20 bestu bíólögin: 16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein,1974

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.  

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein,1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983


Hvað er svona merkilegt við Puttin' On the Ritz úr Mel Brooks gamanmyndinni Young Frankenstein? Fyrir það fyrsta, Young Frankenstein er ein fyndnasta grínmynd sem gerð hefur verið. Í öðru lagi, reyndu að horfa á þetta án þess að stökkva bros. Það er ekki hægt!

Það er eitthvað heillandi við að sjá þá félaga, Dr. Frankenstein og sköpun hans dansa saman með pípuhatta og stafi. Dr. Frankenstein ætlar með þessu dansatriði að sýna heiminum fram á að skrýmslið er alls ekkert skrýmsli, heldur skemmtilegur og vandaður herramaður, þó að hann sé luralegur, samansaumaður og félagsleg torfæra.  

Bæti inn nokkrum myndböndum fyrir bloggvinu mína Hafrúnu Kristjánsdóttur. Þar sem ég fann ekki brot úr I am Sam og að auki enga almennilega útgáfu af flutningi Pearl Jam, læt ég frumgerðina duga:

You've Got To Hide Your Love Away, The Beatles.

Góða skemmtun! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Er bíólag lag sem er samið sérstaklega fyrir bíómynd eða er það titillag eða er dugar að það hafi komið fyrir í bíómynd?  Ef hið síðasta á við þá er uppáhalds bíólagið mitt You have to hide your love away með Eddie Vedder (söngvari Perl Jam) úr soundtrakkinu af I am Sam þar sem Sean Penn lék aðalhlutverk.  Algjör snild þetta bítlacover og soundtrakkið er líka í heild sinni meiriháttar.

Hafrún Kristjánsdóttir, 17.5.2007 kl. 19:20

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er engin ákveðin regla til, nema kannski að ég reikna ekki kvikmyndastef- og þemu inn í myndina. I am Sam er reyndar ein af þessum myndum sem ég á eftir að sjá. Hef heyrt góða hluti um hana. Til dæmis var Puttin' on the Ritz náttúrulega alls ekki samið fyrir Young Frankenstein, heldur upphaflega gefið út árið 1929 af Irving Berlin og fyrst kynnt í kvikmyndinni Puttin' on the Ritz frá 1930. (Ég var ekki með þetta í kollinum, varð að gúggla þetta).

Hrannar Baldursson, 17.5.2007 kl. 19:26

3 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

I am Sam er frábær veltir upp stórri siðferðislegri spurningu.  Mæli með henni og soundtrakkinu, sérstaklega ef þú ert bítlafan.

Hafrún Kristjánsdóttir, 17.5.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kíki á hana. Minnir að hún sé um mann með geðraskanir sem berst fyrir forræði yfir barni sínu. Leita hana uppi.

Hrannar Baldursson, 17.5.2007 kl. 19:44

5 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Um þroskaskertan mann sem er mikil bítlafan og berst fyrir því að halda barninu sínu ;)

Hafrún Kristjánsdóttir, 17.5.2007 kl. 20:35

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hafrún, ég labba út á leigu á eftir og tek mér þessa mynd. Skrifa svo gagnrýni um hana á morgun. 

Hrannar Baldursson, 17.5.2007 kl. 20:50

7 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Frábært og takk fyrir myndbandið!

Hafrún Kristjánsdóttir, 17.5.2007 kl. 21:27

8 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Fann myndband af Eddie.  Reyndar bara upptaka af tónleikum en hér er það

http://www.youtube.com/watch?v=Y-56Wr_4nnk

Hafrún Kristjánsdóttir, 17.5.2007 kl. 21:46

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, Hafrún. Ég var búinn að finna þetta myndband, en þótti það ekkert alltof skýrt. Bítlaútgáfan er betri. En ég er búinn að hendast um bæinn og fann loks eintak af myndinni á DVD. Fer að glápa á hana eftir 10. 

Hrannar Baldursson, 17.5.2007 kl. 21:59

10 identicon

16 hjá sancho

http://youtube.com/watch?v=VlUG2wnmKsQ

guitar battle...

Frekar klisjótt og gamlat en alltaf íuppáhaldi hjá mér.

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 21:33

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég hafði líka mjög gaman af þessari mynd, Hafliði, og þessu lagi. Gott val!

Hrannar Baldursson, 19.5.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband