The Curious Case of Benjamin Button (2008) **1/2

The Curious Case of Benjamin Button er vel leikin af Brad Pitt og Cate Blanchett, en í stað þess að rannsaka af dýpt merkinguna á bakvið líf sem gengur afturábak, festist kvikmyndin í frekar innantómu melódrama um samband tveggja einstaklinga, sem þroskast í ólíkar áttir.

Það væri hægt að vinna mígrút úr hugmyndum upp úr sögu um mann sem yngist í stað þess að eldast, og hægt væri að fókusa á tímabil í hans lífi frekar en að segja söguna frá fæðingu í hárri elli og dauða í æsku. Það er frekar lítið heillandi við þá nálgun. Brad Pitt og tölvubrellur sýna stórleik sem Benjamin Button, en söguna vantar bara ákveðið drama.

Það að segja ævi manneskju á þremur klukkustundum, sama þó að ævin líði afturábak, krefst mun meira en það sem við fáum út úr þessari kvikmynd.

Þegar eiginkona Thomas Button (Jason Flemyng) deyr við fæðingu sonar þeirra, Benjamin (Brad Pitt), bregst Thomas illa við þegar hann sér krumpað og afar ljótt barn og þrífur það með sér og hleypur niður á árbakka til að drekkja því. Lögreglumaður verður var við hann, þannig að hann hleypur inn í húsasund og skilur Benjamin eftir á tröppunum, vafinn inn í teppi og með átján dollara innan á sér.

Queenie (Taraj P. Henson) finnur barnið, tekur það að sér og elur upp á heimili fyrir aldraða. Barninu er spáður skjótur dauði, en Queenie ákveður að sinna barninu til dauðadags, eins og hún hefur sinnt fjölmörgum öldruðum. Hins vegar kemur í ljós að barnið deyr ekki, heldur yngist með hverju árinu.

Gamla fólkið kennir Benjamin ýmsar ágætis listir og lífsviðhorf, og þar kynnist hann loks Daisy (Elle Fanning (7 ára), Madison Beaty (10 ára), Cate Blanchett) og þau verða fljótt góðir vinir. Það er svo mörgum árum seinn að þau hittast á miðri leið, þar sem hún eldist eðlilega og hann yngist, að ástin blossar.

Vandamálið er að hann heldur áfram að yngjast og hún að eldast, þannig að aðskilnaður er óhjákvæmilegur, sérstaklega þegar í ljós kemur að það er komið barn í spilið.

Þetta hefði getað verið ansi spennandi og skemmtileg mynd, en það hefur mistekist að gera þessa góðu hugmynd að einhverju dýpra og betra en bara góðri hugmynd. Hafirðu sér sýnishornið hér að neðan, hefurðu nánast séð myndina.

The Curious Case of Benjamin Button er því miður ekki nógu athyglisverð til að halda fullri athygli og áhuga yfir henni í 166 mínútur. Og þó að Brad Pitt sé góður í aðalhlutverkinu, þá er maður alltaf meðvitaður um að þetta er hann með tölvubrellum, en ekki sjálfstæð og djúp persóna.Nú hefur þessi kvikmynd fengið 13 tilnefningar til Óskarsverðlauna, og fjórar í stærstu flokkunum. Hún ætti aðeins að fá verðlaun fyrir förðun að mínu mati.

  • Besta kvikmyndin
  • Besti aðalleikari: Brad Pitt
  • Besta aukaleikkona: Taraji P. Henson
  • Besti leikstjóri: David Fincher

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég var fanta sáttur, kannski full mikið Forrest Gump á köflum en ég get ekki verið sammála þér að það vanti drömu í þetta.

Fannst endirinn hádramatískur..... feldi tár...

Þórður Helgi Þórðarson, 10.2.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Ómar Ingi

Nú ertu á villigötum en sitt sýnist hverjum

Ómar Ingi, 10.2.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er spennt að sjá þessa myndi, hef séð hana fá 4 og hálfa hjá einum kritiker.  Takk fyrir þetta innlegg.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 17:28

4 identicon

Góð umræða hjá þér Hrannar og fín gagnrýni. En ég get ekki verið sammála. Það er langt síðan ég hef orðið fyrir jafn miklum árhifum af einni kvikmynd. Má segja að þetta hafi haft svona öðruvísi áhrif á mig. Ég gat ekki hugsað um annað en myndina og Benjamin í 2 daga á eftir. Þessi nálgun á lífið fékk mig virkilega til að hugsa þegar ég reyndi að setja sjálfan mig í spor Benjamins. Í því fólst fyrst og fremst þessi upplifum mín. 

Ég er orðinn afskaplega þreyttur á að láta mata mig. Stafa allt og útskýra ofan í kokið á mér. Það er stundum engu líkara en að framleiðendur kvikmynda skilji ekki að það getur líka verið gaman fyrir áhorfendur að þurfa loka hingnum sjálfir. Leifa áhorfendum að hugsa aðeins um hvað er verið að segja með sögunni og hvernig maður vill upplifa hana. Fólk upplifir hlutina með mismunandi hætti. The Curious Case of Benjamin Button er afskaplega falleg saga, ástarsaga og ákaflega fyndin á köflum. Humor sem er ákaflega hárfínn og skarpur "subtle humor". Vissulega minna einstaka fléttur á Forrest Gump í söguuppbyggingunni, en það er mjög langt síðan ég hef vorkennt einni sögupersónu jafn mikið og Mr. Benjamin. Vel, fannst mér, unnið úr þeirri karaktersköpun og sögustaðreynd sem felst í ungri sál í gömlum líkama sem og gamalli sál í ungum líkama. Athyglisvert uppeldi Benjamin að umgangast gamalt fólk og dauðann og þau áhrif sem það hafði á karaktersköpun hans. Ákaflega raunsætt. Sagan og framsetningin, að mér finnst, var ákaflega raunsæ og laus við allar ýkjur og skreytingar. Öll önnur vinnsla við gerð þessarar kvikmyndar er vissulega til fyrirmyndar. Allt frá make up og yfir í stíliseringu á sögutímanum. Tala nú ekki um tæknibrellur.

Ég get hinsvegar ekki annað en brosað yfir því þegar sumir vina minna, sem hafa séð myndina, segja við mig. "Ég var alltaf að bíða eftir því að eitthvað gerðist" Það er einmitt það sem ég er svo hrifin af við þessa mynd. Það er þetta raunsægi sem ég er afskaplega sáttur við. Við erum nefnilega orðin svo vön því að líta á bíómyndir sem púra afþreyingu, ekki eitthvað sem skilur eitthvað eftir sig og opnar huga. Það er nú m.a. ástæðan fyrir því að almenningur er meira og meira farinn að horfa á heimildamyndir. Þær myndir snerta meira og færa mann nær raunveruleikanum.

Ef ég væri í akademíunni. Þá kæmi  The Curious Case of Benjamin Button

vissulega til greina sem 

- Besta make up

- Besta handrit

- Besta handrit byggt á bókmenntum "short story" í þessu tilviki eða hvað það er nú kallað.

- Brat Pitt sem besti leikari. Hefði reyndar vilja sjá Cate Blanchett tilnefnda.

 hún er alveg mögnuð í þessari mynd. Vissulega er Henson góð í þessari mynd enda tilnefnd, en ég var meira hrifinn af Cate. Einnig var Spencer Daniels ,Benjamin að 12 ára aldri, alveg magnaður. Sérstakleg þar sem hann situr á veröndinni með gamla fólkinu og í matstalnum. Kannski ekki endilega óskaverðlauna leiksigur en ég hafði ákaflega gaman af honum og hans hlédræga karakter.

Ég reikna nú faslega með því að Slumdog klári þetta að mestu. Hún er einfaldlega þannig mynd og það er þvílík stemmning með þeirri mynd. Enda alveg mögnuð.

Takk fyrir að opna þessa umræðu Hrannar. 

rabba (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:32

5 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Ég er bara alveg sammála þér.

ég var örku spent yfir myndinni en á fyrsta korterið datt áhuginn niður og ég horfði á hana í tveim pörtum.

Góð hugmynd. Vel leikin, en drullu seinvirk og vantaði þetta dramatíska. Mér finnst að sleppa mætti þessu með hana sem gömlu kerlingu að mestu leiti.  það var virkilega leiðinlegt að hlusta á hana tala svona hægt og veikindislega. Mætti hafa haft stutt atriðið í byrjun og svo bara endann þegar hún dóttirinn fattaði að hann var faðirinn..

Því hvað var pointið með því eiginlega.. ekki fengu þau að hittast á endanum. Ekki tengdist tímarnir saman.

En já góð hugmynd sem hefði geta virkað. En gerði það því miður ekki.

 óskarinn fá þeir bara því það eru væntingar um myndina út af leikurum og þessháttar  og enginn þorir að segja hversu léleg hún varð.

Heiðrún Klara Johansen, 10.2.2009 kl. 20:02

6 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Heiðrún, ég held að þetta hafi akkurat verið ástæðan fyrir því að hafa gömlu konuna á dánarbeðinu svo þú gætir gert þér vonir um að hann kæmi inn og allt myndi verða svo fallegt en það gerðist ekki og þess vegna hafði myndin áhrif á þig.

Þú vildir kannski bara góða fallegu Hollvúdd áhrifin.

Skil ekki hvað allir eru að kvarta yfir að lítið hafi gerst... það vantaði kannski Swrtsnegger og hastala vista baby og sprengja upp elliheimilið... hafa smá fútt í þessu láta síðan Benna finna upp drykk sem snýr klukkunni hans við og þau lifa hamingjusöm að eilífu.... eftir að hafa drepið tortímandann?

Þórður Helgi Þórðarson, 11.2.2009 kl. 11:41

7 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Hæ Þórður.

Heirðu alls ekki sko.  Þeir sem þekkja mig vita að ég bara þoli ekki hasar myndir og typiskar hollywood myndir.  Ég elska djúpar myndir þar sem mikið er farið inní sálina og það sem margir kalla kjaft. 

En þessi mynd hafi litil áhrif á mig.    Til dæmi má nefna að ég hreinlega dýrka " into the wild "  myndina. 

vel gerð og als ekki hollywood happy ending.  Frekar happy ending fyrir sálina

Heiðrún Klara Johansen, 11.2.2009 kl. 11:55

8 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Jæja... þá erum við bara á öndverðu... ég gafst upp á "into the wild" enda ekki mikill Wedder aðdáandi, fannst þetta bara vera náttúra og Wedder að raula og gaurinn fann rútu.... VEI!

Þórður Helgi Þórðarson, 11.2.2009 kl. 12:32

9 identicon

Verð eiginlega að vera sammála þér Hrannar. Myndin stóð ekki undir væntingum. Myndin Big Fish kom oft upp í huga minn þegar ég horfði á þessa, upprifjun úr fortíðinni, ævintýrablær, margar og skemmtilegar persónur sem aðalkarakterinn hittir á lífsleiðinni og hafa áhrif á framgang sögunnar o.s.frv. Aftur á móti fannst mér Big Fish vera mun betri og TCCOBB komst hreinlega aldrei á flug (og þá er ég ekki að tala um hasarmyndalegt flug). Vantaði hreinlega stemmninguna sem hefði getað verið í henni og skemmtilegri útfærslur og hugmyndir sem hefði verið hægt að vinna út frá grunn hugmyndinni, en var ekki gert.

Kanski fín mynd, en alls engin óskarsmynd, já nema kanski fyrir förðun og Cate.

Steini (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:07

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gaman hvað fólk er ósammála um gæði myndarinnar.

Sjálfur hef ég enga sérstaka þörf fyrir góðum endi, en hef gaman af góðum sögum. Hins vegar þótti mér Benjamin Button frekar langdregin, en aftur á móti Forrest Gump, sem hefur oft verið notuð til samanburðar þótti mér hrein snilld.

Ég er sáttur við það að fólk sé ólíkt og hafi ólíkan smekk fyrir kvikmyndum. Mér finnst hugmyndin frábær og gat séð fyrir mér ýmsar skemmtilegar leiðir sem sagan gæti farið - en hún reyndi ekkert slíkt og valdi að vera frekar eins og langur lopi sem sífellt varð lengri eftir sem á leið.

Hrannar Baldursson, 11.2.2009 kl. 21:04

11 Smámynd: Ómar Ingi

Kíkið á þetta

Don hefur bara verið í þunglyndi og hugsandi um kommana sem eru að rústa lífi okkar.

http://www.benjaminbuttonfx.com/site.html

Ómar Ingi, 15.2.2009 kl. 20:01

12 identicon

fannst hb frabaer!

oddur ingi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband