Á að reka Davíð Oddsson, leggja hann í einelti og ásaka hann um ófarir bankanna?

 


 

Eftir að hafa heyrt kröfur frá fólki héðan og þaðan um að reka ætti Davíð Oddsson úr Seðlabankanum fyrir viðtal sem hann tók þátt í á þriðjudaginn var í Kastljósi, og fyrir að standa sig illa í stjórn Seðlabankans, verð ég að viðurkenna að ég tel þessa heift í garð Davíðs á misskilningi byggð.

Reiðin í garð Davíðs virðist byggð upp á sögusögnum og ærumeiðingum sem haldið hefur verið uppi af fyrrum eigendum Glitnis og fjölmiðlum sem þeir hafa undir hælnum, um að Davíð hafi verið að hefna sín á Jóni Ásgeiri með því að þjóðnýta Glitni. Davíð svaraði þessari ásökun á mjög sannfærandi hátt, í Kastljósviðtalinu á þriðjudag þar sem hann segist hafa krafist þess að hinir bankastjórar Seðlabankans væru með í ráðum, og að reynt hefði verið að hjálpa eigendum Glitnis með því þó að taka ekki allan bankann af þeim.

Bankinn var kominn í greiðsluþrot og var þar af leiðandi gjaldþrota. Ef Seðlabankinn hefði lánað 84 milljarða króna, hefði sá peningur sjálfsagt bara gufað upp og verið tapað fé, á meðan þjóðin hefði setið uppi með miklar skuldir. Önnur leið var farin sem við þekkjum vel.

Davíð varaði í mars síðastliðnum við árásum á íslenska hagkerfið, og það var reyndar fyrst þá sem ég fékk mikinn áhuga á að fylgjast með þessum málum, og hef gert það vandlega síðan. Ég sé ekki betur en að Davíð Oddsson hafi komið heiðarlega fram við annað fólk, en að hann hafi verið ataður aur úr öllum áttum, en eins og gefur að skilja er erfitt að hreinsa sig af aur sem aðrir skjóta á mann, nema með mjög traustum karakter. Það eina sem að mínu mati hefur veikt orðspor og trúverðugleika Davíðs var ráðning Þorsteins sonar hans sem dómari fyrir norðan, og þætti mér vænt um að vita hvort að hann hafi komið að því máli, sem mér finnst reyndar afar ólíklegt þar sem slíkt passar einfaldlega ekki við karakter Davíðs.

Öll spjót standa á honum. Það er vinsælt að vera óvinur Davíðs núna. Hann segir nákvæmlega það sem hann meinar og hann virðist segja satt og rétt frá því sem hann má segja frá. 

Ég er sammála þeirri fullyrðingu hans að við stöndum betur í dag en fyrir þremur vikum, einfaldlega vegna þess að í dag þekkjum við betur okkar stöðu. Ef vandamál er til staðar er mun verra að vita ekki af því, en að þekkja það.

Þeir einstaklingar sem vilja nornabrennu vegna Davíðs, ég bið þá að hugsa sig tvisvar um og telja upp að tíu. Hann er ekki í öfundsverðri stöðu, og hefur reyndar varað þjóðina við - oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar- það var einfaldlega ekki hlustað á hann, fyrst og fremst vegna þess óorðs sem menn hafa verið að rembast við að hella yfir hann, og þar að auki af því að fólk trúði um of á efnishyggjuna og virðist ekki átta sig á að efni eru ekki endalaus í þessum heimi. 

Ég er hvorki dýrkandi Davíðs né sjálfstæðismaður, en ber mikla virðingu fyrir þeim heilindum sem hann sýnir í sínu framferði. Ég er viss um að sagan mun dæma hann mun betur en nútíminn.

Þó að Davíð hafi komið frjálshyggjunni inn í íslenskt samfélag ásamt Hannesi Hólmsteini og fleiri félögum, þá bera þeir varla ábyrgð á svikunum og prettunum sem fjárglæframenn hafa stundað með því að eigna sér hlutfall af lánum, eins og ef um hreinan hagnað væri að ræða. Það er eins og að ásaka foreldri fyrir að gefa unglingi bíl, sem hann svo notar til að keyra á 150 km hraða með hörmulegum afleiðingum.

Mikilvægasti greinarmunurinn sem fram hefur komið er að bankarnir eru fyrirtæki sem farnir eru á hausinn, og rétt eins og önnur fyrirtæki er gjaldþrot þeirra ekki á ábyrgð fólksins í landinu, eða Ríkisins. 

Mikilvægt er að Davíð Oddsson haldi sínu striki í stjórn Seðlabankans þrátt fyrir stöðugar árásir á hann. Ég vona að honum og hans starfsfélögum verði veittur vinnufriður. Það er verið að ráðast á rangan aðila.

Ef ég leyfi mér að segja það, og án þess að ég telji mig vera að taka djúpt í árinni, þá tel ég Davíð Oddsson satt best að segja vera eina af fáum frelsishetjum íslensku þjóðarinnar gegnum tíðina. Nútíminn er að dæma manninn alltof harkalega.

Kíkið á viðtalið við Davíð Oddsson í Kastljósi 7.10.2008, og hlustið vandlega á það sem hann hefur að segja og hvernig það tengist samhengi sögunnar síðustu fjögur árin, og jafnvel síðustu tuttugu árin, en ekki hugsa bara um síðustu viku. 

Það er erfitt að hugsa um Davíð Oddson án þess að gera sér fordómafulla mynd af manninum. Hann hefur verið það mikilvæg persóna í íslensku samfélagi og það umdeildur af mörgum aðilum, að hann mun sjálfsagt aldei fá sanngjarna meðferð af núlifandi Íslendingum, sérstaklega þegar haft er í huga að hann hefur ekki fyrir því að leggjast á sama plan og þeir sem kasta hann auri.

Frekar en að ásaka Davíð vil ég þakka honum kærlega fyrir að koma hreint fram og segja einfaldlega satt, þó svo að sannleikurinn geti verið mörgum óþægilegur, og fólk muni nota hann til að ýfa upp enn meiri illindum.

Sagan mun dæma. Nú er bara spurningin hver skrifar hana.


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snillingur !

Þetta var virkilega smeðjulegur málflutningur, ég nennti enda ekki að lesa hann til enda. 

En svona fyrir allrar skynsemi sakir, ef sagan á yfirleitt að dæma, án þess að öll kurl séu til grafar komin, hvaða máli skiptir þá hver skrifar hana ? 

Er sagan ekki sjálfbær um dæmingu, sem svo eflaust verður lúðanum lítt til hagsbóta. 

Þar tala ég sem "púra" hagfræðingur. Hef síður en svo mætur á manninum, en það verður bara að segjast að bjánar verða alltaf bjánar. Sjálfur þú meðtalinn.

Því miður hafa þeir ekki farið undir, né koma líklega til með að fara undir sem helst skyldi.

Hlífiskjöldur Flokksins er máttugur. 

Flokksins vegna verður e.t.v. eldrei ljósi á það varpar hvernig 80 milljarðar króna að lágmarki hafa horfið af efnahagsreikningi Landsbankans nú síðustu daga. 

Haltu áfram að fjalla um kvikmyndir, ég fíla þig þar. 

"Get wise, for God's sake". 

Halldór Örn Egilson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:20

2 identicon

Efnislega nákvæmlega það sama og ég er nýbúinn að blogga.

Að auki mætti bæta við að það er frýnilegt að skoða hnútukast DO og Þorgerðar Katrínar í því ljósi að Þorgerður hafði gríðarlegra hagsmuna að gæta sem sumir gætu sagt að stangist á við hagsmuni almennings og að DO hafi tekið afstöðu með almenningi.

Hvað skyldi Þorgerður og Kristján hafa tapað miklu á bankahruninu?

Ragnar Þór (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Ómar Ingi

Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Það muna allir sakna hans þegar hann hverfur frá DO that is

Annað verður lýgi.

PS: Bloggaðu um það sem þú villt ekki láta Bessera segja þér annað

Ómar Ingi, 9.10.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: kop

Maðurinn hælir sér af því að hafa komið á einhverju frelsi í landinu, sem er bara kjaftæði.

Ef hann kom þessu frelsi á, átti hann þá ekki sem æðsti ráðamaður landsins að bera ábyrgð á afleiðingunum?

Nei, bara að hæla sjálfum sér og kenna öðrum um ófarirnar.

kop, 9.10.2008 kl. 21:38

5 identicon

Svo innilega sammála þér. Snýst ástandið á Íslandi í dag virkilega bara um einn mann? Eru menn kannski að beina mjög svo eðlilegri reiði sinni og hræðslu í einhvern farveg?

Ég hef aldrei kosið X-D og aldrei verið haldin Davíðs maníu (hvorki jákvæðri né neikvæðri) en ég man ekki eftir að hafa verið vitni að öðrum eins "nornaveiðum" og þessa dagana hvað varðar Davíð. Heldur fólk í alvöru að hlutirnir fari aftur í "so 2007" ef hann "skotinn"?

Ég er alveg sannfærð um að Davíð, og margir fleiri áhrifamenn í íslensku lífi síðustu ár, eru að klára sinn kafla. Ég er þó mjög svo sátt við að þeir sem bera að verulegu leyti ábyrgð á ástandinu séu að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Og finnst þeir standa sig bara nokkuð vel miðað við hve staðan er þröng og hraðinn mikill. Það verður nefnilega að segjast að Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn eru að minnsta kosti ekki að yfirgefa sökkvandi skip, sem er sennilega mun meira en hægt verður að segja um okkar "ástkæru útrásarvíkinga".

Við erum fámenn þjóð, núna þurfum við allar hendur á “dekk” og ég sé ekki betur en þessir “háu herrar” séu á fullu í “slorinu” þessa stundina. Baráttukveðjur til allra Íslendinga á þessum erfiðu tímum, sýnum og sönnum hverjir eru hinir sönnu víkingar og stöndum saman í gegnum storminn. Svo getum við “vegið mann og annann”.

Megi allir góðir vættir vaka yfir Íslandi og Íslendingum á þessum erfiðu tímum í sögu þjóðarinnar.

AS (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:49

6 identicon

Bjarni,

Kristján starfar hjá Kaupþingi en ekki Glitni. Ég er ekki að væna hann né Þorgerði um neitt misjafnt, aðeins að benda á að hugsanlega hafi hagsmunir þeirra hjóna farið verulega á skjön við almennings í þessu máli.

Og jafnframt að DO hafi staðið vörð um það sem kalla má hagsmuni almennings (að setja ekki og viljugur peninga í þá hýt sem bankarnir virðast vera).

En það væri fróðlegt að vita hvaða hagsmuni um er að tefla hjá þeim hjónum í málinu. 

Loks er rétt að benda á að ég er enginn aðdáandi eða stuðningsmaður DO. Mér sýnist einsýnt að í þessu máli eru hatursmenn hans að útmála hann sem stærsta vandamálið - án þess að fyrir því séu rök eða næg innistæða.

Ragnar Þór (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:59

7 identicon

Hrannar minn! Gott að heyra að þú treystir Davíð. Hvernig veistu að hann sagði satt í viðtalinu? Hefurðu einhverjar upplýsingar sem aðrir hafa ekki? Ég vildi gjarnan vita hversvegna þú slærð þessari fullyrðingu fram. Reyndar talar þú einmitt eins og ákveðinn hópur manna sem má skilgreina sem Davíðsarminn í Sjálfstæðisflokknum. Ég ætla þér ekki það að þú sért eitthvað að villa á þérheimildir?

Hranna minn. Ég get sagt þér eitt með vissu. Að foreldri sem gæfi barninu sínu bíl sem notaði hann til að drepa sig mundi örugglega ásaka sig sjálft. Annar hægrimaður sem ég talaði við í dag notaði aðra samlíkingu. Ef þú afhendir einhverjum byssu sem hann notar til að drepa einhvern. Þá er ekki hægt að ásaka þig.  Þeir vita allt um það í Finnlandi. 

Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:03

8 identicon

reyniði nú aðeins að draga úr heift ykkar í garð Davíðs áður en þið tjáið ykkur um hluti tengda honum... Davíð sagði ekkert sem hafði ekki áður komið fram í þessu viðtali. Munurinn er sá að Davíð sagði það á mannamáli, þannig að allir skildu hvert væri stefnt og hvað átti að gera. Í þessu máli var Davíð sá saklausi.

Frelsisson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 23:11

9 identicon

Sem fyrrum starfsmaður í fjármögnun banka get ég staðfest að DO kom lítið nálægt þeim ákvörðunum sem voru teknar í fjármögnun bankans eða fjárfestingum og því ekki hann sem keyrði bankana í þrot en auðvitað er alveg kominn tími á að maðurinn taki sér smá breik.  Upphaf þessara vandræða má rekja til lausafjárkreppu er stóð yfir í ca 6 mánuði frá byrjun mars 2006 og í stað þess að draga úr útlánum í kjölfarið þá heldu allir bankarnir áfram að lána eins og óðir væru.  Að reka banka er nkvl eins og að reka heimili, í góðæri þarf að leggja fyrir til mögru áranna, það var einfaldlega ekki gert heldur allt keyrt áfram eins og enginn væri morgundagurinn.  Í öllum áætlunum bankanna um ytri vöxt var gert ráð fyrir ótakmörkuðu aðgengi að erlendum lánamörkuðum á cds levelum sem eru aðeins fjarlægur draumur í dag.  Í byrjun sumars átti sér stað hálfgert valdarán í glitni þar sem þeim stjórnenum sem fylgdu ekki stjórninni í einu og öllu var annað hvort sagt upp störfum eða þeir sendir í "tímabundið" leyfi.  Það þarf gagnrýna hugsun í fyrirtækjarekstri og hún skorti algjörlega hjá bönkunum.  Þegar banki á ekki lausafé er hann ekki lengur starfhæfur sem banki.  Þrátt fyrir að íslensku bankarnir hafi reynt að skilja sig hver frá öðrum sl ár þá sjá erlendir aðilar þá sem eitt mengi.  Þal ef einn íslenskur banki fer í þrot gera hinir það nánast sjálfkrafa innan nokkura daga því lánalínur þeirra eru ekki framlengdar og innköllunardagar á skuldabréfaútgáfum eru nýttir. 

Það er engin lausn að benda á einstaklinga og kenna þeim hvernig fór, það leysir ekki neitt.  Það er mikilvægt að þeir sem standa ágætlega fylgi ekki eftir og spari hvern einasta aur, heldur haldi áfram að kaupa vörur og þjónustu til að fyrirtækin detti ekki út eitt af öðru.  Þeir sem minna eiga halda að sér höndum og fá vonandi þá aðstoð sem þarf til að brúa bilið þar til það versta er yfirstaðið.

Horfum á lausnir í stað þess að benda á sökudólga, verslum í krónunni, kíkjum í Viðey (það er frítt í eina viku!) og verum góð hvert við annað.

hsm (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 23:52

10 Smámynd: Alvy Singer

Seðlabankar starfa aðalega á trausti, nýtur Seðlabanki Íslands trausts?

Seðlabankastjóri á ekkert að tjá sig nema þegar hann kemur með tilkynningar á því hvað hann sé að gera, stýrivexti og því um líkt og kannski að segja fólki að slaka á eins og staðan er í dag.

Mistökin voru að ráða fyrrverandi stjórnmálamann.

Það skiptir engu hvað Davíð gerir eða Seðlabankinn, hann nýtur aldrei trausts! Það má vel vera að hann sé klárasti gaur í heimi, það trúir því bara enginn!

Seðlabankastjóri á ekki að koma í fjölmiðla og segja að ákveðnir aðilar í þjóðfélaginu séu óreiðumenn. - skapar hrikalegt ástand fyrir þessa óreiðumenn, þeir gátu ekki unnið við þessar ástæður. Enginn banki í heiminum var að fara hjálpa þeim með láni!

Auðvitað erum við reið útí slökkvuliðið, það lét húsið brenna í viku og slökkti svo ljóstíruna og biður svo um hrós!

Davíð á að segja af sér eins og allir aðrir bankastjórar seðlabankastjórans.

Alvy Singer, 10.10.2008 kl. 01:11

11 Smámynd: haraldurhar

   Hranna mér datt helst í hug að þú hefðir fengið höfuðhögg er ég las þessa langloku þína.  Það ætti þér að vera jafnljóst að stjórn og stjórnendur Seðlabankans hafa ekki valdið hlutverki sínu á sl. árum. Bara viðtalið eitt og sér á þriðjudaginn við Seðlabankastj. þar sem hann upplýsti okkur hversu vel við stæðum sem þjóð eftir að hafa kennitöluskipi, og hlaupa frá skuldum okkar, er eitt af fáum skiptum að ég skammaðist mín fyrir að vera íslendingur.  Hvet þig til að lesa blogg Vilhjálms Þorsteinssonar varðandi afglöp Seðlabankans.

haraldurhar, 10.10.2008 kl. 01:11

12 identicon

Þetta er alveg rétt það er með ólíkindum hvernig menn láta, ég var mjög ánægður með viðtalið við Davíð það var á máli sem maður skildi og ég veit að það róaði marga. Sannleikurinn er sá að Davíð er yfirburðamaður og það hafa margir minnimáttarkend gagnvart honum. Ég hefl að mönnum væri nær að snúa sér að Feðgunum Björgúlfti Thor og Björgólfi Guðmundssyni þeim alþjóðlegufjárfestum sem talsmaður þeirra segir að þeir eigi trilljónir í erlendum fjárfestingum. Menn sem setja Hafskip, Óskabarn þjóðarinnar Eimskip, Samson, Straum, Fl grup, og óteljandi önnur Íslensk fyrirtæki á hausinn og hafa sem hobby að reka enskt fótboltalið, á kostnað Íslendinga. Það er nær að beina spjótum sínum að svona óreiðumönnum.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 02:01

13 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Var ekki einmitt einhver að víkja sæti úr stjórn seðlabankans, þar sem viðkomandi taldi að gerð hefði verið allt of mörg hagstjórnarmistök! Viðkomandi fór fram á það við aðra stjórnendur bankanns, þar á meðal Davíð, að þeir gerðu slíkt hið sama! að lokum bað viðkomandi þjóðina afsökunar á að hafa ekki vikið fyrir löngu síðan!

Þetta er að mínu viti skýr vitnisburður um starfshætti Davíðs. Verk Davíðs hafa verið gagnrýnd allar götur frá því að hann hóf afskipti af pólitík, það var fyrir daga Jóns Ásgeirs. Það sjá allir sem vilja sjá, að maðurinn réði sig í seðlabankann í þeim tilgangi að verja nýfrjálshyggjuna sem hann hleypti af stokkunum, með hlutabréfavæðingu Íslenskrar erfðagreiningar. Halda menn að hávaxtastefna seðlabankans sé af því bara!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 10.10.2008 kl. 02:59

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Erti dottin í sambandi Hrannar? Ertu ekkerta ð fylgjast með? Þvílíka steypa sem þessi færsla er..

Óskar Arnórsson, 10.10.2008 kl. 05:36

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Asskoti hefur Davíð verið sannfærandi. Sá þetta ekki. Mé fannst athugasemd HSM frábær. Loksins maur sem veit eitthvað annað en það sem MBL setur á síðuna.

Villi Asgeirsson, 10.10.2008 kl. 09:57

16 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það hefur komið fram og fer ekki á milli mála að sjálfhæli Davíðs og glaðhlakkalegar yfirlýsingar um að borga ekki óreiðuskuldir annarra, í Kastljósinu, var ekki orsök þess að Gordon Brown notaði hryðjuverkalög til að gera okkur ókleift með öllu að gera nokkuð í Bretlandi. Þarna mátti kenna um misskilningi í samtali breska fjármálaráðherrans og dýralæknisins í fjármálaráðuneytinu.

Afleikur Davíðs við lánabeiðni Glitnis (sem þurftu 150m Evrur fyrir 15. október sem EKKI er ennþá runnin upp!) er upphafið að dóminóinu. Það ætti öllum að vera ljóst. Við erum flest eitthvað skuldug en það er samt ætlast til að okkur sé gefið ráðrúm til að borga skuldirnar jafnt og þétt í stað þess að krefjast þess að lýsa gjaldþroti verandi samt með jákvæða eiginfjárstöðu, þótt lausafé skorti. Það má vera að erfiðleikarnir hefðu komið hvort eð var en ég tel Davíð samt hafa óviljandi hrint því af stað óþarflega snemma með afleiðingum sem ég vildi ekki þurfa að horfa upp á í hans sporum. Sagan mun leiða í ljós að hann gerði hræðileg mistök.

HSM er vel inni í málunum og þekkir starfsemina. Það er auðheyrt. Hann er samt í þeim hópi sem gefst bara upp. Þjóðir gefast ekki upp, þær eiga að berjast áfram þótt áföll dynji á þeim.

Það að eigna Davíð til hróss að við séum nú loks á réttum stað fjárhagslega er því eins og að telja það rétt að við förum bara strax í kirkjugarðinn því við munum hvort eð er öll deyja!

Haukur Nikulásson, 10.10.2008 kl. 10:05

17 identicon

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item230630/

GD (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:29

18 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér svo á nú eftir að sjá hvernig skilið var við bankana var kannski verið að dæla úr þeim fé áður ne þeir fóru ekki var það Davíð

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.10.2008 kl. 10:49

19 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hér verð ég að vera algerlega ósammála, heldur ætlar hún að verða snautleg arfleifð "landsföðursins"(sic), er ekki að kaupa smjörklipur Davíðs Oddsonar lengur og hann á að sjá sóma sinn í að flækjast ekki frekar fyrir meðan jarðaför nýfrjálshyggjunnar fer fram.

Er ekki hægt að senda skuggann af þessum fyrrum stjórnmálaskörungi í útlegð til Bush vinar hans, þeir eru góðir saman.

Ég er afar sammála greiningu Jón Baldvins í nýrri blaðagrein á kallinum og áliti hans á silkihanska meðferðinni sem hann fékk í Kastljósi.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 11:02

20 identicon

Ég held að allir þeir sem örðu að skynsemi hafa hljóta að sjá að Davið og hinir seðlabankastjórarnir hafa gerð gríðaleg mistök allt frá því að davíð fór í seðlabankann.  Og það að tala svona óvarlega einsog hann gerði í kastljósinu er manni í hanns stöðu emð öllu ófyrirgefanlegt.  ef hann væri fjórmalastjóri i fyrirtæki, tæki svona ákvarðani og talaði á þennan hátt, þá væri löngu búið að reka hann, og að sjáfsögðu á hann að vikja úr þessari mikilvægu stöðu, um leið og markaðir fara að rósat.  ef hann gerði það nú gæti það aukið á óvissuna.

Jó (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:33

21 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hver er búinn að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar síðustu 20 árin?

Hver  er búinn að afnema bindiskyldu bankanna?

Hver er búinn að reka hávaxtastefnuna sem orsakaði krónubréfaútgáfuna og óheft flæði erlends lánsfjár inn í landið?

Hvert hrakti hávaxtastefnan almenning?

Hver átti að gæta gjaldeyrisforðans og sjá til þess að hann væri í samræmi við umsvif bankakerfisins?

Hver hefur staðið gegn því fremstur manna að sótt væri um aðild að ESB og upptöku Evru?

Hver sprautaði olíunni á glóðina sem var að myndast í Glitni?

Hver tilkynnti í beinni útsendingu að íslendingar ætluðu ekki að borga erlendar skuldbindingar sínar?

Þetta eru bara örfáar af þeim spurningum sem hafa vaknað við lestur þessarar bloggfærslu.  Auðvitað ber Davíð ekki alla sökina en hann var jú dómarinn í þessum fótboltaleik, átti m.a. að sjá til þess að flautan virkaði og nægt loft væri í boltanum.  Nei, það gat hann ekki, kannski vegna þess að hann þekkti ekki reglurnar nógu vel, aldrei lært þær, og svo upptekinn við að veifa gulum og rauðum spjöldum á framherja sem leit út eins og bleikur grís.

Bankastarfsemi snýst um traust, umfram allt hvað þá þegar um Seðlabanka þjóðarinnar er að ræða.

Sveinn Ingi Lýðsson, 10.10.2008 kl. 12:56

22 identicon

Ég er sammála þér Hrannar. Þessar nornaveiðar eru gjörsamlega óþolandi og alveg dæmigerðar fyrir Íslendinga! Á meðan fólk í öðrum löndum stendur á bak við sína embættismenn og hvetur þá til dáða þegar þeir eru að reyna að gera sitt besta þá vilja Íslendingar brenna þá á báli sem eru að reyna að leysa úr okkar krísu. Fylgist þið ekki með fréttum, Ísland er ekkert einsdæmi, þessi bankakreppa er út um allan heim! Eini munurinn er að hér á Íslandi hafa nokkrir gráðugir kallar farið offorsi og skuldsett þjóðina og grætt rosalega á því. En þeir eru líka búnir að gera hagkerfi okkar mjög brothætt og ekki furða að dómínóáhrifin birtist á þessari stundu með hruni allra stærstu bankanna! Davíð Oddsson ber e.t.v. einhverja ábyrgð á því hvernig komið er, en hann er nú ekki svo máttugur kallinn að geta framkallað þetta allt saman einn síns liðs. Þið eruð náttúrulega ekki í lagi. Ég geri mér grein fyrir því að það er sáluhjálpandi að finna einhvern til að klína óförunum á. En á meðan á öllu þessu stendur getur þessi þjóð sem er nógu lítil fyrir ekki staðið saman í erfiðleikunum og beint reiði sinni í aðrar áttir en að þeim sem eru að vinna í málunum fyrir okkur?

MG (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:35

23 Smámynd: Einar Jón

Ég er nú oftast sammála þér, en ekki núna. Ég reyni að halda mig við bílalíkinguna:

Bíllinn sem foreldrið seldi unglingnum á 1kr. var í ríkiseigu. Unglingurinn fór að nöldra yfir hámarkshraðanum (bindiskyldunni, svo foreldrið hækkaði hann í 300 km/klst. Löggan (FME) hefði átt að vera með hraðamælingar, en nennti því sennilega ekki, eða var með bilaðan mæli. 

Nú er unglingurinn búinn að klessa bílnum á húsið okkar, og stórskemma hvoru tveggja - og reikningurinn fyrir öllu saman lendir á okkur. Í þessari viku olli foreldrið svo fleiri árekstrum með óvarlegum yfirlýsingum, og truflaði við að slökkva eldana sem mynduðust við áreksturinn.

Einar Jón, 10.10.2008 kl. 14:00

24 identicon

Ég segi nú bara "áfram Davíð".  Og einn spurning : af hverju hafa fjölmiðlar ekkert fjallað um þátt mannanna sem voru að reka þessa banka?  Ég skil ekkert í þessu.  Það er endanlaust verið að tala um ríkisstjórnina okkar sem vinnur hörðum höndum við að týna upp skítinn eftir ákveðna menn.  Hvar liggur þeirra ábyrgð.  Af hverju er EKKERT fjallað um þetta.

Sigga (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:21

25 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nú erum við ekki sammála. tek undir með Sigfúsi.

Rut Sumarliðadóttir, 10.10.2008 kl. 14:26

26 Smámynd: Dunni

Ósköp ertu bláeygur núna vinur.  Svo bláeyfur að það tekur því ekki að fara út í rökræður við þig um þetta mál.

Ef þú hefur rétt fyrir þér er það alveg ljóst að Davíð einn, sá aleini í heiminum, sem hefur séð lausnina út úr efnahagsvandanum.  Allir sérfræðingar um efnahgasmál, sem tjáð hafa sig um ástandið á Íslandu og orsök þess segja að það sé tilkomið vegna mistaka í Seðlabankanum og forsætisráðuneytinu.  Íslensk stjórnvöld höfðu hvorrki yfirsýn yfir bankavökstin né þekkingu eða vilja, menn ráða hvora skýringuna menn vilja nota, til að takast á við vandan sem var ræddur um allan heim strax í fyrra vetur.

Íslenskum stjórnvöldum var bent á að þjóðin væru á rauðu ljósi fyrir mörgum mánuðum.

En kanski hagfræðielíta heimsins sé bara sauaðhjörð sem ekkert veit. Viskuna er þá væntanlega að finna við fótstall Ingólfs á Arnarhóli.

Dunni, 10.10.2008 kl. 14:39

27 identicon

Sæll Hrannar,

Mér finns skrif þín yfirleitt mjög góð og er ég oft á tíðum sammála þér en ég verð að viðurkenna að þessi færsla er ekki upp á marga fiska.  Ég er sammála Sveini Inga, það þarf að setja af stjórn Seðlabankans.

Sveinn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:08

28 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Langar til að benda á það í þessari umræðu að ég hef alltaf verið á móti Davíð. Ég byggi skoðun mína ekki á skammtímaminni heldur nokkuð ágætri yfirsýn yfir störf hann í allnokkra áratugi.  Fyrst sem stjórnmálamanns og núna sem yfirmanns í Seðlabankanum. Ég veit ekki hve margir muna eftir Bermúdaskálinni hans en ég geri það! Þegar ég lít til baka sýnist mér seint ætla að taka steininn úr á embættisferli hans og er sannfærð um að fleiri eru þeirrar skoðunar líka. 

Mér þykir það vonum seinna að fólk taki höndum saman og krefjist afsagnar hans. Ég mæli því ekki á móti að það eru fleiri sem ættu að taka afleiðingum gjörða sinna, sem hafa komið heilli þjóð í þá aðstöðu sem hún er í núna, og segja af sér. En í ljósi sögunnar er sennilega enginn einn, sem það stendur jafnnærri að sýna ábyrgð sína í verki og draga sig í hlé, en einmitt Davíð Oddsson.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.10.2008 kl. 15:53

29 identicon

Sæll Hrannar og ég hrósa þér fyrir færsluna þína. Þú stendur upp og þorir að mæla gegn þeirri múgæsingu og þekkingaleysi sem nú einkennir háværan og þröngsýnan múginn. Þegar ég sá varaformann Samfylkingarinnar, annarra þeirra flokka sem er að standa sig frábærlega í að leysa erfiðasta efnahagsmál sem þessi þjóð hefur þurft að ganga í gegnum, galgopa um það í fréttum að seðlabankastjórarnir þyrfut að segja af sér fékk ég sting í hjartað. Jafn mikinn afleik hef ég aldrei séð í íslenskri stjórnmálasögu fyrr né síðar. Sem sagnfræðingur hef ég þó rannsakað stjórnmálasögu 20. aldar sérstaklega... Hann þóttist týna til ýmis atriði sem illa hefðu farið undir stjórn núverandi stjórnar. Á jafnmikilli ögurstundu verða ábyrgðarmenn að gæta orða sinna því hver vafasöm setning getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og pólítískt framapot verður að sitja á hakanum á jafn viðsjárverðum tímum. Varaformaður Samfylkingarinnar kynti þarna undir bál sem  er ekkert ósambærilegt og nasistar og kommúnistar gerðu á 3. og 4. áratugnum í Evrópu. Ef það er fylgið sem hann vill sækja þá væri mun nær að hann segði af sér en seðlabankastjórarnir.

Hvort sem menn hata eða elska Davíð Oddsson þá verða þeir að sýna þann siðgæðisþroska að láta tilfinningar og múgæsingu ekki draga sig á gönuskeið. Því miður virðast margir mætir menn vera falla í þá gryfju og einnig varaformaður Samfylkingarinnar. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er ástandið ekki Davíð að kenna og á ekki einu sinni að vera til umræðu á þessu stigi máls. Hins vegar hafa vanmáttugir og athyglisþráhyggjupólitíkusar séð sér leik á borði með að ráðast á Davíð persónulega án þess þó að gera sér grein fyrir þeim skaða sem hlytist af með því að seðlabankastjórarnir segðu af sér á þessari stundu. Hefði það átt að gerast hefðu þeir orðið að gera það strax við upphaf Glitnismálsins en þar sem þeir hafa tekið þátt og mótað atburðarásina síðan þá mundi allur og endanlegur trúverðugleiki hverfa eins og dögg fyrir sólu á björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Og þá yrði Davíð fyrst dýr fyrir íslensku þjóðina...

Ég er sammála þér Hrannar. Nú hef ég fylgst náið með fjármálalífinu undanfarin ár mér til fróðleiks og skemmtunar. Og í ljósi þess sem hefur gerst undanfarin ár er gjörsamlega út í hött að kenna Davíð um ófarirnar. Það sem hefur einnig einkennt þessa umræðu er múgæsing og perrsónugerving þar sem reiði almennings er beint í ranga átt. Hvergi hafa birst rök þeirra manna sem nú gala hæst um afsögn seðlabankastjórnar. Og sé farið yfir stöðuna og sagan skoðuð eftir að útrásin hófst kemur í ljós að ef við ætlum að reka stjórana verðum við að leggja Seðlabankann niður því mistökin sem þeir eiga að hafa gert felast í að hafa reynt að verja þjóðarbúið. Sem er einmitt hlutverk Seðlabankans. Það sem gerðist var að ríkisstjórnin gerði ekkert í því að veita fjármálalífinu aðhald og það var ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið sem losaði um bindiskyldu bankanna, ekki Seðlabankinn. Slíkt verður að koma frá ríkisstjórninni því Seðlabankanum er ekki heimilt að gefa eftir bindisskyldu bankanna. Og þá spyr maður sig líka af hverju ríkisstjórnin gerði slík axarsköft og því er hún ekki dregin til ábyrgðar. Og einnig hvernig henni datt í hug hreinlega að gefa hana eftir en þá er maður kannski kominn útá þá braut að vera vitur eftir á og hefur litla þýðingu

Tökum 3 atriði. Vextirnir. Nú hefur hátt vaxtastig í landinu undanfarin ár verið til þess að fólk er farið að venjast því. Vextirnir eru margfalt hærri en þekkist í hinum vestræna heimi og hvar sem er mundi það frysta atvinnu- og fjármálalíf... nema á Íslandi! En hví gat það gerst? Jú Seðlabankinn var of lítill og vanmáttugur til að eiga í við viðskiptabankana. Þeir voru hreinlega of öflugir fyrir Seðlabankann og þau vopn sem bankinn hafði til að reyna halda aftur af bönkunum voru því harla bitlaus og gagnlítil. Fólk gerði sér nefnilega ekki grein fyrir því hvað bankarnir voru stórir. Á meðan tók ríkisstjórnin afstöðu með bönkunum og gerði ekkert til að halda aftur af græðgiskjafti þeirra og prettum, sbr. sjóði bankanna. Til að reyna halda aftur að bönkunum varð því að hækka vexti til að Seðlabankinn gæti þóst vera gera skyldu sína en án aðstoðar ríkisvaldsins var það vita vonlaust verk. Bankarnir sýndu viðvörunum Seðlabankans puttann og sáu sér leik á borði og hófu ofsasölu á jöklabréfum fyrir hundruðir milljarða króna. Seðlabankinn festist við það milli stafns og bryggju því um leið og vextir myndu byrja að lækka mundi gengið falla með ófyrirséðum afleiðingum vegna þeirra gríðarlegu fjármuna sem lágu í bréfunum. Smæð bankans var honum því afar skeinuhætt. Séu menn að gagnrýna stjórana fyrir háa vexti verða þeir fyrir vikið að taka vaxtastefnuna úr höndum Seðlabankans.

Gjaldeyrissamningar við Norðurlöndin. Seðlabankinn fékk heimild frá hinum Norðurlöndunum til að taka gjaldeyrislán til að auka gjaldeyrisforðann en hefur enn ekki nýtt hana. Einnig var leitað til annarra seðlabanka um slíka heimild en henni var hafnað. Seðlabankanum var legið á hálsi að gefa ekki afdráttarlaus svör hvers vegna eða hví ekki væri búið að nýta heimildina. Ástæðan var í raun sáraeinföld og lá í raun fyrir öllum sem gátu lesið milli línanna: Gerð var krafa um að ríkið myndi tryggja innistæður bankanna! Seðlabankinn sá að það var undir ríkisstjórninni komið en gerði sér jafnframt grein fyrir því að það myndi aldrei ganga. Hins vegar gaf ríkisstjórnin það út alveg þar til fyrir 10 dögum að bankainnistæður yrðu tryggðar. Norskir hagfræðingar voru búnir að benda á þetta og sögðu að ef Seðlabankinn nýtti sér heimildina myndi það ganga frá íslenska ríkinu dauðu. Seðlabankinn gat hins vegar ekki með neinu móti sagt opinberlega að heimildin yrði ekki nýtt í ljósi þess að ríkisstjórnin var búin að gefa út að allar innistæður væru tryggðar þrátt fyrir að Seðlabankinn gerði  sér grein fyrir að það myndi ganga frá ríkinu dauðu. Hefði Seðlabankinn svarað þessu væri hann auk þess kominn út á stjórnmálasviðið en þar má hann alls ekki vera. En hann var aftur á móti í hrikalegri krísu sem ekki var hægt að leysa á neinn hátt nema með aðstoð og yfirlýsingum stjórnvalda... nú eða þá eins og fór... Hér er því ekki við bankastjórana að sakast heldur gáfu þeir ríkisstjórninni viðvörun í vor! Er það þeim að kenna?

Hegðun bankanna og verðbólgan. Nú hefur verið talað um að Seðlabankinn hafi ekki ráðið við verðbólguna á Íslandi undanfarin ár og það er sannarlega rétt. Þeir hafa afar sjaldan náð markmiði sínu (minnir aðeins í 20% tilvika undanfarin 4 ár) en það leiðir okkur enn og aftur inná þær brautir hvað bankinn er smár og stofnunin áhrifalítil sérstaklega í ljósi þess hve fjármálalífið var yfirgripsmikið. Verðbólgan fer fyrst og fremst eftir eftirspurn. Ef mikil eftirspurn er eftir vöru þá hækkar hún í verði sem þýðir að verðbólgan fer af stað. Ef mikil eftirspurn er í þjóðfélaginu þá þýðir það hækkandi vöruverð og verðbólgu. Seðlabankinn reyndi að slá á þessa þróun en á meðan voru bankarnir að dæla út ódýru lánsfé til almennings. Almenningur eyddi og eyddi og meðan það gerist er nánast ómögulegt að ráða við verðbólguna. Þetta er líka athyglisvert í ljósi þess að gengið var í sinni sterkustu stöðu en innfluttar vörur lækkuðu lítið sem ekkert í verði! Húsnæðisverð rauk upp úr öllu valdi vegna tilstuðlan bankanna og hver man ekki eftir umræðunni um að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni til að sýna betri verðbólgutölur? Bankinn réð einfaldlega ekki við stærð viðskiptabankanna eða hneigð almennings til að taka lán á "kostakjörum". Verðbólguna má því rekja til neysluhyggju almennings, útlána bankanna, aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar og smæðar Seðlabankans. Sá sem var hins vegar sá eini sem var að gera skyldu sína var stjórn Seðlabankans...

Ég er enginn Davíðs maður og hef aldrei kosið hann, mér líkar illa við hann og vildi ekki að hann yrði seðlabankastjóri. Oft á tíðum hef ég bölvað honum í umræðu og líkaði afar illa við stjórnartilburði hans í ríkisstjórn. Hann er umdeildur, elskaður jafnt sem hataður en að kenna Davíð um ástandið er fásinna og hleypidómar, byggt á lýðskrumi og múgæsingu. Ef það er leiðin sem við viljum fara gegn honum þá má Davíð Oddsson eiga það að þrátt fyrir allt sem gengið hefur á í embættisstörfum hans að hann sé meiri maður en við hin.

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:58

30 identicon

Þú verður að afsaka enn eina langlokuna Hrannar Skal lofa að vera stuttorður framvegis

Kristbjörn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:00

31 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill hjá þér Mr. Breiðholt. Þú ert þegar kominn á spjöld sögunnar með þessum skrifum.

Júlíus Valsson, 10.10.2008 kl. 17:12

32 Smámynd: Hrannar Baldursson

Áhugavert!

Mér datt ekki í hug að þakkir mínar til Davíðs gætu orðið svona umdeildar. Þakka fyrir svörin, sama hvort þið eruð ósammála eða ekki og sama hvaða nöfn fólk notar um mína persónu fyrir þessi skrif. Langloka Kristbjörns finnst mér sérlega áhugaverð, enda sagnfræðingur þar að verki sem fylgst hefur vel með.

Hrannar Baldursson, 10.10.2008 kl. 19:04

33 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er sammála færslunni þinni, Hrannar, ekki síst vegna þess að nú er ekki rétti tíminn til þess að aflífa þá embættis- og stjórnmálamenn sem best geta dugað til þess að bjarga þjóðarskútunni. 
Við megum vera stolt af þeim öllum! 

Sjálf hef ég alltaf borið virðingu fyrir Davíð Oddssyni vegna heiðarleika þótt ekki væri ég alltaf sammála honum í pólitíkinni, en það gefur hvorki mér né öðrum rétt til þess að heimta að hann axli ábyrgð fyrir fjármálamistök lukkuriddaranna. 

Hvað bankastjóra Seðlabanka snertir, þá þykir mér alls ekki slæm blanda að hafa tvo þeirra sérhæfða fjármálamenn og þann þriðja reyndan pólitíkus með pólitísk sambönd víða um heim - eins og við höfum í dag.

Kolbrún Hilmars, 10.10.2008 kl. 19:43

34 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Skil ekki hvernig fólk fær það út að sama fólkið og svaf á verðinum og brást almenningi hrikalega sé besta fólkið til að stýra fleyinu áfram, hér þarf nýtt blóð sem er er innvolverað í stórbissness foraðinu.

Ég mæli með Jóhannesi Birni í stöðu seðlabankastjóra, fáir skilja innsta eðli markað og bankamála en hann, hann er búinn að vera fádæma framsýnn og reynt í mörg,áratugi reyndar, að reyna að ýta við fólki og benda á það í bókum og á vef sínum að þetta gæti ekki farið öðruvísi. Nú þurfum við á fólki að halda sem veit hvað það er að tala um og gerir það tæpitungulaust, nú er ekki rétti tíminn fyrir Pollýönnuleiki.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 20:09

35 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

... er EKKI involverað í stórbissness foraðinu vildi ég sagt hafa.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 20:10

36 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

úff, en sé ég að orð detta út hjá mér...- markaðS og bankamála BETUR en hann -

- reynt í mörg ÁR , ártatugi reyndar -

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 20:15

37 identicon

Afleikur Davíðs við lánabeiðni Glitnis (sem þurftu 150m Evrur fyrir 15. október sem EKKI er ennþá runnin upp!)

gefum okkur það að Glitnir hafi þurft EUR150m til að eiga fyrir næstu afborgun, ég spyr mig, hver var tilbúinn að lána JAJ og co 300.000 af sínum peningum og sjá hvað yrði um þá?  Glitnir  er með 1.9 bn EUR á gjalddaga árið 2009, LAIS eitthvað minna .  Og við skulum hafa í huga að það er búið að vera lokað fyrir aðgang að lausafé síðan í vor og því enginn aur til að standa í skilum. 

Mæli með að þeir sem vilja virkilega mynda sér skoðun byggða á rökum um hvort bankarnir hafi verið komnir í þrot kynni sér endurgreiðsluferil  bankanna á heimasíðum þeirra og hlusti jafnvel á kastljósviðtalið við Sigurjón Árna.

http://www.glitnirbank.com/servlet/file/glitnir_bank_funding_presentation_sept2008_EUR.pdf?ITEM_ENT_ID=13353&COLLSPEC_ENT_ID=156

HSM (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:56

39 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er bara engin hefð fyrir því að ýta útbrunnum út af sviðinu hér á landi sem þekkja ekki sinn vitjunatíma...eitthvað sem VERÐUR að breytast, ef menn klikka illa í gravalvarlegum málum sem varða þjóðarheill á að hleypa öðrum sem njóta traust að eins og skot, annað er bara rugl.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 21:37

40 identicon

Davíð Oddson á að fara frá þegar í stað.
Hann skaðar íslenskt þjóðfélag.
Fréttin um vanhæfni hans og vankunnáttu hefur borist um allan heim.
Að hann skuli ekki fara frá sjálfviljugur lýsir best hve sjúkur hann er.

Sjá:
http://di.se/Avdelningar/Artikel.aspx?ArticleID=2008\10\10\305446&sectionid=undefined

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=838583

Ragnar (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:21

41 identicon

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki veita aðstoð hér,nema að Davíð Oddson taki pokana sína.Davíð þessi hefur skaðað þjóð sína í gegnum árin,ekki bara í þessu Kastljósviðtali.Í hvert sinn sem hann opnar kjaftin á sér að þá er hann að  segja ósatt,hann er foringi í einhverju leynigengi.Því  skal trúa ó já.

Númi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:48

42 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ekki í Cola-klíkunni! Það hún sem hann er að berjast á móti..og tapar hverju einasta spili..

Ég held að Davíð vilji vera svo leynilegur í sínu gengi, að hann er einn í leynigenginu. Hann er foringinn, ráðgjafarnir og eini meðlimurinn.

Frábært! Þá getur engin sagt hvað hann er að bralla..nema hann sjálfur, og hann talar sífellt af sér..

Óskar Arnórsson, 10.10.2008 kl. 23:29

43 identicon

Ég er nú einn af þeim sem vill helst að ríkið sé ekki að bulla í of mörgu og finnast skattar hér vera heldur háir (ok það komið á hreint).

Til ykkar sem viljið verja DO þessa dagana, ég hef bara eina spurningu.  Viljum við gefa öllum þeim up sakir sem komu að þessu rugli?  Kannski gefa þeim bankamönnum sem komu þessu öllu á hausinn "eitt tækifæri í viðbót" því þeir eru ekki svo slæmir.  

Ég segi nei.  Ég held að það sé öllum ljóst að það þarf að skipta um menn í fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum og nokkrum öðrum ríkisstofnunum.  Bankastjórar sem eru nú búnir að vera þurfa síðan að leita að nýjum störfum.

Nonni

Jón (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:05

44 identicon

oh og því meyra sem menn eru að rembast við að redda Dabba, þeim mun meyra þurfa þeir að skrifa... ég, gleymdi að svara spurningunni...

JA-REKUM DABBA

Jón (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:07

45 identicon

Davíð Oddsson er maðurinn sem eyðilagði Ísland.

Þegar ég hugsa um Davíð Oddsson sé ég fyrir mér
í huganum þessa mynd.

http://www.schikelgruber.net/images/lastpic.jpg

Þarna er Davíð ásamt yfirhugmyndafræðingi sínum Hannesi Hólmsteini
kominn upp úr bunker Seðlabankans.
Hann er að virða fyrir sér árangur verka sinna og að fá sér frískt loft.

NB! Á þessari mynd eru statistar.
Maðurinn til hægri sem lékur Davíð Oddsson heitir Adolf Schickelgruber eða öðru nafni Adolf Hitler.
Sá sem leikur Hannes Hólmstein heitir Jósef Göbbels.
Rústirnar eru ekta.
Myndin er tekin seinnipart apríl árið 1945.

Ragnar (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 04:01

46 Smámynd: Óskar Arnórsson

..sammála bæði þér Jón IP og Jón IP. Varðandi skattana á að setja þá niðut til 10% og þá fer blóðtappin út efnahgsglífunnu.

Þetta er ósöp einfalt og engin tapar áðví! Ríkið verður með skammtaða peninga af fólkinu enn ekki öfugt.Skömmtunar-nefndin yrði jafnfrant eftilitsnefnd. Ef ráðherra vill peninga , bora bora0,7göng slasasst "HEIBORN" og helminginn balamámriuHafðootpioj

Óskar Arnórsson, 11.10.2008 kl. 04:57

47 Smámynd: corvus corax

Þetta er það vitlausasta sem ég hef á ævinni heyrt! Davíð að segja sannleikann? Það er ótrúlegt hvað menn geta gert sig að miklum fíflum út af trúmálum, Davíð að segja satt! Nei, fyrr frýs í Helvíti!

corvus corax, 11.10.2008 kl. 11:58

48 identicon

Já svo þegar Dabbi átti í einhverjum erfiðleikum með Rússa enskuna....

http://www.youtube.com/watch?v=VSdxqIBfEAw

Íslenskt efnahagslíf hefur verið að senda út Mayday Mayday í langan tíma og þessir rugludallar í Seðlabankanum sögðu bara "what are you zinking amout".

Jón (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 12:01

49 identicon

Baldur,

hér skrifarðu

"Þó að Davíð hafi komið frjálshyggjunni inn í íslenskt samfélag ásamt
Hannesi Hólmsteini og fleiri félögum, þá bera þeir varla ábyrgð á svikunum
og prettunum sem fjárglæframenn hafa stundað með því að eigna sér hlutfall af lánum, eins og ef um hreinan hagnað væri að ræða. Það er eins og að ásaka foreldri fyrir að gefa unglingi bíl, sem hann svo notar til að keyra á 150 km hraða með hörmulegum afleiðingum."

Vildi bara benda á það að ef þú ert foreldri og lætur unglinginn þinn fá bíl
máttu alveg eins búast við því að hann muni keyra á 150 km hraða og gera allarhundakúnstir, til þess að hann geri það ekki þarf að vera gagnkvæmt traust og gott uppeldi.

Sama gildir um þá "fjárglæframenn" sem keyptu bankana á sínum tíma. Þeim voru ekki sett nein skilyrði um hvernig þeir ættu að haga sínum rekstri sem þýddi að þeir fóru í eins mikla útrás og raunin varð. Ef Davíð og félagar hefðu sett þeim skilyrði og haft bankana undir smásjá frá FME þá er mjög líklegt að við værum ekki í þessum vanda í dag.

Auðvitað bera DO og fylgismenn hans er komu að einkavæðingu bankanna hluta ábyrgðar en Davíð hefur farið fremstu í flokki við að skemma málsstað Íslendinga á erlendri grundu með aðförum sínum og þá sérstaklega undanfarið! 

Finnst þér í lagi að fólk sé að missa aleiguna?? Ég bara spyr??

Burt með Brennuvarginn!

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 00:31

50 identicon

Þvílíkt ofstopafólk sem er til á Íslandi. Er fólk ekki í lagi. Að ráðast á einn mann og kenna honum um allt, kannski heimskreppuna líka. Þið ættuð að skammast ykkar það er engin furða þó einelti sé vandamál hjá börnum þessarar kynslóðar. Þau hafa fyrirmyndirnar fyrir sér. Ég er sammála þér Hrannar í sambandi við Davíð. Svo vil ég taka fram að af því að við erum í ES þá hefur Ríkisstjórnin takmörkuð völd í sambandi við bindiskyldu bankanna.

Guðrún (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 05:54

51 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Óhæft fólk sem stóð ekki sína plikt eins og Davíð á að víkja fyrir hæfara fólki og það ekki seinna en í gær Guðrún.

Georg P Sveinbjörnsson, 12.10.2008 kl. 12:45

52 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Davíð hefur ekki traust hvorki almennings á Íslandi né ráðamanna erlendis. Seðlabankastjóri getur ekki leyft sér að tala eins og pólitíkus í fjölmiðlum. Það hefði aldrei átt að ráða hann sem seðlabankastjóra og því fyrr sem hann hættir því betra. Tel ekki að þetta sé neitt einelti gagnvart Davíð heldur raunsætt mat.

Bjarnveig Ingvadóttir, 12.10.2008 kl. 14:12

53 identicon

Davíð Oddsson var formaður Sjálfstæðisflokksins og stjórnaði einkavinavæðingunni.
Hann gerðist síðan æðsti embættismaður fjármála Íslands.
Hann ber ábyrgð á því að skuld íslenska ríkisins í dag er 12 föld þjóðarframleiðsla þjóðarinnar.
Hann átti að sjá til þess að íslenska þjóðin væri ekki þátttakandií þeirri áhættu sem sem fylgdi bankastarfseminni.

Davíð Oddsson er maðurinn sem eyðilagði Ísland.

Ragnar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:52

54 identicon

Ég er svo innilega sammála þér Hrannar og þakka þér fyrir að skrifa þennan pistil. Það er eins og fólk hafi algjörlega gleymt því hvað Davíð hefur gert fyrir Ísland síðustu 20+ árin! Og af hverju finnst mér eins og fjölmiðlar taki ekki almennilega á þeim aðilum sem hafa misnotað bankakerfið, með því að fara út í fjármálalegan glæfraakstur?! Mér fannst nefnilega gott hjá þér að bera þetta þannig saman við ungling í umferðinni, þó svo mig langi aðeins að færa samlíkinguna í annað form: Það má í raun líkja þessu við t.d. hámarkshraða í umferðinni. Þó svo að það sé leyfilegt að aka á 90 km hraða að þá er það upp til sérhvers ökumanns að vega og meta aðstæður og aka í samræmi við það. Ekki er hægt að ásaka Umferðarstofu þegar umferðarslys á sér stað - og þá einungis af því að ökumaðurinn ákvað að keyra á 90 km hraða eða meira við erfið skilyrði.

Nei, það er löngu kominn tími til að fólk á Íslandi fari að líta í eigin barm og hugsa betur sinn gang í eigin fjármálum. Það hefur tíðkast að það sé litið á það sem sjálfsagðan hlut að vera skuldugur upp fyrir haus og ekki safna fyrir einu né neinu áður en farið er á spreðerí. Allt verður að vera til á hverju heimili - það nýjasta og dýrasta. Og að lokum - fólk verður að taka ábyrgð á sínum eigin málum og ekki að skella skuldinni á náungann. Annað er bara barnaskapur.

Heiða (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:26

55 identicon

Davíð Oddsson er maðurinn sem eyðilagði Ísland.
Hann er ALGJÖRLEGA rúinn öllu trausti bæði innanlands og utan.
Það er skaðlegt fyrir framtíð þjóðarinnar að hafa þennan mann áfram í stjórnunarstöðu.

Ragnar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband