Hvað værirðu til í að borga fyrir eilíft líf?

Doriangray_1945

Værirðu til dæmis til í að fórna útlitinu þannig að þú litir hreint viðbjóðslega út, en gætir samt lifað að eilífu við góða líkamlega og andlega heilsu?

Hversu háa greiðslu værirðu til í að leggja af hendi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar ekki að lifa að eilífu.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Þeir sem tilheyra þessum minni og sjálfstæðu söfnuðum láta sér nægja að borga 10% af brúttó tekjum og einhver samskot að auki þegar mikið liggur við.

Ég myndi hins vegar vilja borga með öllum mínum tekjum til að losna við eilíft líf eins og því er lýst í Biblíunni og Kóraninum. Þá vel ég frekar frystingu við -273°C á sveimi í himingeimnum.

Sigurður Rósant, 26.7.2008 kl. 12:08

3 Smámynd: Ómar Ingi

Hver myndi virkilega vilja lifa að Eílífu ?

Ekki ég , nei takk

Ómar Ingi, 26.7.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hvað er þetta, hafa menn svona mikla fordóma gagnvart ódauðleikanum? Sjálfur væri ég alveg til í að lifa að eilífu, að minnsta kosti um stundarsakir.

Hrannar Baldursson, 26.7.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það eru örugglega margir sem þæðu Dorian Gray uppskriftina miðað við æskudýrkun nútímans

Hinn möguleikann skv. spurningu þinni, Hrannar, væri ég alveg til í að skoða svona forvitninnar vegna - en eingöngu gegn ríflegu gjaldi - til mín!

Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 14:10

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kolbrún: það væri svosem ágætt að lifa að eilífu gegn greiðslu. Það hafði mér ekki dottið í hug.

Hrannar Baldursson, 26.7.2008 kl. 15:46

7 identicon

Ekki séns að ég myndi vilja lifa af eilífu amk ekki hér á jörðinni.  Væri ekki til í að lifa alla sem ég þekki og hef tengst.  En væri svo sem alveg til í að það væri til himnaríki eins og ég skilgreindi það þegar ég var sirka 5 ára og þannig væri eilíft líf.

Hafrún (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 17:00

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Má ég spyrja Hafrún: hvernig sástu himnaríki fyrir þér þegar þú varst fimm ára?

Hrannar Baldursson, 26.7.2008 kl. 17:10

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hvernig þá, Skúli? Mig grunar að þú sért að hugsa til Platóns og Sókratesar núna. Getur það verið?

Hrannar Baldursson, 26.7.2008 kl. 18:08

10 identicon

Þá hitti maður alla sem maður þekkti sem voru dánir og horfði niður á hina sem enn voru á lífi.  Himnaríki var á skýjunum og það var voða mjúkt að labba á þeim og frábært að sofa á þeim.  Skýin löguðu sig að líkamanum.  Maður fór í gegnum gullna hliðið sem var bókstaflega úr gulli og Lykla Pétur var voða viðkunnalegur.  Allir voru góðir, alltaf gott veður, alltaf sól, engin skóli og maður gat endalaust leikið sér.  Sirka svona.

Man reyndar eftir því að ég velti fyrir mér hvert himnaríki færi þegar það var heiðskýrt.

Hafrún (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 01:55

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skúli: Ég var að ímynda mér úlfalda fara í gegnum nálarauga - það er ófögur sýn, en væri sjálfsagt sniðugur réttur á veitingahúsi: næfurþunnir úlfaldastrimlar.

Mér líst vel á himnaríkið hjá þér Hafrún. Hvar og hvernig fæ ég miða?

Hrannar Baldursson, 27.7.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband