20 bestu bíólögin: 10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

Harrison Ford átti árin 1977-1994. Hann festi sig í sessi sem Han Solo í Star Wars árið 1977, gerði Indiana Jones að ódauðlegri kvikmyndahetju og fór inn á James Bond svæðið með hlutverki Jack Ryan. Eftir 1994 fór að halla undan fæti, smellirnir urðu færri, auk þess að hlutverk hans urðu flatari og leikur hans stöðugt verri. Spurning hvort að honum takist að taka Stallone á þetta og rífa sig upp með Indiana Jones 4 sem kemur út á næsta ári.

Eitt hans besta hlutverk, fyrir utan Han Solo (sem hann lék ekkert sérlega vel) og Indiana Jones (sem hann lék eins og hetja) var að mínu mati sem lögreglumaðurinn John Book í Witness, eftir ástralska snillinginn Peter Weir. Ford var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt, en vann ekki.

Myndin byrjar á því að ungur Amish drengur verður vitni að morði inni á almenningssalerni. Hann sér morðingjann, og ákveðið er að drengurinn muni bera vitni. John Book á að vernda drenginn, en það gengur ekki betur en svo að glæpamennirnir ná að særa hann illilega, en hann, drengurinn og móðir drengsins sleppa undan með naumindum. Þau fara heim til hennar, en hún býr í Amish þorpi, þar sem trúflokkurinn hefur hafnað nútímatækni og lifir sínu lífi á friðsælan máta.  John Book verður hrifinn af lífi Amish fólksins en áttar sig á að hann er alltof ólíkur þeim til að geta búið með þeim í sátt og samlyndi.

Hann verður ástfanginn af Rachel (Kelly McGillis), móður drengsins og ekkju - og ástarævintýrið hefst einmitt þegar útvarpstæki fer í gang og með laginu Wonderful World ryðst heimur Book inn í hlöðu Amish fólksins.

Witness er stórgóð mynd og Wonderful World spilar lykilatriði í henni.

 

10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne’s World, 1992

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Góða skemmtun! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sælinú.

Komnir á topp 10.Nú fer e-ð að gerast.

http://youtube.com/watch?v=dU3H1Um4Ju4

Spinal Tap með Stonehenge, óborganlegt atriði úr óborganlegri mockumentary, þeir sem eiga eftir að sjá Spinal Tap eiga mikið inni. Ef þú ætlar að horfa á eina mynd um helgina hafðu það Spinal Tap, ef þú ætlar að horfa á tvær, horfðu á hana tvisvar.

kv. Sancho

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Stonehenge forsagan er líka góð. Þeir vildu einmitt fá þessa risastóru höggmynd á sviðið. En hvað fengu þeir? Pinkulítið módel og dverga til að dansa í kringum það! Sammála þér um að þetta sé fyndið Mockumentary, en nær engan veginn sömu hæðum og Forgotten Silver eftir Peter Jackson.

Hrannar Baldursson, 24.5.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sammála því, Vitnið er snilldarmynd og Ford má muna fífil sinn fegurri. Það er þó allt í orden með gamla Forden. Það var einmitt spurning um daginn í Meistaranum um hvað persónan sem Ford lék hét. Ég var svo góður að muna að hann hét Book (ólíkt keppendunum) vegna þess að ég las það að hann hefði verið lögreglumaður sem fór eftir bókinni sem í rás sögunnar hætti að fara eftir bókinni. Ansi hreint fín mynd Vitnið og mig langar, þegar ég rifja þetta upp, að sjá hana aftur.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 27.5.2007 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband