20 bestu bíólögin: 13. sćti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969

Paul Newman og Robert Redford léku ađalhlutverkin í tveimur af bestu vinamyndum sem gerđar hafa veriđ. Önnur ţeirra var The Sting, og hin var Butch Cassidy and the Sundance Kid. Kvikmyndaglöggt fólk áttar sig fljótt á hvern Robert Redford lék, enda stofnađi hann Sundance kvikmyndahátíđina fyrir sjálfstćđa og litla kvikmyndagerđarmenn. Miđađ viđ ţróunina síđustu árin er Sundance kannski frekar fyrir sjálfstćđa en fyrir litla.

Hvađ um ţađ, Butch Cassidy og Sundance Kid voru bankarćningjar í villta vestrinu. Ţeir voru víst til í raun og veru, en sögurnar um ţá stundum ýktar. The Sundance Kid var hrifinn af kennslukonu einni, sem var besti félagi ţeirra vina. Ţetta rómantíska og skondna atriđi er nefnilega svolítiđ írónískt vegna ţess ađ ţađ er Butch Cassidy sem tjáir henni ást sína í ţessu atriđi. 

Viđ ţetta lag fćr mađur á tilfinninguna ađ kćruleysi sé ánćgjureitur fyrir fólk međ alltof mikil vandamál á sínum herđum (í tilfelli Butch og Sundance: hundeltir af laganna vörđum). Til gamans má geta ađ ţetta lag var notađ í Spider-Man 2 ţegar Peter Parker ákvađ ađ segja skiliđ viđ ofurhetjuhlutverkiđ og gerast nörd á ný.

13. sćti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sćti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sćti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sćti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sćti, Footloose - Footloose, 1984

18. sćti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sćti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sćti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

Myndbandiđ úr Butch Cassidy and the Sundance Kid: 

 

Hér ađ neđan fylgir svo litríkt myndband međ B.J. Thomas.



Og úr Spider-Man 2: 



Góđa skemmtun!

Bloggfćrslur 20. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband