20 bestu bíólögin: 13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969

Paul Newman og Robert Redford léku aðalhlutverkin í tveimur af bestu vinamyndum sem gerðar hafa verið. Önnur þeirra var The Sting, og hin var Butch Cassidy and the Sundance Kid. Kvikmyndaglöggt fólk áttar sig fljótt á hvern Robert Redford lék, enda stofnaði hann Sundance kvikmyndahátíðina fyrir sjálfstæða og litla kvikmyndagerðarmenn. Miðað við þróunina síðustu árin er Sundance kannski frekar fyrir sjálfstæða en fyrir litla.

Hvað um það, Butch Cassidy og Sundance Kid voru bankaræningjar í villta vestrinu. Þeir voru víst til í raun og veru, en sögurnar um þá stundum ýktar. The Sundance Kid var hrifinn af kennslukonu einni, sem var besti félagi þeirra vina. Þetta rómantíska og skondna atriði er nefnilega svolítið írónískt vegna þess að það er Butch Cassidy sem tjáir henni ást sína í þessu atriði. 

Við þetta lag fær maður á tilfinninguna að kæruleysi sé ánægjureitur fyrir fólk með alltof mikil vandamál á sínum herðum (í tilfelli Butch og Sundance: hundeltir af laganna vörðum). Til gamans má geta að þetta lag var notað í Spider-Man 2 þegar Peter Parker ákvað að segja skilið við ofurhetjuhlutverkið og gerast nörd á ný.

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

Myndbandið úr Butch Cassidy and the Sundance Kid: 

 

Hér að neðan fylgir svo litríkt myndband með B.J. Thomas.



Og úr Spider-Man 2: 



Góða skemmtun!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælinú swingur.

Fín val að þessu sinni.

13 sæti sancho er að venju meðfylgjandi.

http://youtube.com/watch?v=9ogQ0uge06o

Gamla góða Junglebook.

Fínt lag og góður boðskapur, hvort ertu svona glasið er hálftómt eða hálffullt björn? Þú minn kæri vin ert pottþétt glasið er troðfullt björn.

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég er ánægður með þig núna, ætli þú sért nú ekki bara svolítill Balú sjálfur.

Hrannar Baldursson, 20.5.2007 kl. 23:05

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hvernig í óskupunum ferðu að Hrannar að innbyrða allan þennan bíó fróðleik.

Þetta er frábært, takk fyrir mig.

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 01:11

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Blessaður Sigfús.

Þetta er nú varla mikill fróðleikur. Ég hef bara haft gífurlegan áhuga á þessu síðan ég var unglingur, og finnst gaman að fylgjast með þessum kvikmyndaheimi, a.m.k. utanfrá.

Hrannar Baldursson, 21.5.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband