist týnd og það eina sem virðist í boði er að lengja í hengingarólinni en ekki skera á hana. Ef Össur ynni jafn hratt og hann talaði væri ekki mikið að en því miður virðist öll hans orka fara í málbeinið. Get ómögulega séð það sem aðrir virðast sjá við Árna Pál

Víðir Benediktsson, 17.3.2009 kl. 00:37

2 identicon

Mjög góð grein hjá þér og ég verð að taka undir með þér að málflutningur Samfylkingarinnar við þessum tillögum er ekki að virka.

Innihaldslaust gjamm og glamur Árna Páls Árnasonar var eins og glamur frá tómri tunnu sem reyndi með yfirgangi að rúlla yfir aðra þáttekendur í Silfrinu.

Sigríður Ingadóttir var nú ekki eins yfirgengilega drambsöm en hún gat þó ekki í neinu mótmælt því sem Tryggvi Þór Herbertsson hafði um þetta mál að segja.

Þessar tillögur verður að skoða opið og fordómalaust.   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 01:00

3 Smámynd: Einar Jón

Það er einn galli við líkinguna á veitingastað og að skila auðu. Auð atkvæði hafa ekkert vægi (talin með ógildum og eru ekki reiknuð með), svo þetta er að líkara því að ganga út af hlaðborði sem þú ert búinn að borga fyrir. Þetta er semsagt táknræn aðgerð, en skaðar vertana ekki neitt því þeir skipta aðgangseyrinum bróðurlega á milli sín.

Svo sá ég komment hjá púkanum sem mér finnst summera 20% niðurfellinguna ágætlega: "Þessi tillaga Framsóknarflokksins er álíka gáfuleg og ef menn færu út í að bregðast við miklu atvinnuleysi með því að greiða öllum verkfærum mönnum atvinnuleysisbætur óháð því hvort þeir eru atvinnulausir eða ekki."

Einar Jón, 17.3.2009 kl. 04:24

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rökin á bakvið þetta eru einföld: 

Sá sem lánaði heimilum tók sjálfur lán. Lán hans hafa verið niðurfelld. Þess vegna getur hann og ætti að fella niður þær skuldir sem hann á. Til eru gömul og skiljanleg rök fyrir þessu í dæmisöguformi úr Biblíunni, en sagan hefur gildi óháð trúarafstöðu:

"Því að líkt er um himnaríki og konung sem vildi láta þjóna sína gera skil. Hann hóf reikningsskilin og var færður til hans maður er skuldaði tíu þúsund talentur.

Sá gat ekkert borgað og bauð konungur þá að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu sem hann átti til lúkningar skuldinni. Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér allt. Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.
Þegar þjónn þessi kom út hitti hann einn samþjón sinn sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: Borga það sem þú skuldar! Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér. En hann vildi það ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi uns hann hefði borgað skuldina. Þegar samþjónar hans sáu hvað orðið var urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt sem gerst hafði. Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp af því að þú baðst mig. Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum eins og ég miskunnaði þér? Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum uns hann hefði goldið allt sem hann skuldaði honum."

 Matt 18.21-35

Hrannar Baldursson, 17.3.2009 kl. 07:28

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það má reyndar beita heilbrigðri skynsemi til að réttlæta flata leiðréttingu. Segjum að tveir menn sitji að tafli. Annar þeirra er með mun betri stöðu en hinn, þegar þriðji aðilinn kippir tveimur fótum undan skákborðinu. Báðir keppendur grípa í borðbrúnina en í stað þess að rétta borðið við ákveður sá sem var að tapa skákinni að viðhalda hallanum þannig að taflmennirnir renna hægt og rólega út af borðinu.

"Við getum bara gripið þá í fallinu og sett á sinn reit þegar þeir detta," segir sá sem var með verri stöðu.

Hinn svarar: "Þetta er fáránleg hugmynd. Réttum við borðið til að við getum teflt skákina áfram."

"Nei, það er ósanngjarnt," svarar sá sem var með verra. "Því þá gætirðu unnið skákina. Það vil ég ekki."

Að borðinu kemur dómari sem spyr af hverju þeir láti borðið halla. Þeir segja frá manninum sem kippti löppunum undan borðinu og þeir ráði einfaldlega ekki við að halda þessu svona. 

Ákveður dómarinn, sem er ágætis vinur þess sem var að tapa skákinni, að láta borðið halla áfram þar til allir taflmennirnir eru dottnir út af því - og rétta svo borðið við þegar báðir eru búnir að tapa öllum sínum mönnum. Það er nefnilega meira réttlæti í því að bjarga þeim sem eru í háska, heldur en þeim sem eru það ekki.

Hrannar Baldursson, 17.3.2009 kl. 07:51

6 Smámynd: Vilhjálmur Andri Kjartansson

Það var fjöldinn allur af fólki sem lifið hér á efnum fram og hafði það gott og naut þeirra lífsgæða á meðan grasið var grænt og blóm í haga. Við hin sem sýndum smá skynsemi og lögðum fyrir til að eiga fyrir hlutunum eigum nú að fá reikninginn frá neysluseggjunum í hausinn. Þetta er alveg gífurlega sanngjörn tillaga þ.e. þeir sem eyddu mest munu græða mest á því samkvæmt þessari tillögu.

Auðvitað eru líka til skuldarar sem keyptu sér ekki jeppa eða glæsibifreiðir, endalausar utanlandsferðir eða flatskjái og nýjar innréttingar en þeir eru bara fórnarlömb þessa ástands eins og svo margir aðrir. Ég get tekið dæmi af sjálfum mér en ég beið með það að kaupa mér íbúið sumarið 2007 því ég taldi heppilegra að leggja meira fyrir og eiga stærri hluta og taka minna lán. Ég var það heppinn hafa ekki keypt mér íbúið fyrir hrun en það óheppinn að hluti af sparnaði mínum var í hlutabréfum og skuldabréfum sem ég tapaði. Það er ekki hægt að bjarga öllum og ekki fæ ég 20% af hlutabréfunum eða skuldabréfunum greidd til baka frá ríkinu.

Þjóðin tók bara allt of mikið af lánum og kann ekki að spara og nú verðum við bara að súpa það súra seyði.

Vilhjálmur Andri Kjartansson, 17.3.2009 kl. 13:05

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég setti þetta inn hjá Tryggva.

Einnig er ég afar sammála því að Árni er galtómur og að því er virðist EKKI að vinna fyrir Litlu Gunnu og mann hennar hann Litla Jón.

Hann vill bara borga allt sem ,,kröfuhafar" biðja um og að bankaleynd er sjálfsögð í hans huga. Fyrir hverja er þessi drengur að vinna?

Hér kemur innslagið:

Ég setti inn færslu á svæði Þráins Bertelssonar um sama efni.

Ástæða þess, að ég kysi frekar þessa aðferðafræði er, að þá væri um leið VIÐURKENNT, að þjóðin var beitt blekkingum og verulega brotið á SAMNINGSRÉTTINDUM manna.

Þar lýsi ég í nokkrum orðum, hvernig farið var í fyrstu gegn þjóð okkar þegar Lífeyrissjóum var leyft, að ,,dreyfa áhættu” eins og það var látið heita á sínum tíma. Menn fengu að lána erlendum aðilum og kaupa erlend verðbréf.

Þetta leyfi var svo misnotað,– eins og svo margt sem gert var af góðum hug í frómum tilgangi að leysa höft af mönnum,–gegn þjóð okkar með því að yfirkeyra þol Krónu okkar og þannig fella gegnið og hækka þannig HÖFUÐSTÓLA lána innlendra. Með þeim hætti lagaðist ,,eigin fjár hlutfall” sjóðanna og menn gátu blásið til aðalfundar með reikningana vel út lítandi.

Sama gerðist í bankagamblinu.
Ársfjórðungslega var ráðist á gegnið og gert svo stórkarlalega ða allir tóku eftir ,,patren” í útliti línurita um gegnisvísitölu.

Því vil ég skrúfa einfaldlega verðtryggingarvísitöluna (auðvelt að finna út reiknistuðulinn) aftur til 01.01.1998 í það minnsta.

Þetta er svona nokkuð misjafnlega mikið, allt eftir því hvenær lán var tekið en hér er um algerlega korrekt aðferðafræði að ræða þar sem ekki er mismunað með nokkrum hætti.

Viðurkenningin og afnám Verðtryggingar er lágmark sem hægt er að fara fram á það felst í þessari gerð.

SVo í forbifarten.

EKKI stuðla að því að menn greiði offjár inn í sparisjóði eða fyrirtæki, sem ekki hafa skilað inn bónusum og ,,fyrirfram teknum ARÐI!!!!”

Ef það verður gert verður allt brjálað.

Kjósendur setja því miður = milli fjárglæframannana og Sjálfstæðisflokkins.

AFnemum þau hugrennignartengsl.

Með tilhlökkun að vinna með þér á Landsfundi.

Miðbæjaríahldið

Bjarni Kjartansson, 17.3.2009 kl. 13:17

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Vilhjálmur Andri: Góð athugasemd hjá þér að þetta eigi ekki að eiga við um allt heila klabbið. Ég tel að réttlátt væri að þetta eigi við um húsnæðislán heimila fyrst og fremst, og þá væri ég ekkert á móti því að þak væri á þessum hugmyndum, þannig að þeir sem borguðu 200 millur fyrir einbýlishús á 100% komi ekki kerfinu á höfuðið.

Ég er ekki að tala um að koma eins til móts við þá sem eyddu um efni fram, heldur þá sem keyptu og fengu lán þar sem lítið annað var í stöðunni. Ég skil að þú skulir ekki hafa keypt árið 2007, en þá voru merkin um tilvonandi hrun farin að birtast.

Hrannar Baldursson, 17.3.2009 kl. 13:27

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk fyrir frábært blogg Hrannar.

Ég skil ekki hvað er svona slæmt við hugmynd Tryggva Þórs, að það megi ekki ræða hana og framkvæma hana þannig að hún geri fólkinu kleift að halda heimilum sínum.  Ég horfði á þáttinn með Tryggva og Sigríði Ingibjörgu og gat ekki betur heyrt en það væru sammála um að það þyrfti að skoða þessa hugmynd vel áður hún yrði sett í framkvæmd. Það er hægt að vinna hratt og gera margt á einni nóttu, það kom fram þegar neyðarlögin voru sett við fall bankanna í haust.

Það má alveg nota aðra nótt í að semja önnur neyðarlög.

Ég er sammál þér að auðvitað hafa menn væntingar til samfylkingarinnar um að gæta að hagsmunum heimilanna í landinu. Vonandi gera fulltrúar hannar það.

Með kveðju.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.3.2009 kl. 14:15

10 Smámynd: Vilhjálmur Andri Kjartansson

Þetta á náttúrulega ekki bara við um þá sem keyptu 200 milljón króna einbýlishús. VÞað að húsnæðisverð hækkaði hér upp úr öllu valdi varð til þess að gífurelg "eignarmyndun" átti sér stað hjá fólki sem hafði keypt íbúðir fyrir hækkun. Mjög margir notfærðu sér þetta til að taka lán fyrir eyðslu og hafa í uppsveiflunni notið þeirra lífsgæða umfram aðra sem ekki gerðu slíkt hið sama. Ég er ekki tilbúinn að koma þessu fólki til bjargar eins mikið og maður finnut til með því.

Það fólk sem hefur orðið verst úti myndi ég ætla að væru einstaklingar á mínum aldri sem eru að ljúka námi eða eru nýbúnir að ljúka námi og hafa á undanförnum 2-3 árum verið að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Ég öfunda ekki það fólk sem fór inn á markaðinn á þeim tíma. Ég tel að það væri skynsamlegra að miða lán þessa fólks við brunabótamatið eins og það er í dag og taka afganginn og lengja hann um 10 ár og þá byrjar fólk að greiða þann hluta eftir 10 ár. Fólk getur þá gert ráðstafanir svo sem lagt fyrir eða eitthvað annað til að mæta þeim kostnaði sem mun bætast við lánið í framtíðinni. Þar fyrir utan verður flest af þessu fólki sem ég myndi ætla að vær í yngri kantinum búið að vinna sig upp í betri stöður og komið með hærri tekjur eða það vona ég fyrir þeirra hönd.

Síðan má líka bara gera ekki neitt og láta þá falla sem tóku áhættu.

P.s. þessi hugmynd er ekkert úthugsuð en hef heyrt menn tala um eitthvað svipað og mætti alveg skoða þetta eins og annað.

Vilhjálmur Andri Kjartansson, 17.3.2009 kl. 14:48

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að skv. þumaputtareglu um að afborgun sé um 6 til 7 þúsund af hverri milljón af verðtryggðu húsnæðisláni á mánuði þá þýðir 20 lækkun láns upp á 20 milljónir aðeins um 25 til 30 þúsund króna lækkun á mánuði í greiðslum. Það segir held ég lítið fyrir þann hluta þjóðarinnar sem verst stendur.

Einnig þá bendi ég á að þó að bankarnir hafi fengið einhvern afslátt af þessum lánum þegar þeir tóku þau yfir frá gömlu bönkunum þá hafa þessi lán verið reiknuð sem eignir í nýju bönkunum. Og því velti ég því fyrir mér hvort að við þurfum ekki að bæta þeim þessar eignir svo að eigna staðan verði ekki neikvæð. Og ef íbúðarlánastjóðum kaupir þessi lán þá eru þau ekki eins mikið niðurfærð. Erlendir kröfuhafar lánuðu ekki beint í íbúðarkaup hér heldur lánuðu íslensku bönkunum sem lánuðu áfram. Og eins þá er ekkert held ég búið að semja við erlendum bankana um afskriftir á þessum lánum.

Held að menn verði a.m.k. að fá heildarmynd á þessar skuldir áður enn menn tala um að þessi eða hin leiðin sé alveg framkvæmanleg.

Minni á að Tryggvi Þór taldi að raunverulegar skuldir okkar yrðu um 465 milljarðar eftir að allt dæmið yrði gert upp. En Gyfli Magnússon hefur talað um að réttara sé að tala um 6 til 800 milljarða. Þannig að maður veltir fyrir sér hvaða forsendur Tryggvi hefur um stöðu mála.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2009 kl. 16:16

12 identicon

Því fór nú fjarri að Sigríður Ingibjörg hafi mótmælt flötum niðuskurði af hörku, heldur fannst henni (ekkert frekar en flestum sem um málið hafa fjallað) málflutningur Tryggva Þórs ekki sannfærandi. Hún sagði síðan að ef hann kæmi með skýrari rök fyrir sínu máli þá væri hún til í að samþykkja slíkar aðgerðir. Mér fundust reyndar viðræður þeirra til fyrirmyndar óvenju uppbyggilegar af tveimur frambjóðendum. Vonandi verður kosningabaráttan á svipuðum nótum.

GH (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 16:18

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er nú einfaldlega svo, að bestu hugmyndirnar koma oft frá "fólki utanúr bæ" Wink

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 17:21

14 identicon

Veistu ég er líka búinn að segja skilið við Samfylkingu hún og hennar forysta er svo langt í burtu frá mínum raunveruleika!  Vinstri flokkarnir eiga eftir að fá sjokk þegar við sem eigum  um sárt að binda ... látum atkvæði okkar falla til þeirra sem ætla raunverulega að slá skjaldborg um okkur!

ÞE (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:48

15 identicon

Glæsil. færsla.

Ég get ekki smellt á linkinn (hér), þar sem stefnumál Samf. eiga að birtast í blogginu þínu.

Gaman væri ef þú nenntir að senda mér þá samantekt þína. 

Bkv. Valdemar velar@emax.is

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 20:14

16 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður pistill Hrannar. Mér finnst vandi Samfylkingarinnar í dag kristallast í tilsvörum þeirra þegar spurt er um lausnir. Svarið er alltaf ESB. Það hjálpar ekki karlalandsliðinu í fótbolta að ganga í ESB og það hjálpar heldur ekki heimilunum eða fyrirtækjunum í landinu NÚNA. Árni Páll gat ekkert sagt þegar Egill Helgason rak þetta í hann í Silfrinu á sunnudaginn.

Á meðan ekki koma fram aðrar betri tillögur en Framsóknar-Tryggva þá styð ég hana.

kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 20:27

17 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Valdemar, búinn að laga linkinn: Alþingiskosningar 2007 - Stefnur allra flokka

Ég er mjög ánægður með umræðuna sem skapast hefur um þetta mál, og hef áttað mig á að hugsanlega séu ákveðnir hagsmunir að takast á í þessum máli: annars vegar þeirra sem vilja að verð húsnæði standi í stað eða hækki, og þessir aðilar væru þá hlynntir hugmyndum Tryggva og framsóknar, og aðrir sem sæju hag sinn í að húsnæðisverð lækki, því að þá gæti losnað um töluvert af ódýru húsnæði sem hægt væri að braska með til framtíðar.

Þetta er snúið mál, en réttast væri að horfa framhjá hagsmunum og huga að almannaheill, sem eru þau ráð sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið að berjast fyrir.

Hrannar Baldursson, 17.3.2009 kl. 20:38

18 Smámynd: Ómar Ingi Friðleifsson

Hvernig þeir öðluðust traust þitt í fyrsta lagi er í meira lagi skrítið Wink

Ómar Ingi Friðleifsson , 17.3.2009 kl. 20:55

19 identicon

Sammála þér Hrannar. Góðar nótur! Tek líka heilshuga undir gagnrýni á Árna Pál, sem að mínu og margra annarra mati, er óttalegur "lýðskrumari". Varði Sjálfstæðis-flokkinn, meðan hann var með honum í stjórn en breytti svo aldeilis um tóntegund á einni nóttu og fann þessum sama flokki allt til forráttu. Ósköp lítið sannfæran við slíkan málflutning.

Högni V.G. (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:17

20 identicon

Þið ættuð öll að panta tíma hjá mér sem hér sýnið sjúklega borgaralega heimsku (nema 1 eða 2) með því að trúa kosningarlygum siðleysingjans Tryggva Þórs Herbertssonar.

Þessi hugmynd er skelfileg í alla staði fyrir almenna borgara, hreint út sagt skelfileg. Og þótt síðuhöfundur sé hér að ljúga því að hann hafi kosið Samfylkingu í síðustu kosningum þá vita allir heiðarlegir að það er helber lygi og siðleysi í takt við stuðningsfólk auðvaldsflokksins.

AÐ þið skulið ekki kunna að skammast ykkar að leggja blessun ykkar yfir siðspillinguna og viðbjóðinn - þið heimsku flón.

Geðlæknirinn (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:24

21 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér finnst ekki samasemmerki á milli þess að vilja að húsnæðisverð lækki og þess að ætla að braska með húsnæði. Húsnæðisverð hækkaði alltof skart síðustu árin. Það er ekki óeðlilegt að verðið gangi að einhverju leyti til baka.

Hvað með að bakka með skuldastöðu til 1. janúar 2008 og miða skuldir við þá dagsetningu, þ.e. gengi erlendra lána og vísitölu innlendra lána? Ég skulda ekki húsnæðislán og er sjálfsagt heppin en hluti af sparnaði mínum hefur verið hirtur af mér og ég er alveg til viðræðu um að minnka ávöxtunarkröfuna á rest ef það verður til þess að rétta hag heimila þeirra sem hafa keypt of dýrt. Mér finnst undarlegt að reyna ekki að ná samkomulagi við sparifjáreigendur um að slá af og ráðast gegn verðbólgu og fáránlega háum vöxtum. Það eru ekki bara lífeyrissjóðir sem eiga í bönkunum.

Við erum jú öll í sama bátnum, það eru bara sumir sem róa og aðrir sem fá far (þarf vonandi ekki að tíunda það góða fólk).

Berglind Steinsdóttir, 18.3.2009 kl. 00:14

22 Smámynd: Landið

Þegar heimskreppan skellur svona harkalega á landinu og ofan á allt kemur hrun krónunar þá held ég að við ættum ekki að segja nei við neinum hugmyndum. Ég er samt ekki viss um að þetta sé góð hugmynd hjá honum Tryggva vini mínum. Það er rétt sem hefur komið hér fram áður í athugasemdakerfinu að þetta yrði gert á kostnað þeirra sem hafa lagt fyrir og væri um leið kjaftshögg framan í það fólk sem sýndi fyrirhyggju og lagði fyrir eða skuldsetti sig ekki um of.

Hrannar það er ekki sanngjarnt að setja þetta upp sem baráttu milli þeirra sem vilja sama húsnæðisverð (og virðast í þínum augum vera góða fólkið) og svo þeirra sem vilja braska með íbúðir (vonda liðið). Þetta snýst miklu frekar um að ganga ekki á þá sem eiga sparnað eða hafa ekki skuldsett sig um of til að borga undir þá sem skulda mikið. Það er lítið réttlæti í því. Mér finnst hugmyndin hans Vilhjálms, míns ágæta frænda, góð eða þó skref í réttari átt.

Landið, 18.3.2009 kl. 01:13

23 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir frábæra umræðu!

Landið: áhugaverðar pælingar sem ég mun svara.

Hrannar Baldursson, 18.3.2009 kl. 07:49

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svarið hjá mér er einfalt. Ef það er lögfræðingur, sem er í odda fyrir þinn lista, þá slepptu þí að kjósa hann. 

Mér finnst Simmi trúverðugur, en slíðruorð flokksins verður seint afmáð. Þar á bakvið lúra kafbátar á borð við Alfreð og Halldór Ásgríms.  Það er ansi úldinn köttur í sekk til að kaupa.

Í sjálfstæðisflokki eru það Illugi, Pétur Blöndal, Guðlaugur, Bjarni Ben og BB. Það væri sjálfsmorð að kjósa það hyski yfir sig. (að ógleymdum litlu aðstoðarmönnunum og leikbrúðum gömlu aflanna)

Það er vandséð hvað hægt er að gera sér að góðu hér. L listinn er hópur alþýðufólks, með litla ef nokkra reynslu á stjórnmálum og efnahagsmálum í bland við trúarmaníulið, sem virðist vera að leggja hann undir sig.

Borgaraflokkurinn miðar að breytingum í stjórnskipan og kosningalögjöf, en hefur ekki glóru um hvað ber að gera í stöðu þjóðarbúsins. Þeir eru Evru sinnar og fara með þá möntru eins og hún sé einn allsherjar elexír á ástandið.

Hvað er þá eftir? Frjálslyndir? Ég veit ekki einu sinni fyrir hvað þeir standa.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2009 kl. 17:42

25 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sammála greinarhöfundi, samfylkinguna munu ég og mínir aldrei kjósa aftur.

"Það er nú einfaldlega svo, að bestu hugmyndirnar koma oft frá "fólki utanúr bæ" " Hildur Helga

Það er líka oft "fólk utanúr bæ" en ekki "sérfræðingarnir" sem sjá þegar augljóslega stefnir í óefni....eða er óhræddara við að tala tæpitungulaust.

Georg P Sveinbjörnsson, 18.3.2009 kl. 20:41

26 identicon

Ef við afskrifum 20% skuldir heimilanna er þá ekki sanngjarnt að lækka húsnæðisverð um 20% þannig að þeir sem ekki hafa enn keypt sér húsnæði fái 20% niðurfellingu á húsnæðinu sem þeir þurfa að kaupa? Þeir þurfa jú að borga fyrir hina sem voru búnir að kaupa sér...

Það er annað sem ekki má gleymast og það er að þeir sem áttu húsnæði áður en húsnæðisbólan blés út (sem alfarið má rekja til Framsóknarflokksins) græddu ótæpilega á húsnæði sínu. Um aldamótin kostaði 4 herbergja íbúð 5-7 milljónir. Í dag kostar sambærileg íbúð ekki undir 25 milljónum. Það vantar alfarið í þessa umræðu að hugsa hvaða leiðir við þurfum að fara til að fólk geti komist í húsnæði. Áttahagafjötrarnir eru ekki það versta sem blasir við ef ungt fólk getur ekki eignast húsnæði í framtíðinni. Haldist verðið óbreytt er augljóst að næsta kynslóð á engan möguleika á að kaupa sér fasteign...

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 01:14

27 identicon

Mig langar að benda á það að það sem fólk skuldar í dag í heimilum sínum vegna verðtryggingarinnar eru peningar sem voru aldrei fengnir að láni. Þar liggur ósanngirnin. Ég væri fullkomlega sátt af höfuðstóllinn af lánununum hjá íbúðalánasjóði væri sá sem ég fékk í hendurnar og er búin að greiða samviskusamlega af með vöxtum og mun gera næstu fjörtíu ár. Nú er hann hins vegar fjórum miljónum hærri og hækkar um 200 000 kr í hverjum mánuði.

Ég á að gera mig glaða með að borga einhverja hundrað þúsund kalla fyrir að dreifa láni sem ég fékk ekki eða frysta. Ég skil ekki af hverju það ekki hægt að leiðrétta þessa óeðlilegu hækkun á höfuðstól gagnvart heimilum. Íbúðalánasjóður lagði þessa peninga aldrei út og það er ljóst að allar forsendur fyrir því kerfi sem við þekktum eru brostnar og komnar úr samhengi.

Til þess aðila sem kvartaði yfir því að það þyrfti að lækka íbúðaverð, þá er það á hraðri niðurleið en það sem kemur helst í veg fyrir meiri lækkun eru lánin sem hvíla á eignunum. Ef höfuðstóll þeirra lækkar þá skapast svigrúm til að lækka verðið í kjölfarið. 

Elín Arnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:06


Febrúar 2009: Hannes Hólmsteinn ásakar ríkisstjórn um valdarán í Wall Street Journal

Þessi grein fjallar um öfgafullan flutning á hinum íslensku mótmælum, sem leiddu til nýrra kosninga og stjórnarskipta, á meðan réttast hefði að mínu mati verið að efna til þjóðstjórnar og ýta pólitískum hagsmunum til hliðar. Ég er enn á þeirri skoðun í dag. Nokkrum vikum eftir að ég skrifaði þessa grein sá ég áhugavert viðtal við Gylfa Magnússon á Fox. Ég setti það á YouTube og bætti við texta sem mér fannst við hæfi. Ég bæti þessu myndbandi við á undan greininni.

Mig grunar að ákveðinn pólitískur rétttrúnaður fái fólk til að fara með ósannindi eins og í túlkun Hannesar Hólmsteins og mótmælunum, sem og fréttaflutningi News, og að fréttaflutningur sé orðið það ýktur að afar varasamt sé að trúa nokkru blint sem fram kemur í fréttum, þar sem ákveðin orð eru notuð til að túlka staðreyndir, orð sem endurspegla meira skoðanir um atburðinn heldur en sannleikann um atburðinn. Vissulega er hlutur af slíku sú staðreynd að fólki finnst skoðanir miklu meira spennandi en sannleikurinn, og að skoðanir vekja athygli, selja fréttirnar, á meðan sannleikurinn virkar frekar leiðinlegur án sterkra skoðana.

Þessi grein fékk 16 athugasemdir:

Hannes Hólmsteinn ásakar ríkisstjórn um valdarán í Wall Street Journal



Þannig hljómar texti Hannesar Hólmsteins á bloggi hans Vinstrisveifla á Íslandi:

Ég skrifaði grein í Wall Street Journal í dag um stjórnarskiptin á Íslandi. Þar benti ég á, að hin nýja stjórn er minnihlutastjórn, sem komst til valda í skjóli ofbeldis, eftir götuóeirðir. Þrátt fyrir svo hæpið umboð ætlar hún að ráðast á sjálfstæði Seðlabankans og reka Davíð Oddsson, sem ekkert hefur til saka unnið annað en vara nánast einn Íslendinga við hinum öra vexti bankana fyrir hrunið, jafnt opinberlega og í einkasamtölum. Fjármálaeftirlitið var fært frá Seðlabankanum 1998, svo að Davíð varð að láta sér nægja viðvaranir, ekki athafnir.

Ég hef tvennt við þetta að athuga, annars vegar þá hugmynd að götuóeirðir hafi átt sér stað á Íslandi, þar sem mér þykir heldur strangt tekið til orða, og vil í því sambandi skoða aðeins betur merkingu óeirða.

Hitt er uppsögn Davíðs Oddssonar, sem vissulega varaði við örum vexti bankanna fyrir hrunið, en starfar í umboði sitjandi forsætisráðherra, og þar sem forsætisráðherra treystir ekki sitjandi Seðlabankastjóra er ósköp eðlilegt að hún vilji leysa hann frá störfum. Málið er að þetta snýst ekki um Davíð Oddsson, heldur um að uppstokkunar hefur verið krafist í öllu kerfinu, óháð einstaklingum eða flokkstengslum. 

Málið er semsagt lagt þannig upp að ríkisstjórnin rændi völdum, og með þessum völdum er verið að reka Davíð Oddsson, sem er vinur greinarhöfundar. Þannig að ef hægt er að viðurkenna þær forsendur að um valdarán hafi verið að ráða, þá hefur forsætisráðherra ekki alvöru vald, heldur stolið vald, og því ætti uppsögnin ekki að vera tekin gild.

Til að komast að sannleikanum í þessu máli, hvort að ríkisstjórnin hafi tekið völdin með götuóeirðum, langar mig að bera saman hugtakið 'óeirðir' og það sem gerðist í raun og veru.

Það sem gerðist: Fjöldi manns safnaðist saman og kastaði mjólk og skyri í lögreglumenn, og þar að auki kastaði einhver múrsteini í lögregluþjón sem slasaðist alvarlega. Fjölmargar rúður voru brotnar og brennur kveiktar hér og þar um bæinn. Til allrar hamingju hefur enginn verið drepinn.

 

Hvað eru óeirðir?

Samkvæmt Encyclopedia Britannica eru óeirðir: 

Ofbeldisfull árás gegn opinberri reglu unnin af þremur eða fleiri manneskjum. Eins og ólögleg hópmyndun, eru óeirðir ólögleg hópmyndun fólks í ólöglegum tilgangi. Öfugt við ólöglega hópmyndun, samt sem áður, eru óeirðir ofbeldisfullar. Hugtakið er augsýnileg vítt og nær utan um blóðug átök verkfallsbrjóta og fólks með kröfuspjöld til hegðunar glæpagengja.

Samkvæmt þessari skilgreiningu voru mótmælin í miðbæ Reykjavíkur ekki óeirðir, þar sem að ofbeldisverk voru undantekning frekar en regla.

Ég hafna þessari grein Hannesar Hólmsteins algjörlega, og hafna því að ríkisstjórnin hafi tekið sér völd í skjóli ofbeldis og götuóeirða, enda var ofbeldi aðeins beitt í undantekningu af einum eða tveimur einstaklingi, í hópi mörg þúsund manns. Það er kraftaverki líkast að enginn var drepinn og hversu fáir meiddust miðað við tilefni mótmælanna.

Niðurstaða mín er sú að það voru engar óeirðir á Íslandi, enda er megineinkenni óeirða ofbeldisfullur verknaður, en þar sem ofbeldisverk heyrðu til undantekninga frekar en reglu, þá hlýtur þessi grein að falla um sjálfa sig.

Það eru hreinar getgátur sem eiga sér enga stoð í veruleikanum að Jóhanna Sigurðardóttir vilji víkja bankastjórum Seðlabankans vegna persónulegrar óvildar, - hvert barn sér í hendi sér að þetta er leið til að vinna Íslandi traust á nýjan leik, óháð persónulegum ríg, enda er þessi ákvörðun studd af mjög traustu baklandi Jóhönnu, og ekki hægt að slá upp sem persónulegri árás. Slík ásökun er afar ósanngjörn miðað við það sem á undan er gengið.

Leitt er að skrifað sé á svo óvandaðan hátt af Íslendingi í áhrifaríkan erlendan fjölmiðil. Grein Hannesar í Wall Street Journal má lesa hér.

 

Til að skýrt sé að ég hef ekkert á móti Davíð Oddssyni sjálfur vísa ég í greinar sem ég skrifaði um mótmælin gegn honum í haust sem leið, og þetta eru greinar sem ég get staðið við enn í dag:

9. október 2008: Á að reka Davíð Oddsson, leggja hann í einelti og ásaka hann um ófarir bankanna?

18. október 2008: Má ég vinsamlegast mótmæla mótmælunum gegn Davíð Oddssyni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Augnablik... Vakta athugasemdir Þú ert að vakta athugasemdir við þessa færslu. Hætta að vakta
addInitCallback(commentWatch.init);
1 identicon

Ég las greinina á Wall Street Journal. Aðdáunarvert hvað hann Hannes talar alltaf fallega um tengdapabba sinn.

Jón Hreggviðsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 19:19

2 identicon

Ég get nú ekki tekið þessi ummæli Hannesar svo alvarlega um meintar óeirðir; greinin er öll mjög "dramatíseruð" og þetta er  einfaldlega hans sýn. 

En fólkið í landinu er búið að fá upp í kok af "ástandinu" og nú verðum við að halda áfram. 

Og það þýðir breytingar sem eru sumar þannig að núna verður að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.

Þannig er lífið.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 19:33

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það verður ekki af Hannesi skafið, hann er foringjahollur.

Ég sé ástandið ekki í alveg sama ljósi og hann. Hannes Hólmsteinn hefur verið einn helsti efnahagsráðgjafi ríkisstjórna Davíðs, sem er ótrúlegt í ljósi þess að sú ráðgjöf kom frá undirmáls stjórnmálafræðingi, að mati fagnefndar hjá Háskóla Íslands, sem mat hann tvisvar óhæfan í þá stöðu sem Birgir Ísleifur Gunnarsson tróð honum engu að síður í. Innvígt og innmúrað. Í hverju er eiginlega vígsluathöfnin fólgin? Tryggðin og sporsluveitingarnar eru rannsóknarefni.

Sigurður Ingi Jónsson, 3.2.2009 kl. 20:50

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Mótmæli heita það þegar hinir fá grjót í hausinn; óeirðir þegar bölvaður skríllinn hendir grjóti í hausinn á mér Smile.

Flosi Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 20:56

5 Smámynd: Asdis Sig

HHG þarf að hvíla sig vel og lengi.

Asdis Sig, 3.2.2009 kl. 23:09

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna kemur fram afar þröngt sjónarhorn manns sem við vitum að er mjög langt til hægri og það að auki góður vinur og mikill aðdáandi Davíðs Oddssonar. Það gerir ekki svo mikið til þó HH skrifi svona í blöð hér heima þar sem fólk þekkir hann. Það er hinsvegar graf alvarlegt að hann skuli leyfa sér að fara með svo grófar ásakanir og ósannar fullyrðingar í erlenda fjölmiðla. Þar þekkja ekki lesendur Hannes Hólmstein og geta þess vegna trúað þessu.

Aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir eru margþættar og þetta er skipulagsbreyting sem núverandi stjórnarflokkar telja óhjákvæmilega og hefur ekkert með stjórnarmenn SI persónulega.

Þetta er álíka og þegar aldurhniginn sveitungi keyrir hér um svæðið eins og hann sé nær einn í heiminum. Nágrannarnir þekkja hann, en ókunnir ökumenn vit ekki um hættuna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2009 kl. 01:16

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hvernig dettur nokkrum manni með óbrenglaða dómgreind að elta ólar við HHG?

Sigurður Sveinsson, 4.2.2009 kl. 08:38

8 identicon

Mikið er ég "lánsamur í lífinu" að "hafa ekki hugsanir Hannesar í kollinum". 

Tek undir með Sigurði Sveinssyni. Wink

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 10:26

9 identicon

Ég rek nú augun strax í þessa fullyrðingu 

"May you live in interesting times, says an ancient Chinese curse which has now hit Iceland"

Fyrir utan það hve blár Hannes er þá þykir mér með ólíkindum að prófessor við Háskóla skuli vera jafn illa lesinn og illa að sér að hann láti svona út úr sér, sýnir kannski betur en margt annað að Hannes er alls enginn menntamaður né vísindamaður. Þetta orðatiltæki á ekkert skilt við gamalt kínverska bölvun. Þetta orðatiltæki er ekki hægt að rekja lengra aftur en til 1936 og þá ekki til Kína. Það er líka merkilegt að ekki heyrist múkk frá þessum boðbera nýfrjálshyggjunnar hér heima við ? Skyldi það vera að þessi hugmyndasmiður stefnu sjálfstæðismanna síðustu áratugi veit sem er að arfleifð hans er algert HRUN íslensks efnahagslífs. Honum yrði ekki sérlega vel tekið af almúga held ég ef hann opnaði munninn hér heima við.

Johann Á Helgason (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:31

10 identicon

HHG hlýtur líka að hafa verið efnahagsráðgjafi ríkistjórnar Verkamannaflokksins í Bretlandi og Sósialistaflokksins á Spáni, svo ég tali nú ekki um Rússland, Ástaralíu og Nýja Sjáland, þar sem gjaldmiðlar fyrrgreindra landa (þ.e. R, Á, NS) hafa fallið jafn mikið og íslenska krónan á síðastliðnum 12 mánuðum!

Eða var kannski Davíð Oddson seðlabankastjóri í þessum löndum líka?

Athygliverð grein í Mbl. í dag eftir starfsmann Seðlabankans, en þar kemur m.a. fram að aðal-kandídat ,,Jóhannista'' sem nýr yfirmaður Seðlabanka er Már Guðmundsson. Mætur maður þar á ferð og vel metinn af verkum sínum, en hann var m.a. aðalhöfundur þeirrar peningamálastefnu sem framfylgt hefur verið hér á landi síðan 2001, sem var samþykkt á Alþingi af flest öllum ef ekki öllum flokkum sem þá sátu á þingi.

Andstæðingar HHG og DO virðast ekki sjá útfyrir naflan á sjálfum sér eða eru hreinlega rökþrota og kenna því fyrst þeim um sem þeir hatast mest við!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 13:21

11 identicon

Elías ég skora á þig að rifja upp útskýringar HHG í íslandi í dag þar sem hann útskírir "íslenska efnahagsundrið"síðan er annað viðtal við þennan vitleysing þar sem hann útskírir barnauppeldi fyrir þjóðinni,æ það er svo margt sem hann hefur látið frá sér fara, þú getur bara slegið inn hannes hólmsteinn á youtube,og eftir það getur þú reynt að svara því hvort þessi maður geti verið prófessor af eigin verðleikum eða pólitísk stöðuveiting sem fór úr böndunum.

árni aðals (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:14

12 identicon

Tek undir með Sigurði Sveinssyni. Enginn maður á að elta ólar við HHG. Ekki þess virði.

Valdemar Ásgeirsson.

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:20

13 Smámynd: Sigurveig Eysteinsdóttir

Takk fyrir þetta Hannes góð auglýsing fyrir okkur Íslendinga,Sick við þurfum svo mikið á því að halda núna og þú stendur þína vakt, að byggja upp landið, Angry þetta er örugglega ekki sjálfsblekking, nei, nei,  hér er á ferðinni einhverjar hvatir, eins og t.d. ég er æðislegur, ég er gáfaður, ég er gáfaðastur, ég veit allt best, allir hlusta á mig, ég er eini maðurinn á Íslandi með vit....................

ER HÆGT AÐ SENDA HANNES ÚR LANDI FYRIR SKEMMDARVERK, HROKA OG LANDRÁÐ. PinchShockingDevil

Sigurveig Eysteinsdóttir, 4.2.2009 kl. 16:44

14 identicon

Ekki þess virði! 

Ritþjófurinn og skoffínið er háskólaprófessor og fram til þessa bankaráðsmaður í seðlabanka. 

Það er mikils virði að koma þessum mannorðsþjófi úr öllum embættum og leyfa honum að njóta sín í einkageiranum. 

Þá og fyrst þá verður ekki þess virði að hrauna yfir hann.

marco (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:45

15 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég reikna með að flestir sem að lesa Financial Times reikni með að einungis virtir greinarhöfundar fái greinar sínar birtar þar og treysti þar af leiðandi því sem þar er sagt, jafnvel þó að frásögn sé ýkt eða ósönn. Það er spurning hvort slíkt hafi einhver áhrif á alþjóðavettvangi, og þá einnig væri ágætt að velta fyrir sér hvaða áhrif slík grein getur haft til lengri tíma.

Það er ekki nóg að segja greinina vera marklausa af því að hún er skrifuð af ákveðnum einstaklingi, heldur er mikilvægt að greina af hverju hún er marklaus og þá helst koma þeim skilaboðum til réttra aðila, hverjir svo sem þeir eru í þessu tilfelli.

Hrannar Baldursson, 4.2.2009 kl. 17:52

 


Janúar 2009: Hverju er eiginlega verið að mótmæla?

Ég vil rifja upp þær greinar mínar sem hlotið hafa flestar athugasemdir á árinu sem er að líða. Þessi fyrsta grein fékk 34 athugasemdir, sem á frekar skondinn hátt fjölluðu margar bæði um gæði greinarinnar og lengd hennar, en fæstar beinlínis efni hennar, en fyrsti lesandinn sagðist hafa gefist upp á greininni vegna lengd hennar, en sumir hrósuðu henni einnig fyrir innihald og töldu það skipta meira máli en fjöldi orða sem fóru í hana:

Hverju er eiginlega verið að mótmæla?

 


Kemur ekki til greina. Ég mun aldrei hætta. Þið eruð ekki fólkið sem keypti húsið! Þið talið ekki fyrir þá sem eiga heima í húsinu! Þið eruð ekki ég! Ég hef ákveðið að leggja til hluta af skuldum ykkar í stofnun óeirðarhandrukkara, sem mun krefja ykkur um peninginn og banna ykkur að segja ykkur skoðun. Ef ykkur líkar það ekki, þá megið þið bara éta það sem úti frýs. Við þurfum að standa saman! Skiljið þið það ekki? Við erum öll í sama bát! (Sjá neðar)

 

Hugsum okkur að við ákváðum öll að kaupa okkur hús saman. Við leggjum til pening og húsið er keypt. Síðan ráðum við manneskju til að sjá um fjármál hússins; köllum hann fjárhirði, en hann sér um að borga reikninga og rukka nauðsynleg gjöld. Við ráðum fjárhirðinn til starfsins til fjögurra ára. Við treystum viðkomandi það mikið að okkur dettur ekki einu sinni í hug að fylgjast með hvort hann sé að gera rétt eða rangt. Við viljum bara heyra tölur um stöðuna á reikningnum á þriggja mánaða fresti.

Eftir þrjá fyrstu mánuðina trúum við ekki okkar eigin eyrum.

Fjárhirðirinn sendir dagblöðum svohljóðandi tölvupóst:

Húsið er fullbyggt, og reyndar ekki bara hús lengur, heldur höll. Við þurfum ekki lengur að borga gjöld, heldur er okkur lofað að verðmæti einfaldlega aukist margfalt, þó svo að við gerum ekki neitt. Eftir þrjú ár hefur húsið okkar þrettánfaldast í verðmæti, en þá kemur upp smá vandamál. Allur peningurinn er fastur í eignum og lokuðum reikningum, en þar sem við eigum svo ógeðslega mikinn pening, getum við einfaldlega tekið lán sem eru náttúrulega tryggð með okkar gífurlegu eignum.

Nafnlaus bloggari sem kallar sig 'Hirðfíflið' gerir athugasemd við greinina: "En af hverju ættum við að taka lán ef við eigum svona mikið?"

Svarið kemur frá fjárhirðinum sjálfum sem athugasemd: "Lán eru eina leiðin til að fá alvöru peninga í hendurnar. Allur hinn peningurinn sem situr fastur, það er bara erfiðara að ná í hann. Það er svoddan mál. Lán eru auðveld og ekkert mál að borga þau upp."

Nú skellur á mögnuð þögn. Þetta hljómar eins og ókeypis peningar. Allt í lagi. Við tökum lánið. Það þýðir reyndar að við þurfum að borga af láninu og vöxtum þess mánaðarlega að auki, en við eigum svo mikið af eignum að þær hljóta að borga þetta sjálfvirkt. Það er nefnilega allt sjálfvirkt í dag. Við erum svo þróuð.

Hálft ár líður og við eigum allt í einu ekki fyrir afborgun af láninu. Það er óhagstætt um þessar mundir að losa raunverulegu verðmætin sem við eigum, og því þurfum við eiginlega að taka lán til að borga lánið.

 

the+great+dictator

 

Við höldum opinn fund með fjárhirði okkar. Hann hefur safnað frekar stuttu og ósmekklegu yfirvaraskeggi, svona eins og Chaplin, og vatnsgreitt og örþunnt hárið liggur yfir enninu. Af einhverjum ástæðum beinir hann nefinu upp í loft en horfir á okkur þar sem við sitjum langt fyrir neðan púltið hans. Hann byrjar frásögn sína í föðurlegum tón, en ræðan á eftir að skerpast þegar spurningarnar verða erfiðari og svörin fjarstæðukenndari.

 

FJÁRHIRÐIR

Vandamálið er að það er enginn til að lána okkur. Þess vegna viljum við biðja ykkur húseigendur að lána okkur til að borga af húsinu.

 

HJÖRÐ

Við hljótum að geta reddað því.

 

FJÁRHIRÐIR

Vandinn er bara sá að lánið sem þarf að borga upp kostar í augnablikinu þrettán sinnum meira en húsið sjálft, og það er enginn til í að kaupa alvöru fjárfestingarnar. En þar sem húsið hefur líka þrettánfaldast í verðgildi, erum við að tala um þrettán sinnum þrettán. 

 

HJÖRР

Já, allt í lagi. Ertu að segja mér að í stað þess að borga fyrir mat og aðrar nauðsynjar, þá þurfi ég og mín fjölskylda að skuldsetja sig með lánum til að greiða fyrir fjárfestingarnar sem gerðar voru vegna hússins sem við keyptum?

 

FJÁRHIRÐIR

Svarið er já.

 

HJÖRР

Hvað ef ég neita að borga?

 

FJÁRHIRÐIR

Þá ferðu á hausinn og öll þjóðin með, þú og þín fjölskylda mun ekki geta tekið þátt í virku alþjóðlegu samfélagi næstu þrjár kynslóðir, eða fleiri, og við þyrftum að selja húsið og allar hinar eigurnar og flytja aftur í moldarkofa.

 

HJÖRР

Ég skil. Þú komst okkur í þessi vandræði...

 

FJÁRHIRÐIR

Bíddu hægur. Þið völduð mig til að fara með fjármál hússins. Ég gerði allt samkvæmt bókinni.

 

HJÖRР

Hvaða bók? Símaskránni? Viltu ekki bara hætta þessu bulli og leyfa okkur að sjá reikningana. Kannski getum við fundið einhverjar leiðir.

 

FJÁRHIRÐIR

Nei! Þetta eru mínir reikningar. Þið völduð mig. Ég á þá. 

 

HJÖRР

Viltu vinsamlegast láta okkur fá upplýsingarnar? Getur verið að þú hafir stungið einhverju í eigin vasa? Ertu að fela eitthvað? 

 

FJÁRHIRÐIR

Hvernig vogarðu þér?

 

HJÖRР

Við viljum að þú hættir störfum.

 

FJÁRHIRÐIR

Kemur ekki til greina.

 

HJÖRР

Jú, láttu ekki svona. Segðu af þér.

 

FJÁRHIRÐIR

Ég þarf þess ekki. Engin lög segja að ég þurfi að segja af mér.

 

HJÖRР

Heilbrigð skynsemi segir annað.

 

FJÁRHIRÐIR

Það eru ekki lög.

 

HJÖRР

Við viljum að þú sýnir okkur allt sem þú hefur gert til að tapa þessum fjármunum. Við viljum fá tækifæri til að bjarga því sem bjargað verður. Við viljum fá hæfileikaríkt fólk sem getur tekið á þessu máli og unnið með það af hæfni. Við viljum ekki að fólk fari á hausinn vegna þessa. Við viljum ekki missa fólk úr landi. Við viljum standa saman og finna lausn. Eina lausnin er að þú farir frá völdum yfir bókhaldinu og hleypir öðrum að sem við veljum, en með betri ramma.

 

FJÁRHIRÐIR

Kemur ekki til greina. Ég mun aldrei hætta. Þið eruð ekki fólkið sem keypti húsið! Þið talið ekki fyrir þá sem eiga heima í húsinu! Þið eruð ekki ég! Ég hef ákveðið að leggja til hluta af skuldum ykkar í stofnun óeirðarhandrukkara, sem mun krefja ykkur um peninginn og banna ykkur að segja ykkur skoðun. Ef ykkur líkar það ekki, þá megið þið bara éta það sem úti frýs. Við þurfum að standa saman! Skiljið þið það ekki? Við erum öll í sama bát!

 

 * * *

 

Fundargestir týnast úr salnum. Einn þeirra hripar hjá sér gátlista:

  • Það verður að frysta verðtryggingu á lánum.
  • Það verður að gefa fólki færi á að losna við eignir sem eru orðnar verðlausar miðað við skuldir og fá þessar skuldir felldar niður.
  • Það verður að fá erlenda aðila til að rannsaka alla anga málsins af dýpt - sama hvern það kann að snerta.
  • Það verður að skera á öll hagsmunatengsl milli auðvalds og ríkisvalds.
  • Við þurfum að fá inn fólk með hæfileika og getu til að takast á við vandann, það má ekki vera sama fólkið og kom okkur í vandann og reyndist getulítið þegar á reyndi.
  • Við hljótum að mega spyrja, hver gaf einhverju fyrirtæki út í bæ umboð til að fjárfesta með peningum hinna eldri, yngri, barna, barnabarna og ófæddra kynslóða?
  • Við óskum svara án hroka. Við óskum eftir auðmýkt og samvinnu.

 

 


Myndir:

Höll: Mysore District

Chaplin: Itu Zosluk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

addInitCallback(commentWatch.init);
1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Værir þú kannski til í að hafa þessar greinar þínar kannski svona FIMM METRUM STYTTRI Shocking.. Ég gafst upp en langaði að lesa þetta.

Brynjar Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tessi færsla er hrein snilld.Takk fyrir tad.

Vonandi lesa hana sem flestir.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 15:35

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Brynjar: Fimm metrum styttri! Góður! Grin Þú hefðir átt að sjá þessa grein áður en ég skar hana niður.

Jyderupdrottningin: Takk sömuleiðis.

Hrannar Baldursson, 3.1.2009 kl. 15:41

4 Smámynd: Ómar Ingi Friðleifsson

Kemur sterkur inn á nýju ári

Ómar Ingi Friðleifsson , 3.1.2009 kl. 15:52

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Áður en þú styttir hana!!! Frábært. Í alvöru talað þá er hún í lengra lagi en mjög góð samt.

Sæmundur Bjarnason, 3.1.2009 kl. 15:58

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: Sömuleiðis.

Sæmundur: Ég stytti hana varla úr þessu. 

Hrannar Baldursson, 3.1.2009 kl. 16:39

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta verður bara þriggja lestra grein :)

Óskar Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 16:46

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hrannar! þÚ ert algjör listamaður í orðavali. Pípið um að þetta sé löng grein er bara píp.

Ég er svo sem ekkert allaf sámmála þér í mörgum málefnum, enn þú ert hnitmiðaður og fjandi góður hugsuður.

Þertta er einn frábærasi pistill sem ég hef lesið frá þér, og ég les pistlanna þína þó ég nenni ekki að kommentara á allt.. Takk fyrir snilldarpistill.

Óskar Arnórsson, 3.1.2009 kl. 17:43

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar Þ: "Þriggja lestra grein"? Woundering

Óskar A: Kærar þakkir. Blush

Hrannar Baldursson, 3.1.2009 kl. 17:56

10 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hrannar minn, af hverju ert þú ekki á pallinum við Austurvöll á laugardegi? Þú gætir fengið einhvern til að lesa frumsaminn leikþátt á móti þér. Þú átt nóg af efni, gætir notað þessa sviðsetningu eða sviðsett upp á nýtt í búð eða fjölmiðlafyrirtæki.

Berglind Steinsdóttir, 3.1.2009 kl. 19:23

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja þetta tókst í þriðju atrennu :)

skemmtilegur lestur, takk fyrir mig.

Óskar Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 19:31

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Berglind: Ég er ekki á pallinum við Austurvöll einfaldlega vegna þess að...veit ekki. Ég væri reyndar ekkert á móti því að vanir leikarar léku leikþátt eins og þennan. 

Þú átt nú sjálf ýmislegt gott í pokahorninu.

Hrannar Baldursson, 3.1.2009 kl. 19:34

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar Þ: Grin Sömuleiðis.

Hrannar Baldursson, 3.1.2009 kl. 19:37

14 identicon

Gleðilegt ár vinur, frábær grein eins og alltaf. Bíó?

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:17

15 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gleðilegt ár Sancho. Hvenær?

Hrannar Baldursson, 3.1.2009 kl. 20:26

16 Smámynd: Ásgerður

Snilld,,,algjör snilld.

Ásgerður , 3.1.2009 kl. 21:19

17 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Greinin er góð en ekkert nýtt í henni og vinsamlegast framreiddu pistlana fyrir 5 ára og eldri, var smá tíma að trappa niður í barnabókina.

:) samt frábær samlíking og oft einfalt best  "nema vodka" ;)

Gunnar Björn Björnsson, 3.1.2009 kl. 21:22

18 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ásgerður: Takk

Gunnar Björn: Takk, held ég. LoL Ég vil einmitt að lesendur allt niður í þriggja ára aldur skilji textann. 

Hrannar Baldursson, 4.1.2009 kl. 01:46

19 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Snilldargrein, alveg passlega löng og ætti ekkki að vera neinum ofraun að lesa í einni lotuWoundering

Ég elska löng lög (ef þau eru góð) og þau mega gjarnan teygja sig vel yfir 10 - 15 mínútur, flestir í kringum mig eru þó búnir að missa þolinmæðina strax á 4-5 mínútu og vilja skippa yfir á nýtt lag...strax.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.1.2009 kl. 10:30

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað skildi þessi Gunnar Björn vera gamall ef miðað er við þroska? Ætli hann hafi vit til að svara því sjálfur?

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 11:51

21 Smámynd: Eva Hauksdóttir

Frábær grein. Ef fólki er ofviða að lesa hana þá skil ég betur af hverju við erum gjaldþrota. Fólk hefur líklega ekki haft það af að kynna sér nokkurt einasta málefni áður en það gekk til kosninga.

Eva Hauksdóttir, 4.1.2009 kl. 11:56

22 Smámynd: Sigrún Óskars

bara snilld - takk fyrir

Sigrún Óskars, 4.1.2009 kl. 12:19

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

AMEN 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.1.2009 kl. 13:10

24 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir athugasemdirnar. Mig grunar að gagnrýni um lengd greinar og aldur lesenda hljóti að hafa verið sendar inn í gríni.

Hrannar Baldursson, 4.1.2009 kl. 13:27

25 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær lesning og þú ert hér með komin á lista yfir þá sem ég myndi vilja sjá við stjórn landsins.

Sigrún Jónsdóttir, 4.1.2009 kl. 13:55

26 identicon

Virkilega góð grein!

Ef menn geta ekki lesið 3-4 mínútur í beit þá verður bara að hafa það.  Hvort sem veldur snilligáfa á svið grínsins eða síþreyta.

marco (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:50

27 Smámynd: Asdis Sig

Góður Wink

Asdis Sig, 4.1.2009 kl. 15:49

28 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ef pistlar eru góðir þá hugsar maður eigi um lengd þeirra, frekar verður maður svekktur er þær klárast.
Flott hjá þér.
Takk fyrir mig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 16:29

29 identicon

Oft höfum við eldað silfur saman - oft verið sammála. Nú tek ég ofan, og bið auðmjúkur um afritunarheimild. Snilldar lesing - ég vildi hafa lesið lengri útgáfuna. Eflaust ágætis smásaga í PDF formi?

Skorrdal (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:14

30 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skorrdal: Auðvitað máttu afrita. Mundu bara að geta höfundar. Lengri greinin hafði inngang sem mér fannst að mátti missa sig. Þar sem þetta er skrifað beint á bloggsíðuna er inngangurinn nú farinn í rafræna gröf.

Guðrún, Marco, Sigrún og Ásdís: takk. Sideways

Hrannar Baldursson, 4.1.2009 kl. 17:56

31 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Málið í hnotskurn! Frábær, einnar mínútu lesning.
 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 4.1.2009 kl. 21:23

32 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hrannar.  Frábært lesning.  Þeim tveim mínútum sem fóru í að lesa þessa "metra" var vel varið.

Sveinn Ingi Lýðsson, 5.1.2009 kl. 11:13

33 Smámynd: Halla Rut

Frábær lesning. Byrjunin og endirinn bestur.

Þetta er okkar hús.

Halla Rut , 5.1.2009 kl. 15:46

34 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk fyrir þetta. Þetta var ekki of langt, bara of satt!!!

Jón Halldór Guðmundsson, 5.1.2009 kl. 16:30

 

 

 


Gleðileg jól

Gleðileg jól!

Þetta hefur verið vindasamt ár.

Ár mikilla breytinga.

Breytinga sem voru nauðsynlegar.

Nauðsynlegar sem viðbrögð við ofbeldi.

Ofbeldi sem beitt var gegn heilli þjóð.

Þjóð sem þarf að safna kröftum.

Kröftum sem nýta skal til vegferðar.

Vegferðar fyrir alla, ekki bara suma.

Suma sem finnst þeir eiga heiminn.

Heiminn sem við eigum öll.

Öllum ykkur þakka ég innlitið.

Innlitið á þessu síðu.

Síðu sem veitir aðgang að skoðunum.

Skoðunum sem eru einlægar.

Einlægni og samhugur geta hjálpað.

Hjálpað þó ekki nema agnarögn.

Agnarögn er þó eitthvað.

Eitthvað sem lýsir upp skammdegið.

Skammdegið bæði úti og inni.

Gleðileg jól!


5 bestu jólagjafirnar í ár

Hérna snjóar mikið. Trjágreinar skreyttar jólasnjó. Alveg eins og þetta á að vera.

Ég hef tekið saman lista af þeim jólagjöfum sem ættu að vera vinsælar á hverju ári, og við ættum að vera nógu þakklát til að þiggja.

  1. Bros til allra
  2. Góð kveðja til vina
  3. Faðmlag til þeirra sem þér þykir vænt um
  4. Aðstoð við heimilisverk
  5. Viðvera með fjölskyldu

Mér verður hugsað til allra þeirra sem geta ekki gefið 1,3,4,5 vegna fjarveru frá Íslandi, og verða að láta góða kveðju duga að sinni.

Gleðileg jól!


Kunna íslenskir þingmenn og almenningur ekki að hlusta og hugsa gagnrýnið?

Það hefur verið afar áberandi á Alþingi Íslendinga upp á síðkastið að þjónar þjóðarinnar sem starfa þar við að setja saman lög fyrir þegna þessa lands, virða ekki grundvallaratriði gagnrýnnar hugsunar: að hlusta og vinna saman. Ástæðurnar fyrir því að ekki er hlustað eru sjálfsagt ólíkar fyrir hvern og einn þingmann, en grundvallarástæðan er sjálfsagt sú að á Íslandi hefur aldrei verið lögð áhersla á kennslu í gagnrýnni hugsun, annars staðar en á háskólastigi, og þá bregður jafnvel til beggja vona hvort kennslan hafi eitthvað með slíka hugsun að gera eða ekki. 

Ég upplifði gagnrýna hugsun í tímum hjá Páli Skúlasyni, Róberti Haraldssyni, Erlendi Jónssyni og Nirði P. Njarðvík. Flestir aðrir tímar voru hefðbundnir fyrirlestrar, þar sem maður safnar að sér efni og sérfræðingur ræðir um það og sem maður síðan hugsar um á eigin forsendum. Páll Skúlason velti fyrir sér mikilvægi gagnrýnnar hugsunar fyrir samfélagið og beitti henni á krefjandi hátt í samræðutímum, Róbert Haraldsson kafaði að kjarna gagnrýnnar hugsunar og krafði nemendur til að velta fyrir sér hvernig við getum lært að hugsa sem best, Erlendur hafði þann hæfileika að geta sýnt hvernig orðræða eins og hún birtist í fjölmiðlum skarast oft á við rökfræðina og Njörður P. Njarðvík kenndi mér þá list að gagnrýna það sem ég og aðrir hafa skrifað, og læra þá mikilvægu lexíu að sama hvað maður skrifar, þá er langur vegur á milli þess sem maður hugsar þegar maður skrifar og þess sem lesandi fær út úr þeim orðum.

Frekara nám í gagnrýnni hugsun beið mín í Bandaríkjunum, með snilldarkennurum eins og Dr. Matthew Lipman og Dr. Ann Margaret Sharp, sem leiddu okkur um heima barnaheimspekinnar - sem er í raun kennsla í gagnrýnni hugsun fyrir börn - og einnig stórfenglegum tímum sem fjölluðu beinlínis um beitingu gagnrýnnar hugsunar um allt skólakerfið og samfélagið hjá Dr. Mark Weinstein. Gagnrýnin hugsun á þessu stigi er nokkuð sem virðist því miður ekki vera virt á Íslandi.

Í dag starfa ég hjá norsku upplýsingatæknifyrirtæki sem gengur út á að gefa ráðgjöf í gagnrýnni hugsun til fyrirtækja og stofnana, með tækjum og tólum sem krefjast þess að allir hlusti hver á annan. Ég mun sjálfsagt nýta þá þekkingu sem ég afla hjá þessu fyrirtæki fyrir frekara framhaldsnám í gagnrýnni hugsun. Mig grunar að fæstir alþingismenn viti hvað það fyrirbæri er, þó að á meðal stjórnarmanna Samfylkingar séu nokkrir einstaklingar sem sátu með mér í tímum í HÍ sem fjölluðu beinlínis um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar í lýðræðislegu samfélagi.

Ellert B. Schram skrifar ágæta grein um þær hörmungar sem þjóðin upplifir um samstöðuleysi á hinu íslenska Alþingi, þar sem stjórnin þvingar málum í gegn eins og gert var síðustu 18 árin og stjórnarandstaðan gagnrýndi þá af krafti, en fyrrverandi stjórnarandstaða beiti nákvæmlega sömu taktík í dag og núverandi stjórnarandstaða gagnrýnir það af krafti. Samt beitir hvorug hliðin gagnrýnni hugsun.

"En það er á einum vinnustað, á Alþingi sjálfu, sem þessi samstaða hefur brostið. Þar hefur hver höndin verið upp á móti annarri. Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með þeirri umræðu allri. Það mætti halda að hópur þingmanna skilji ekki eða vilji ekki skilja að þessi barátta sem íslenska þjóðin heyr nú við hruninu snýst ekki um flokka og dilka. Hún snýst um þjóðarhag." Ellert B. Schram

Erfiðasta verkefnið sem nokkur manneskja getur fengið er að hlusta á aðra. Að hlusta er ekki kennt í skóla nema að takmörkuðu marki. Yfirleitt er ætlast til að hlustað sé á kennarann eða yfirvaldið, en ekki nauðsynlega á eigin pælingar eða jafningja í hópnum.

Það má gera greinarmun á því að hlusta á manneskju annars vegar og heyra hvað hún er að segja hins vegar, og þar að auki muninn á því að hugsa um hugsanir annarrar manneskju, meðtaka þær og reyna að skilja þær annars vegar og hlusta aðeins á það sem hentar eigin skoðunum.

Á Íslandi læra börn ekki í skóla að ræða saman af skynsemi, nema í undantekningartilfellum, þar sem börn eru það heppin að fá kennslu þar sem þau fá tækifæri til að ræða málin af dýpt.

Vandinn sem að steðjar er að þeir sem eru við stjórn halda að þeir viti hvað gagnrýnin hugsun er og telja að hún sé kennd í skólum með þeirri námsskrá sem er í gildi í dag, sem er að mörgu leyti ágætt en hefur þetta gat á ósonlaginu sem er skortur á gagnrýnni hugsun.

Þannig er námsskráin í dag:

  • Sjálfsstyrking og samskipti
  • Námstækni
  • Íslenska
  • Framsögn og ræðumennska
  • Enska
  • Stærðfræði
  • Tölvu- og upplýsingatækni

Af hverju gagnrýnin hugsun er ekki kennd í íslenskum skólum, og þá í formi barnaheimspekinnar og með rökfræði sem grundvöll, er ofar mínum skilningi. Eina ástæðan sem mér dettur í hug er mannekla og skilningsleysi - það kunna ekki nógu margir gagnrýna hugsun til að kenna hana vel, og þeir sem taka ákvarðanir um námsskrá telja sig vita en vita kannski ekki í raun hvað gagnrýnin hugsun er og hvers vegna hún er svona mikilvæg.

Það er hins vegar eitthvað sem hægt er að laga.


Avatar (2009) *****

"Avatar" ætti að fá 15 tilnefningar til Óskarsverðlauna og vinna þær allar. Hugsaðu "Lord of the Rings", "Star Wars", "Lord of the Rings," og svo aftur um "Star Wars". Bættu síðan við góðum skammti af "Terminator" og "Aliens" hasar, og síðan smá rómantík og stórfengleika í anda "Titanic". Þá kemstu kannski nálægt því að ímynda þér hvernig mynd "Avatar" er. Efast samt um það. Kíktu á sýnishornið neðst á þessari síðu til að sjá hversu flottar brellurnar eru í tvívídd, en þær ná ekki að grípa þá fegurð og dýpt sem þrívíddin gefur myndinni. Þú verður að sjá þessa í bíó.

Ég hef aldrei áður gefið kvikmynd fimm stjörnur hérna á blogginu, þó að vissulega séu til kvikmyndir sem jafnast á við "Avatar" í gæðum og hugmyndaauðgi.

Þetta er fyrsta kvikmynd James Cameron síðan "Titanic" sló algjörlega í gegn árið 1997. Reyndar hefur hann leikstýrt einhverjum sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum sem fjallað hafa um neðansjávarrannsóknir hans, en hann hefur unnið þrekvirki í rannsóknum á dýpi hafsins og þeim furðuverum sem hrærast þar.

Ljóst er að þessi einstaka reynsla nýtist vel við gerð "Avatar" sem umfram allt fjallar um þá virðingu sem náttúran verðskuldar sem dularfull lífvera í sjálfri sér, og þann hroka mennskra afæta sem ógnar þessu jafnvægi til þess eins að sækja verðmæta steintegund.

Sam Worthington stimplar sig almennilega inn sem stórstjarna, en hann stal senunni eftirminnilega í sumar frá Christian Bale í "Terminator: Salvation" og er greinilega kominn á hörkuskrið. Tölvubrellurnar eru það flottasta sem sést hefur og gegna í hverju einasta atriði mikilvægi hlutverki í hinu stóra samhengi. Þar að auki er myndin í þrívídd sem virkar ekki þreytandi, heldur magnar upp reynsluna, þannig að maður finnur fyrir verulegum hæðum og getur auðveldlega misst jafnvægið þar sem maður telur sig öruggan í sæti sínu.

Gaman er að sjá Sigourney Weaver aftur í hlutverki sambærilegu við Ripley úr Alien seríunni, og einnig gaman að því hvernig þessi heimur passar fullkomlega í heim þeirra ágætu mynda, þar sem aðal illskan sprettur úr "Fyrirtækinu" sem ræður til starfa málaliða stjórnaða af hinum miskunnarlausa, vöðvastælta og helþrjóska hershöfðingja Miles Quaritch (Stephen Lang) og hvítflibbanum Parker Selfridge (Giovanni Ribisi), en þessir tveir berjast pólitísku stríði gegn vísindamanninn Grace Augustine (Sigourney Weaver) sem hefur meiri áhuga á að læra um heim plánetunnar og íbúa hennar, en að ryðja þeim miskunnarlaust úr vegi.

Jake Sully (Sam Worthington) kemur til sögunnar þegar tvíburabróðir hans er myrtur. Jake er lamaður fyrir neðan mitti og fyrrum hermaður, og lendir því í þeirri stöðu að taka hlutverk bróður síns, sem er að stjórna svipmynd (avatar)  sem ræktuð hefur verið með samspili hans eigin gena og gena úr Na'vi, þeim verum sem eru ráðandi á plánetunni Pandora og lifa í sátt við náttúruna. En rétt eins og sumir íslenskir stjórnmálamenn og auðkýfingar vita, að sama er hvaðan gott kemur, á að ryðja þessum Na'vi kynþætti úr vegi til að ná valdi á náttúruauðlindum plánetunnar.

Jake Sully fer inn í þennan heim sem hálf mannvera og hálfur Na'vi, en hann stjórnar huga verunnar frá nokkurs konar líkkistu þar sem hann tengist ræktaða risanum með einhvers konar þráðlausu neti. Jake er rétt lentur á plánetunni þegar risavaxin dýr reyna að drepa hann, og er bjargað af Na'vi prinsessunni Neytiri (Zoe Saldana), og fær þannig aðgang að þekkingu þessa kynþáttar, sem hann að sjálfsögðu notar til að gefa hinum mennska her mikilvægar upplýsingar.

Þegar kemur að vali hans til að velja á milli eigin kynþáttar og Na'vi, upplifir hann sig sem geimveru fasta á milli tveggja heima. Hann þarf að endurmeta alla þá þekkingu sem hann hefur nokkurn tíma aflað sér sem mannvera og bera hana saman við þetta nýja líf, og velja á milli þeirra. Ekki allar manneskjur eru góðar eða illa, né eru allir Na'vi góðar eða illar verur, heldur eru sambönd milli allra þessara ólíku persóna vel upp byggðar og manni stendur alls ekki á sama um hvað verður um þær.

Við kynnumst hinum kalda og tæknisýrða heimi mannvera og berum saman við hinn undraverða og náttúrusýrða heim Na'vi, og sjáum að þetta er sami hluturinn, fyrir utan að mennirnir þurfa að eyðileggja til að byggja upp eigin auð, en Na'vi viðheldur til að byggja upp sameiginlegan auð allrar plánetunnar.

Mannkynið er í hlutverki útrásarvíkinga, en Na'vi eru mótmælendur sem hafa ekki bara pottar og pönnur í höndunum, heldur vinna með furðuverum eins og drekum, risavöxnum nashyrningum með hamarstrýni, og eru í beinu netsambandi við guð plánetunnar, sem inniheldur upplýsingar frá örófi alda, eins og lífrænt Internet.

Hasarinn, hinn nýi heimur Pandoru, persónusköpunin, handritið, leikstjórnin, leikurinn, tónlistin, förðunin, litirnir, takturinn, skrímslin, drekarnir og þrívíddin, tæknibrellurnar; allt gengur fullkomlega upp. James Cameron hefur jafnað þau afrek sem ég hef verið hrifnastur af frá hans hendi: "The Terminator" og "Aliens". 

Ég valdi að sjá myndina ótextaða í þrívídd. Sat á fremsta bekk og fannst það gott í troðfullu kvikmyndahúsinu. Aldrei þessu vant var frekar þægilegt að sitja á fremsta bekk, enda hægt að halla sætinu aftur. Myndin er tveir tímar og 42 mínútur að lengd. Mér fannst hún nákvæmlega jafn löng og hún átti að vera. Þetta er ein af þessum myndum sem maður þarf að sjá aftur og aftur.

Ég meina, kvikmynd þar sem aðalhetjan flakkar hálfsofandi og þunglyndur milli staða í hjólastól og verður síðan að blárri og málaðri frelsishetju í anda William Wallace, sitjandi á fljúgandi dreka með gríðarstóra vélbyssu, stekkur af drekanum og upp á hann aftur til að koma fyrir handsprengjum á vel völdum stað, og að maður sættir sig við þennan söguheim og getur tekið hann alvarlega, er afrek í leikstjórn sem seint verður endurtekið. 

Viðbót: Nóttina eftir áhorfið dreymdi mig marga litríka og skemmtilega drauma, sem ég tel að séu "Avatar" að þakka. Annars var ég að velta fyrir mér eyjunum sem fljóta í skýjunum, og varð þá hugsað til Gulliver's Travels og eyjunnar Laputa sem hann heimsótti í einu af ferðalögum sínum. Þessi hugmynd birtist aftur í teiknimynd eftir Hayao Miyazaki "Laputa: Castle in the Sky" þar sem tvö ungmenni þurfa að fljúga gegnum þykkt skýjaþykkni til að nálgast svífandi eyju. Einnig minntu skrímslin og skepnurnar, auk umfjöllunarefnisins á myndheima Miyazaki, og er ég nokkuð viss um að James Cameron hljóti að vera mikill aðdáandi þessa meistara teiknimyndanna, án þess að ég viti það frá fyrstu hendi. 


mbl.is Um 30 milljarðar í kassann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama hvaðan gott kemur?

-T.S. Eliot 

"Stærstu svikin felast í að breyta rétt á röngum forsendum."

Síðan hvenær skiptir það einungis máli að varan hefur verið keypt og kaupmaðurinn fengið peninginn í vasann, en ekki það að neytandinn situr uppi með gallaða vöru sem hann fær ekki skilað þegar í ljós kemur að varan sem hann keypti er gagnslaust drasl? Kannski það sé einhver hefð fyrir því að þeir sem eiga annað hvort pening eða atkvæði, geti farið með það eins og þeim sýnist, að völdin og kaupmátturinn sé allt sem skiptir máli, en ekki hvaðan gott kemur. Það sé því réttlætanlegt að ræna banka, verslanir, söfn og fá vilja sínum framfylgt þó það kosti að limlesta einhvern eða að drepa, því að komist maður upp með það og græði á verknaðinum, sama hver hann er, er sama hvaðan gott kemur. Í það minnsta heyrir maður þau skilaboð frá forsprökkum Samfylkingarinnar, sem með þessum hugsunarhætti og orðum viðurkenna að spilling sé sjálfsagður hlutur í heimi stjórnmála, stjórnsýslu og mikilvægra viðskipta.

Ég vil síður taka dæmi úr búðum nasista og fasista, en öll þeirra heimspeki gengur út á þetta: "Sama hvaðan gott kemur." Gyðingar og útlendingar voru sendir í þrælkunarbúðir og þeir gagnslausu einfaldlega drepnir. Svo framarlega sem kerfið virkar, skiptir nákvæmlega engu máli hvaða áhrif það hefur á fólk, aðeins svo framarlega sem að kerfið virkar afar vel, fyrir útvaldan hóp sem er skilgreindur sem þjóðin. Þjóðin er nefnilega ekki allir þegnarnir, heldur aðeins þeir sem eru af ákveðnum kynþætti og hafa ákveðnar skoðanir. Allt sem er öðruvísi er af hinu illa og allt sem er svipað er af hinu góða. 

Ég er farinn að trúa því að Íslendingar hafi kosið yfir sig nasisma, fasisma og kommúnisma, sem hefur þá stefnu að jafna landið við jörðu svo að eftir verði aðeins rústir, og kalla það jafnaðarhyggju. Frelsi einstaklings er litið hornauga í slíku samfélagi, og siðferði og skoðanir hverrar manneskju verður að henta stjórnvöldum, sama hvað það kostar. Og allir sem mótmæla ekki taka óvirkan þátt í þessum skrípaleik.

Stjórnmálamenn eiga ekki að vera við völd þegar neyðarástand ríkir, því þeim er ómögulegt að sjá út fyrir pólitískar skoðanir sínar og horfa á raunveruleikann eins og hann er, án þess að sía úr honum einungis það sem hentar. Munum að ríkisstjórn Íslands komst til valda eftir að aðferðum svika, pretta, lyga og aðgerðarleysis hafði verið mótmælt af fullum krafti með pottum og pönnum. Það sem fólk fær í staðinn, er nákvæmlega sama varan, það hefur bara verið skipt um límmiða.

Ég er sannfærðari nú en nokkurn tíma áður, að Íslendingar þurfa að velja sér neyðarstjórn, með einstaklingum sem hægt er að treysta, og sýni þeir merki um svik eða lygar, skal það réttlæta að skipta viðkomandi út fyrir heiðarlegri manneskju.

Það er nefnilega þannig að svik og lygar, þó þær kunni kannski að teljast gæðastimpill á pólitík þegar vel gengur, réttlætanlegar og öllum sama, eyðileggur slíkt aðeins fyrir þegar þjóðin er í neyð. Þjóðin er í neyð, efast nokkur um það lengur?

Segjum að ég panti bókina "Veröld Soffíu" á netverslun Bókasafns Stúdenta. Ef þeir senda mér þess í stað bókina "Veröld sem var" af því að þeir eiga svo mörg eintök, þá hef ég rétt til að skipta um vöru. Ef þessi kaup hefðu verið alþingiskosningar, þá þyrfti ég að sitja uppi með "Veröld sem var" og gæti ekki keypt "Veröld Soffíu" fyrr en eftir fjögur ár. Mér finnst það ekki beinlínis sanngjarnt. En þér?

Ef ég skrepp í raftækjaverslun og kaupi mér flatskjá, og í ljós kemur að hann virkar ekki, þá get ég skilað honum og annað hvort fengið endurgreitt eða nýjan skjá. Eftir að hafa greitt með atkvæði mínu í alþingiskosningum gefst ekkert tækifæri til að skipta um skoðun ef í ljós kemur að varan sem ég borgaði fyrir er gölluð.

Stjórnmálamenn virðist vera sú stétt sem hefur þau forréttindi að geta svikið og prettað, og komist upp með það. Gefur fögur fyrirheit og loforð fyrir kosningar, en þegar í valdastólinn er komið, þá er eins og nýr leikur taki við með nýjum leikreglum, að algjör aðskilnaður verði á milli þeirra loforða sem gefin voru og því sem þarf að standa við.

Við vitum að eitt atkvæði er dýrmætt. Hvað ætli eitt atkvæði kosti?

Tiger Woods sveik loforð sitt um að heiðra samband sitt við eiginkonu sína með því að sænga hjá nokkrum hjákonum. Hefði hann verið múslimi og tekið þessar konur sem eiginkonur, og fyrsta konan hans samþykkt það, hefði þetta varla verið svik eða mikið mál, en þarna kom í ljós að maðurinn stóð ekki við gefin loforð. Það er merki um að viðkomandi sé ekki treystandi. Nú hafa fyrirtæki keppst við að fjarlægja Tiger Woods auglýsingar af markaði, því enginn vill kenna sig við svikna vöru. Íslendingum væri þó sjálfsagt sama, því við erum svo uppfull af öfgafullu frjálslyndi þegar kemur að siðferði og umurðarlyndisfasisma að það er ekki lengur fyndið.

Hvernig er það? Er ekkert opinbert eftirlit með kosningaloforðum og síðan ef þau eru svikin, svona rétt eins konar neytendaþjónusta fyrir kjósendur? 

Ljóst er að hefði ég kosið VG eða Samfylkingu, sem ég gerði reyndar ekki, þá væri ég ekki sáttur. Samfylkingin lofaði skjaldborg yfir heimili, og ekkert vottar fyrir henni. VG ætlaði alls ekki í aðildarviðræður um ESB, sem formaður fullyrti meira að segja kvöldinu fyrir kosningar, en hefur síðan samþykkt það eftir kosningar, eins og það sé eitthvað geðþóttamál.

Báðir flokkarnir hafa árum saman þóst vera að berjast gegn verðtryggingunni alræmdu, og krafist þess að hún verði lög niður, en loks þegar þeir komast til valda, þá er þagað um verðtrygginguna og látið eins og hún sé heilög vera sem stigið hefur ofan af himnum til að blessa alla sem á henni geta grætt. Þá er náttúrulega í góðu lagi að gleyma þeim sem raunverulega þjást vegna hennar.

Reyndar hef ég velt fyrir mér eðli kosningasvika, og finnst þau í sjálfu sér stigsmuni alvarlegri en svik í samskiptum einstaklinga eða í viðskiptum. Ég leyfi mér að fullyrða að kosningasvik séu landráð.

Manneskju sem treyst er fyrir einhverjum gildum og reynist síðan ekki traustsins verð, slíkri manneskju er varla treystandi fyrir að vera treyst fyrir sambærilegum gildum og hún sveikst um áður. Einungis fólk sem er umvafið og samdauna spillingu og telur svik og landráð vera sjálfsagðan hlut, geta varið slíkt traust.

 

-Arthur Miller

"Svik er eini sannleikurinn sem aldrei gleymist."

 

-Cicero

"Enginn vitur maður hefur nokkurn tíma talið að landráðsmanni sé treystandi." 

 

-Wendell Philips

"Ritið á gröf mína: 'Heiðingi, Svikari.' --heiðingi gagnvart öllum kirkjum sem sætta sig við ranglæti; svikari gagnvart öllum ríkisstjórnum sem kúga þegnana."


Á lestarstöð í norrænu velferðarríki

Þau lágu á gólfinu.

Maður og kona. Líklega um þrítugt. Krímug í framan. Einbeitt á svip.

Með sótsvartar hendur. Neglurnar horfnar. Höfðu þær verið klipptar af?

Þau voru á grúfu. Föt þeirra tætt. Að skafa happdrættismiða.

 

Manneskjur streymdu framhjá þeim. Þurftu að ná lest. Koma sér heim. Koma sér út.

Koma sér eitthvað annað.

 

Eitt barn nam staðar. Það var stúlka. Ekki meira en fimm. Hún settist á hækjur sínar. 

Fyrir framan parið. Andlit hennar samúð. Hún vildi hjálpa.

Nafn hennar var kallað. Hún leit upp. Parið hélt áfram að skafa.

Móðir tók í hönd hennar. Kippti henni með inn í mannstrauminn.

 

Mynd: Wikimedia Commons


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband