20 bestu bíólögin: 12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

Summer Nights vekur stórskemmtilegar minningar.

Ég sá Grease 9 ára gamall í fyrsta sinn og varð strax skotinn í Olivia Newton John, en þorði samt aldrei að viðurkenna það, enda er á þessum aldri frekar ógeðslegt að vera hrifinn af stelpu og ljóst að endalaus stríðni myndi fylgja í kjölfar slíkrar játningar.

Grease er ein af fyrstu bíómyndunum sem hreif mig. Sjálfsagt númer tvö, en áður hafði ég heillast mest af Star Wars, sem ég sá einmitt í Nýja bíó, 8 ára gamall, ef ég man rétt.

Á unglingsárum (19 ára) hélt ég heima hjá foreldrum mínum eftirminnilegt partý, þar sem skilyrði fyrir mætingu var að strákar mættu í gallabuxum, stuttermabolum (helst með sígarettupakka vafða inn í ermina) og með brilljantín í hárinu. Stelpurnar áttu hins vegar allar að vera í litríkum pilsum, mikið málaðar og í svaka stuði. Mætingin var góð frá báðum kynjum, og Grease myndin var svo látin renna í gegn á vídeóspólu allt kvöldið.

Þetta partý heppnaðist dúndurvel, og held ég að allir þeir sem mættu hafi skemmt sér stórvel. Að minnsta kosti gerði ég það. Whistling 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 Góða skemmtun!


Bloggfærslur 21. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband