Hvernig geturðu deilt ljósmyndum á Netinu án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar?

Hefur þér einhvern tíma dottið í hug að sniðugt væri að setja ljósmyndir þínar á vefinn og deila með fjölskyldum og vinum, en hætt við þegar þú áttaðir þig á að myndirnar færu inn á vefsvæði í eigum annarra, og viðkomandi gætu því nýtt myndirnar eins og þeim sýnist?

Ég var að prófa lausn á Lunarpages sem virkar vonum framar.

Til þess að geta gert þetta þarftu að kaupa pakka hjá Lunarpages fyrir um kr. 400 á mánuði í eitt eða tvö ár þar sem eftirfarandi fylgir:

Þitt eigið lén til lífstíðar með endingunum .com, .net, .org, .biz, .info, .name, eða .us (ég sting upp á .net þar sem það hljómar frekar íslenskt eða .com sem er góð alþjóðleg ending. Ég hef stofnað mörg svæði með Lunarpages, það nýjasta er seenthismovie.com, og einnig á ég heimspeki.net, og mörg fleiri sem ég ætla ekki að telja upp.

Geymslupláss upp á 1500 gígabæt. Til samanburðar kostar flakkari hjá att.is með 250 GB geymslurými kr. 10.950,- og til að fá sama geymslurými og hjá Lunarpages margaldarðu einfaldlega með 6.

Forrit til að setja saman alls konar veflausnir með fáeinum smellum, þar á meðal myndaalbúmið.

Auka forritapakki með alls konar lausnum eins og t.d. logogerð fylgja líka frítt með. Svona pakkar kosta yfirleitt nokkra tugi þúsunda.

En nú langar mig að kenna þér að setja upp myndagallerí á vefnum með Lunarpages tólunum CPanel og Fantastico, sem ég hef kynnt í fyrri greinum. 

Eftir að hafa loggað þig inn á CPanel, velurðu 4Images Gallery.

Í kjölfarið velurðu einfaldlega 'New Installation', og þarft að samþykkja skilmála auk þess að fylla út í staðlaðar upplýsingar um notendanafn, lykilorð og staðsetningu á myndakerfinu.

Þegar þessu er lokið er myndavefurinn kominn í gang, en svona lítur hann út þegar þú hefur loggað þig inn í fyrsta sinn:

Til að komast inn í kerfið og byrja að hlaða inn myndum, velurðu 'Admin Control Panel' sem er neðarlega á síðunni. Þá færðu upp þennan glugga:

Til að komast í gang, mæli ég með að þú búir til einn efnisflokk, eða 'category' og setjir síðan myndir sem eiga við um þann flokk undir hann. Það er lítið mál að gera þetta, en það tók mig um tvær  mínútur að læra þetta án þess að leita í leiðbeiningar. 

Eftir fáeinar mínútur er komin upp myndasíða sem þú getur farið að sýna vinum og fjölskyldu. Það er einnig hægt að loka aðgangi fyrir óviðkomandi aðila.

Svona lítur svæðið mitt út eftir um tíu mínútur (með uppsetningu):

Þú getur kíkt á myndasvæðið mitt hérna. Veldu 'Movie Posters' flokkinn þar sem ég hef einungis sett myndir í hann.

Ég vona að þú setjir þetta upp. Það er gaman að þessu.

 

Upplýsingatækni á vefnum

 

Kafli 1: Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði?

Kafli 2: Hvernig notarðu Fantastico til að skapa vefsíður?

Kafli 3: Hvernig seturðu upp hágæða vefumsjónarkerfi á 5 mínútum?

Kafli 4: Hvernig popparðu upp Joomla vefsíðu og gerir hana nothæfa?

Kafli 5: Hvernig seturðu upp þitt eigið bloggkerfi?

Kafli 6: Kauptu þér ódýrt .com eða .net vefsvæði og settu upp faglegan vef á stuttum tíma!

Kafli 7: Hvernig seturðu upp þína eigin vefverslun fyrir lítinn pening?

Kafli 8: Settu sumarmyndirnar á Netið án mikillar fyrirhafnar

 

Eini kostnaðurinn felst í að smella á Lunarpages til að kaupa lén, geymslupláss upp á 1,5 terrabæt, hraða nettengingu frá vefþjóninum, auk aðgangs að CPanel og Fantastico fyrir kr. 400,- á mánuði, miðað við eins eða tveggja ára plön.

 

Ljósmyndir: Big Sky Montana, Skooogle.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Yfirklár

Ómar Ingi, 1.7.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það mætti halda að þú sért að vinna fyrir lunarpages, þú ert svo duglegur að auglýsa þá..

En ég er samt glaður að þú sért að auglýsa þá, því ég fann þá í gegnum bloggið þitt, og er mjög sáttur :) 

Viðar Freyr Guðmundsson, 2.7.2008 kl. 03:36

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Viðar: ég er ekki að vinna fyrir Lunarpages, en finnst þjónustan hjá þeim frábær og ótrúlegt hvað maður fær mikið fyrir lítið hjá þeim.

Hrannar Baldursson, 2.7.2008 kl. 11:38

4 identicon

En færðu ekki $65 fyrir hvern sem skráir sig í gegnum linkinn þinn?

Kristján (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kristján, ég fæ $65 fyrir þá sem skrá sig, gerast áskrifendur og hætta ekki við innan 30 daga. Það sama á við um alla sem skrá sig hjá Lunarpages.

Hrannar Baldursson, 2.7.2008 kl. 14:39

6 identicon

Langar samt að benda þér á einn kost við erlenda hýsingu.  Það er að þegar þú setur gögn þar í hýsingu eða sækir, þá borga flestir fyrir flutning á því gagnamagni samanber erlent niðurhal sem er rukkað sérstaklega hjá td. símanum.  Einnig væri forvitnilegt að sjá hvað síminn eða td vodafone myndi gera ef þú værir með ótakmarkað upp og niðurhald og þú nú nýttir öll þessi 15000 GB :D 

Svenni Jons (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 16:32

7 identicon

Og þessi kostur átti auðvitað að vera ókostur

Svenni Jons (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 16:33

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Reyndar er þetta hárrétt hjá þér Svenni. Stundum gleymi ég þessum undarlega einokunarþætti, kannski vegna þess að ég pæli ekkert í honum sjálfur, enda er ég ekki á slíkum samningi. Ótakmarkað niðurhal er rétta leiðin í vefþjónustu ef þú ætlar að nota hýsingu á erlendri grund.

Hrannar Baldursson, 2.7.2008 kl. 16:46

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sniðugt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 19:38

10 identicon

Fyrir myndir mæli ég með SmugMug fyrir þá sem vilja bara einfalda og örugga þjónustu.

Gaur (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband