Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

5. vinsælasta á leigunum í síðustu viku: Semi-Pro (2008) **1/2

Semi-Pro er furðulega skemmtileg íþróttagamanmynd, þrátt fyrir sífellt leiðinlegri Will Ferrell í aðalhlutverki.

Jackie Moon (Will Ferrell) varð auðugur fyrir að koma laginu "Love Me Sexy" efst á vinsældarlista. Fyrir peninginn keypti hann sér körfuboltalið, þar sem hver einasti meðlimur tekur Jackie sér til fyrirmyndar að því leyti að þeir eru að tapa sér í sjálfsdýrkun og eigingirni. 

Þegar ákveðið er að sameina áhugamannadeild körfuboltans og NBA, sem þýðir að efstu fjögur lið áhugamannadeildarinnar kemst í NBA, ákveður Ferrell að ráða atvinnumanninn Monix (Woody Harrelson) til að koma lífi í liðið. Reyndar skipti hann á Monix og þvottavél, þannig að trú manna á Monix er ekki mikil. En Monix er ekki allur þar sem hann er séður, þó að hann sé frekar blautur og gamall fyrir íþróttina. Hann tekur þetta sem alvöru áskorun og ætlar að koma liðinu í NBA, þrátt fyrir lítinn skilning Jackie Moon á körfubolta, (en góðan á skemmtiatriðum). 

Þegar Monix tekur að sér þjálfun liðsins stórbatnar árangur þeirra strax. Þeir hvíla ekki lengur í botnsætinu, og eygja fjórða sætið. Hvort þeim takist að ná fjórða sætinu er svo alls ekki aðalatriðið. Það má hafa gaman af þessu, en ekki búast við miklu.

Kíktu á fulla gagnrýni mína á Semi-Pro hérna.


Ólafur F. hemur reiðina gegn harðri yfirheyrslu í Kastljósi (og samanburður við þátt Sverris og Guðna).

Gærdagurinn var frekar heitur. Það er ekki nóg með að hitamet hafi verið slegin víða um land, heldur steig hitinn greinilega til höfuðs nokkurra þjóðþekktra einstaklinga.

Fyrst var það Sverrir Stormsker sem í miskunnarlausum og gáskafullum spurningum gekk fram af Guðna Ágústssyni í þætti sínum á Útvarpi Sögu, þannig að Guðni á endanum gekk út. 

Í Kastljósi reyndi Helgi Seljan síðan að spyrja Ólaf F. Magnússon spjörunum úr, og vildi greinilega vera afar gagnrýninn í sínum spurningum, en klikkaði algjörlega á lykilatriði hnitmiðaðrar gagnrýni: að hlusta á hinn aðilann. Reyndar má segja Helga það til vorkunnar að Ólafur var ekki mikið skárri, þar sem hann hafði fyrst og fremst áhuga á að koma á framfæri því jákvæða í starfi borgarstjórnar, en Helgi vildi hins vegar gagnrýna einhverja fleti niður í þvílíkan kjöl að það var engan veginn hægt að fylgja honum eftir. 

En Ólafi til vorkunnar, reyndi hann að svara spurningum Helga, en komst aldrei langt því að greinilega var ekki hlustað á það sem hann hafði að segja, og hugmyndin var einungis að veiða út úr honum lokuð svör, frekar en leyfa manninum að tjá sig á frjálsan hátt.

Það þykir mér afar léleg stjórnun.

Með því að halda viðtalið út og gagnrýna þáttarstjórnanda fyrir slaka frammistöðu hélt Ólafur F. höfði, og það þrátt fyrir að vera í erfiðri stöðu sem óvinsæll borgarstjóri sem tekið hefur mjög umdeildar ákvarðanir. Þáttastjórnendur mega aldrei gleyma því að þeir eru að ræða við manneskju, en ekki vél sem gefur þeim nákvæmlega þau svör sem þeir vilja.

Ef ég ber þetta viðtal saman við viðtal þeirra Sverris og Guðna, þá er eðli þeirra gjörólíkt, því að Sverrir gerði stöðugt athugasemdir við það sem Guðni hafði að segja, á meðan Helgi virtist einungis þylja upp spurningalista sem hann hafði á borðinu fyrir framan sig.

Skondið hvernig Sverrir virkaði á mig sem virkilega forvitinn og skapandi einstaklingur, með meiri áhuga á skoðunum Guðna en upplýsingum, en Helgi Seljan sem vélrænn skriffinnskuþræll sem vildi draga fram upplýsingar úr Ólafi F. eins og lögreglumaður að setja saman skýrslu eða pyntari. Það er gott að leyfa viðmælendum sínum ekki að komast upp með hvað sem er, en það má nú leyfa þeim að segja það sem liggur þeim á hjarta. Hvernig getum við annars kynnst þeim?

Í báðum tilvikum snýst málið um stjórnun. Stjórnmálamanninum finnst eðlilegt að hann stjórni. Sverrir Stormsker hunsaði það og spurði stanslaust eins og krakki sem bara þarf að vita hlutina og hefur engan áhuga á hver ræður. Mistök Helga Seljan voru hins vegar þau að hann hafði engan áhuga á að ræða við sinn viðmælanda, vildi kúga hann til hlýðni og spyrja um tilfærslu einnar manneskju í starfi eins og það sé eitthvað höfuðmál, á meðan tugir manna hafa misst störf sín á sama degi hjá Ræsi, Just for Kids, og Mest. 

Þá má benda á að áhugavert væri að fylgjast með dýpri rannsókn á þessum málum:

  1. Hvernig Ræsir segir upp öllu sínu starfsfólki með það í huga að ráða einhverja aftur,
  2. Hvernig stjórnendur Just for Kids skilja fyrrum starfsmenn sína eftir í óvissu með því að segja þeim ekki hvort þeir fái borgað um mánaðarmót eða ekki og
  3. Hvernig Mest var skipt upp í tvö fyrirtæki áður en hluti þess var gerður gjaldþrota, og hvernig Glitnir fær gífurlegar fjárhæðir út úr þessu á meðan starfsmenn fá ekki full laun, þar sem Mest er ekki lengur skuldbundið til að borga þeim, heldur fyrirtækið sem var búið til og gert gjaldþrota á einum mánuði. 
  4. Bensín- og díselmál: hvernig verðið hækkar alltaf með verðhækkunum utan, en lækkar ekki í samræmi við það.
Öllum þessum málum var reyndar gerð ágæt skil í Fréttum, en Kastljós ætti að mínu mati að kafa dýpra og snúa sér aftur að fréttaskýringum, í stað þess að vera blaðurþáttur um ekki neitt.

30. júlí 2008 var með undarlegri dögum. Ég get bara ekki sagt annað.

Nú hefur einnig komið fram að Guðni óskar þess að þátturinn hans Sverris verði ekki endurfluttur, og ef svo færi að þátturinn yrði bannaður, þá væri búið að banna útvarpsþátt á Íslandi í fyrsta sinn, held ég, sem myndi náttúrulega bara vekja enn meiri áhuga fólks á þættinum og sjálfsagt verða til þess að honum verði dreift á netinu í massavís og verði þannig instant klassík, svo ég leyfi mér að sletta.

Það má taka fram að Ólafur sést rjúka út með þjósti að baki Þórhallar Gunnarssonar strax eftir viðtalið. Tímasetning útgöngunnar er góð. Kastljós fær falleinkunn að þessu sinn, Ólafur plús í kladdann fyrir að gagnrýna spyrjandann afar vel, með athugasemdum sem þáttastjórnandinn þarf að svara vilji hann fá einhvern aftur í viðtal til sín. Ekki myndi ég vilja fara í viðtal til Helga Seljan, en hefði sjálfsagt lúmskt gaman af því að ræða við Sverri Stormsker.

 

Hér má sjá brotið úr Kastljósi: Ólafur F Magnússon borgarstjóri

 

Myndir: 

Helgi Seljan á flickr

Ólafur F. Magnússon á vef borgarstjóraembættis


mbl.is Guðni gekk út í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur F. hemur reiðina gegn harðstjórn í Kastljósi

Gærdagurinn var frekar heitur. Það er ekki nóg með að hitamet hafi verið slegin víða um land, heldur steig hitinn greinilega til höfuðs nokkurra þjóðþekktra einstaklinga.

Fyrst var það Sverrir Stormsker sem í miskunnarlausum og gáskafullum spurningum gekk fram af Guðna Ágústssyni í þætti sínum á Útvarpi Sögu, þannig að Guðni á endanum gekk út. 

Í Kastljósi reyndi Helgi Seljan síðan að spyrja Ólaf F. Magnússon spjörunum úr, og vildi greinilega vera afar gagnrýninn í sínum spurningum, en klikkaði algjörlega á lykilatriði hnitmiðaðrar gagnrýni: að hlusta á hinn aðilann. Reyndar má segja Helga það til vorkunnar að Ólafur var ekki mikið skárri, þar sem hann hafði fyrst og fremst áhuga á að koma á framfæri því jákvæða í starfi borgarstjórnar, en Helgi vildi hins vegar gagnrýna einhverja fleti niður í þvílíkan kjöl að það var engan veginn hægt að fylgja honum eftir. 

En Ólafi til vorkunnar, reyndi hann að svara spurningum Helga, en komst aldrei langt því að greinilega var ekki hlustað á það sem hann hafði að segja, og hugmyndin var einungis að veiða út úr honum lokuð svör, frekar en leyfa manninum að tjá sig á frjálsan hátt.

Það þykir mér afar léleg stjórnun.

Með því að halda viðtalið út og gagnrýna þáttastjórnanda fyrir slaka frammistöðu hélt Ólafur F. höfði, og það þrátt fyrir að vera í erfiðri stöðu sem óvinsæll borgarstjóri sem tekið hefur mjög umdeildar ákvarðanir. Þáttastjórnendur mega aldrei gleyma því að þeir eru að ræða við manneskju, en ekki vel, sem gefur þeim nákvæmlega þau svör sem þeir vilja.

Ef ég ber þetta viðtal saman við viðtal þeirra Sverris og Guðna, þá er eðli þeirra gjörólíkt, því að Sverrir gerði stöðugt athugasemdir við það sem Guðni hafði að segja, á meðan Helgi virtist einungis þylja upp spurningalista sem hann hafði á borðinu fyrir framan sig.

Skondið hvernig Sverrir virkaði á mig sem virkilega forvitinn og skapandi einstaklingur, með meiri áhuga á skoðunum Guðna en upplýsingum, en Helgi Seljan sem vélrænn skriffinnskuþræll sem vildi draga fram upplýsingar úr Ólafi F. eins og lögreglumaður að setja saman skýrslu eða pyntari. Það er gott að leyfa viðmælendum sínum ekki að komast upp með hvað sem er, en það má nú leyfa þeim að segja það sem liggur þeim á hjarta. Hvernig getum við annars kynnst þeim?

Í báðum tilvikum snýst málið um stjórnun. stjórnmálamanninum finnst eðlilegt að hann stjórni. Sverrir Stormsker hunsaði það og spurði stanslaust eins og krakki sem bara þarf að vita hlutina og hefur engan áhuga á hver ræður. Mistök Helga Seljan voru hins vegar þau að hann hafði engan áhuga á að ræða við sinn viðmælanda, vildi kúga hann til hlýðni við sig og spyrja um tilfærslu einnar manneskju í starfi eins og það sé eitthvað höfuðmál, á meðan tugir manna hafa misst störf sín á sama degi hjá Ræsi, Just for Kids, og Mest. 

Þá má benda á að áhugavert væri að fylgjast með dýpri rannsókn á þessum málum:

  1. Hvernig Ræsir segir upp öllu sínu starfsfólki með það í huga að ráða einhverja aftur,
  2. Hvernig stjórnendur Just for Kids skilja fyrrum starfsmenn sína eftir í óvissu með því að segja þeim ekki hvort þeir fái borgað um mánaðarmót eða ekki og
  3. Hvernig Mest var skipt upp í tvö fyrirtæki áður en hluti þess var gerður gjaldþrota, og hvernig Glitnir fær gífurlegar fjárhæðir út úr þessu á meðan starfsmenn fá ekki full laun, þar sem Mest er ekki lengur skuldbundið til að borga þeim, heldur fyrirtækið sem var búið til og gert gjaldþrota á einum mánuði. 
  4. Bensín- og díselmál: hvernig verðið hækkar alltaf með verðhækkunum utan, en lækkar ekki í samræmi við það.
Öllum þessum málum voru reyndar gerð ágæt skil í Fréttum, en Kastljós ætti að mínu mati að kafa dýpra og snúa sér aftur að fréttaskýringum, í stað þess að vera blaðurþáttur um ekki neitt.

30. júlí 2008 var með undarlegri dögum. Ég get bara ekki sagt annað.

Það má taka fram að Ólafur sést rjúka út með þjósti að baki Þórhallar Guðmundssonar strax eftir viðtalið. Tímasetning útgöngunnar er góð. Kastljós fær falleinkunn að þessu sinn, Ólafur plús í kladdann fyrir að gagnrýna spyrjandann afar vel, með athugasemdum sem þáttastjórnandinn þarf að svara vilji hann fá einhvern aftur í viðtal til sín. Ekki myndi ég vilja fara í viðtal til Helga Seljan, en hefði sjálfsagt lúmskt gaman af því að ræða við Sverri Stormsker.

 

Hér má sjá brotið úr Kastljósi: Ólafur F Magnússon borgarstjóri

 

Myndir: 

Helgi Seljan á flickr

Ólafur F. Magnússon á vef borgarstjóraembættis


Guðni Ágústsson rýkur reiður út eftir erfiðar spurningar frá Sverri Stormsker í þætti Sverris á Útvarpi Sögu

Á leiðinni heim úr vinnu var ég að vafra á milli útvarpsstöðva, og heyrði þá frekar sjaldgæfan hlut. Sverrir Stormsker og Guðni Ágústsson áttu ágætis samræðu, og fannst mér hún það áhugaverð að ég fletti upp á Útvarpi Sögu þegar ég kom heim. Hins vegar gerðist það að Sverrir fór að fara í þær fínustu hjá Guðna.

Sverrir hélt ýmsu fram um greindarleysi Íslendinga á sinn róttæka hátt og rökstuddi sínar fullyrðingar ágætlega, svona miðað við tónlistarmann - sem gerir hann sjálfsagt að jafnoka fjármálaráðherra, en til umræðu voru mál sem þjóðin hefur mikinn áhuga á: bensín og díselmál, ríkisstjórnina, skattamál, landbúnaðarmál, og tollmál.

author_icon_14855Sverrir leyfði Guðna ekki alltaf að ljúka málin sínu og truflaði hann með sífellum spurningum og var reyndar með svolítinn sorakjaft sem hann er reyndar þekktur fyrir, var þannig eins og broddfluga sem sífellt truflaði.

Guðni túlkaði innígrip Sverris sem dónaskap, en þetta er að mínu áliti einmitt það sem vantar í íslenska samfélagsumræðu, að spyrja spurninga sem skipta máli. Spurning hvort að leiðtogar þjóðarinnar hafi ekki haft það of gott gagnvart gagnrýnni hugsun?

Sverrir fær hrósið, en ég skil ekki alveg hvernig Guðni gat leyft sér að láta áheyrendur heyra hann gefast upp gegn vélkjaftinum Sverri, í stað þess að snúa þessu upp í góðlátlegt grín og halda höfði, nokkuð sem ég efasðist ekki um að hann myndi gera. Guðni kom mér á óvart með því að gefast upp gegn Sverri.

 

Myndir: Alþingi og bloggsíða Sverris


Núna: Sverrir Stormsker og Guðni Ágústsson í stórskemmtilegu viðtali á Útvarpi Sögu

Reyndar er Sverrir mjög aggresívur eins  og honum er lagið og Guðni heldur höfði með skemmtilegu myndmáli, en hótar reyndar hvað eftir annað að rjúka í burtu.

Smelltu hérna, þátturinn er til kl. 18:00

 

Tengill á Útvarp Sögu


Hvernig stendur á því að þegar heimsmarkaðsverð á olíu lækkar, krónan styrkist og hlutabréf erlendis hækka, berast engar fréttar af lækkandi bensínverði á Íslandi?

Getum við sett þetta í samhengi, vinsamlegast?

Mbl: 29.7.2008, kl. 16:24: Gengi krónunnar styrktist um 3,64%

Gengisvísitala krónunnar opnaði í 166,40 stigum og lauk daginn í 160,35 stigum. Gengi evru var 124,86 krónur, gengi bandaríkja dals 80,19 krónur og gengi punds 158,73 krónur í lok dags.


Mbl: 29.7.2008, kl. 21:11: Miklar hækkanir (hlutabréfa) vestanhafs

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu allar í dag. Meðal ástæðna fyrir hækkununum má nefna að heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði töluvert auk þess sem stálrisinn US Steel skilaði uppgjöri sem var vel yfir væntingum.

Dow Jones-iðnaðarvísitalan hækkaði um 2,39% í dag, samsetta Nasdaq-vísitalan um 2,45% og S&P 500-vísitalan hækkaði um 2,34%.

Gengi bréfa deCODE lækkaði um 4,97% og er skráð 1,53  dalir.



Mbl: 29.7.2008, kl. 21:18: Olíuverð heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar enn og hefur það að sögn Bloomberg ekki verið lægra í 12 vikur en nú. Dægurverð á fati af hráolíu á markaði í New York kostar nú 122,19 dali sem er 2,04% lækkun frá því í gær. Framvirkur samningur á sama markaði kostar 121,69 dali, 2,44% lækkun.

Gengi Bandaríkjadals hefur styrkst gagnvart öðrum miðlum og sjást merki þess á olíuverðinu en auk þess hefur eftirspurn eftir olíu dregist saman í Bandaríkjunum, einmitt vegna hins háa verðs. Olíuverð er mjög næmt fyrir framboði og eftirspurn í Bandaríkjunum.

Dægurverð á fati af hráolíu af Brent-svæðinu í Norðursjó kostar 121,95 dali og lækkaði það um 2,47%.

 

Klukkan er orðin 22:39, og ekki hafa enn borist fréttir af lækkandi bensínverði hérna heima. Hvaða olíufélag verður í broddi fylkingar?

Útskýringar óskast.

 

 

Mynd:  1 Sky

 


mbl.is Olíuverð heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott helgartilboð á Lunarpages í dag!

Ég kíkti inn á Lunarpages áðan, en þeir eru með sérstaklega gott tilboð í dag fyrir pakka til tveggja ára, $3.47 á mánuði sem er í íslenskum krónum tæpar 284,- á mánuði í tvö ár, samtals kr. 6816,-. Mundu að slá inn "WoW50" í afsláttarreit til að fá tilboðið á þessu verði.

Fyrir hvern þann sem kaupir sér svæði á Lunarpages fæ ég $65.00 í hendurnar, hætti viðkomandi ekki við viðskiptin eftir 30 daga. Hljómar of vel til að geta verið satt? Um daginn fékk ég ávísun upp á tæpa 1000 dollara og gat skipt henni, þannig að þú gætir gert það sama. Allir viðskiptavinir Lunarpages geta tekið þátt í þessu.

Smelltu hérna ef þú ætlar að kaupa þér lén hjá Lunarpages og vilt leyfa mér að hagnast í leiðinni.

 

Innifalið:

  • Netfang fyrir tölvupóst
  • Kerfi til að setja upp vefverslun
  • Afritun á efni vefsins
  • Ókeypis uppsetning á þínu eigin bloggkerfi, skoðanakönnunum, myndasíðum, wikisíðun og fleira
  • Styður Silverlight, Flash, Shockwave, myndbandsstreymi, hljóðstreymi og fleira

 

Tæknilegar upplýsingar:

  • Bónus pakki af forritum metinn á kr. 63.300,-
  • Ókeypis Lén
  • Geymslupláss: 1.500 GB
  • Bandvídd: 15.000 GB á mánuði
  • 30 daga skilafrestur
  • Stjórnborð á vefnum
  • Ótakmarkaðir MySQL gagnagrunnar
  • Ótakmarkaði postgre SQL gagnagrunnar
  • Microsoft Frontpage Extensions
  • Virkar með Dreamweaver
  • Hægt að bæta við endalausum lénum
  • Hægt að geyma endalausan fjölda léna á síðunni
  • Hægt að bæta við endalausum undirlénum
  • CGI-BIN
  • FTP skráarflutningar
  • Tölfræði um notkun á vefnum
  • Apache 2
  • Hægt að bæta við fyrir $2 á mánuði aukalega: Shell Access
  • Ruby on Rails stuðningur
  • PHP stuðningur
  • PERL stuðningur
  • SSI stuðningur
  • Frábær þjónusta 

Ég hef útskýrt hvernig hægt er að setja upp ýmislegt á vefnum með Lunarpages. Smelltu bara á tenglana hérna fyrir neðan til að skoða þetta betur.

 

Upplýsingatækni á vefnum

 

Kafli 1: Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði?

Kafli 2: Hvernig notarðu Fantastico til að skapa vefsíður?

Kafli 3: Hvernig seturðu upp hágæða vefumsjónarkerfi á 5 mínútum?

Kafli 4: Hvernig popparðu upp Joomla vefsíðu og gerir hana nothæfa?

Kafli 5: Hvernig seturðu upp þitt eigið bloggkerfi?

Kafli 6: Kauptu þér ódýrt .com eða .net vefsvæði og settu upp faglegan vef á stuttum tíma!

Kafli 7: Hvernig seturðu upp þína eigin vefverslun fyrir lítinn pening?

Kafli 8: Settu sumarmyndirnar á Netið án mikillar fyrirhafnar

 

Smelltu á Lunarpages til að kaupa lén, geymslupláss upp á 1,5 terrabæt, hraða nettengingu frá vefþjóninum, auk aðgangs að CPanel og Fantastico miðað við eins eða tveggja ára plön.

 

Mynd: Luxorion


The Beatles: Across the Universe (2007) ***1/2

Across the Universe er stórskemmtilegur söngleikur, sem minnir annars vegar á Dancer in the Dark (2000) hennar Bjarkar Guðmundsdóttur, og hins vegar á hippasöngleikinn Hair (1979). Öll lögin eru eftir Bítlana og eru skemmtilega flutt af aðalleikurunum, auk ágætra gesta eins og til dæmis Bono sem tekur "I am the Walrus".

Atburðirnir sem sögupersónur lenda í eru byggðar á atburðum og ástandi í Liverpool og New York frá um það bil 1966-1970. 

Jude (Jim Sturgess) er ungur maður frá Liverpool sem þráir það eitt að hitta föður sinn, en hann var bandarískur hermóður sem barnaði móður hans og fór svo til Bandaríkjanna og stofnaði sitt eigið heimili. Á ferð sinni til Bandaríkjanna eignast Jude traustan vin í Max (Joe Anderson) og kynnist systur hans Lucy (Evan Rachel Wood), en þar felst ástin á bakvið söngvana.

Ég mæli eindregið með þessari mynd, sérstaklega ef þú hefur gaman af Bítlatónlist. Það eru svolítið skrítin atriði inn á milli sem virðast ekki vera í samhengi við annað sem er að gerast, en þegar maður hugsar út í það, þá hefði ekki mátt sleppa þessum atriðum.

Ég elska þessa mynd!

Dýpri gagnrýni birtist á Seen This Movie innan sólarhrings.

 

Leikstjóri: Julie Taymor

Einkunn: 9

 


Ef þú gætir ákveðið í dag að vakna á morgun með ákveðinn hæfileika eða eiginleika, hvað yrði fyrir valinu?

Ímyndaðu þér að þú þyrftir ekki að fara í nám til að læra að gera eitthvað ákveðið, eða bæta skapgerð eða þína persónu á einhvern hátt. Hvaða hæfileika eða eiginleika myndirðu óska þér?

 

Mynd: Sportrider.com


Hvað værirðu til í að borga fyrir eilíft líf?

Doriangray_1945

Værirðu til dæmis til í að fórna útlitinu þannig að þú litir hreint viðbjóðslega út, en gætir samt lifað að eilífu við góða líkamlega og andlega heilsu?

Hversu háa greiðslu værirðu til í að leggja af hendi?

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband