Færsluflokkur: Kvikmyndir

Til hvers að biðja menn um afsökunarbeiðni ef þeir skilja hvorki né viðurkenna að þeir breyttu rangt?

"Manneskjur þrá ekki aðeins að verða ríkar, heldur að verða ríkari en aðrar manneskjur." John Stuart Mill 

Fólk hagar sér samkvæmt eigin sannfæringu. Ef það breytir rangt, er það vegna þess að það veit ekki hvað er rétt. Ef það framkvæmir illvirki, er það vegna þess að það þekkir ekki hið góða.

Ég efast um að þeir sem hafa komið íslenskri þjóð í alvarlegustu klípu frá upphafi, telur sig ekki hafa gert neitt rangt, að þau hafi verið að fylgja eftir ferlum og farið eftir reglum sem voru viðurkenndar sem eðlileg viðskipti. Það er eins og kerfið hafi orðið að viðmiði fyrir því sem er gott eða illt.

Ég leita hamingju. Hamingja kemur frá hinu góða. Hið góða felst í gróða. Það er gott að vera ríkur. Þá get ég jafnvel útdeilt hamingju.

Ég held að hugsunarhátturinn sé ekki flóknari en þetta.

Þetta er nytjahyggjan í sinni hreinustu mynd. Útkoman skiptir öllu máli, og þó að þurfi að fórna eins og einu samfélagi, þá er það í lagi, því að á endanum getur það komið heildinni vel, ef heildin er maður sjálfur og vinir manns.

Af hverju er siðfræði ekki skyldufag í skólum, þar sem hægt er að gefa fólki tækifæri til að hugsa af dýpt meðal annars um nytjahyggju og afleiðingar hennar sem lífsstefnu? 

"Ef þú ættir skammt eftir ólifað og gætir aðeins hringt eitt símtal, í hvern myndirðu hringja og hvað myndirðu segja? Og af hverju ertu að bíða?" (Stephen Levine) 

mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

110 ára í dag: Alfred Hitchcock (1899-1980)

hitchcock_1

Einn af bestu leikstjórum sögunnar. Honum tókst að koma hinum venjulega meðal-jóni í slík vandræði að maður gat ekki annað en fylgst með á sætisbrúninni, og getur það ekki enn setji maður einn af diskunum hans í græjurnar.

Hér eru myndir Hitchcock sem fá hæstu einkunn á IMDB, með stuttri umfjöllun eftir mig um þær myndir sem ég hef séð (7/10):

 

(8.80) - Rear Window (1954)

James Stewart leikur fótbrotinn ævintýramann og ljósmyndara sem þarf að láta sér leiðast á heitum sumardögum í íbúð sinni í borginni. Hann fer að fylgjast með nágrönnunum, og smám saman vex með honum sá grunur að einn þeirra sé kaldrifjaður morðingi. Hann ákveður að koma upp um hann og fær kærustu sína, leikna af Grace Kelly, til að njósna um manninn og leita sönnunargagna.

 

(8.70) - Psycho (1960)

Anthony Perkins leikur Norman Bates, einmana mann sem rekur mótel. Gestir mótelsins eru myrtir af dularfullri veru, sem gæti verið Norman, móðir hans eða einhver annar geðveikur morðingi. Án Psycho hefðu þeir aldrei getað gert Friday the 13th, Halloween, Nightmare on Elm Street, Scream og allar þær hrollvekjur sem byggja á því að forhertur morðingi sitji um saklaust fólk.

 

(8.60) - Vertigo (1958)

James Stewart lék í mörgum mynd Hitchcock, og var alltaf góður. Hér leikur hann fyrrum lögreglumann sem þjáist af sjúklegri lofthræðslu eftir að eltingarleikur á húsþaki endaði illa. Hann gerist einkaspæjari og fær undarlegt mál upp í hendurnar þar sem hann grunar að einhver hafi verið myrtur, en hann veit ekki alveg hver hefur verið myrtur, hver morðinginn er eða af hverju það ætti að hafa verið framið morð yfir höfuð, en hann þarf að takast á við eigin lofthræðslu yfir hyldýpi ráðgátunnar til að leysa málið farsællega.

 

(8.60) - North by Northwest (1959)

Cary Grant er markaðsfræðingur á vitlausum stað og vitlausum tíma. Hann blandast inn í alþjóðlegt njósnasamsæri, þar sem njósnarar telja hann vera ofurnjósnara sem í raun er ekki til, en hann þarf samt að standa sig í hlutverki þessa ofurnjósnara til að hreinsa nafn sitt og lifa hremmingarnar af. Á ævintýrum sínum kynnist hann spennandi konu leikinni af Eva Marie-Saint, sem reynist allt annað en dýrlingur. Eftirminnileg atriði eru þegar Cary þarf að hlaupa yfir maísakur á flótta undan flugvél, og slagsmál á nefum forsetanna í Mount Rushmore.

 

(8.40) - Rebecca (1940)

Hitchcock fékk óskarinn fyrir þessa, og Rebecca var valin mynd ársins 1940. Laurence Olivier leikur glaumgosa sem finnur sér unga eiginkonu leikna af Jane Fontaine á frönsku ríveríunni, en þegar heim er komið í glæsivillu Olivier kemur í ljós að fyrri eiginkona hans hvarf á dularfullan hátt og að minningu hennar er haldið hátt á lofti í húsinu, þannig að Jane þarf loks að óttast um líf sitt þegar andi Rebeccu (samt ekki sem draugur) snýst gegn henni.


(8.30) - Notorious (1946)

Ein af örfáum myndum Hitchcock sem ég hef ekki séð, en ætla að bæta úr því í dag, að tilefni dagsins. Ingrid Bergman og Claude Rains fara með stór hlutverk í þessari nasista- og njósnamynd, en Cary Grant leikur aðalhlutverkið. Get varla beðið eftir að horfa á hana.

notorious

 

(8.30) - Strangers on a Train (1951)

Önnur af 10 sem ég hef ekki séð. Greinilegt að ég hef skemmtilegt verkefni framundan.

train

 

(8.20) - Shadow of a Doubt (1943)

Joseph Cotten leikur dularfullan frænda sem virðist hafa dularfulla fortíð og kemur fjölskyldulífi í uppnám og þeytir þeim úr úr hversdagsleika úthverfanna.

Shadow_of_a_Doubt_stort

 

(8.20) - The Lady Vanishes (1938)

Enn ein myndin sem ég hef ekki séð, en mun bæta fljótlega upp.

 

(8.10) - Rope (1948)

Tveir yfirburðargreindir nemendur myrða mann og reyna að komast upp með það, en kennari þeirra leikinn af James Stewart reynist þeim frekar erfiður fjötur um fót í tilraun þeirra til að fremja hinn fullkomna glæp.

 

Merkilegt samt að eftirlætis Hitchcock myndin mín er í 30. sæti listans yfir bestu myndir leikstjórans þar sem læknir leikinn af James Stewart og eiginkona hans, söngkona leikin af Doris Day blandast inn í alþjóðlega svikamyllu þegar syni þeirra er rænt í Marokkó. Leikurinn berst til Lundúna, en einn af lykilkarakterum myndarinnar er lagið "Que sera sera", eða "Hvað sem verður, verður".

(7.50) - The Man Who Knew Too Much (1956)

 


Up (2009) ****

upposter

Þegar maður fer á teiknimynd í bíó um gamlan mann sem fyllirþúsundir blaðra með helíum til að flytja gamla húsið sitt úr borginni,býst maður ekki með æsispennandi ævintýri í anda Indiana Jones. Það erhins vegar það sem maður fær.

Up er enn ein skrautfjöðurin í teiknimyndahatt Pixar Studios. Í fyrra gerðu þeir hina ágætu Wall-E,sem sópaði að sér verðlaunum, og fylgja henni eftir með mesta enn einnisnilldarinni. Söguþráðurinn virðist í fyrstu ósennilegur. Gamall kallbindur þúsundir blaðra við hús sitt, fyllir þær af helíum og flýgur íburtu til að losna undan nútímagrimmd sem hótar honum leiðindum áelliheimili til æviloka. Hljómar frekar óáhugavert? Það fannst mér. Enþar sem þetta er Pixar og þeir hafa aldrei klikkað, ákvað ég að skellamér á myndina í Chicago.

up01

Kvikmyndin hefst þegar Carl Fredricksen (Edward Asner) er barn ogfylgir lífi hans eftir þar til hann er gamall ekill. Þessi frásögn umlíf einnar manneskju frá æsku til elli er einfaldlega langbestastuttmynd sem ég hef á ævinni séð. Henni er fylgt eftir með sögunni umgamla kallinn sem vill láta æskudrauma sína rætast eða reyna það tilhinsta augnabliks. Hann ætlar að fljúga húsi sínu til suður Ameríku,upp á fjall yfir fossi sem eiginkona hans dreymdi um að ferðast til ámeðan hún lifði.

Rúmri hálfri öld áður, þegar Carl var sjálfur strákur, hafðiævintýramaðurinn Charles Muntz (Christopher Plummer) lagt af stað ílangferð að þessum fossi og ætlaði hann að taka heim með sér furðuverusem lifir á svæðinu. Hann hefur með sér her herskárra hunda og einn semer ekki jafn herskár og ber nafnið Dug (Bob Peterson), en hundarnirgeta allir tjáð sig á nokkrum tungumálum með þýðingartæki sem þeir beraum hálsinn.

up02

Ævintýrið er gott og skemmtilegt, og gaman að sjá karl sem getur íupphafi myndar varla silast niður tröppur, orðið að ævintýrahetju semsveiflar sér á milli fljúgandi farartækja, og maður er fyllilega sátturvið það. Skátinn Russell (Jordan Nagai) slysast með í ferðina, en hannvill fá verðlaun fyrir að hjálpa gömlum einstaklingi að komast þangaðsem hann vill komast. Hann reiknaði upphaflega með að þurfa í mestalagi að hjálpa honum yfir götu, en endar á því að hjálpa honum tilannarrar heimsálfu.

Ef þú hefur einhverjar efasemdir um að þetta geti verið eitthvaðfyrir þig, þá mæli ég með að þú efist um þá skoðun og skellir þér samtí bíó. Börn hafa örugglega gaman að þessu ævintýri, og fullorðnir eruvísir til að upplifa barnið í sjálfum sér að minnsta kosti 90 mínútur.


Hef ekki séð Transformers: Revenge of the Fallen (2009)

bay-transformers

Vinir mínir víða um heim keppast um að senda mér hæðnislega dóma um nýjasta afsprengi Michael Bay. Michael Bay hefur gert tvær góðar kvikmyndir. Önnur þeirra heitir Bad Boys, og skaut Will Smith á stjörnuhiminninn og hin heitir The Rock, þar sem Sean Connery var frábær í síðasta sinn. Allt annað sem hann hefur sent frá sér er súkkulaðityggjó.

Vinur minn frá Obamalandi sendi mér þetta ágæta YouTube myndband, sem segir allt sem segja þarf um Michael Bay og hverju má búast við þegar maður horfir á Transformers: Revenge of the Fallen


Bankamenn dregnir til helvítis: Drag Me To Hell (2009) ****

dragmetohellposter

Drag Me To Hell er ferskur blær í heimur hrollvekja. Sagan er góð. Leikararnir góðir. Leikstjórnin og tónlistin frábær. Drag Me To Hell minnir mig á fjórar aðrar kvikmyndir sem mér þótti frábærar sem hrollvekjur: In the Mouth of Madness, The Lost Highway, The Sixth Sense of Evil Dead II. Ef þér fannst þetta góðar kvikmyndir, sjáðu þá þessa í bíó.

Sam Raimi hefur lagt undir sig Hollywood með Spider-Man myndunum, en þær voru ágætar þrátt fyrir afar slaka þriðju mynd. Hann hefur snúið sér aftur að því sem hann gerir best: skrifa sitt eigin handrit með bróður sínum Ivan og láta allt flakka.

dragmetohell01

Christine Brown (Alison Lohman) starfar í lánadeild banka. Hún er þyrst í stöðuhækkun og tilbúin að sýna nauðsynlegt tilfinningaleysi til að ná stöðu sem hefur nýlega losnað. Þegar sígaunakonan Mrs. Ganush (Lorna Raver) óskar eftir frestun afborgunar á húsnæðisláni, ákveður Christine að sýna yfirmanni sínum hversu köld og grimm hún getur verið. Það fer ekki betur en svo að Mrs. Ganush fær þá tilfinningu að Christine hafi niðurlægt hana opinberlega og leggur á hana þau álög að púki í geitarlíki muni elta hana uppi og draga hana til heljar að þremur dögum liðnum.

Christine fer að upplifa óvenjulega hluti eins og að takast á loft í eigin herbergi og vera kastað til af ósýnilegu afli. Hún fer einnig að sjá hluti sem yfirleitt eru huldir venjulegu fólki. Sér til aðstoðar fær hún kærasta sinn, sálfræðiprófessorinn Clay Dalton (Justin Long), sem á bágt með að trúa sögu hennar en er samt tilbúinn að styðja hana í baráttunni við sígaunanornina. Auk þess fær hún aðstoð frá miðlunum Rham Jas (Dileep Rhao) og Shaun San Dena (Adriana Baraza) sem hefur áður lent í baráttu við púkann og ætlar sér að sigrast á honum í þetta skiptið.

dragmetohell02

Þetta er afar óvenjuleg hrollvekja, enda gerist hún í svipuðum söguheimi og Evil Dead myndirnar. Ég sá fólk ganga út af kvikmyndinni, ekki vegna þess að myndin er léleg, heldur var fólk virkilega hrætt. Ég heyrði eina stúlku segja sem sat nálægt mér í  Chicago bíóinu: "What kind of movie is this anyway?" og svo faldi hún sig undir jakkanum sínum og öskraði.

Þrátt fyrir vel gerð og afar hrollvekjandi atriði, sem byggð eru upp með góðri kvikmyndatöku, leik og tónlist, frekar en tæknibrellum, þá er töluvert af léttgeggjuðum húmor í sögunni sem er nauðsynlegt krydd til að gera þessa að költ klassík.

dragmetohell03

Þetta er svoleiðis mynd. Og hún virkar.

Ég vona innilega að hún verði Sam Raimi innblástur til að vekja Ash úr Evil Dead myndunum aftur til lífsins, láta hann vinna með þær persónur úr þessari kvikmynd sem lifðu af, og búa þannig til rökrétt framhald af þessum stórskemmtilegu og afar vel gerðu hrollvekjum.


Angels & Demons (2009) *

angelsdemons

Angels & Demons er nánast sama kvikmynd og Da Vinci Code með einni undantekningu. Tom Hanks var nánast óþolandi í aðalhlutverkinu í fyrri myndinni, en í þessari framhaldsmynd er hann ferskari. Eins og í hinni myndinni er hann að eltast við listaverk, nú í Róm og Vatíkaninu í stað Parísar. Og fyrir hina nýungagjörnu og til að vera sanngjarn, þá er hann ekki að leita vísbendinga í málverkum, heldur styttum.

Það er eitt gott atriði í myndinni þar sem aðalhetjan þarf að berjast gegn afleiðingar rafmagnsleysis í bókasafni Vatíkansins! Þetta er svona ráðgátumynd fyrir fólk sem nennir ekki að hugsa. Hefði haldið að það væri mótsögn í sjálfu sér.

Ég var búinn að átta mig á hver var sá vondi og af hverju hann átti að vera vondur á fyrstu 5 mínútunum. Einfalt: hin róttæka æska, með frjálslyndar hugsjónir og tilhneigingar til að breyta mörg hundruð ára klerkakerfi er hin mikla ógn og illska, sem vogar sér að nota gervivísindi um andefni til að ógna Vatíkaninu. Svona eins og tíðarandinn 2007 gegn innihaldslausum hefðum og jafn tilgangslausri pólitík. Ég satt best að segja nenni ekki að skrifa meira um þessa mynd. Það er álíka spennandi að skrifa um þessa kvikmynd og vatnsglas sem setið hefur þrjá sólarhringa á eldhúsborði í sólarljósi.

Nei. Við nánari umhugsun. Það væri meira spennandi að skrifa um glasið. Samt er myndin alls ekki illa gerð. Hún er bara tilgangslaus, móðgun við fólk sem hugsar og leiðinleg að mati áhorfanda sem leiðist afar sjaldan, yfirleitt sama hversu léleg myndin er.

Jafnvel Pathfinder, sem gnæfir yfir allar lélegustu myndir þessa áratugar sem fyrirmynd lélegrar kvikmyndagerðar sem fær birtingu í bíó, var nokkuð skemmtileg til samanburðar.


David Carradine finnst látinn í Bangkok - vinir hans telja ekki um sjálfsvíg að ræða

davidcarradine.jpgDavid Carradine sem lék svo eftirminnilega Bill í Kill Bill tvíleik Quentin Tarantino fannst látinn á hótelherbergi sínu í Bangkok í fyrradag. Andlátið vekur mikla furðu hjá vinum hans, og aftaka þeir að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, enda hafi ferill Carradine verið kominn á mikið skrið á ný, hann hafi verið hamingjusamur með eiginkonu og börnum, og sífellt sprottið upp úr honum viskukorn um lífið og tilveruna. Mikið verður spáð í orsök dauða hans á næstu misserum.

Það var viðtal við nokkra vini Carradine á Larry King hjá CNN í gærkvöldi, þar sem meðal annarra voru til viðtals þeir Tarantino, Michael Madsen og Rob Schneider. Sá síðastnefndi talaði um viðeigandi andlát, þar sem að stærsta eftirsjá David Carradine hafði verið að taka aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Kung Fu, sem höfðu upphaflega verið hugmynd Bruce Lee, sem hafði ekki fengið hlutverkið vegna kynþáttar, en Bruce Lee lét einnig lífið á dularfullan hátt.

Leikferill Carradine spannar 222 hlutverk frá 1963. Hann var 72 ára gamall og ennþá í fullu fjöri, að sögn vina og samstarfsfélaga.


12 bestu kvikmyndir Christian Bale

terminatorsalvation

Terminator Salvation kemur fljótlega í íslensk bíó. Christian Bale leikur þar aðalhlutverkið, John Connor sem foringja uppreisnarmanna í framtíð þar sem vélmenni og gervigreind eru efst í fæðukeðjunni og markmiðið að útrýma mannkyninu.

Í snilldarmyndinni Terminotor eftir James Cameron var Arnold Schwarzeneigger sem vélmenni sent úr framtíðinni til að taka af lífi Sarah Connor, sem yrði í framtíðinni móðir John Connor.

terminator

Í Terminator 2: Judment Day fer Schwarzeneigger aftur til fortíðar sem vélmenni í leikstjórn James Cameron, en nú forritaður af sjálfum sér til að bjarga John Connor á unglingsaldri, og í leiðinni móður hans af geðspítala, en eftir þrettán ára flótta undan framtíðinni er hún orðin ansi pirruð.

t2

Terminator 3 er lakari kvikmynd en þær tvær fyrstu þar sem Schwarzeneigger kemur aftur sem vélmenni til að bjarga John Connor úr tilvistarkreppu vegna þess að líf hans hefur ekki lengur neinn tilgang, þar sem heiminum hefur ekki verið eytt. Því verður reddað.

t3

Ég hef ekki hugmynd um hvort Terminator Salvation verður snilld eða góð, eða einhvers staðar þar á milli eða neðar á skalanum, en mig langar að setja saman lista frá IMDB um þær kvikmyndir Christian Bale sem hafa fengið besta dóma á þessum besta kvikmyndavef veraldarvefsins.

Hæsta mögulega einkunn er 10:

1. (8.90) - The Dark Knight (2008)

Frægust fyrir að vera síðasta mynd Heath Ledger og afar vönduð ofurhetjumynd um Batman. Því miður koma gæðin svolítið niður á skemmtanagildinu, finnst mér.

darkknight

2. (8.40) - The Prestige (2006)

Christopher Nolan leikstýrir, en hann gerði líka Batman Begins og The Dark Knight með Bale. Mér fannst þetta því miður frekar þunnur þrettándi.

prestigebale

3. (8.30) - Batman Begins (2005)

Að mínu mati besta Batman myndin, en þarna er Batman endurræstur með hæfilega djúpu drama og góðum leik eftir hina hörmulegu Batman & Robin.

batmanbeginsbale

4. (8.28) - Terminator Salvation (2009)

Hef ekki séð hana, TS er næsta mynd sem ég mun sjá í bíó reikna ég með.

terminatorsalvationbale

5. (8.10) - Hauru no ugoku shiro (2004)

Howl's Moving Castle eða Hreyfikastali vælukjóans er þekktust fyrir að vera síðasta kvikmynd stórleikstjórans og Walt Disney þeirra Japana: Hayao Miyazaki. Hef ekki séð hana.

howl_s_moving_castlebale

6. (7.90) - Henry V (1989)

Afar vel gerð Shakespeare kvikmynd Kenneth Branagh um kóng sem er duglegur að hvetja sína menn áfram í stríði gegn Frökkum, minnir mig, langt síðan ég sá hana en fannst hún þá afar góð. Þetta var kvikmyndin sem átti að færa Shakespeare til nútímans, og það var árið sem Batman kom út.

henryvbale

7. (7.90) - 3:10 to Yuma (2007)

Stórskemmtilegur vestri með Russell Crowe og Bale í aðalhlutverki. Crowe er glæpon og Bale er bóndi sem tekur að sér það verkefni að flytja Crowe í fangelsi, hundeltur af glæpagengi Crowe, sem plaffar miskunnarlaust niður fylgdarhópinn, þar til aðeins Crowe og Bale standa eftir í uppgjöri aldarinnar.

310toyumabale

8. (7.80) - El maquinista (2004)

Drama um mann sem þjáist af svefnleysi eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi. Bale tók DeNiro á þetta og léttist um einhver 30 kíló fyrir hlutverkið. Myndin er samt góð.

el_maquinistabale

9. (7.80) - Equilibrium (2002)

Framtíðarbræðsla sem í einhvers konar Orwellheimi þar sem bækur eru bannaðar. Ekkert sérlega eftirminnileg.

equilibriumbale

10. (7.70) - Empire of the Sun (1987)

Fyrsta stóra hlutverk Bale í kvikmynd Steven Spielberg um dreng á stöðugum flótta í Japan síðari heimstyrjaldarinnar. Vel heppnuð og skemmtileg mynd.

empire-of-the-sun_bale

11. (7.60) - Rescue Dawn (2006)

Bale leikur flugmanninn Dieter sem er skotinn niður í Víetnam og leggur berfættur á flótta undan hermönnum gegnum regnskóg. Mjög góð og spennandi kvikmynd, byggð á sönnum atburðum.

rescuedawn

12. (7.40) - American Psycho (2000)

Bale leikur óhugnanlegan uppa á 8. áratugnum sem fær jafnmikið upp úr að hlusta á Wham og drepa fólk sér til gamans eftir vinnu. Koldimm kómedía.

americanpsychobale

Án nokkurs vafa áhugaverður leikari og leikferill, sem á helst á hættu að verða of stór fyrir eigin egó. Takist honum að ráða við þann hjalla, eru honum allir vegir færir.

Svo ég slengi líka einhverju fram sem hægt er að rífast um. Christian Bale er arftaki, ekki bara eins, heldur tveggja stórstjarna í kvikmyndaheiminum; þeirra Robert DeNiro sem dramakóngur, og Arnold Shwarzeneigger sem hasarkóngur.

Smelltu hér til að sjá sýnishorn úr Terminator Salvation


Bestu Pixar teiknimyndir frá upphafi?

Í tilefni af frumsýningu á UP (2009) má rifja upp þær myndir sem Pixar hefur sent frá sér. Það er kannski hálf marklaust að setja þær í einhverja röð, þar sem að þær eru flestar hrein snilld. Því hlýtur eigin smekkur og upplifun að spila stórt hlutverk í endanlegri röð. Þó að myndir eins og Ratatoille og Wall-E hafi verið afar vel gerðar, flytji góð skilaboð og séu í raun nokkuð djúpar, finnst mér ýmislegt vanta upp á skemmtanagildi þeirra, þó að ég mæli hiklaust með þeim. 1. The Incredibles **** (2004) Kraftmikil ofurhetjumynd um ofurfjölskyldu sem berst gegn illum snillingi með minnimáttarkennd í samfélagi sem kann hvorki að meta ofurhetjur né hetjulund yfir höfuð.

theincredibles2

2. Toy Story **** (1995) Saga um vináttu tveggja leikfanga sem vilja báðir vera eftirlætisleikfang stráksins sem á þá.

toystory

3. Toy Story 2 **** (1999) Hvað gerist þegar eigendur leikfanga eldast, hvað verður um leikföngin þá? Það má yfirfæra söguna sem spurningar um þroska, og líf eftir þetta líf.

toystory2

4. Cars **** (2006) Kappakstursbíll uppgötvar að tilveran snýst ekki bara um keppni.

cars

5. Finding Nemo **** (2003) Lítill fiskur er veiddur og komið fyrir í fiskabúri á tannlæknastofu í Ástralíu. Pabbi fisksins er staðráðinn í að endurheimta son sinn, og sonurinn staðráðinn í að finna pabba sinn aftur.

findingnemo

6. A Bug's Life **** (1998) Uppfinningasöm padda villist og safnar að sér góðum hópi vina á leiðinni heim.

abugslife

7. Monsters, Inc. **** (2001) Lítil stúlka uppgötvar tvö skrímsli og kemst að því að skrímslin eru miklu hræddari við börnin en börnin við skrímslin.

monstersinc

8. WALL-E ***1/2 (2008) Vélmenni uppgötvar að til er fólk í heiminum, strandaglópar á geimstöð. Wall-E þarf að berjast við öflugt vélmenni sem stjórnar skipinu til að koma upplýsingum um mögulegt líf á jörðinni til mannfólksins, svo það geti snúið heim.

walle

9. Ratatouille *** (2007) Rotta gerist meistarakokkur í frönsku eldhúsi.

ratatouille

Ég geri mér fulla grein fyrir að ólíkt fólk hefur ólíkan smekk. Ef þig langar að gera athugasemd, væri skemmtilegra að sjá þinn eigin lista heldur en að gagnrýna mína röð, enda er smekkur nokkuð sem tilgangslaust er að gagnrýna, enda algjörlega huglægt fyrirbæri. Það er eins og að gagnrýna einhvern fyrir að finnast banani betri á pizzu en pepperoni.

Minn smekkur fyrir góðri kvikmynd snýst ætíð að sögunni sjálfri, hvort hún höfði til mín, snerti mig, og hvort ég geti mælt með henni. Sumar myndir eru svo vel gerðar að manni finnst að þær ætti að snerta mann, en gera það samt ekki. Þá vel ég þá leið að fara frekar eftir tilfinningu, heldur en ímyndun um hvað mér ætti að finnast. Mér þætti gaman að heyra um þinn smekk.


Star Trek (2009) ****

startrekposter11

Star Trek er algjör snilld. Þetta er skemmtilegasta geimópera sem gerð hefur verið síðan Star Wars: The Empire Strikes Back kom út árið 1980, og reyndar má segja að hérna er Star Trek og Star Wars heimunum púslað saman í eitt, enda fleira af furðuverum í þessari mynd en sést hefur áður í Star Trek heiminum.

Star Trek hefur fengið ýmislegt að láni frá Star Wars heiminum: frábærar tæknibrellur frá Lucasarts, furðulegar geimverur og Captain Kirk endurbættur sem hálfur William Shatner og hálfur Han Solo.

startrek081

Leikurinn er óaðfinnanlegur með einni undantekningu og sögufléttan eitursnjöll sem bæði upphaf og endir sem tekur tillit til þeirra hundruði þátta, kvikmynda og skáldsagna sem komið hafa út um Star Trek heiminn.

Hættu nú að lesa ef þú vilt ekkert vita um myndina áður en þú sérð hana.

Allir úr áhöfn U.S.S. Enterprise hafa fallið frá nema Spock (Leonard Nimoy), en þar sem hann er hálfpartinn geimvera frá Vulcan, lifir hann mun lengur en aðrar mannverur. Hann er virtur vísindamaður sem finnur upp tæki sem er ætlað að gjöreyða nýstirni sem ógnar plánetunni Rómúlus. Kannski vegna elliglapa vill ekki betur til en svo að hann er of seinn, og nýstirnið gjöreyðir plánetunni fyrir augum Nemo kafteins (Eric Bana) sem fyllist hefit og heitir að ná fram hefndum á Spock og gjöreyða öllum Vulcanbúum og mannverum fyrir að leyfa tortímingu Rómúlus. Sogast geimskip þeirra inn í svarthol sem gjöreyðingarvopn Spock hefur búið til og Spock sjálfur hverfur inn í það rétt á eftir þeim, sekúndum síðar í framtíðinni, 25 árum síðar í nútíðinni.

startrek041

Geimskip Rómúlanna lendir á stað og stund þar sem James T. Kirk er við það að fæðast inni í geimskipi sem faðir hans stjórnar, þegar það lendir í árás Rómúlanna úr framtíðinni sem breyta sögunni þannig að George Kirk er frepinn, en James T. Kirk tekst einhvern veginn að fæðast í heiminn á flótta undan árásarskipinu.

Þeir sem þekkja baksögu Star Trek og James Kirk vita að hann missti ekki föður sinn í eldri útgáfu, en málið er tímaferðalagið hefur búið til hliðstæðan veruleika, þannig að örlögum allra persóna er stokkað upp. Þannig hafa allar seríurnar sem á undan komið gerst, en eru samt ekki lengur hluti af veruleika þessara sömu persóna.

Í stað þess að vera skipstjóri U.S.S. Enterprise gerist James T. Kirk (Chris Pine) laumufarþegi sem reynist afar úrræðagóður á ögurstundu, og tekst að koma saman úrvalsliði vandræðagemlinga til að koma geimskipinu gegnum ófyrirsjáanleg vandamál.

Skipstjóri í upphafi ferðarinnar er Pike (Bruce Greenwood), en Pike þessi var skipstjóri fyrstu sjónvarpsþáttanna sem gerðir voru áður en William Shatner var ráðinn sem James T. Kirk á 6. áratugnum.

Ég ætla ekki að telja upp allar persónurnar sem eru reyndar hver annarri betur leiknar, fyrir utan kannski Keith Urban sem virðist hafa verið að ofleika í anda Jack Nickolson í hlutverki læknisins McCoy. Það má ekki heldur gleyma hinum stórskemmtilega Simon Pegg í hlutverki skoska vélstjórans Scotty, né skemmtilegum töktum John Cho sem skilmingameistarinn Hikaru Sulu, eða afar góður Zachary Quinto sem hinn ungi Spock, og kærustu hans Nyota Uhura sem leikin er af Zoe Saldana. Úps! Ég virðist vera búin að telja þau öll upp nema Chekov sjálfan, sem leikinn er skemmtilega af Anton Yelchi. Ben Cross og Wynona Ryder leika foreldra Spock.

startrek031

Kvikmyndin hefst á ungum Kirk sem kemur sér sífellt í vandræði vegna skorts á aga, og hinum unga Spock sem verður fyrir einelti á plánetunni Vulcan fyrir að vera öðruvísi en allir hinir, en móðir hans er mannvera og faðir hans frá Vulcan. Þegar þessir tveir hittast bræðast þeir saman eins og eldur og ís. Kirk er funheitur og virðist algjörlega stjórnað af tilfinningum sínum, en reynist síðan hafa gífurlega sterkan karakter og sannfæringu sem getur komið þeim gegnum hvaða erfiðleika sem er. Spock hins vegar á í óvenju miklum vandræðum með að hugsa rökrétt þrátt fyrir stranga þjálfun, en ástæður þess eru ágætlega rökstuddar í atburðarásinni.

Það er gaman að sjá Chris Pine negla James T. Kirk, nokkuð sem ég taldi ekki mögulegt. Ljóst er að Chris Pine verður eftir þessa viku stórstjarna í Hollywood og ég tel öruggt að hann verði kominn á A lista leikara innan árs. Hann á eftir að geta valið úr hlutverkum. Svo góður er hann.

startrek021

Rómúlarnir eru eiginlega svona aukasöguflétta, og ef eitthvað er, þá eru þeir frekar klisjukenndur þáttur í annars vel heppnaðri mynd. Það er eins og höfuðóvinurinn sé algjört aukaatriði, en aðalmálið er að láta þessa vini hittast í fyrsta sinn með góðri hjálp úr framtíðinni og ná að vinna saman í hliðstæðum veruleika við þann sem Trekkarar þekkja alltof vel. Í lok myndarinnar langaði mig í meira.

startrek071

Annars vil ég segja aðeins frá reynslu minni af kvikmyndahúsinu í Noregi. Það kom mér á óvart hversu miklu skýrari myndin var á tjaldinu heldur en ég hef séð heima á Íslandi, og hversu miklu betri hljómgæðin voru. Það var greinilegt að græjurnar voru rétt stilltar. Svo var kvikmyndahúsið sjálft tandurhreint og vel lyktandi, og sætin meira að segja merkt. Það var heldur ekkert hlé. Það finnst mér gott. Betri getur bíóskemmtun varla verið.

E.S. Ég ætlaði að fara á þessa mynd með vini mínum þegar ég kæmi heim til Íslands í lok maí, en stóðst ekki freistinguna. Vonandi verður mér fyrirgefið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband