Ef þú gætir valið starfsferil barns þíns við fæðingu, myndirðu gera það?

fostur01

Hugsaðu þér aðstæður þar sem þú gætir valið úr genum sem gera barnið líklegra til að ná hæfileika á ákveðnum sviðum, t.d. læknagen, lögfræðigen, heimspekigen, sálfræðigen, kennaragen, sölumannsgen, osfrv.

Ef þú vildir geta valið þannig framtíð barnsins, og gætir það, hvernig framtíð myndir þú velja því?

 

 

Mynd: Archdiocese of San Francisco, Office of Public Policy and Social Concerns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Svarið við fyrirsögninni er þvert NEI.  Ég myndi frekar valið hæfileika á við sjálfstraust, úrræðagetu, mannúð, þolgæði, umhverfisvitund, samskiptahæfileika/mannblendi, útsjónasemi og fleira í þeim dúr, þar sem þetta eru allt eiginleikar sem nýtast í öllum störfum og líka þó maður hafi ekki starf.

Marinó G. Njálsson, 26.7.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nei

Sigurður Þorsteinsson, 26.7.2008 kl. 19:21

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sigurður og Marínó: af hverju ekki?

Hrannar Baldursson, 26.7.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband